Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 23
22 LAUGARDAGUR 7. JÚLl 1990. LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. 35 Sigurður Jónsson, forystumaður D-listans í Eyjum: Flokksbrædnmir losuðu sig við mig „Fyrir kosningar völdu sjálfstæðis- menn þá aðferð að leyfa fólkinu að ráða - í prófkjöri, á lýðræðislegan hátt. Niðurstaðan varð sú að fólkið treysti mér til forystu og það áttu flokksbræður mínir að sætta sig við, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Eftir hinn stóra kosningasigur flokksins hefur mér hins vegar verið hafnað af flokksmönnum, bæði í embætti bæjarstjóra og forseta bæj- arstjórnar. Sumir gáfu mér engar skýringar. Aðrir sögðu: „Við gáfum ekkert út um bæjarstjóraefni fyrir kosningar og þú lést liggja að þvi að þú yrðir ekki bæjarstjóri, heldur for- seti bæjarstjórnar." Enginn sagði að ég væri ekki hæfur. Gagnvart emb- ætti forseta bæjarstjórnar sögðu menn að ég hefði verið illur vegna þess að ég fékk ekki bæjarstjórastöð- una. Þá var sagt: „Þú verður að iðr- ast og getur ekki komið til baka og fengið forsetastöðuna núna.“ Menn notfærðu sér sárindi mín. Þegar þeir tóku sér valdið í hendur var ég settur upp við vegg. Ég átti að koma kijúpandi til þeirra til þess að fá stöðu formanns bæjarráðs. En þá þótti mér nóg komið. Ég var búinn að éta nóg ofan í mig,“ segir Sigurður Jónsson, sjálfstæðismaður og bæjar- fulltrúi í Vestmannaeyjum, í viðtab við helgarblað DV. Undrun hefur sætt hve sérstök staða er komin upp í bæjarstjómar- póbtíkinni í Vestmannaeyjum eftir glæsilegan sigur Sjálfstæðisflokksins í nýbðnum kosningum. Sigurður var kjörinn fyrsti maður á lista þeirra í próíkjöri og leiddi hann flokkinn í kosningunum. Sex menn voru kjörn- ir í níu manna bæjarstjóm. Áður hafði D-hstinn verið í minnihluta með fjóra menn. Mest eru kjósendur hlessa á að aðalsigurvegara kosning- anna, Siguröi, var ýtt út í kuldann af flokksbræðrum sínum - hann fær hvorki bæjarstjóraembættið né held- ur stöðu forseta bæjarstjórnar. „Ég gæti skbið að menn yrðu hissa ef Davíð hefði ekki orðið borgarstjóri í Reykjavík. Sama gildir um Guð- mund Áma Stefánsson í Hafnarfirði og fleiri dæmi mætti nefna úr kosn- ingunum," segir Sigurður. Hann hefur tekið ákvörðun um að starfa sem sjálfstæður fulltrúi í bæj- arstjórn og ætlar að taka afstöðu með meiri- eða minnihluta - eftir því sem ástæður gefa tilefni tb hveiju sinni. Sigurður er engu að síður að hugsa sér til hreyfings upp á land en útilok- ar ekki að hann muni taka þátt í prófkjöri í haust fyrir alþingiskosn- ingar á næsta ári. 45 ár í Eyjum Sigurður er fæddur og uppabnn í Vestmannaeyjum og verður hann 45 ára næstkomandi þriðjudag. Hann er kvæntur Ástu Árnmundsdóttur kennara og eiga þau þijú börn á aldr- inum 15-20 ára - tvo syni og eina dóttur. Sigurður var kennari við barna- skólann í þrettán ár. Hann var síðan settur skólastjóri í eitt ár. „Ég sótti þá um skólastjórastööuna en póbtík- in spilaði þá inn í. Ég var ekki réttum megin. Þá var vinstri meirihluti í bæjarstjórn og menntamálaráðherra var einnig „í óhagstæðum flokki“,“ segir hann. Sigurður rak matvöru- - vilji