Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 38
50 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. Afmæli Amfríður ísaksdóttir Arnfríður ísaksdóttir hárgreiðslu- meistari, Bakkavör 32, Seltjarnar- nesi, verður sextug á morgun. Arn- fríður er fædd á Bjargi á Seltjamar- nesi og ólst þar upp. Hún lauk námi í hárgreiðslu 1948 og var formaður Hárgreiðslunemafélagsins 1946- 1948. Arnfríður var formaður Hár- greiðslusveinafélagsins 1948-1949 og vann í Kaupmannahöfn 1949-1950. Hún fékk meistarabréf í hárgreiðslu 1956 og var í stjórn Hárgreiðslu- meistarafélags íslands, fyrst 1956, þar af formaður í 12 ár. Arnfríður var formaður Sambands hár- greiðslu- og hárskerameistara um árabil og hefur verið í fram- kvæmdastjóm Landssambands iðn- aðarmanna. Hún var í prófnefnd í hárgreiðslu, þar af formaður í 15 ár og fékk alþjóðleg dómararéttindi 1976. Arnfríður stofnaði Hár- greiðslustofuna 7ermu, Garösenda 21,1961.14 árum síðar Permu í Iðn- aðarmannahúsinu og er sú stofa rekin í samvinnu við Láru, dóttur hennar. Lára stofnaði ásamt Björgu, dóttur sinni, Permu viö Eiðistog 1985. Hún hefur útskrifað hátt á fjórða tug hárgreiðslusveina, meöal þeirra em margir úr fjölskyldunni: Helga Vala, systir hennar, dætur sínar, Björgu og Láru, og systkina- börn hennar, Helgu og Guðfmnu Jóhannsdætur, Helgu Ólafsdóttur og Sigurveigu Runólfsdóttur. Arn- fríður giftist 17. nóvember 1951 Óskari Ólasyni, f. 13. apríl 1923, málarameistara: Foreldrar Óskars vora: Óli Þorleifsson, formaður á Eyri við Reyðarfjörð, og kona hans, Jóhanna Lára Guðjónsdóttir. Börn Amfríður og Óskars eru: Óli Þor- leifur, f. 28. mars 1952, bygginga- meistari, rekur nú Graskögglaverk- smiðju á Flatey á Mýrum í A-Skafta- fellssýslu, kvæntur Jónínu Sigur- jónsdóttur hárskerameistara, börn þeirra eru: Sigrún Ósk og Óskar Óm; Björg, f. 13. janúar 1956, hár- greiðslumeistari, gift Sigurði Rúna- ri Jakobssyni, upptökustjóra á Stöð 2, börn þeirra eru: Jakob Jóhannes og Óskar; Lára, f. 19. október 1960, hárgreiðslumeistari, gift Gísla Birg- issyni rafvirkja, böm þeirra era: Erla og Arnór, og Helgi Rúnar, f. 31. júlí 1967, nemi í markaðsfræði í Bandaríkjunum, kvæntur Ásdísi Ósk Erlingsdóttur, dóttir þeirra er: Eva Sif. Systkini Arnfríðar eru: Björg, f. 31.piaí 1928, myndlistamað- ur, var gift Jóhanni Einarssyni blikksmíðameistara og eiga þau 5 börn; Sigrún, f. 31.maí 1932, d. 31. október 1978, gift Ólafl Ólafssyni lækni, þau eru bæöi látin, þau áttu 6 börn; Helga Valgerður, f. 13. ágúst 1934, bókavörður, lauk námi í hár- greiöslu, gift Pétri Árnasyni raf- irkjameistara og eiga þau 4 börn og Runólfur Helgi, f. 18. janúar 1937 rafvirki, kvæntur Valgerði þórðar- dóttur og eiga þau 4 börn. Foreldrar Arnfríðar voru: ísak Kjartan Vilhjálmsson, f. 