Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990. 13 pv_______________________________________________________Lesendur Svar við lesendabréfi um verðbólgu: Hvorki fleipur né óskhyggja Utanríkisráðherra skrifar: hreina óskhyggju. til enda, er innan við 7%. Óskar Jóhannsson sendir mér Því miður fyrir málstað Óskars Ef Óskar er í hópi þeirra mörgu sérstaklega tóninn í DV10. mai um er þetta hvorki fleipur né ósk- sem skulda hefur hann þegar séð leið og hann hellir sér yfir ríkis- hyggja og þvi verður hann aö finna þessstað.ívaxtagreiðslumogverð- stjómina og ráðherra almennt. sér eitthvað annað til að viðhalda bótum, að hér eru breyttir tímar, Það sem fór fyrir bijóstið á hon- svartsýni sinni og hatri á ríkis- enkannskierhanneinnþeirrasem um er fullyröing mín þess efnis að stjórninni. högnuðust á vaxtaokrinu og þá er verðbólgan sé komin í eins stafs Nýjustu mælingar sýna aö verö- skiljanlegt að honum þyki ríkis- tölu og frásögn um að spáð sé u.þ.b. bólgan, miöað við 3ja mánaða tíma- stjórnin vond og vaxtastefna henn- 7% verðbólgu síöar á árinu sem bil, er á milli 8 og 9% og spáin um ar afleit. hann telur hvort tveggja fleipur og verðbólgu á árinu 1990, frá upphafi Nýju álfötin ríkis- stjórnarinnar í opinberum umræðum um ál- bræðslu og raforkuverð undanfama mánuði hafa stjómarherramir gætt þess vendilega að nefna engar tölur um hugsanlegt raforkuverð eða rekstrargrundvöll. Því er farið sem kettir í kringum heitan graut og gefin svör svo sem: „Ekki þykir fært að gefa beint svar við spumingum um orkukostnað þar sem það kynni að veikja samnings- stöðu Landsvirkjunar í samningum við Atlantalhópinn... “ og „Orku- kostnaður frá einstökum virkjunum ræöst m.a. af þeim vöxtum sem greiða þarf af lánum sem tekin verða vegna framkvæmdanna, rekstrar- kostnaði virkjana auk stofnkostnað- ar og væntanlegs markaðar fyrir orkuna." Virkjanafrumvarp Nú hefur loks rofað til því að töl- urnar er að miklu leyti að finna í greinargerð með stjórnarfmmvarpi um raforkuver sem samþykkt var sem lög skömmu fyrir þinglok. Hryggilega margt skortir þó til þess að sú greinargerð sé fuúnægjandi eins og vikið verður að síðar. Af greinargerðinni má ráða að fjár- festingar vegna 200 þúsund tonna álbræðslu og 355 MW virkjana yrðu um 90 milljarðar króna. Jafnframt er gert ráð fyrir að árið 1996, þegar álbræðslan yrði komin í fullan rekst- ur, yrðu útflutningsverðmæti henn- ar 20,6 milljarðar en innflutningur 10,8 milljarðar. Taka yrði lán fyrir mestöllum fjár- festingum (vextir og gjöld um 10% á ári). Sé gert ráð fyrir 25 ára lánstíma yrðu afborganir 3,6 milljarðar og fjármagnskostnaður að jafnaði 4,5 milljarðar á ári. Þá verður að bæta við fjármagnskostnaði vegna fram- kvæmda áður en álbræðsla tekur til starfa en hann gæti numið 12 mill- jörðum, eða hálfum milljarði á ári. Loks bætist við um einn milljarður á ári í launakostnað. Útgjöld yrðu því nærri 9,6 milljarðar þannig að ekki yrði mikið eftir af 9,8 milljarða nettó útflutningstekjum til að greiða aðstöðugjöld, skatta og ófyrirséðan kostnað. Álspá Þó er það versta eftir, tekjuforsend- umar eru nefnilega miklu hæpnari en þær forsendur um fjármagns- kostnað sem ég hef gefið mér hér að framan. Talsmenn álbræðslu gefa sér nefnilega að álverðið hækki í 1800 USD/tonn árið 1996! Brestur menn minni, eða féll ekki álverð niður fyrir 1000 USD/tonn um tíma? Er ekki álverð nú hærra en að jafnaði undanfarin 10 ár? í greinar- gerð með stjórnarfrumvarpinu mið- ast forsendur um álverð „... við nýja spá James F. King sem unnin er fyr- ir Landsvirkjun í janúar 1990. Þessi spá miðast við verð á London-mark- KjaHarinn