kjósenda var sniðgenginn er sigurinn lá fyrir verslun frá 1979 til 1982 en gegndi stöðu skrifstofustjóra í Ráðhúsi bæj- arins á ámnum 1982-1986. Hann rak síðan sælgætisverslun í tvö ár en varð að hætta þeim atvinnurekstri vegna anna í póhtíkinni. Síðasta vet- ur var hann kennari við Hamars- skóla. Sigurður segir aö hugur sinn hafi aldrei leitað til sjós eins og svo algengt er með Eyjamenn. „Ég er reyndar kominn af útgerð- arfólki. Faðir minn var bæði sjómað- ur og útgerðarmaður og á mínum yngri árum fylgdist ég vel með því sem hann tók sér fyrir hendur. Ég fékk auðvitað að fara nokkrum sinn- um í sjóferðir en það hvarflaði aldrei að mér að leggja það fyrir mig. Af- koma Eyjamanna byggist á sjávarút- vegi og meirihluti íbúa tengist hon- um með einum eða öðram hætti. En það hefur hins vegar ekki orðið mitt hlutskipti. Póbtík hefur verið mitt aðaláhuga- mál og ég hef starfað að þeim málum síöan 1964. Hins vegar gef ég mér tíma til að fylgjast með íþróttum þó ég hafi ekki stundað þær sjálfur. Báðir strákarnir mínir spba með knattspyrnufélaginu Tý og konan mín styður það félag. Eg er aftur á móti Þórsari. Ég hef aftur ;,stundað íþróttirnar" á póbtískan hátt.“ Óskýrar línur um embætti „Ég var búinn að starfa meira eða minna á hverjum degi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í 26 ár. Ég hlaut 80 prósent fylgi Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri 1400 kjósenda. Alþýðu- bandalagsmenn létu frá sér fara greinar í sinni kosningaþaráttu og gerðu því skóna að ég yrði bæjar- stjóri. Þeir nefndu þó aldrei neitt bæjarstjóraefni úr sínum röðum. Ekki einu sinni þáverandi bæjar- stjóra.“ - Rökstuddir þú þá kröfu þína, um bæjarstjórastöðu, á því sem Alþýðu- bandalagið hafði látið bggja að í sinni kosningabaráttu? „Þama lá auðvitað ekki fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn næði meiri- hluta. Blaðið Fréttir kom út skömmu eftir framboðsfund fyrir kosningar og það dró upp sterka mynd af því að ég væri ekki bæjarstjóraefni flokksins. En Sjálfstæðisflokkurinn hafði raunveralega aldrei gefið út eina eða neina yfirlýsingu um hver væri bæjarstjóraefni flokksins. Á umræddum framboðsfundi lagði ég fram þijár kröfur. Ég sagði að Alþýðubandalagið hefði vbjað hafa mig sem bæjarstjóra og krafðist þess því í fyrsta lagi að ég gegndi því embætti - í öðru lagi greindi ég frá því að ég hefði sótt um fastráðningu sem kennari næsta vetur viö Ham- arsskóla. Þriðja krafan var sú að ég sæktist eftir stól Ragnars Óskarsson- ar, forseta bæjarstórnar.“ - Eru þetta nema tvö póbtísk atriði? Er hægt að skilgreina kennarastöðu beint sem póbtíska kröfu? „Þaö getur auðvitað farið saman að vera kennari og forseti bæjar- stjórnar. En það er rétt. Þetta voru í rauninni ekki nema tvær kröfur. Bæjarstjórastaðan númer eitt og for- seti bæjarstjómar, ásamt kennara- stöðunni, númer tvö.“ „Það getur komið til greina að ég leiti fyrir mér annars staðar en í Eyjum," segir Sigurður. Hann starfar nú sem sjálfstæður bæjarfulltrúi, ætlar að kenna í vetur en útilokar ekki að hann muni fara i prófkjör í haust fyrir komandi alþingiskosn- ingar. - Voru þetta ekki óskýr skilaboð til kjósenda? „Jú, það er alveg laukrétt. Þetta vora ekki nógu skýr skilaboð. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Eyjum nánast aldrei geflð út hver ætti að verða bæjarstjóri ef flokkur- inn fengi meirihluta. En auðvitað eiga prófkjör að snúast um að sá sem endar í fyrsta sæti verði bæjarstjóra- efni flokksins. Það má viðurkenna að ef slíkt væri gefið út væru það miklu skýrari skilaboð," segir Sig- urður. Strax ákveðið að svíkja kjósendur - Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Eyjum unnið sinn stærsta sigur, með hreinan meirihluta og manni betur. Samt bggur fyrir aö fyrsti maður bst- ans með 80 prósent fylgi úr prófkjöri verður hvorki bæjarstjóri né forseti bæjarstjórnar - embættislaus. Eru þetta ekki svik og prettir gagnvart kjósendum? „Mér finnst það. Enn þann dag í dag vita kjósendur ekkert um hver verður bæjarstjóri. Það er óráðið eft- ir því sem ég best veit.“ - Telur þú aö flokksbræður þínir hafi þegar verið farmr að leggja á ráðin fyrir kosningar þar sem þín skilaboð voru ekki nægbega skýr - hvorki gagnvart flokknum né kjós- endum? „Ég er nokkuð viss um það. Ég er sannfærður um að hluti af þeim sem skipuðu forystuna í flokknum var farinn að undirbúa strax fyrir kosn- ingar að ég yrði ekki bæjarstjóri." - Þið fenguð sex menn kjörna en fimm nægðu til meirihlutamyndun- ar og þú fórst út í kuldann. Telurðu að menn hafi sagt sín á milli að þeir þyrftu ekki á þér að halda? „Þeir voru með pálmann í höndun- um þegar úrsbtin lágu fyrir. Ég gerði þá kröfur en á þær var ekki falbst. Þá var spurningin hvort ég átti að sitja eins og lítill drengur og leyfa Golíat og félögum að ráða - eða að mynda einhverja sérstöðu," segir Sigurður. Lagði mig undir „Fljótlega eftir kosningar fóru menn að velta fyrir sér bæjarstjóra- efni. Mitt nafn og fleiri komu upp í því sambandi. Sérstaklega var þó rætt um einn mann, innanbæjar- mann, sem ég tel ekki vert að nafn- greina, því hann hafnaði því og kem- ur ekki lengur til greina. Síðan náðu menn samstöðu um að ræða við Gísla Geir Guðlaugsson." - Studdir þú líka þá tillögu? „Já. En Gísb Geir gaf afsvar á þeirri forsendu að það var ég sem sóttist eftir starfinu. Hann taldi mig eiga siðferðbegan rétt á bæjarstjóra- stöðunni." - Varstu þá í rauninni ekki búinn að gefa frá þér kröfuna um bæjar- stjórastöðuna með því aö samþykkja að leita til Gísla Geirs og jafnvel fleiri? „Jú, í þeirri stöðu. En þar sem hann tók afstöðu með mér vildi ég láta reyna á hver væri raunverulegur stuðningur við mig hjá öllum þeim sem skipuðu bstann - hvort menn treystu mér eða ekki til að verða bæjarstjóri. Auk þess höfðum við sjálfstæðismenn boðað mjög sterkt að bæjarstjóri yrði heimamaður. Það var raunverulega eina sterka kosn- ingaloforðið sem flokkurinn gaf gagnvart bæjarstjórastöðunni. Mér fannst því tími til kominn að láta reyna á það hvort menn vbdu mig eða ekki. Því fór fram formleg at- kvæðagreiösla - ég lagði sjálfan mig undir. En ég var felldur og niðurstað- an sú að menn höfnuðu mér.