Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við fökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Rífsfjjóm - Auglýsingar - Askrift - Dreifirag: Slmi 27022 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990. Slasaðist á hjólabretfi 14 ára gamall piltur, sem hafði ver- ið að leika sér á hjólabretti, var flutt- ur með sjúkrabíl á slysadeild síðdeg- is í gær. Hann hafði verið á ferðinni á brettinu hiá Bakkastæði við Reykjavíkurhöfn og var lögreglunni tilkynnt um slasaðan pilt. Hann hafði hruflast töluvert og var tahð að hann hefði brákast á handlegg. Karlmaður slasaðist einnig um há- degisbihð í gær þegar mannlaus bfll raxm á hann við Laugarásveg. Bfllinn rann einnig á aðra bifreið. Maðurinn var ekki tahnn alvarlega slasaður. Þá slasaðist kona einnig í umferðinni í gær á mótum Laugavegs og Nóa- túns. -ÓTT Brennuvargur laus: Þrisvar kveikt í við Vogaskóla Lögreglan í Reykjavík þurfti þrisv- ar sinnum að fara að Vogaskóla í gærkvöldi og nótt vegna þess að eld- ur hafði verið kveiktur í rush við skólann. Það var fyrst um tíuleytið sem far- ið var á staðinn og tókst lögreglu- þjónum að slökkva í ruslinu. Klukkutíma síðar var aftur búið að kveikja í. Brennuvargurinn lét sér þó greinilega ekki segjast því rétt fyrir klukkan fjögur í nótt þurfti lög- reglan svo að fara á staðinn í þriðja skiptið. Máhð er í rannsókn. ^TT Aöalfundur SÍS: Sigurður er öruggur Eftir fyrri dag aðalfundar Sam- bandsins er ljóst að Sigurður Mark- ússon, framkvæmdastjóri sjávaraf- urðadehdar, verður kjörinn stjóm- arformaður Sambandsins með þorra atkvæða. Geir Magnússon, banka- stjóri . Samvinnubankans, er ekki lengur inni í myndinni, að mati heimhdarmanna ÐV. Gífurlegur þrýstingur var frá yfir- stjóm Sambandsins og kaupfélags- stjórum á fundinum í gær um að Sig- urður yrði kjörinn. Geir Magnússon, bankastjóri Sam- vinnubankans, mun hafa haft á orði að hann færi aldrei fram á móti nein- um heldur gæfi hann fyrst og fremst kost á sér ef hann væri eini maður- inn sem stríðandi fylkingar gætu orðið sammála um. Nú er komið á daginn að um stríð- andi fylkingar er ekki að ræða, Þor- steinn Sveinsson, varaformaður stjómar Sambandsins, hefur það htið fylgi gegn Sigurði. LOKI Ekki bara nýr heldur líka dýr vettvangur! Sjómenn í hrakningum í nótt Hosa brást og ■ * ■ ■ ■■■ ■ oaiurmn sokk - mönnum og báti var bjargað Tveir menn, sem róa á bátnum var mikill sjór og komust mennirn- drógum við bátinn með skurðgröfu Vigdisi EA 11, sem er nýlegur 5 ir ekki hjálparlaust út. Björgunar- að ki'ananum. Þar dæidum við úr tonna piastbátur, lentu í miklum mönnum tókst að brjóta rúður í honum og lyftum honum upp. Það hrakningum í gærkvöld og nótt. stýrishúsinu og hjálpa mönnuniun kom í ljós að hosa hafði gefið sig. Hosa fyrir stefnisrör gaf sig með út. Annar þeirra var brákaður eða Þettaerleiöindabúnaður.Báturinn þeim aileiðmgum að mikill sjór brotinn á handlegg. Lögregla fór er nú í Nýhöfn. Við erum búnh- að komst í bátinn. Mennimir hringdu með þá til Vopnafjarðar þar sem gera við - enda var það ekki mikið til Bakkafjaröar um klukkan níu í þeir komust undir læknishendur. mál. Aðeins færa hosuna og setja gærkvöldi og fengu bát á móti sér. Mönnunum varð ekki að öðru leyti hosuklemmur og herða. Ég gæti Bámrnir komu til Bakkaíjarðar um meint af volkinu. trúað að stýrið væri illa farið og klukkan eitt eftir miönætti. „Okkur datt ekki í hug að menn- eins hljóta öll tæki að yera meira Þegar Vigdis missti ferð í höfn- imirværuístýrishúsinu.