Ólafur S. Andrésson starfar að rannsóknum við Cornell háskóla aði (e. London Metal Exchange). „Ég leyfi mér að slá fram enn nýrri spá sem miðast við allan heiminn, nefni- lega þeirri að draga muni úr eftir- spurn eftir áli næstu ár vegna sam- dráttar í hergagnaframleiðslu og vegna aukinnar endumýtingar en orkuþörf við endurbræðslu áls er vart nema 5% af því sem þarf til vinnslu úr súráli. Auk þess má búast við hækkuðu olíuverði, en það leiðir væntanlega bæði af sér minnkandi eftirspurn eftir áli og aukna eftir- spurn eftir raforku, líkt og varð í „ol- íukreppunni" forðum. Ef vel er að gáð er spá James F. King eins og eftir pöntun. Ef við reiknum dæmið með núverandi heimsmarkaðsverði, 1700 USD/tonn fáum við milljarð í mínus og um leið og álverð hrapar í 1000 USD/tonn, þarf að borga 9 milljarða á ári með fyrirtækinu! Skyldu álverseigendur vera tilbúnir aö stunda slíka góð- gerðarstarfsemi eða verður tapinu skuldbreytt með aukinni skatt- heimtu um ókomin ár eins og hverj- um öðrum fjárlagahalla? Landspjöll í fyrrnefndri greinargerð sérfræð- inga ríkisstjórnarinnar er mikið látið með margfeldisáhrif vegna bygging- ar álbræðslu. En þar er nánast ekk- ert að finna um umhverfisáhrif ál- bræðslu, virkjana og línulagna. Ekki er hægt að skilja að Náttúruverndar- ráð leggist gegn því að stærstu og merkilegustu gróðurvinjum hálend- isins verði sökkt undir miðlunarlón, mannvirkjum dritað um verndar- svæði Mývatns og Laxár eöa að há- spennulínur skeri sundur víðáttur óbyggðanna. Og hverju er svo sem við að búast þegar einn helsti forkólf- ur stóriðju er orðinn umhverfisráð- herra? Þaö hlýtur aö vera hverjum hugsandi manni áhyggjuefni hvílík skemmdarverk er ráðgert að vinna á náttúru landsins í nafni framfara. Peningum væri sannarlega betur varið til eflingar ferðamálum, skóg- rækt og náttúruvemd. Ólafur S. Andrésson „Um leið og álverð hrapar í 1000 US- D/tonn þarf að borga 9 milljarða á ári með fyrirtækinu!“ Álverð í New York 1971-90.-Verð í ðandaríkjadölum miðað viö eitttonn. LIT-RIT HF. Ljósritun í litum á pappír og glærur. Minnkun - stækkun, stærst A3. Skipholti 29, s. 62-62-29 Lagerstörf Vana lagermenn vantar strax til starfa. Lágmarksaldur 30 ár, reglusemi og stundvísi áskilin. Tilboð sendist DV, merkt „Fatnaður" fyrir 19. maí n.k. Bæjarstjórinn á Eskifirði Starf bæjarstjórans á Eskifirði er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Umsóknum ber að skila skriflega á skrifstofu Eskifjarðarkaupstaðar, Strandgötu 49, Eskifirði. Bæjarstjórinn á Eskifirði. Forstöðumaður leikskólans á Eskifirði Starf forstöðumanns leikskólans Melbæjar á Eskifirði er laust til umsóknar. Umsóknum ber að skila skrif- lega á skrifstofu Eskifjarðarkaupstaðar, Strandgötu 49, Eskifirði. Bæjarstjórinn á Eskifirði. _ekKi &5i hepP0 19. leikvika -12. maí 1990 Vinningsröðin: XX1 -XX2-121 -222 HVER VANN ? 1.279.185- kr. 0 voru meö 12 rétta - og fær hver: 0 - kr. á röö. 0 voru meö 11 rétta - og fær hver: 0 - kr. á röð. 12voru meö 10 rétta - og fær hver: 18.934-kr.áröö. Þrefaldursprengipottur HÚSEIGENDAÞJÓNUSTAN: Ertu farinn að huga að viðhaldi? Þarftu nýjar hurðir, glugga eða innréttingar? Er húsið haldið steypuskemmdum? Hvað með þakið eða svalirnar? Áttu í vandræðum með flatt þak? Leki? Vantarþig trésmið, múrara, málara, blikksmið? ■ Við hjá húseigendaþjónustunni höfum áralanga reynslu í viðhaldi og nýsmíði. ■ Látið fagmenn vinna verkin og annast þau fyrir ykkur. ■ Húseigendaþjónustan S. Sigurðsson hf., Skemmuvegi 34, 200 Kóp. Sigurður Sigurgeirsson byggingameistari, s. 670780.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.