Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990.
Erlendbóksjá
Hratt og frjálst
Run Swift Run Free er þriðja
saga Tom McCaughrens um ref-
ina Black Tip og Wickey og harða
lífsbaráttu þeirra og annarra
dýra í landinu Sinna. Tvær hinar
fyrri, Run With the Wind og Run
to Earth, hafa áöur verið kynntar
í Erlendri bóksjá.
í þessari bók eru söguhetjumar
reyndar öðru fremur nokkrir
yrðlingar fyrri aðalpersóna:
Young Black Tip, Little Running
Fox, Twinkle, Scat og Scab. Sagán
lýsir því hvemig þeir em aldir
upp og þeim kennt að bjarga sér
sjálfir. Margt spaugilegt kemur
fyrir yrðlingana en alvaran er þó
alltaf nærri enda steðja margar
hættur að. Mesta ógnunin er þó
veiðimennimir sem þeysast um á
hestum sínum á refaveiðum og
njóta aðstoðar veiðihunda sinna.
Þetta em hugljúfar sögur úr
dýraríkinu. Höfundurinn gefur
dýmnum ýmsa mannlega eigin-
lega og gefur þeim persónuleg
sérkenni. Þannig geta dýrin til
dæmis talað saman og hugsað á
svipaðan hátt og menn. Ofarlega
í huga höfundarins er harka
mannsins gagnvart dýrum, ekki
síst refunum sem alls staðar eru
taldir réttdræpir.
RUN SWIFT RUN FREE.
Höfundur: Tom McCaughren.
Penguin Books, 1990.
„Ævisaga''
kántríhetju
í upphafi þessarar skáldsögu
kveðst höfundurinn hafa skrifað
bókina, sem fjalli um stórmerkan
feril sinn vestanhafs, vegna þess
aö hún fjalli um það eina sem
hann hafi trú á: sjálfan sig! Svona
í leiðinni hafi hún hins vegar að
geyma alla sögu heimsins.
Joe Bob Briggs lýsir hér á
kostulegan hátt athöfnum sínum
í þessum heimi, svo sem hvernig
hann fann upp „topplausa" bari
og lenti fyrir vikið í klóm kven-
réttindakvenna, leysti gátuna um
morðið á Kennedy forseta, lærði
að syndga með þéttholda stúlkum
og sló í gegn sem kántrísöngvari.
Þess á milh segir hann frá dra-
matískri leit að ástkærri eigin-
konu sinni, frelsun sinni og ýms-
um kraftaverkum sem fyrir
komu á lífsleiðinni.
Þetta er harla óvenjuleg og
skemmtilega stórkarlaleg saga
þar sem skotið er fóstum skotum
í allar áttir.
A GUIDE TO WESTERN CIVILI2ATION.
Höfundur: Joe Bob Briggs.
Penguin Books, 1990.
Sjúkleg fíkn
í fé og frægð
Raunsannar ævisögur sumra
heimsfrægra listamanna eru dapur-
leg lesning vegna þess að sjálfselska
og frægðarfíkn einkennir daglegt líf
þeirra og samskipti við annað fólk.
ítarleg og sannferðug frásögn Vict-
ors Bockris af ævi Andrews War-
hola, öðru nafni Andy Warhol, er þó
.dapurlegri en flestar slíkar. Ástæðan
er einfaldlega sú að sjúkleg fíkn
Warhols í fé og frægð skipti hann
meira máli en nokkuð annað í lifinu
og þá einnig það fólk sem fómaði sér
fyrir hann og þjónaði honum, stund-
um sjálfu sér til stórtjóns.
Bockris, sem starfaði nokkur ár í
svokallaðri „verksmiðju" Warhols á
síðustu árum hans, byggir bók sína
á ítarlegum víðtölum við ættingja,
kunningja og samstarfsmenn War-
hols og rituðum heimildum sem eru
æmar. Þótt hann sé ljóslega þeirrar
skoðunar að Warhol hafi verið mik-
ill listamaður, og-að slíkum mönnum
fyrirgefist margt, dregur hann ekki
undan ógeðslegu þættina í lífi aug-
lýsingateiknarans sem varð kunn-
asti forvígismaður bandarísku popp-
hstarinnar og hömlulaus ímynda-
smiður og sölumaður sjálfs sín.
