Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990. 17 DV tum þegar lið hans sigraði 76ers. Jordan yfir gegn 76ers. Simamynd Reuter tapaði sinni og er 1-3 undir Chicago. Stacy King tók stöðu hans og skilaði hlutverki sínu með sóma, skoraði 21 stig. Eddie Nealy, sem er nýliði hjá Chicago Bulls, kom mjög á óvart og skor- aði 10 stig og hirti 10 fráköst. Hawkins var stigahæstur hjá 76’ers, skoraði 26 stig en vítahittni hans var bág- borin, sex vítaskot af ílmmtán fóru rétta leið. Charles Barckley skoraði 22 stig og var með 13 fráköst. Næsti leikur liðanna verður í Chicago á miðvikudagskvöldið. Patrick Ewing skoraði 30 stig í síðari hálfleik Meistararnir, Detroit Pistons, hafa, 3-1, á móti New York Knicks. Detroit vann þriðju viðureignina, 102-90, í New York í fyrrinótt. Edwards skoraði 19 stig fyrir Detroit, Dumar 17 og Laimbeer 15. Patrick Ewing var stigahæstur hjá New York Knicks, skoraði 30 stig og voru öll stigin skoruð í síðari hálfleik. Næsti leikur hð- anna verður í Detroit í kvöld. San Antonio Spurs og Portland Trail- blazers mætast í kvöld en staðan að lokn- um fjórurn leikjum er jöfn, 2-2. Talsverð meiðsh hijá leikmenn Portland og má búast við að það komi niður á leik hðsins í kvöld. Það lið sem kemst áfram í undan- úrslit mætir annaðhvort Phoneix Suns eða Lakers. -JKS e meistari tu í Argentínu r meistari i knattspyrnu í 21. sinn þegar að Jlli sínum í Buenos Aires. Það var Ismael is. Þegar tvær umferðir eru eftir hefur Riv- lasario Central 44 stig. Þjálfari River Plate ir Argentínu. -GH fþróttir Liverpool-liðið með marga galla - segir einn virtasti íþróttafréttamaður Breta „Hver er staða enskrar knatt- spyrnu fyrst Liverpool, með alla sína galla, varð meistari á tiltölulega auð- veldan hátt?“ spyr Brian Glanville, einn virtasti knattspyrnufréttamað- ur Breta, í blaðinu Sunday Times síðasta sunnudag. Glanville segir að liðið sem Kenny Dalglish stýri í dag, sé aðeins skugg- inn af því liði Liverpool sem hann lék sjálfur með á árum áður. Bruce Grobbelaar sé óútreiknanlegur í markinu, vörnin hafi verið brothætt, aukaspymur liðsins séu ekki lengur sú ógn sem þær áður voru - og Liver- pool hafi þurft að fá ísraelsmanninn Ronnie Rosenthal, leikmann sem Udinese, Luton og Hibernian hafi hafnað, til að bjarga sér í lokaum- ferðunum. Sú staðreynd að Liverpool hafi unnið deildina gefi ekki öðrum ensk- um hðum háa einkunn. Glanvihe segir að Aston Villa hafi misst damp- inn þegar mest á reyndi og Arsenal hafi dalað hrapallega. Manchester United og Tottenham hafi eytt stór- um fjárhæðum án árangurs og Sout- hampton, sem splundraði vörn Li- verpool með þvi að nota fjóra fram- herja, hafi verið ljós í myrkrinu sem slokknaði strax. Landsliðið lék hins vegar mjög vel Glanville segir hins vegar að frammi- staða landsliðsins hafi komið í veg fyrir aö algert svartnætti væri ríkj- andi í ensku knattspyrnunni. Lands- liðiö hefði leikið mjög vel, sérstak- lega þegar það sigraði Tékka á Wem- bley í apríl, og þar hafi þó frábærir leikmenn á borð við Chris Waddle og John Barnes verið íjarri góðu gamni. Glanvihe hælir Paul Gas- coigne sérstaklega og segir að knatt- spyrnumenn framtíðarinnar eigi von um betri tíð ef þeir taki sér áræðni hans og hæfileika til fyrirmyndar. Einangrun ensku liðanna Ástæðuna fyrir hnignun knattspyrn- unnar í landinu telur Glanville vera augljósa - hún sé til komin vegna þess að ensku félagsliðin hafi verið • Liðið sem Kenny Dalglish stýrir er aðeins skugginn af því liði sem hann sjálfur spilaði með á árum áður, segir Glanville. útilokuð frá þátttöku í Evrópumót- unum síðustu fimm árin. Þau hafi einangrast og þangað til þau fái aftur að vera með í keppni gegn liðum á meginlandinu, haldi enska knatt- spyrnan áfram að einkennast af spörkum út í loftið og steingeldum leikaðferðum. -VS Úrvalsdeildin lélegri ár frá ári - segir Ásgeir Sigurvinsson • Heimir Guðjónsson tekur út leik- bann í fyrsta leik og getur ekki leik- ið með islandsmeisturum KA gegn FH á Kaplakrika á sunnudaginn. Sex í banni í 1. deild - sem hefst um helgina 1. deildar keppninni í knattspyrnu hefst á laugardaginn kemur og nú er ljóst að nokkur lið verða án sterkra leikmanna vegna leikbanna. Sex leikmenn taka út eins leiks bann í fyrstu umferð keppninnar í 1. deild, einn í 2. deild og þrír leikmenn í 3. deild. Alexander Högnason, ÍA, verður ekki með á móti Valsmönnum, Heim- ir Guðjónsson, KA, verður í leik- banni gegn FH, Magnús Pálsson, FH, verður ekki með á móti KA, Ingi Sig - urðsson, ÍBV, verður ekki með liði sínu gegn Fram, Sveinbjörn Hákon- arson, Stjörnunni, verður ekki með gegn Þór og Birgir Karlsson, Þór, verður ekki með gegn Stjörnunni en hann á við meiðsli að stríða og ekki víst að hann leiki með Þór í sumar. Magni Þórðarson úr ÍR verður í leikbanni gegn Fylki í fyrsta leiknum í 2. deild. í 3. deildar keppninni verð- ur Helgi Helgason úr Völsungi í leik- banni gegn ÍK, Bjarni Ólafsson úr Reyni Sandgerði tekur einnig út leik- bann og loks verður Kristján Davíðs- son í Einherja frá Vopnafirði í leik- banni í tveimur fyrstu leikjunum. VS/JKS „Þegar ég lít til baka finnst mér eitt dapurlegt. Það er hve vestur- þýska úrvalsdeildin verður alltaf lé- legri ár frá ári,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson, fyrrum atvinnumaður hjá Stuttgart, í samtali við DV. „Öflug þjóð eins og sú vestur-þýska á að geta haldið sínum bestu knatt- spyrnumönnum innan landamær- anna. Hér eru allir möguleikar fyrir Fyrsta golfmót sumarsins í Hafnarfirði, opna Pana- sonic golfmótið, fór fram um helgina á Hvaleyrar- velh í Hafnarfirði og mættu 93 kepp- endur til leiks. Þórdís Geirsdóttir, hendi en samt fara allir bestu leik- mennirnir til Ítalíu eða annað. Svo er kvartað yfir því hve knattspyrnan sem borin er á borð sé léleg. Vestur-Þjóðverjar verða að taka sér tak og breyta sínum málum ef þeir ætla að halda í við ítali, Spán- verja og jafnvel Frakka á næstu árum,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson. -VS GK, varð í fyrsta sæti, í örðu sæti varð Július Ingvarsson, GK, og í þriðja sæti Kristín Þorvaldsdóttir, GK. -GH Fjallað um Eyjólf í tímaritinu Kicker - og sagt frá hans fyrsta marki í Þýskalandi Vestur-þýska íþróttablaðið Kic- ker fjallaði fyrir skömmu nokkuð um Eyjólf Sverrisson, knatt- spyrnumanninn frá Sauðárkróki sem nú leikur með Stuttgart, eftir að hann hafði komið inn á og skor- að mark gegn Nurnberg í úrvals- deildinni. Um hann og annan nýliða, Manf- red Schnalke, sem einnig skoraði í leiknum, segir Kicker: „Á fimmtu- dag rann upp stund varamannanna á Necker-leikvanginum. Schnalke skoraði sitt fyrsta mark eftir að hafa leikið í 148 mínútur í úrvals- deildinni, Eyjólfur eftir aðeins 27 mínútur." Um mark Eyjólfs segir blaðið: „Á 67. mínútu tók íslendingurinn Ás- geir Sigurvinsson hornspyrnu frá hægri. Hann sendi fyrir markið og þar beið íslendingurinn Eyjólfur Sverrisson og skallaði af stuttu færi í markið, 3-0. Samvinna vík- inganna og fallegt mark.