Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. JÚLl 1990. Fréttir Umræður á Alþingi og 1 fjölmiðlum um Hafskipsmálið: Margt bendir til að þeir verði ríkari en í upphafi - sagði Ólafur Ragnar Grímsson um Hafskipsmennina Ólafur Ragnar Grimsson i umræðum um Hafskipsmálið á Alþingi í desemb- er 1985. Miklar umræður voru í þjóðfélaginu á árunum 1985 og 1986 um Hafskip og Útvegsbankann í kjölfar frétta Helgarpóstsins. Umræðan fór fram í fjölmiðlum og á Alþingi. Eftir að dómur sakadóms var kveð- inn upp, á fimmtudag, hafa hinir sýknuöu haft á orði að Hafskipsmálið hafi aldrei verið neitt mál og meö ólíkindum sé hversu miklu mold- viðri hægt er að þyrla upp af htlu tilefni. Rifjum upp hluta af mnræðum, bæði á Alþingi og úr Helgarpóstin- um, sem kann að hljóða undarlega Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson Gunnar Smári Egilsson nú í ljósi dóms Sakadóms Reykjavík- ur: Umræða í nóvember 1985 Jón Baldvin Hannibalsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í sameinuðu þingi í nóvember 1985 til að ræða stöðu Útvegsbankans eftir að stefndi í gjaldþrot Hafskips. Þeir þingmenn, sem mest voru áberandi í umræð- unni, þá og síðar, voru Jón Baldvin, Ólafur Ragnar Grímsson, Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Kristín Kvaran. Þessir þingmenn fóru oft hörðum orðum um forsvars- menn Hafskips. Friörik Sophusson, Árni Johnsen og Ólafur Þ. Þórðarson töluðu einnig mikið en málflutning- ur þeirra var á aðra leið. Þeir vöruðu við stóryrðum og reyndu jafnvel að taka upp hanskann fyrir Hafskip og Útvegsbankann. Ólafur Ragnar Grímsson í umræðunni sagði ÓMur Ragnar meðal annars: „Á sama tíma og þetta er upplýst þá bendir margt til þess að forstjórar og stjórpendur Haf- skips, eigendur og aörir forráða- menn þess fyrirtækis hafi notað þau lán, sem veitt voru úr þjóðarbankan- um, til þess að flytja fjármagn í stór- 'um stíl frá Hafskipi og yfir til ann- arra fyrirtækja í eigu þessara sömu stjórnenda, hliðarfyrirtækja, skúffu- fyrirtækja og platfyrirtækja. Þegar upp er staðið þá bendir margt til þess að þessir stjórnendur, sem fólkið í landinu þarf nú að borga fyrir hundruð mihjóna króna, munu verða ríkari, eiga fleiri húseignir, eiga öflugri fyrirtæki en þeir áttu í upphafi vegna þess aö þeir hafi mis- notað lánafyrirgreiðslu þjóðarbank- ans th að dæla fjármagni gegnum Hafskip og yfir th annarra fyrir- tækja.“ Halldór Halldórsson Halldór Halldórsson, fyrrverandi ritstjóri Helgarpóstsins, skrifaði mest allra um Hafskipsmáhð. Skrif hans urðu th þess að hann var kah- aður fyrir sem vitni í málinu þegar það var til meðferöar í Sakadómi Reykjavíkur. í einni grein sinni fann hann að ummælum þriggja alþingismanna. Halldór skrifaði þá meöai annars þetta: „Það getur oft verið lærdómsríkt að rifja upp ummæh manna um málefni hðandi stundar, þegar frá líður, og sjá hversu óttalega mönnum getur skjöplast í vanhugsuðum og fordómafullum ummælum sínum.“ Þessar hnur voru ætlaöar þing- mönnunum Valdimari Indriðasyni, Garðari Sigurössyni og Eiði Guðna- syni. í lok greinarinnar segir Hall- dór: „Fleiri dæmi mætti tína til en við látum þetta nægja til þess aö fólk geti séð svart á hvítu hvemig reynt er aö gera málefnalega umfjöllun fjölmiðla tortryggilega með yfirlætis- legum fullyrðingum og ósannindum, eins og telja verður að eigi við um bankaráösmennina tvo.