Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. 19 Fimmtíu skáta- sumur að Úlfljóts- vatni í sumar eru liðin fimmtíu ár frá því skátar settu niður sínar fyrstu tjaldbúðir við Úlfljótsvatn. Þaö var árið 1941 að fimmtán skátar úr Reykjavík eyddu þar heilu sumri við skátaþjálfun, bústörf og útilíf. Fyrir hópnum fór Jónas B. Jóns- son, fyrrverandi skátahöfð'ingi, og núverandi formaður Úlíljóts- vatnsráðs. Jónas er nú 82 ára gam- ail og er elsti skátinn á yfirstand- andi landsmóti. Jónas kynntist skátahreyfinguni fyrst árið 1938. Hann var þá kenn- ari við Laugarnesskólann og stofn- uðu þeir Jón Sigurðsson, þáver- andi skólastjóri, og Jónas skátafé- lag sem fékk nafnið Völsungar. „Við völdum í þetta starf góða og samhenta krakka því okkur þótti miklu skipta að fá gott efni þar sem við vorum hvorugir skátar þá,“ segir Jónas. „Markmiðið var að tengja skáta- starf og skólastarf saman, skátarn- ir tóku að sér ýmis verkefni innan skólans svo sem raða upp stólum fyrir samkomur, ganga frá aftur og annað í þeim dúr. Þetta reyndist mikilvægt því þegar þessir krakkar voru að hjálpa til þá hvatti það aðra til að gera slíkt hið sama.“ Grófu sig inn í hól Þaö var Helgi Tómasson, skáta- höfðingi og yfirlæknir á Kleppi, sem réð Jónas til að halda úti skáta- búðunum fyrsta sumarið að Úl- fljótsvatni. „Mér er enn minnis- stæður fyrsti dagurinn okkar hér fyrir hálfri öld. Veöur var svipað og síðustu daga og vatnið var speg- ilslétt og ægifagurt. Sumrinu eyddi ég svo með ágætis drengjum og suma þeirra hef ég hitt mánaðar- lega síðan,“ segir Jónas. Enginn skáli var til staðar og því gist í tjöldum fyrsta sumarið. Ekk- ert matartjald var með í för en skát- amir dóu ekki ráðalausir þegar skýla þurfti eldunaraðstöðunni frá regninu. Þeir einfaldlega grófu sig inn í brekkuna, tjölduðu með striga að innan og settu glugga. Ári síðar hófst bygging fyrsta skálans við Úlfljótsvatn, Gilwells skálans, en hann hýsir aðalskrif- stofu landsmótsins. Stöðugur straumur er á skrifstofuna, einn er að spyrja Jónas um framlenging- arsnúru og annar um ryksuguna. Innan dyra er margt óbreytt frá fyrstu árunum og má sjá muni og minjar frá áralöngu skátastarfi að Úlfljótsvatni. Sumarbúðirfyrir fötluð böm Mikil uppbygging hefur átt sér stað að Ulfljótsvatni á þessum fimmtiu árum. Nýjasta húsið er sérhannað með aðgengi fólks í hjólastólum í huga. Arlega er fotl- uðum bömum boðið að dvelja í sumarbúðunum og í sumar munu 17 fatlaðir einstakhngar eiga þess kost að búa að Úlfljótsvatni um hríð. „í fyrstu héldu margir að þessi tilraun myndi mistakast en það var öðru nær. Fötluðu börnin höfðu gott af því að lifa og starfa með ófótluðum og öfugt. Mörg þeirra ófötluðu kynntust í fyrsta sinn fótl- uðum einstakhngum og lærðu að skilja líf fatlaðra betur,“ segir Jón- as og þegar hann gengur um nýja skálann má glöggt finna að af þessu framtaki er hann stoltur. Elsti unglingurinn Jónas hefur starfað með skáta- hreyfingunni samfleytt í rúm fimmtíu ár og gegnt mörgum trún- aðarstörfum innan hreyfingarinn- ar. Hann tók við starfi skátahöfð- ingja af Helga Tómassyni árið 1958 og gegndi því til ársins 1971 og tók að sér formennsku Úlfljótsvatns- ráðs. Það er ekki annað að sjá en elsti gestur landsmótsins falh inn i hóp tápmikiha barna og unglinga sem eru allt umhverfis hann. Þegar hann er spurður hvort leyndarmál- ið að baki unglegu útliti sé starfið með ungu fólki brosir hann bara og segir: „Hér sjást ekki nema bros- andi og glöð andht og engum getur leiðst innan þau. Ef maður hefur ekkert til að vinna að þá deyr mað- ur sálarlega og líkamlega." -JJ Jónas B. Jónsson kom fyrst með skátahóp að Úlfljótsvatni fyrir fimmtiu árum. Skálinn i baksýn var reistur árið 1942 og hýsir nú aðalskrifstofu landsmótsins. DV-mynd Brynjar Gauti Barnais i brauði, kr. 9J>~ Nm Bragðblanda ís og sœlgœti hrcert saman \^Ai við Rauðarárstíg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.