“ Eyjólfur segir síðan í samtali við blaðið. „Þegar ég var lítill strákur átti ég mér eina fyrirmynd, Ásgeir Sigurvinsson. í minum augum var hann sá allra besti. Og hann hefur hjálpað mér geysilega mikið við að laga mig að hfmu hér í Stuttgart. Markið er enh sérstakara fyrir mig af þeim sökum.“ -VS Þórdís vann í Hafnarfirði - á opna Panasonic golfmótinu Sport- stúfar Brasihumenn und- irbúa hð sitt af fullum krafti fyrir heims- meistarakeppnina á ít- ahu í suroiar. Um helgina heim- sóttu Austur-Þjóðverjar Brasihu- menn 1 Rio De Janeiro. Leik þjóð- anna lyktaði meö jafntefli, 3-3, og fylgdust tæplega 70 þúsund áhorfendur með leiknum á Maracana-leikvanginum. Ale- mano, sem leikur með ítölsku meisturunum frá Napoli, kom Brasihumönnum yfir undír lok fyrri hálfleiks. Thomas Doll jafn- aði fyrir Austur-Þjóöverja á 47. mínútu. Careca og Dunga bættu við tveimur mörkum á fjögurra mínútna leikkafla. Austur-þýska liðið gafst ekki upp og tókst að jafha metin með mörkum frá Ernst og Steinham en jöfnunar- markið kom á lokaminútu leiks- ins. Steve NíqoI ekki með á Italiu Nú er Ijóst að Liverpool-leikmað- urinn Steve Nicol verður ekki með skoska landsliðinu i úrshta- keppninni á Ítalíu í sumar. Nicol, sem hefur leikið 26 landsleiki fyr- ir Skota, verður ekki búinn að ná sér eftir aðgerð, sem gerð var að honum í tæka tíð fyrir keppn- ina. Þetta er mikið áfall fyrir skoska landshðið þvi Nicol hefur verið einn sterkasti maður hðsins á umdanfornum misserum. Skot- ar leika vináttulandsleik við Egypta í Glasgow á miðvikudag- inn og mun sókndjarfasti maður liðsins, Mo Johnston, ekki leika með. Johnston fékk matareitrun á dögunum og hefur verið fyrir- skipað aö liggja í rúminu. John- ston verður aö öllum líkindum með gegn Pólveijum um næstu helgi. Meðaltal áhorfenda það hæsta í átta ár Vestur-þýsku úrvalsdeildinni í knattspymu lauk á laugardaginn var. Meðaltal áhorfenda á leik í deildinni var 20.449 og er það hæsta meðaltahð í átta ár. Áharf- endur urðu hins vegar vitni að lægsta skorinu í 27 ára sögu deild- arinnar. Lægsta skorið fram að þessu var á keppnistímabilinu 1964-65 en þá voru skoruð 796 mörk í úrvalsdeildmni. Uruguay hættir við leik gegn Júgóslavíu Eftir ólætin, sem brutust út á meðal áhorfenda í leik Dinamo Zagreb og Red Star í l. deildinni um helgina, hafa Uruguaymenn hætt við vináttulandsleik gegn Júgóslövum þann 30. maí næst- komandi. Uruguay leikur í úr- slitakeppninni á Itahu í sumar. Ólætin í Júgóslaviu um helgina ætla að draga dilk á eftir sér en í ólátunum meiddust um 100 manns. Júgóslavneska knatt- spyrnusambandið hefúr uppi hugmyndir að leyfa ekki júgó- slavneskum hðum að taka þátt í Evrópumótunum í liausL Ítalía vinnur, Basten markahæstur og Cameroun kemur á óvart Áht 104 íþróttafréttamanna víðs vegar að er að ítalir veröi heims- meistarar í knattspyrnu á Italíu í sumar. íþróttafréttamennirnir telja einnig að Hollendingurinn Marco Van Basten verði marka- hæsti leikmaður keppninnar og lið Cameroun komi hvað mest á óvart. Aðeins þrír íþróttafrétta- menn töldu að Argentínumönn- um tækist að halda titlinum áfram. Heimsmeistarakeppnin hefst í Mílanó 8. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.