“ „Ókei, látum hann flakka" „Eftir kosninguna um hvort ég yrði bæjarstjóri upphófust ákveðin leið- indi aftur. Ég varð blur og fannst í rauninni að búið væri að skella hurð- inni á mig tvisvar sinnum. Mér fannst ég ekki eiga það skibð. Mín skoðun er að það hefði átt að gefa mér tækifæri til að spreyta mig á staríi bæjarstjóra. Ég varð sár og lét ýmis orð falla. Ég skal viðurkenna að þá fór ég í ákveðinn baklás og setti fram þá spurningu hvort maður ætti að vera að vinna og fórna sér lengur fyrir þessi málefni. Síðan gerðist það að ýmsir góöir félagar og kunningjar í flokknum höfðu samband við mig. Þeir vildu að ég endurskoðaöi hug minn. Að vel athuguðu máb sagði ég síðan að ég væri tilbúinn til að strika yfir bæjar- stjóradeiluna - en ég skyldi taka aö mér að verða forseti bæjarstjórnar. Þá gerðist það furðulegasta sem ég hef uppbfað í póbtíkinni. Þama var komið það hljóð í mína samstarfs- menn að mér stæði það bara ekkert til boða. Því átti ég alls ekki von á og átti erfitt með að kyngja því.“ - Voru flokksbræðurnir búnir að ákveða að losa sig við þig? „Já, úrsbtin lágu fyrir. Við fengum sex menn kjörna af níu. Þeir voru fimm og það var nóg fyrir þá í meiri- hluta. Eftir á að hyggja er ég sann- færður um að klókir menn notfærðu sér að spinna þennan vef þegar mál- in æxluðust á þennan hátt og sögðu: „Ókei, látum hann bara flakka. Við höfum ekkert við hann að gera og höfum efni á að hann fari,“ Þeir skelltu hurðinni harkalega á mig,“ segir Sigurður. Fráleitt að fá ekki forsetastöðuna „Ég vil undirstrika að það sem er skrýtnast er að deilan brotnaði raun- veralega ekki á bæjarstjórastöðunni heldur embætti forseta bæjarstjórn- ar. Menn geta alltaf deilt um það hvort bæjarstjóri á að vera póbtísk- ur. En það er einsdæmi og alveg frá- leitt að efsta manni á bsta sigur- flokks, sem hlýtur meirihluta, skub ekki standa til boða að verða forseti bæjarstjórnar. Menn sögðu hins veg- ar að ég gæti orðið formaður bæjar- ráðs En þá var mér svo hressilega misboðið að ég þáði það ekki. Mér finnst umhugsunarefni fyrir þá sem á eftir koma hvort það sé þess virði að fóma öllum sínum tíma í póbtíkina þegar maður kemur svo ekki einu sinni tb greina í forystu- hlutverk." - Telurðu að þér hafi verið treyst? „Ég hef aldrei fengið fram að það væri ástæðan." Fyrirliðinn vildi ráða - Það hefur lengi verið stirt á milli þín og Sigurðar Einarssonar (Sig- urðssonar ríka), sem þú hefur látiö falla orð um að sé fyrirbði þeirra fimm er voru kjörnir ásamt þér í bæjarstjórn. „Sigurður er duglegur og drífandi atvinnurekandi. En ég held að hann sé þannig skapi farinn að hann einn verði að fá að ráöa. Hann skipaði efsta sæti Sjálfstæðisflokksins á síð- asta kjörtímabili. í prófkjörinu í vor náði ég hins vegar fyrsta sætinu af honum. Ég held hreinlega að hann hafl aldrei getað sætt sig við þau úrsbt. Þetta má segja að sé stóri þátt- urinn í því hvernig fór. Sigurður er trúlega stærsti at- vinnurekandinn hér, með Hrað- frystistöðina og gerir út átta báta. Hinir fiórir fylktu bði um hann. Hins vegar hafa verið uppi skiptar skoð- anir innan hópsins. Það er síður en svo að allir séu ánægðir með hvernig komið er. En nú hefur Sigurður náð undirtökunum þannig að hann getur leitt fimm manna meirihluta í bæjar- stjórn, með mig fyrir utan. Viö tveir erum ólíkar manngerðir. Hann er hinn harði íhalds- og bisnessmaður. Ég er aftur á móti meiri jafnaðar- maður, hef gefið félags- og skólamál- um og þeim sem minna mega sín meiri gaum.