“ Þórður Björnsson Þórður Björnsson, fyrrverandi rík- issaksóknari, sagði í samtah við Helgarpóstinn fimmtudaginn 22. maí 1986 að skrif Helgarpóstsins um Haf- skipsmáhð hefðu flýtt fyrir meöferð þess. Markús Sigurbjörnsson, sem var skiptaráðandi við gjaldþrotið, hafði svipuð ummæli í Helgarpóstinum þennan dag. Hann sagði einnig að þau ásökunarefni, sem blaðið hafði birt, hefðu verið rannsökuð sérstak- lega. Hallvarður Einvarðsson „Því er ekki aö leyna að við höfum hjá okkur skrif HP um Hafskipsmál- ið og raunar er blaðið geymt hér „in extensio", þ.e. öh tölublööin í heild sinni.“ Þetta sagði Hallvarður Ein- varösson, þáverandi rannsóknarlög- reglustjóri, í samtali við Helgarpóst- inn 29. maí 1986. Steingrímur Hermannsson Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra var í viðtali við Helg- arpóstinn 26. júní 1986. Viðtalið hefst með þessum orðum: „Ég er búinn að ræða við ýmsa menn th að kynna mér stöðu þessa máls og hef meðal annars lesið Helg- arpóstinn og kannski haft meira úr honum en öðrum.“ Síðar í viðtalinu segir forsætisráð- herra: „Ég tel að ég væri að bregðast skyldu minni ef ég reyndi ekki aö gera mér grein fyrir hve alvarlegt máhð er. Þessu máh tengist einn af ríkisbönkunum með hundruð millj- óna í fjárhagstjón og einnig er því haldið fram að einn ráðherrann í rík- isstjórninni tengist þessu máli. Þannig að ég hef reynt að fylgjast með með því að ræða við ýmsa menn og meðal annars átt einn fund með Hallvarði Einvarðssyni.“ Mikið var teflt á útitaflinu í góðviðrinu i borginni i gærdag. Tefldu menn hraðskák í nafni ýmissa fyrirtækja þar sem 7 mínútur voru til umráöa fyrir hvorn skákmann. Myndin er frá viðureign Sölva Jónssonar, sem tefldi fyrir Esso, og Gunnars Gunnarssonar sem tefldi fyrir DV. Sú skák endaöi með sigri „okkar manns“. DV-mynd Brynjar Gauti Atviiimileysisdagar í júní: 150% yfir meðaltali - konur í miklum meirlhluta í júní voru skráðir 46 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu, 27 þús- und hjá konum en 19 þúsund hjá körlum. Atvinnuleysisdögum hefur fækkað um 2000 frá því í maí en fjölg- að um 4 þúsund miðað við júnímán- uð í fyrra, eða um 9,5%. Þetta jafnghdir því að 2100 manns hafi að meðaltah verið atvinnulausir í júní, eða 1,6%. Til samanburðar við fjölda atvinnuleysisdaga má geta þess aö meðalfjöldi atvinnuleysis- daga í júní síðustu 5 árin var 18.400 dagar. Núna eru því atvinnuleysis- dagamir 150% yfir meðaltah. Sem hlutfall af mannafla hefur atvinnu- leysi í júní ekki mælst eins mikið síðan 1969. Atvinnuleysi er mest á Norður- landi eystra, 2,4%, og á Vesturlandi, 2,3%. Minnst er atvinnuleysi á Vest- fjörðum, eða 0,4%. Meðalatvinnu- leysi á landinu er 1,6% en konur eru í miklum meirihluta. Atvinnuleysi hjá körlum er 1,1% en hjá konum 2,3%. Verst er ástandið á Vesturlandi en þar er atvinnuleysi kvenna 4,7% á móti 0,7% meðal karla. Hvað varðar atvinnuleysi hjá konum skera Vest- firöir sig algerlega úr. Þar er aðeins 0,6% atvinnuleysi meðal kvenna. Hjá körlum er ástandið verst á Norður- landi eystra þar sem er 2% atvinnu- leysi. -pj Skák: Jóhann vann en Margeir tapaði Jóhann Hjartarson vann Vestur- Þjóðveriann Lobron í 7. umferð milh- svæðamótsins í skák sem fram fer í Manha á Fihppseyjum. Jóhann er þá kominn með þijá vinninga eftir frek- ar slaka byriun. Margeir Pétursson tapaði hins vegar fyrir Indverianum Anand og er með þrjá vinninga eins og Jóhann. Efstur á mótinu er Sovétmaðurinn Vasshij Ivantsjuk með 5 'A vinning. í öðru th níunda sæti, með 5 vinn- inga, eru meðal annars Sovétmaður- inn Gelfand og gamla kempan, Vikt- or Kortsnoj. Áttimda umferð verður tefld í dag. 64 skákmenn taka þátt í mótinu, þar af 46 stórmeistarar og teíldar verða 13 umferðir. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.