Þegarvið og minna ónýt,“ sagði Óttar Ingi- inni byijaði hún að sökkva að aft- urðum þess varir gátum viö brotiö marsson á Bakkafirði. an. Hún settist með skutinn á botn- rúðu og hjálpað þeim út. Mikill sjór -sme inn við enda bryggjunnar. Menn- var i stýrishúsinu. Þen fóru á buh- imirvoru báöir i stýrishúsinu. Þar andi kaf. Efiir að þeh voru famir Árleg róðrarkeppni verður haldinn í tilefni sjómannadagsins sem er næstkomandi sunnudag. Menn og konur æfa sig af kappi víðast hvar á landinu. Þessi mynd var tekin þegar röskir sveinar tóku í árarnar í Reykjavíkurhöfn. DV-mynd S Nýr vettvangur: Baráttan kostaði 9 milljónir Nú er ljóst að kosningabarátta Nýs vettvangs fyrir borgarstjórnarkosn- ingamar var mun dýrari en til stóð. Samkvæmt heimildum DV kostuðu kosningarnar Nýjan vettvang á milli 9 og 10 milljónir króna. Enn eru reikningar að streyma inn en ljóst þykir að skuldir vegna kosninganna verða ekki undir 6 milljónum króna. Stór hluti af þessari skuld er til- kominn vegna prófkjörsins sem haldið var fyrir kosningarnar sjálfar. Mun prófkjörið hafa kostað 3,5 millj- ónir króna. Þrátt fyrir að frambjóðendur Nýs vettvangs hafi á orði að þeir muni sjálfir safna inn fyrir þessu þykir mörgum ljóst að stór hluti skuldar- innar falli á Alþýðuflokkinn. Flokk- urinn hefur þegar lagt út fyrir kostn- aði vegna kosninganna og borgaði meðal annars fyrir húsnæðið í Bankastræti þar sem kosningaskrif- stofa Nýs vettvangs var. Þá er víst að engir peningar koma frá öörum þeim flokkum sem áttu aðild að framboðinu. Á tímabili munu menn hafa horft til sjóða þing- flokks Borgaraflokksins en þaðan munu engar greiðslur koma. Bjarni P. Magnússon, fyrrverandi borgarstjómarfulltrúi Alþýðu- flokksins, hefur þegar gagnrýnt kosningabaráttuna verulega. „Ég var einn af þeim og varaði mjög við því að reikningurinn yrði mjög hár þegar menn fóru þessa leið enda var ég ekki sáttur við kosningastjóm- ina,“ sagði Bjarni P. Magnússon. -SMJ Vestmannaeyjar: Ósætti innan meirihlutans Ósætti er meðal meirihluta bæjar- stjómar Vestmannaeyja. Sjálfstæð- isflokkurinn er einn í meirihluta með sex fulltrúa af níu. Deilan snýst um hver verði næsti bæjarstjóri. Sam- kvæmt heimildum DV var Gísla Geir Guðlaugssyni boðin staðan, en hann hafnaöi. Sigurður Jónsson, oddviti sjálfstæðismanna, sækist eftir stöð- unni. „Þetta er í biðstöðu. Það er ekki komiö að neinum vendipunkti. Því er ekki að neita að það em skiptar skoðanir innan hópsins. Við hljótum að komast frá þessu,“ sagði Sigurður Jónsson. -sme Veðrið á morgun: Dálítil súld og þokuloft Á morgun verður suðlæg átt, skújað og dálítil súld við suður- og vesturströndina, en breytileg átt og þokloft við norður- og aust- urströndina. Hitinn verður 7-14 stig. SKKIUIBIUR 25050 SENDIBÍLASTÖÐIN Hf opið um kvöld og helgar Kentucky Fned Chicken Faxafeni 2, Reykjavík Hjallahrauni 15, Hafnarfírði Opið alla daga frá 11-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.