Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990.
13
Lesendur
Yfirvigt frá Keflavík til Bankok
Þráinn H. Jónsson skrifar:
Ég lenti í einkennilegu máli fyrir
skömmu, nánar tiltekiö 4. apríl sl.
Ég var aö fara ásamt þremur öðrum
frá Keflavík meö Flugleiðum áleiöis
til Bankok. Viö héldum hópinn og
settum farangur okkar allan á vigt-
ina við komu og innritun í Leifsstöð.
Hver farþegi má vera með 20 kílóa
farangur svo viö héldum þaö vera í
lagi aö setja allt saman þar eö við
vorum ekki meö svo mikinn farang-
ur.
Vigt þeirra Flugleiðamanna sýndi
94 kíló og þar meö var ljóst aö við
vorum meö 14 kíló í yfirvigt. Af-
greiöslumaðurinn afhenti okkur að-
eins þrjú brottfararspjöld og sagði
aö þaö fjórða fengjum viö ekki fyrr
en viö værum búin að greiða fyrir
yfirvigtina. Þannig þurftum viö aö
fara aö ööru afgreiðsluborði þar sem
kona ein byrjaði að reikna út yfir-
vigtina hjá okkur.
Niöurstaðan varö sú að viö þyrft-
um að greiða 49.000 kr. Þaö fannst
okkur fullmikið og tókum ekki í mál
aö greiða þessa upphæö enda slagaði
hún hátt upp í verð eins flugmiða. -
Eftir mikið þóf og langa bið fengum
við loks aö tala við vaktstjóra, konu
sem var öll hin elskulegasta.
Hún lagði til að breytt yrði merk-
ingu á töskunum. En töskurnar áttu
allar að fara beina leið til Bankok,
án viðkomu í Kaupmannahöfn, sem
skýrir að hluta til hið háa verð á yfir-
vigtinni. - Þetta var síðan gert og
voru töskurnar svo þannig merktar
að við tækjum þær af í Kaupmanna-
höfn. Allt var þetta búið aö taka óra-
tíma og máttum við hafa okkur öll
við að komast út í vél svo að við
misstum ekki af henni.
Við bjuggumst við að sama sagan
endurtæki sig er við kæmum til
Kaupmannahafnar. - En viti menn.
Vigt þeirra SAS-manna sýndi svo
ekki varð um villst aö farangurinn
okkar, sem var 94 kíló í Keflavík, var
aðeins 79 kíló í Kaupmannahöfn!
Við spurðum sjálf okkur hvort
töskumar hefðu lést á leiðinni eða
vigtin í Keflavík verið svona óná-
kvæm, viljandi eða óviljandi! Þessi
mikla töf í Keflavík var heldur
óskemmtilegt upphaf á langferð.
Hins vegar hlýtur einhver skýring
að vera á þessum mikla mun á vigtun
þeirra Flugleiða- og SAS-manna. -
Ég myndi hins vegar líklega ekki
fljúga með Flugleiðum næst ef ég
ætti annars kost.
w Svar frá Flugleiöum hf.:
Utskýringar vegna yfirvigtar
Einar Sigurðsson blaðafulltrúi skrif-
ar:
Ég þakka fyrir að fá að svara bréfi
ferðalangs á lesendasíðu þar sem
hann beinir spumingum til Flugleiða
vegna yfirvigtar. Tvennt þarfnast
útskýringa. í fyrsta lagi afgreiðslu-
hættir í Keflavík þegar um yfirvigt
er að ræða og í öðm lagi hvort hugs-
anlegt sé misræmi á milli farangurs-
vogar í Keflavík og Kastmp.
Allur framgangur okkar fólks í
Keflavík sýnist mér hafa verið eftir
settum reglum í því dæmi sem hér
er tilgreint. Hveijum farmiða á al-
mennu farrými fylgir heimild til aö
hafa allt að 20 kg af farangri með í
ferð. Fyrir hvert kíló umfram er
greitt sérstaklega og því lengra sem
flogið er þeim mun hærri verður
upphæðin. - Starfsfólk allra flugvaUa
vinnur eftir svipuðum reglum, og ég
hef sjálfur reynt að þeim er fylgt með
svipuðum hætti annars staðar og hér
er greint frá.
Þeir farþegar sem hér um ræðir
vom á leið til Bankok í Thailandi
með SAS eftir því sem ráða má af
bréfinu. Flugfélög hafa með sér
samninga og innheimta yfirvigtar-
gjald hvert fyrir annað ef töskur eru
skráðar „í gegn“ eins og það er kall-
að þegar farangur er fluttur á milli
flugvéla á tengiflugvelli erlendis, án
þess að farþeginn komi þar nærri. -
Flugleiðir hefðu því þurft að greiða
SAS fyrir þau 14 kg af yfirvigt sem
þarna voru vegin á flugleiðinni
Kaupmannahöfn-Bankok.
Það er vitaskuld slæmt ef það hefur
komið þessum ferðalöngum á óvart
hveria yfirvigt þeir höfðu og hvað
kostar fyrir hana á þessari löngu
flugleið. - Það er ástæða til að hvetja
fólk til að fylgjast vel með þyngdinni
á farangrinum þegar pakkað er niður
fyrir langferð.
Hitt er svo annað mál hvemig á
því hefur staðið að niðurstöður af
vigtun farangurs hér í Keflavík hafa
verið með öðrum hætti en niðurstöð-
ur í Kaupmannahöfn. Það er rétt að
taka það fram að farangursvogir í
Leifsstöð em í eigu stöðvarinnar, en
ekki Flugleiða. Þær em skoðaðar
reglulega af opinberum eftirhts-
mönnum sem gefa hverri vog fyrir
sig löggildingaistimpil. Ég á von á
því að svipað fyrirkomulag sé í Kaup-
mannahöfn. Það er auðvitað til í
dæminu að þessi tæki bili eins og
önnur og þá getur það gerst hvort
heldur er á íslandi eða í Danmörku.
í bréfinu slær bréfritari því hins veg-
ar fostu að vogin í Keflavík hafi ver-
ið vitlaus eins og hann orðar það.
Ég tel ekki svara verða þá ósmekk-
legu aðdróttun að shkt gæti verið
viljandi gert.
Flugleiðir taka vitaskuld mjög al-
varlega ahar ábendingar um að mis-
ræmi eins og þetta hafi komið upp.
Vegna bréfs þessa ferðalangs höfum
við borið saman vogir í Keflavík og
þær virðast ahar nákvæmlega stillt-
ar. Það er því ómögulegt að segja til
um hvernig stendur á misræmi milh
vigtunar í Keflavík og á Kastrup,
hvort um er að ræða mistök eða bh-
aða vog á öðrum hvorum staðnum.
- Hvernig sem í málinu hggur, þykir
Flugleiðum vitaskuld leitt ef það hef-
ur valdið þessum farþegum óþægind-
um.
SUMAR
SÝNING
UM HELGINA
LAUGARDAG KL. 11-16, SUNNUDAG KL. 12-16
TJALDVAGNARNIR KOMNIR
TJALDVAGNAR
Innifalið í verðí vagnsins er:
Stórt fortjald
Botn í fortjald
Eldavél með 3 hellum
Gasjafnarí • gardínur
Borð • varadekk
TOP VOLUME
fyrír allar árstíðir
allur hugsanlegur útbúnaður
í vagnínum
reistur á 15 sek.
Opið allar
helgar í
sumar
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EYJASLOÐ 7 - SIMI 62-17-80
Hringið í síma
27022
milli kl. 14 og 16
eða skrifið