Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990.
Veiðivon
DV
Hrútafjarðará:
Laxamir létu Sverri
ekki plata sig
Flestar laxveiðiár hafa verið opn-
aðar fyrir veiðimönnum. Það var
Sverrir Hermannsson bankastjóri
sem opnaði ána sína, Hrútaíjaröará,
og ætlaði víst að fá svo sem eins og
einn lax í soðið. En Hrútafjarðará var
erflð og komu aðeins tveir laxar á
land. Sverrir fékk hvorugan þeirra.
Það var sama þótt hann reyndi litlar
flugur og langa og granna tauma.
Fiskurinn tók alls ekki. Sverrir á eft-
ir að renna nokkrum sinnum í
Hrútafirðinum í sumar. Það má eig-
inlega segja að löxunum hafi tekist
að plata Sverri núna en hann hefur
oft platað þá áður.
Laxastiginn lokað-
ur og enginn
fískur komst upp úr
Þeir eru margir veiðimennimir
sem leggja leið sína í vötnin og árnar
í Svínadalnum til að renna fyrir laxa
og silunga. í vikunni voru veiðimenn
við veiðar í Eyrarvatni og var víst
lítið að hafa. Þeir keyptu sér veiði-
leyfi í Selósnum og hugðu gott til
glóðarinnar. Nú skyldi ná í lax í
matinn en viti menn, þarna sást eng-
inn laxinn. Veiðimönnum þótti þetta
einkennilegt og var máhö kannað.
Laxastiginn í Eyrarfossinum var lok-
aður og laxinn komst því alls ekki
upp fyrir hann. Var það nokkuð
skrítið að laxinn skyldi ekki taka.
75 bleikjur
í fyrsta hollinu
Bleikjan getur verið skemmtilegur
fiskur og tekur oft vel hjá veiðimönn-
- en Sverrir hafði oft platað þá áður
Það er fallegt við margar veiðiár eins og i Núpsá í Miðfirði þar sem veiði-
maður sést renna í Fremri-Fosskotshyl. DV-mynd G.Bender
Það er tekist á við laxinn þessa dagana í mörgum ám og á myndinni sést
Þorvaldur Jónsson glíma við lax i Laxfossi norðanmegin í Laxá i Kjós og
hafa betur. DV-mynd AP
um þegar hún er í tökustuði. Fyrstu og Staðarhólsá í Dölum veiddu 75
veiðimennirnir sem renndu í Hvolsá góðar bleikjur. Töluvert hefur gengið
af bleikjum i árnar og þetta lofar
góðu fyrir sumarið með bleikjuveið-
ina þar um slóðir.
Laxinn kemur
snemma í árnar
Hvannadalsá í ísafjarðardjúpi er
ekki þekkt fyrir að laxinn komi
snemma en í sumar gerði hann það
svo sannarlega. Laxinn var mættur
upp úr miðjum júní og í töluverðu
magni. Veiðimenn, sem þarna renna
fyrir fisk, eiga því von á góðri veiði
og jafnvel stórfiskum.
Hvaða hreyfing
var þetta í hylnum?
Allur veiðiskapur gengur út af fá
eitthvað til bíta á færiö en stundum
veiða menn' allt annað en þeir ætla
sér að veiða. Kannski fá þeir það
ekki á stöngina alltaf. Veiðimaður
einn var að renna fyrir fiska í Grjót-
hyl í Miðfjarðará og haföi ekki fengið
neitt. En hann óð út í hylinn og kast-
aði flugunni. Allt í einu sá hann
hreyfingu fyrir framan sig og hélt
það vera fisk. Hann fór að fylgjast
með þessu en kastaði ekki strax held-
ur beiö. Viti menn, upp úr hylnum
komu ijórir andarungar og vildu
ólmir komast í kynni við þennan
veiðimenn. En veiðimaður forðaði
sér, minnugur þess að eitt sumar tók
hann þrjá svona litla í fóstur og kon-
an fór frá honum. Það gekk ekki,
nýja konan gæti farið líka. Skömmu
seinna sá hann andamömmu koma
og ná í ungana sína.
-G.Bender
Finnur þú fimm breytingar? 62
Hefurðu nokkuð séð mann með tösku sem á stendur Antonio og mál- Nafn:
gefnl hundurinn...?...
Þjóðar-
spaug DV
Óþarfa vél
Fyrir mörgum árum ákvað
gömul kona að læra á bíl. í fyrsta
tímanum sýndi ökukennarinn
nemanda sínum helstu hluti bíls-
ins, þar á meðal véhna.
Er konan haíöi séö vélina varð
henni aö orði:
„Það getur varla verið mikið
gagn að henni, svona langt frá
stýrinu."
Þungar dyra-
bjöllur
Fyrir mörgum árum var þessi
augiýsing lesin í útvarpinu:
„Tveggja tonna dyrabjöllumar
komnar aftur.“
Kom síðar leiðrétting enda var
verið að auglýsa „tveggja tóna
dyrabjöllur."
Alls konar
afturgöngur
Maður nokkur var eitt sinn aö
iýsa draugagangi í sæluhúsi en
hann haföi dvaliö í og komst m.a.
svo að orði:
„Meira að segja skorkvikindin
ganga þar aftur.“
íslenska í
Liverpool
Kona ein var eitt sinn aö rifast
í manni sínum yfir þvi hversu
laugardagarnir væru honum
ódrjúgir þar sem hann sæti. fyrir
framan sjónvarpið svo til alian
daginn í stað þess að dytta að ein-
hverju heima fyrir. Er konan
hafði niðurlægt Bjama, ensku
knattspymuna og mann sinn,
klykkti hún út með þessari
spurningií:
„Og hvar hefur hann Bjarni
Felixson eiginlega lært íslenskt
mál?“
Þá leit eiginmaðurinn illilega á
hana og svaraöi:
„Sennilega í Liverpool.“
Finnur þú fimm breytingar? 62
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur er
að gáð kemur í ljós að á mynd-
inni til hægri hefur fimm atriðum
verið breytt. Finnir þú þessi fimm
atriði skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
ara.
1) Hitateppi fyrir bak og hnakka,
kr. 3.900,-
2) Svissneska heilsupannan,
kr. 2.990,-
Vinningamir koma frá Póstversl-
uninni Príma, Hafnarfirði.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 62
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir sextu-
gustu getraun reyndust
vera:
1. Ingveldur Hera Magn-
úsdóttir,
Hólum 15, 450 Patreksfirði.
2. Ása M. Sigurjónsdóttir,
Keilufelli 25,111 Reykjavík.
Vinningarnir veröa
sendir heim.
Heimilisfang: