Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990.
9
Utlönd
GreHswaM jaf n-
hæftulegt og
Tsjemobyl
Hiö umdeilda austur-þýska kjam-
orkuver Greifswald er svo hættulegt
aö þaö ætti að loka því samstundis
til aö koma í veg fyrir kjarnorkuslys
eins og það sem átti sér staö i
Tsjernobyl í apríl 1986. Austur- og
vestur-þýskir sérfræöingar hafa
rannsakað vandlega aöstæður viö
Greifswald og í gær birtu þeir niöur-
stööur rannsókna sinna.
Aö sögn sérfræðinganna er ekki
hægt að draga úr hættunni meö því
aö gera breytingar á kjarnorkuver-
inu. Er þaö áht sérfræðinganna að
loka eigi kjarnaofnunum íjórum eins
fljótt og unnt er.
Sérfræðingarnir segja aö ef eldur
kemur upp í kjarnorkuverinu séu
möguleikarnir á að slökkva hann
mjög litlir. Við rannsókn þeirra kom
í ljós, eins og einnig hefur komið
fram viö aðrar rannsóknir, aö allur
aöbúnaöur í kjarnorkuverinu til
slökkvistarfa er ófullnægjandi.
Nokkur óhöpp hafa orðið í kjarn-
orkuverinu og hefðu þau átt aö leiða
til lokunar þess fyrir mörgum árum.
Samkvæmt vestur-þýska tímaritinu
Der Spiegel kom upp eldur í kjarn-
orkuverinu áriö 1976 og munaði ekki
miklu að hann leiddi til stórslyss.
SVÍÞJÓD
DANMÖRK
Kaupmannahö fn
• • Malmö
Greifswald
AClSTUR- ( PÓLLAND
ÞfeKALANÍ)
BERLÍN* 1
Mikil hætta stafar af kjarnorkuverinu
i Greifswald.
Tímaritið hefur einnig fullyrt aö
óhöppin viö Greifswald hafi veriö svo
mörg að þaö þyki mesta furða að
ekki skuh hafa orðiö stórslys.
Eins og er hefur tveimur kjarna-
ofnum verið lokaö en ekki hefur ver-
ið tekin ákvöröun um aö loka kjarn-
orkuverinu endanlega. Vestur-þýska
stjórnin lætur nú kanna hvemig
koma eigi í veg fyrir orkuskort þegar
kjarnorkuverinu veröur lokað.
Ritzau
Norræn sendinefnd
til Suður-Afríku
Norræn sendinefnd verður innan
skamms tíma send til Suöur-Afríku.
En Norðurlönd mega samt sem áöur
ekki falla frá efnahagslegum refsiaö-
geröum gegn yfirvöldum í Suöur-
Afríku fyrr en róttækar breytingar
hafa átt sér staö þar. Þetta var niður-
staða fundar utanríkisráöherra
Noröurlandanna og nágrannaríkja
Suður-Afríku í Osló í gær.
Utanríkisráðherrar Norðurland-
anna samþykktu tillögu sænsku
stjómarinnar um að senda sendi-
nefnd til Suöur-Afríku. Ekki hefur
þó verið ákveöiö hvort um embætt-
ismenn eöa stjórnmálamenn verður
að ræða. Utanríkisráðherrarnir
lögðu á þaö áherslu að með því að
senda nefndina vildu þeir styðja lýð-
ræðishreyfinguna í Suður-Afríku og
styrkja samböndin viö ýmis samtök
til að þrýsta á suöur-afrísku stjórn-
ina.
Utanríkisráðherrar nágrannaríkja
Suður-Afríku voru ekki sagðir bein-
Unis hrifnir af væntanlegri ferð
sendinefndarinnar. Hins vegar létu
þeir hjá líða að gagnrýna félaga sína
frá Norðurlöndunum.
NTB
Jarðarbúum mun úölga um miHjarð:
Eykur álag
á umhverfið
Jarðarbúum mun fjölga um einn
miUjarð á tíunda áratugnum. SUk
íjölgun getur haft í för með sér alvar-
legar afleiðingar fyrir umhverfi okk-
ar, að því er fram kemur í nýrri
skýrslu sem kemur út á vegum Sam-
einuðu þjóðanna í dag. í skýrslunni
segir að þessi gífurlega mikla fólks-
fiölgun muni koma harðast niður á
fátækari ríkjum heims sem og á
umhverfinu.
