Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990. íþróttir Sport- stúfar Meistarar Norrköping héldu á sunnudaginn áfram sigurgöngu sinni í sænsku úrvals- deUdinni í knattspymu. Þeir unnu þá sígur í Halmstad, 0-2, og skoruðu Patrik Andersspn og Tomas Brolin mörkin. Önnur úrslit urðu þessi: Malmö FF-AIK...........2-3 Djurgárden-Öster.......4-0 Gautaborg-Brage........1-0 Örebro-Hammarby........4-1 Norrköping er meö 15 stig eftir 6 umferðir, Orebro 14, AIK 12 og Öster er í fjórða sætinu með 10 stig. Jafntefli Ajax við Bandaríkjamenn Bandaríska landsliðiö og hol- lensku meistaramir Ajax gerðu jafntefli, 1-1, í Washington á laug- ardaginn. Ronald de Boer kom Ajax yfir snemma leik en John Harkes jafnaði fyrir bandaríska liðið sex mínútum fyrir leikslok. Bandarikjamenn hafa nú leikið gífurlegan tjölda upphitunar- leikja fyrir heimsmeistarakeppn- ina á Italíu og sennUega kemur ekkert lið jafhvel undirbúið tfi leiks þar. Beckenbauer valdi 23 leikmenn Franz Beckenbauer, landsliðs- einvaldur Vestur-Þjóðverja í knattspymu, valdi um helgina 23 leikmenn fyrir heimsmeistara- keppnina á ítahu. Einn þeirra þaíf að sitja heima þar sem hóp- amir á HM takmarkast við 22 leikmenn. Beckenbauer valdi þessæ Markverðin Raimond Aumann (Bayem), Bodo IUgner (Köln), Andreas Köpke (Númberg). Varnarmenn: Klaus Augent- haler (Bayem), Júrgen Kohler (Bayem), Hans Pflúgler (Bayern), Stefan Reuter (Bayern), Thomas Berthold (Roma), Andreas Breh- me (Inter Milano), Guido Buch- wald (Stuttgart), Paul Steiner (Köln). Miðjumenn: Uwe Bein (Frank- furt), Holger Fach (Uerdingen), Thomas Hássler (Köln), Pierre Littbarski (Köln), Gúnter Her- mann (Bremen), Lothar Mattha- us (Inter Milano), Andreas MöUer (Dortmund), Olaf Thon (Báyem). Framheriar: Júrgen Klinsmann (Inter MUano), Frank MUl (Dort- mund), Karlheinz Riedle (Brem- en), Rudi Völler (Roma). Tanasic meðÍBK í fyrsfa leiknum Ægji Már Káiason, DV, Sudumesjum: Marko Tanasic, Júgóslavinn sem leikur með Keflvikingum í 2. deildinni í knattspyrnu í sum- ar, er að ná sér af meiðslum þeim sem hafa htjáð hann frá því hann kom tU landsins. TU þessa hefur hann aöeins getað verið með í einum æfingaleik og ekkert í Litlu bikarkeppninni, en ekkert virðist því 111 fyrirstöðu aö hann verði í liöi ÍBK þegar það mætir KS í fyrstu umferð 2. deildar þann 25. maí. Tanasic er öflugur miðju- maður sem hefur leikiö meö Spartak Subotica í júgóslavnesku 1. deildarkeppninni. River Plate meistari í 21. skipti River Plate varð á sunnudaginn argentískur meistari í 21. skipti. River Plate sigraði Estúdiantes, 2-0, á heimavelh og skoraði landsliðsmaðurinn, Ismael Med- ina BeUo, bæði mörk Uösins. Riv- er Plate hefúr fimm stiga forystu þegar tveimur umferðum er ólok- iðíi. deUdar keppninni. Fram og KA leika í kvöld - fyrsti leikur KA1 meistarakeppninni KA og Fram mætast í hinum árlega leik íslands- og bikarmeistara síðasta árs í knattspymu, meistarakeppni KSÍ, á gervigrasinu í Laugardal í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20 og má segja að hann marki upphaf knatt- spymuvertíðarinnar 1990. Meistarakeppnin er nú haldin í 22. skipti og hafa Framarar sigrað oftast aUra, eða 6 sinnum. Þeir sigruðu Valsmenn, 3-1, í meistarakeppninni í fyrra. KA hefur ekki áður tekið þátt í keppninni, enda varð félagið íslandsmeistari í fyrsta skipti á síð- asta ári. Keppt er um óvenju stóran og