Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 15. MAi 1990. Keflavík: Drengur lést eftir fall úr klettum Ellefu ára drengur frá Keflavík lést á sjúkrahúsi í gærkvöldi eftir að hafa fallið úr klettum við Helguvík og lent í stórgrýttri fjöru. Drengurinn var á ferð viö klettana skammt frá Helguvík mOli klukkan 19 og 20 í gærkvöldi þegar slysið varð. Að sögn lögreglu var drengur- inn að klifra í klettunum þegar hann féll í stórgrýtta fjöruna fyrir neðan. Hlaut hann mikla áverka í fallinu og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Ekki er vitað nákvæmlega um tildrög slyssins en Rannsóknarlögregla rík- ► isins hefur málið til meðferðar. -hlh Kristinn Sigtryggsson: Óveruleg vanskil við Flugleiðir „Þessi yfirlýsing forstjóra Flug- leiða kemur mér mjög á óvart því ég veit ekki betur en aö vanskil Arnar- flugs við Flugleiðir séu mjög óveru- __ leg,“ sagði Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, en Flugleiðir hafa sagt upp öllum samn- ingum sínum við Arnarflug. Kristinn neitaði hins vegar að hollenska flug- félagið KLM heföi gert hið sama. Kristinn sagði að ný leiguflugvél frá Inter Credit í Bandaríkjunum væri væntanleg í kvöld eða fyrramálið en þangað til fljúga farþegar félagsins með Flugleiðum. Kristinn játaði að vandi félagsins væri mikill nú og nauðsynlegt væri að fá meira hlutafé inn. Óljóst er hins vegar hvort þær 200 milljónir, sem Svavar Egilsson ætlaði að greiða inn, verða reiddar af hendi. -SMJ Sleipnisdeilan í gang aftur Kjaradeila Bifreiðafélagsins Sleipnis og viðsemjenda þeirra, sem sett var í salt eftir verkfallsátök í byrjun ársins, er nú aftur komin í gang. í gær var haldinn sáttafundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. Hann var stuttur og árangurslaus. Magnús Guðmundsson, formaður Sleipnis, vildi lítið segja um hvað nú tæki við. Hann sagði þó að mesti annatími rútubifreiðarstjóra væri að hefjast og að eitthvað gæti gerst á næstunni ef samningar tækjust ekki. f Hann sagði að bifreiðarstjórar heföu verið búnir að slá af upphafleg- um kröfum sínum þegar upp úr shtn- aðiísamningumfyrrívetur. -S.dór LOKI Væri ekki eðlilegra að kalla félagið Varnarflug? Stórmótiö í bridge 1 New York: Vantaði eina umferð W m Jl Bi riii ilm JLH| jfsm Sk ■ viodoi iii ao vinna Birgir Þórisaon, DV, New York: Islensku bridgespilararnir Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgens- en náðu þeim ágæta árangri að verða öðru sætinu í tvímennings- keppni á hinu fræga Cavendish- mótl í New York um helgina eins og DV greindi frá í gær. Spilaðar voru 6 uraferðir. Þeir félagar byij- uöu vel. Voru i fjórða sæti eftir 1. umferð. Gekk illa i annarri og fóru niður í 20. sæti. Eftir það sóttu þeir á. Voru í 9. sæti eftir 3. umferð. Flmmta sæti eftir 4. umferð. Kom- ust í 3ja sæti í þeirri næstu og í annað sæti í sjöttu og lokaumferð- inni. „Okkur vantaði eina umferð í viðbót til að vinna,“ sagði Jón Bald- Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson. ui <-5on Margir af þekktustu bridgespil- urum heims tóku þátt í mótinu enda til mikið fé í boði. Mótshaldar- ar velja þátttakendur úr miklum fjölda spilara. Þeír Jón og Aðal- steinn höfðu reynt í 4 ár að komast á mótið. Fyrir mótið er haldið upp- boð á spilurum og 85% þess fjár sem þannig er aflað fer í verðlaun, sem að mestu rennur til eigenda spilaranna. Fyrir kemur að auðug- ir bridgeáhugamenn spili við sterka atvinnumenn. Af 52 pörum, sem nú spiluðu, seldust 9 fyrir lægi’a verð en fslendingarnir, sem segir nokkuð til um við hverju var búist af þeim. Þeir fór á 5400 doll- ara, jafnvirði um 330 þúsund íslen- skar krónur. Þar sem þeir félagar bjuggust ekki við að nokkur myndi bjóöa í þá ætluðu þeir aö bjóða i sig sjálf- ir. Tíu íslendingar lögðu fé í það tilboð og enduðu með 40% hlut í Jóni og Aöalsteini, jafnvirði 130 þúsunda króna. Það reyndist góð Öárfesting því verölaunaféð tífal- daði þá upphæð. Verðlaun fyrir 2. sætið var 54.080 dollarar. {sveitakeppniimi spila með þeim Andrew Robson, Bretlandi, og Kitty Betch, núverandi heims- meistari kvenna, USA. Engu vildi Jón spá um árangur þeirra þar sem við er að etja frábærar sveitir heimsþekktra spilara, heims- og Ewópumeistara. Sigurvegarar í tvímennings- keppninni urðu Pólverjinn Gawrys og Eyakim Shauffel, verkfræðing- ur frá ísrael, þekktasti spilari ísra- els í nær 30 ár. Þeir lúutu 2766 stig. Jón og Aðalsteinn 2130 stig og And- ersen og Berkovitch, USA, voru í 3ja sæti með 1780 stig. -hsiiu Rannsóknarlögreglan: Ekki bókhald Grundarkjörs Krakkar af barnaheimilinu Brekkukoti á Akureyri voru mættir i göngugötuna i vorbliðunni með ýmsan heimatilbú- inn varning sem þeir sögðust ætla að selja þar á tombólu. „Við ætlum að kaupa dót fyrir peningana sem við fáum,“ sögðu krakkarnir hressir. DV-mynd gk Arnar Guðmundsson, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, segir að skjölin, sem reynt var að brenna í malargryfjum í Þingvalla- sveit og merkt voru Grundarkjöri, séu ekki bókhald fyrirtækisins. „Án þess að ég vilji fara nákvæm- lega út í það hvaða skjöl þetta eru get ég staðfest að þetta er ekki bók- hald Grundarkjörs,“ sagði Arnar við DV í morgun. Um það hvort Rannsóknarlögregl- an hafi rætt við Jens Ólafsson, eig- anda Grundarkjörs, vegna þessa máls segir hann svo vera. - Vitið þið hvaða menn þetta voru sem reyndu að brenna skjölin? „Nei. Ég vil hins vegar nota tæki- færið og koma þeirri ósk á framfæri að þeir gefi sig fram við okkur.“ Þá hefur Rannsóknarlögreglan til rannsóknar kæru um aö Grundar- kjör hafi komið vörubirgðum undan. -JGH Veðrið á morgun: Þurrt um allt land A morgun verður austan- og norðaustangola eða hæg breyti- leg átt á landinu. Þurrt verður um allt land, sums staðar þoku- bakkar við norður- og austur- ströndina en annars skýjað með köflum. SAFARÍKAR GRILLSTEIKUR \JJUJ BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.