í dag búa alls 5,3 milljarðar manna
á jörðinni. í skýrslu Sameinuöu þjóð-
anna segir að fólksfiölgun tíunda
áratugarins veröi mun meiri en áður
hafði verið gert ráð fyrir og mun
meiri en á nokkrum öðrum áratug í
mannkynssögunni. í fátækari ríkj-
um heims mun fiölgunin verða lang-
mest eða um níutíu prósent allrar
fiölgunar jarðarbúa sem þýðir, að því
er segir í skýrslunni, að fiölgunin þar
muni nema þremur íbúum á hverri
sekúndu. Alls fiölgar jarðarbúum
um níutíu til eitt hundrað milljónir
á ári hverju næstu tíu ár.
Þessi mikla fólksfiölgun kemur illa
niður á umhverfinu, segir í skýrsl-
unni. Einhvern tíma, í ókominni
framtíð, gætu breytingarnar á um-
hverfinu orðið okkur ofurviða.
„Næstu tíu ár gætu vel ráðið búsetu-
möguleikum manna á jörðinni,"
sagöi Nafis Sadik, framkvæmdastjóri
þeirrar stofnunar Sameinuðu þjóð-
anna sem fer með málefni fólksfiölg-
unar. Fátækum, ólæsum, vannærð-
um og heimilislausum mun fiölga
mikið næstu ár sem aftur mun leiða
af sér aukið álag á umhverfi okkar,
segir í skýrslunni.
Reuter
Bandaríkin:
Fus til malamiðlunar
Bandaríkin eru fús til að fallast
á málamiðlun varðandi flest atriði
ráöherrayfirlýsingarinnar á um-
hverfismálaráðstefnunni í Bergen
í Noregi, að því er kemur fram i
frétt norsku fréttastofunnar NTB i
gær. Fulltrúar Bandaríkjanna á
ráðstefnunni tóku það fram að þeir
myndu styðja yfirlýsingu þar sem
því væri slegið föstu að þörf væri
á að stemma stigu við mengun af
völdum koltvísýrings en að Banda-
ríkin myndu ekki fallast á bein,
tímabundin markmið áður en
rannsóknarnefnd á vegum Sam-
einuðu þjóðanna heföi skilað áliti
í ágúst næskomandi. Afstaða Bret-
lands, Kanada og Sovétríkjanna er
hin sama og Bandaríkjanna.
Bandarikin eru ekki reiðubúin
að auka tækniaöstoð og fiárhagsaö-
stoð við þróunarlöndin til þess aö
þau dragi úr notkun skaðlegra
orkugjafa. Hafa Bandaríkin sætt
mikilli gagnrýni vegna þessarar
afstöðu sinnar.
Eitt af því sem rætt var á ráð-
stefnunni í Bergen i síðustu viku
var þörfin á fyrirbyggjandi aðgerð-
um, að tekið væri tillit til álits sér-
fræðinga til að menn þyrftu ekki
að bæta skaðann eftir á. Bandarík-
in vilja ekki samþykkt sem skuld-
bindur þá til kostnaðarsamra að-
gerða nema aö nægileg vísindaleg
sönnun fyrir mögulegri mengun
liggi fyrir.
I gær héldu ráðherrar á ráðstefn-
unni ræður en í dag er fyrst að
vænta einhverra samningavið-
ræðna þegar ráðherrarnir hittast
bak viö luktar dyr.
NTB
Kæra frú
Hvernig væri að fá elsku eiginmanninn með sér til
okkar að skoða hjónarúm?
Við eigum alveg einstaklega falleg rúm núna - og
stillum upp 30 mismunandi gerðum.
HÉR ERU EJÖGUR FRÁ RAUCfí
TINA
rúm - náttborð
spegill - dýnur
99,241,-
ALEXIS
rúm - náttborð
spegill - teppi - dýnur
1.450,-
ANNABELLÁ
rúm - náttborð
spegill - dýnur
101.830^
* * *
GOÐDYM = GOÐURSVEFN
FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK
Síðasti pöntunardagur í næsta hluta nýs ríkissaijjnings til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afslætti er
.maí
Ú Apple-umboðið Radíóbúðin hf.
Innkaupastofnun ríkisins