glæsilegan bikar, Sigurðarbikarinn. Hann var gefinn fyrir nokkrum ámm til minningar um Sigurð Hall- dórsson, forystumann í KR um langt árabil. ÓU P. Ólsen dæmir leikinn en línu- verðir verða EgUl Már Markússon og Ari Þórðarson, tveir af yngstu 1. deildar dómurunum. -VS Lið Fram tapaði á dögunum fyrir KR í úrslitaleik á Reykjavíkurmótinu. • íslandsmeistarar KA leika nú í fyrsta sinn í meistarakeppni KSÍ. DV-mynd Ægir Már Brassar loks með góðan markvörð Knáttspyrnusaga Brasilíu, sem er löng og htrík, hefur snúist um flest annað en markverði. Þeir hafa að- eins komist í sviðsljósið þegar þeir hafa gert mistök sem hafa kostað brasilíska landsliðið sigur - aö öðru leyti hafa BrasUíumenn lagt mest upp úr því að eiga alltaf nægilega góða framheija til að skora mörk. Markvörðurinn hefur oftar en ekki veriö veiki hlekkurinn í keðjunni. Claudio Taffarel er 24 ára gamall markvörður sem virðist vera í þann veginn að breyta þessari ímynd. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri með landsliði Brasilíu fyrir tveimur árum, hlaut sUfurverðlaun með brasilíska ólympíuliðinu í Seoul 1988 og varði þá þrjár vítaspyrnur gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitun- um og nú er farið að tala um Taífar- el sem besta markvörð í sögu brasil- ískrar knattspyrnu. Fer ekki til Ítalíu til að sýna mig „Ég hef heyrt þetta en það er enn of snemmt að ræða um slíkt. Kannski verður það hægt eftir heimsmeist- arakeppnina á Italíu. Brasilíumenn eru famir að meta markverði meira en áður. Mig dreymir um atvinnu- mennsku í Evrópu, ekki peninganna vegna, heldur vegna þess að mig langar til að leika atvinnuknatt- spymu í hæsta gæðaflokki. En ég fer ekki til Ítalíu til að sýna sjálfan mig, fyrir mér skiptir mestu máli hve langt landsliðið okkar nær í heims- meistarakeppninni," segir Taffarel. Taffarel er orðinn mjög vinsæll í heimalandi sínu og þarf stundum að flýja útum bakdyr undan æstum aðdáendum sem vilja eiginhandará- ritun hans. Ætlaði að taka blakið framyfir Hann á óvenjulegan feril að baki því hann ætlaði sér alltaf að leggja stund á blak. „Ég spilaði blak flesta daga en knattspyrnu aðeins um helgar. En frá fjölskyldunni fékk ég alltaf gjafir sem tengdust knattspyrnunni, markmannspeysur, hanska og bolta.“ Átján ára gamall lét hann loks til leiðast og fór á reynsluæfingu hjá Internacional Porto Alegre, fékk samning og hefur leikið með því fé- lagi síöan. Hvort Taffarel tekst að breyta ímynd brasilískra markvarða á Ítalíu í sumar verður að koma í ljós en líkurnar á því virðast nokkrar. -VS Handbolti: - fyrir næsta tímabil Handknattleiksliö Hauka úr Hafnarfiröi gekk um helgína frá tveggja ára samningi við tékkneska landsliðsmanninn Peter Baumruk frá Ðukla Prag. Baumruk hefur leikið um níu ára skeið með Dukla Prag og á því tímabili orðið átta sinnum tékkneskur meistari en um helgina tryggði Dukla Parg sér sig- urinn í 1. deíld. Baumruk, sem er 28 ára að aldri, hefur leikið 90 landsleiki fyrir Tékka og skorað í þeím 370 mörk. Hann lék með Tékkum í heimsmeistarakeppn- inni í mars og skoraði 22 mörk í fjórum leikjum en meiddist og lék ekki fleiri leiki. „Éghreifst mjögaf Baumrukþeg- ar hann lék meö Tékkum gegn ís- lendingum á íslandi um síöustu áramót. Ég ræddi stuttlega við hann eftir þá leiki og spurði þá hvort hann hefði áhuga að leika með okkur. Baumruk lýsti yfir áhuga og' síðan hafa máhn verið aðþróast í allan vetur,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, í sam- tali viö DV í gær. Viggó og Gunnar Einarsson gengu frá samningi við Baumruk i Prag á sunnudaginn. Vestur-þýska félagið Tussem Essen var einnig inni í myndínni hjá Baumruk en þau mál hafa dreg- ist á langinn þannig að Baumruk sló til og valdi Haukaliðið. í samn- ingi Bauinruk við Hauka segir að hann megi leika meö tékkneska landsliðinu sé þess óskað. Hann mun einnig sjá um þjálfun á yngri flokkum félagsins. „Ef fer sem fram horfir að liðum verði fiölgað í 1. deild á næsta keppnistímabíli mun Baumruk koma tíl íslands og leika meö okkur í úrslitakeppmnni en annars kem- ur liami til landsins í byrjun ágúst,“ sagði Viggó Sigurðsson. Þess má geta að ákvöröun um fjölgun hða í 1. deild verður tekin fyrir á ársþingi HSÍ í júní. -JKS íslandsmet í skotfimi hjá Emil - á flokkamótinu Emil Kárason úr Skotfélagi Aust- ur-Skaftafellssýslu setti nýtt íslands- met á flokkamótinu í haglabyssu- skotfimi (skeet), sem fram fór á velli Skotfélags Suðurlands við Þorláks- höfn um helgina. Emil fékk 188 stig af 200 möguleg- um, en gamla metið áttu þeir Einar Páll Garðarsson og Gunnar Kjart- ansson, 184 stig. Úrslit urðu þessi: Meistaraflokkur: 1. Emil Kárason, SAS...........188 2. Einar Páll Garðarsson, SK...177 1. flokkur: 1. TheodórKjartansson, SK......162 2. Bergur Arthúrsson, SAS......161 3. Alfreð K. Alfreðsson, SÍH...160 2. flokkur: 1. Björn Halldórsson, SKO......169 2. ValdimarLong, SR............166 3. Ævar Österby, SFS...........163 3. flokkur: 1. Jóhannes Jensson, SK........140 2. GuðbrandurEinarsson, SFS....131 3. Halldór Jónsson, SFS........130 Keppendur voru 17 talsins og í heildina var meðalskor mótsins 19,5 stig, sem er besti árangur sem mælst hefur til þessa hér á landi. -VS DV • Michael Jordan hjá Chicago fór á kos skoraði 45 stig fyrir Chicago sem hefur 3-1 Lakers öðru - fyrir Phoenix Þrír leikir fóru fram í átta hða úrslitum í keppninni bandaríska meistaratitilinn í körfuknattleik í fyrrinótt. Hæst bar viður- eign Phoneix Suns og Los Angeles Lakers of sigraði Phoneix, 114-101. Liðin hafa leik- ið íjóra leiki og hefur Phoenix sigrað í þremur viðureignum en það lið sem fyrr sigrar í fjórum leikjum heldur áfram í undanúrsht. Johnson skoraði 45 stig fyrir Los Angeles Lakers Kevin Johnson var stigahæstur í liði Pho- neix Suns og skoraði 30 stig og átti að auki 16 stoðsendingar. Magic Johnson var stigahæstur hjá Lakers með 45 stig og lék frábærlega vel. James Worthy skoraði 16 stig. Fimmti leikur hðanna verður í Los Angeles í kvöld og eftir það verður leikið til skiptis á heimavöllum hðanna þangað til að úrshtin ráðast. Jordan fór á kostum Chicago Buhs sigraði Philadelphia 76’ers, 11-101, og þarf aðeins aö vinna einn leik th viðbótar. Staðan að loknum fjórum leikjum er, 3-1, fyrir Chicago Bulls. Mic- hael Jordan var stigahæstur hjá Chicago Buhs, skoraði 45 stig, tók sex fráköst og átti 12 stoðsendingar. Pippen lék ekki méð Chicago vegna þess að faðir hans lést dag- inn fyrir leikinn og flaug Pippen strax til River Plai -1 knattspyrn River Plate varð um helgina argentínsku félagiö sigraði Estudiantes, 2-0, á heimavi Medina Bello sem skoraði bæði mörk hðsir er Plate 50 stig, Independiente, 45 stig og I er Daniel Passarella, fyrrum landshðsmaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.