14. október 1894, d. 26. október 1954, b. á Bjargi á Seltjaranarnesi og kona hans Helga Sigríður Runólfsdóttir, f. 13. ágúst 1904, d. 29. júlí 1938, hún var ein af stofnendum Kvenskátafélags Reykjavíkur. ísak giftist aftur 1. júní 1940 Jóhönnu Björnsdóttur, f. 28. nóvember 1906, d. 7. ágúst 1981, og gekk Jóhanna börnum ísaks frá fyrra hjónabandi í móðurstað. ísak var sonur Vilhjálms, b. á Knopsborg á Seltjarnarnesi, Guðmundssonar, bróður Guðmundar í Skáholti, fóöur Vilhjálms skálds frá Skáholti. Móðir ísaks var Björg ísaksdóttir, Suður- landspósts á Kálfhaga í Kaldaðar- neshverfi, Ingimundarsonar, og konu hans, Margrétar Þorvarðar- dóttur, prests á Prestbakka á Síðu, Jónssonar, prests á Breiðabólstað, í Vesturhópi, Þorvarðarsonar. Helga Sigríður var dóttir Runólfs, lögregluþjóns í Rvík, Péturssonar og konu hans, Arnfríðar Finnboga- dóttur, b. á Suður-Reykjum, Árna- sonar, b. á Galtalæk, Finnbogason- ar, b. á Galtalæk, Þorgilssonar. Móðir Finnboga var Margrét Jóns- dóttir, smiðs í Háagarði í Vest- mannaeyjum, Jónssonar, b. á Ægis- síðu, Þorsteinssonar.. Móðir Jóns í Háagarði var Guðrún Brandsdóttir, Arnfríður ísaksdóttir. b. á Felli í Mýrdal, Bjarnasonar, b. og hreppstjóra á Víkingslæk, Hall- dórssonar, ættfóður Víkingslækjar- ættarinnar. Móðir Arnfríöar var Helga Jónsdóttir, b. á Svínhaga, Þórðarsonar, b. í Svínhaga, Nikulás- sonar, b. á Ruðnefsstöðum, Eyvind- sonar klausturhaldra Jónssonar „Duggu-Eyvindar“. Móðir Jóns var Rannveig Þorláksdóttir, systir Jóns, prests og skálds á Bægisá. Móðir Helgu var Valgerður Brynjólfsdótt- ir, b. í Vestra-Kirkjubæ, Stefánsson- ar, b. og hreppstjóra í Árbæ, Bjarna- sonar, bróður Brands á Felli. Til hamingju með afmælið 7. júlí 90 ára Magnús Rtmólfsson, Haukadal, RangárvaÚahreppi. 75 ára Ingibjörg Þórðardóttir, Byggðavegi 103, Akureyri. 70 ára Siggeir Guðmundsson, Sólheimum23, Reykjavlk. Jón Ingimundarson, Haukagili, Hvítársíðuhreppi. 60 ára Sigurður Jóelsson, Fögrubrekku 38, Kópavogi. Áslaug Hulda Ólafsdóttir, Hrauntúni 14, Keflavik. Finnbogi Gunnar Jónsson, Drápuhlíð 33, Reykjavík. Jón Guðlaugur Antoníusson, Barðavogi 5, Reykjavik. Bergþóra Sigurjónsdóttir, Túngötu 13, Sandgerði. Ágúst Þorleifsson, Suðurbyggð 19, Akureyri. 50ára Magnús Þórðarson, Langagerði 52, Reykjavik. Einar O. Pétursson, Bárugötu22, Reykjavík. Ólafur Steindórsson, Hjarðardai, Mýrahreppi. Liy a Þorsteinsdóttir, Illugagötu 13A, Vestmannaeyjum. Valgarður Sveinn Hafdai, Kambaseli 15, Reykjavík. Einar Kristberg Einarsson, Hlégarði, Hjaltastaðahreppi. Byggðastofnun tekur i notkun nýtt símakerf i og ný símanúmerS \ \ Jafnframt breytist símanúmer hjá eftirtöldum sjóðum: • Lánasjóði Vestur-Norðurlanda • Hlutafjársjóði Byggðastofnunar • Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina Frá og með mánudeginum 9. júlí verða símar Byggðastofnunar sem hér segir: • 91-605400 : Aðalnúmer • 99-6600 : Grænt númer • 91-605499 : Myndsendir • Akureyri : 96-21210 • ísafjörður: 94-4366 Byggðastofnun RAUÐARÁRSTlG 25 PÓSTHÓLF 54)0 125 REYKJAVÍK Sigurión Guðjónsson Sigurjón Guðjónsson vélfræðingur, Hraunbæ 84, Reykjavík, varð sex- tugurígær. Sigurjón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til sjö ára aldurs. Hann fór þá í sveit að Ásgarði í Grímsnesi til Guðmundar Ólafssonar, bónda og símstöðvarstjóra þar, og Guðrún- ar Gísladóttur húsfreyju. Siguijón ílengdist þar og ólst upp í Ásgarði til átján ára aldurs en flutti þá aftur til foreldra sinna í Reykjavík og hóf þarnám. Siguijón stundaði nám við íþróttaskólann í Haukadal veturinn 1946-47. Hann stundaði vélvirkja- nám í Vélsmiðjunni Héðni 1950-54, lauk iðnskólaprófi 1952 og útskrifað- ist frá Vélskóla íslands 1956. Siguijón var vélstjóri á strand- ferðaskipum Skipaútgerðar ríkisins árin 1956-62 en flutti að írafossi í Grímsnesi veturinn 1962 og starfaði við rafstöðvarnar við Sog til ársins 1980. Þá flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann starfaði við fjarstýr- ingar á kerfisráð Landsvirkjunar að Geithálsi. Siguijón starfar nú við stjómstöð Landsvirkjunar við Bú- staðaveg í Reykjavík. Sigurjón kvæntist 31.12.1956 Magneu Helgadóttur, f. 29.5.1933, húsmóöur. Foreldrar Magneu: Helgi Jón Magnússon, f. að Hofi í Dýra- firði 17.9.1904, d. 8.7.1982, smiður, og Guðlaug Jóhannesdóttir, f. aö Múlakoti í Lundarreykjadal 4.5. 1902, húsmóðir og saumakona, en þau bjuggu í Reykjavík. Siguijón og Magnea eiga þrjú böm. Þau eru Ragna Jóna, f. 22.4. 1955, bankastarfsmaður, búsett í Reykjavík, gift Magnúsi Matthías- syni, f. 19.12.1954, rafmagnstækni- fræöingi, og eiga þau þrjú börn, Sig- urjón, f. 15.8.1975, Telmu, f. 13.7. 1979 og Rakel, f. 24.11.1983; Helgi, f. 16.12.1957, rafmagnstæknifræð- ingur, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Freydísi Ármannsdóttur, f. 7.8. 1960, húsmóöur, og eiga þau tvö börn, Magneu, f. 1.5.1981, og Guö- björgu, f. 5.6.1985; Ingibjörg, f. 23.10.. 1960, húsmóöir í Reykjavík, gift Grími Þór Grétarssyni, f. 30.7.1959, verktaka, og eiga þau þijú börn, Grétar Má, f. 9.6.1982, Söndra Ósk, f. 31.7.1986, og Sævar Örn, f. 12.7. 1989. Systkini Siguijóns: Jón Vilberg, f. 15.11.1922, búsettur á Seltjarnar- nesi; Ólafur, f. 8.10.1932, búsettur í Sigurjón Guðjónsson. Kópavogi; Brynhildur, f. 18.10.1934, búsett í Reykjavík; Gyða, f. 27.3. 1937, búsett í Reykjavík; Vilborg, f. 27.3.1937, búsett í Reykjavík; Guð- rún, f. 30.11.1938, búsett í Bandaríkj- unum, og Sverrir, f. 6.1.1942, búsett- ur í Bandaríkjunum. Foreldrar Sigurjóns voru Guðjón Jónsson, f. að Stærri-Bæ í Gríms- nesi 30.11.1894, d. 29.2.1952, húsa- smiöur í Reykjavík, og Jónína Vil- borg Ólcifsdóttir, f. 7.6.1903, d. 8.3. 1970, húsmóðir. Sigurjón er að heiman. Þórdís Jónsdóttir Þórdís Jónsdótir, fyrrv. húsfreyja, Höfn í Borgarfiröi eystra, er níræð í dag. Þórdís er fædd á Hreðavatni og ólst upp í Norðurárdal í Nýra- sýslu. Hún naut barnafræðslu að þeirra tíma hætti og var síðan á kvöldnámskeiði. Þórdís kenndi sauma á námskeiöum í Borgarnesi og nærsveitum um tíma. Hún átti steinasafn aö Höfn sem nú er vistað í Safnahúsinu í Borgarnesi. Þórdís hefur búið í Borgarnesi, Reykjavík, Eskifirði og í Viðey. Hún var hús- freyja á Höfn í Borgarfirði eystra í fimmtíu ár og nú að mestu í Dvalar- heimili aldraðra á Egilsstöðum. Þór- dís giftist 17. júlí 1935 Þorsteini Magnússyni, f. 28. september 1902, b. á Höfn í Borgarfiröi eystra. For- eldrar Þorsteins voru: Magnús Þor- steinsson, b. á Höfn, og kona hans, Sveinbjörg Jónsdóttir. Sonur Þór- dísar og Þorsteins er: Magnús, f. 1. ágúst 1936, b. á Höfn í Borgarfirði eystra. Kjördóttir Þórdísar og Þor- steins er: Helga, f. 19. apríl 1943, gift Walter Kent jr. og búa þau í Penn- sylvaníu og eiga þau þijú börn. Syst- ur Þórdísar eru: Ragnhildur, f. 5. september 1903, d. 1972, gift Sveini Guðmundssyni, b. á Hóli í Borgar- firði eystra; Ingibjörg, f. 20. maí 1906, húsfreyja í Hafnarfirði, gift Jóni Hirti Jóhannssyni og eiga þau tvö böm, og Jóhanna, f. 29. júlí 1910, húsfreyja í Rvík og Kópavogi, gift Gunnlaugi Hóim og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Þórdísar voru: Jón Böðvarsson, f. 4. ágúst 1856, d. 17. ágúst 1934, b. í Heyholti í Borgar- hreppi, og kona hans, Herdís Kristín Halldórsdóttir, f. 21. september 1868, d. 30. apríl 1948. Jón var sonur Böðv- ars, b. í Örnólfsdal, Jónssonar, b. og hreppstjóra í Brennu í Lundar- reykjadal, Sæmundssonar, b. í Graf- ardal, Gíslasonar. Móðir Jóns var Ingibjörg Pétursdóttir, b. í Norö- tungu í Þverárhlíð, Jónssonar og konu hans, Ingibjargar Einarsdótt- ur, b. í Kalmannstungu, Þórólfsson- ar, b. í Síðumúla, Arasonar. Móðir Ingibjargar var Kristín Jónsdóttir, b. í Kalmannstungu, Magnússonar og kona hans, Ingibjörg Bjarnadótt- ur. Herdís var dóttir Halldórs, um- ferðarbóksala í Höfn í Fjótum í Skagafirði, Árnasonar, b. á Bjarna- Þórdís Jónsdóttir. stöðum í Hvítársíðu, Guðmunds- sonar, b. á Háafelli í Hvítársíðu, Hjálmarssonar, ættfóður Háafells- ættarinnar. Móðir Halldórs var Helga Bjarnadóttir, b. á Haukagili í Hvítársíðu, Jónssonar, b. á Melum, Jónssonar. Móöir Helgu var Kristín Jónsdóttir, móðir Ingibjargar Ein- ársdóttur. Móöir Herdísar var Ásdís Pálsdóttir, b. í Saurbæ í Kolbeinsdal í Skagafirði, Ólafssonar og konu hans, Guðrúnar Hálfdánardóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.