“ - Telurðu fylgi nafna þíns innan flokksins byggjast á því að hann hef- ur áhrif í atvinnuhfinu? Sigurður Jónsson var kjörinn í fyrsta sæti D-listans í prófkjöri í Vestmannaeyjum og var hann fremstur í flokki þegar stórsigur vannst í nýliönum kosning- um. Engu að síður er hann nú embættislaus í bæjarstjórn - hann var settur út í kuldann. Hann segir að málefnanlegur ágreiningur sé ekki ástæðan. Sigurður segir í viðtali við DV að það sé greinilegt að áhrifa- og valdamaður innan atvinnulífsins skipti meira máli en „vesæll kennari” sem reynir að þjóna hinum almenna borgara í Eyjum. „Já mér finnst það allavega líta þannig út. Kvöldið fyrir fyrsta bæjar- stjórnarfund eftir kosningar var haldinn fiölmennur fulltrúaráðs- fundur. Fundurinn hófst með því að Sigurður Einarsson las upp hvemig embættin áttu að skiptast og hverjir ættu að sitja í nefndum miðað við fimm manna meirihluta - ekki sex manna. Þá sá ég að þetta hafði þegar veriö ákveðið. Fulltrúaráðið gat hvorki hreyft við einu né neinu. Auðvitað er það einhvern veginn svo að það er auðveldara að vera stór og sterkur atvinnurekandi með alla þræðina úti en að vera vesæll kenn- ari. Ég hef oft á tíðum verið ósam- mála þessari sjálfskipuðu forystu- sveit flokksins en hef þó alla tíð íeng- ið góða útkomu í fiölmennum próf- kjörum. Flokkurinn hefur því alltaf setið uppi með mig.“ Sigurður segist hafa trú á að hann og „fimmmenningarnir" hefðu vel- getað náð saman hvað málefni snerti í bæjarstjórn: „Deburnar snerast ekki um mál- efni. Menn höfnuðu mér bara sem leiðtoga - þó svo að ég hafi verið valinn tb þess.“ Óskir fólksins sniðgengnar Sigurður telur það ólýðræðislegt gagnvart kjósendum að fyrsti maður á bsta sigurflokks verði hvorki bæj- arstjóri né forseti bæjarstjórnar. „Fólkið var búið að segja sitt ábt. Hjá hinum óbreytta borgara í bæn- um hef ég fundið fyrir mjög miklum stuðningi og óánægju vegna þessara málalykta. Fólki finnst þær alls ekki réttlátar og ekki í samræmi við það sem það kaus, bæði í kosningunum DV-myndir Ómar og í prófkjörinu. Því finnst það vera að fá allt annað fyrir atkvæðin sín. Það vill stundum gleymast hjá for- ystumönnum flokksins að 60 prósent fylgi bggur ekki bara hjá stóram at- vinnurekendum. Flokkurinn þarf að höfða tb mun fleira fólks. Eg held að Eyjamenn hafi kunnað að meta þau sjónarmið sem ég hef haft fram að færa. Ég hef verið duglegur við að skrifa um það sem ég hef verið að gera hverju sinni og látið skoðanir mínar uppi. Mörg- um fannst að það yrði póbtískur banabiti minn þegar ég tók að mér stöðu skrifstofustjóra Ráðhússins árið 1982. En árið 1986 náði ég öðru sæti í prófkjöri þannig að sú virtist ekki hafa orðið raunin." Mun hafa áhrif á al- þingiskosningarnar Sigurður segir að Vestmannaey- ingar hljóti að gera aðrar kröfur varðandi framboð í framtíðinni - að fólkið vilji fá að vita hver verður bæjarstjóraefni viðkomandi flokks. „Það verða gerðar abt aðrar kröfur í næstu bæjarstjórnarkosningum. Ef það yröi gengið að kjörborðinu í dag myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki fá sama fylgi og hann fékk í nýbðnum kosningum. Eg er einnig sannfærður um að þessi átök í flokknum muni hafa áhrif í komandi prófkjöri fyrir alþingiskosningar. Þetta mun hafa neikvæð áhrif. Maður fer að spyrja sjálfan sig eftir abt þetta starf: Er þetta alveg til- gangslaust? Er það sá sterki og pen- ingavaldið sem skiptir öllu máb? Af hverju er maður að fórna dýrmætum tíma frá sjálfum sér og fiölskyldunni þegar endirinn verður þessi? Ég tel mig hafa verið bæði óheppinn og að menn hafi verið ósanngjarnir við mig,“ segir Sigurður. D-listinn í slæmum málum núna „í stöðunni í dag held ég að menn hafi ekki hugmynd um hver á að verða næsti bæjarstjóri. Ég hef ekk- ert heyrt af slíku. Vestmannaeyjar eru bæjarstjóralausar. Núverandi bæjarritari gegnir stöðunni um stundarsakir en það er auðvitað ekki til frambúðar. Staðan er svona: Það er ljóst að ég verð ekki bæjarstjóri. Annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Einarsson, veröur það ekki, hann er nú formaður bæjarráðs, þriðji mað- urinn, Bragi Ólafsson, heldur ekki því hann var skipaður forseti bæjar- stjórnar. Þegar hefur verið leitað til ópóbtískra aðila en þeir hafa neitað. Sjálfstæðismenn era því komnir í slæmt mál. Flokkur þarf sem fyrst að sýna að hann sé byijaður að stjórna, taka ákvarðánir og sýna fram á breyting- ar. En nú mallar þetta bara áfram óbreytt, án þess að fólk hér geri sér grein fyrir að nýr meihluti er tekinn við. Á það ber að bta að fólk yrði mjög undrandi ef einhver maður of- an af landi kæmi og settist í bæjar- stjórastól. Fólkið vill heimamann. Það yrði þvert ofan í gefin kosninga- loforð og algjör svik við kjósendur ef slíkt yrði ofan á. Þetta mun hafa mikil áhrif á flokk- inn hvað framtíðina snertir. Staðan innan bæjarstjórnar verður líka dá- lítið undarleg. Efsti maður verður á mbb þess að vera í meiri- eða minni- hluta. Ég hef tekið þá ákvörðun að starfa mjög sjálfstætt innan bæjar- stjórnar og tek afstöðu til mála hverju sinni.“ Upp á land eöa í landsmálapólitík? Sigurður hugleiðir nú hvort ekki sé nóg komið í Eyjum: „Spurningin er hvort maður eigi ekki að fara aö snúa sér að einhverju öðra. Eins og staðan er í dag er hug- myndin að kenna í vetur. En svo veit maéur aldrei. Það getur komið upp á diskinn að ég leiti fyrir mér annars staðar, uppi á landi. Óneitan- lega er þetta abt mjög mikið áfall fyrir mig. Mér finnst að flokkurinn hafi hafnað mér mjög óverðskuldað." Sigurður segist ekki hafa hugleitt að fara í annan flokk. „Fólk hins vegar hefur spurt mig hvort ég vbji ekki láta reyna á það í haust hvort ég hafi fylgi fyrir alþing- iskosningamar. En það er nú ekki inni í myndinni hjá mér eins og er. En þetta verður að koma í ljós síðar og ég vb ekki svara fyrir slíkt á þess- ari stundu. Það getur líka alveg kom- ið tb greina að ég leiti fyrir mér ann- ars staðar en í Vestmannaeyjum,“ sagði SigurðUr Jónsson. -ÓTT í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.