Aðverðafrægur
og ríkur
Warhol, sem ólst upp í fátækari
hluta einnar ljótustu borgar Banda-
ríkjanna, stáliðnaðarvítisins Pitts-
burg, var þegar á æskuárunum
veiklulegur mömmudrengur. Hann
var það reyndar allt sitt líf, enda
mótast skapgerð manna á æskuár-
um. Strax sem unglingur varð hann
sólginn í að komast í einhveija snert-
ingu við frægt fólk. Sú fikn magnað-
ist eftir því sem árin liðu. Warhol
skrifaði aðdáendaklúbbum frægra
kvikmyndaleikara og safnaði mynd-
um af þeim. Einnig kom snemma í
ljós að hann hafði hæfileika til að
teikna. Þetta tvennt sameinaðist síð-
ar í list hans.
Þegar á skólaárunum féll Warhol
inn í það hlutverk að vera veikburða
smábamið í bekknum sem margir
töldu sér skylt aö dekra við og
vernda. Einnig það háttalag átti eftir
aö einkenna lífshlaup hans og dugði
honum vel.
Að lokinni skólagöngu hélt Warhol
til New York og reyndi að vinna fyr-
ir sér sem auglýsingateiknari. Hon-
um gekk fljótlega vel á því sviði og
auglýsingar, sem hann mynd-
skreytti, birtust í ýmsum þekktum
tískutímaritum.
Að nota aðra
Það var ekki fyrr en um og upp úr
1960 sem Warhol fór í alvöru að snúa
sér að gerð listaverka í stað auglýs-
inga. Gerð myndanna af Campbell-
súpudósunum, en hugmyndin að
þeim var fengin hjá öðrum eins og
svo margt hjá Warhol, vísaði veginn.
Warhol kom sér fljótlega upp svo-
kallaðri „verksmiðju" þar sem hann
framleiddi verk sín ásamt ýmsum
hjálparmönnum. Sama var upp á
teningnum þegar hann fór að gera
kvikmyndir í „verksmiðjunni", en
gerð þeirra mynda fór mestanpart
þannig fram að ruglað og uppdópað
lið var sett framan við myndavéhna
og látið niðurlægja sjálft sig og hvert
annað. Safnaöist reyndar slíkt meira
og minna eituriyfjasjúkt fólk í kring-
um Warhol í von um frægð og frama
og þrælaöi fyrir hann launalaust.
Sumir hlutu reyndar stundarfrægð í
staðinn en eitrað líf margra þeirra
endaði eymdarlega.
Ómanneskjulegur
Þessi bók ber með sér að tvennt
einkenndi alla tíð gerðir Warhols.
Annars vegar var þörfin á að ráða
yfir og stjóma öðrum. Oft virðist-
hans mesta unun hafa verið að að
niðurlægja fólk og nota það sem fót-
þurrkur en henda því síðan frá sér
eins og hverju öðru sorpi. Að baki
lágu meðal annars takmarkanir hans
í ástarmálum en hann fékk helst út-
rás fyrir þarfir sínar í þeim efnum
með því að horfa á ástarleiki annarra
og mynda í bak og fyrir.
Hins vegar var það fíknin eftir fé
og frægð sem rak Warhol áfram á
listabrautinni og réð því í hvaða áttir
hann fór; að græða sem mesta pen-
inga og að verða sem frægastur, það
var málið.
Eins og títt er um fíknefnasjúklinga
fékk hann aldrei nóg af frægð eða
peningum. Á hátindi frægðar sinnar
var hann spurður að því hvað hann
þráði mest. Svarið var einfalt: „Meiri
frægð!“
Þetta er að mörgu leyti mögnuð bók
um manninn Warhol sem var sýni-
lega, hvaða áht sem menn hafa á list
hans, ómanneskjulegt fúlmenni.
WARHOL.
Höfundur: Victor Bockris.
Penguin Books, 1990.
Metsölubækur
Bretiand
Kiljur, Bkíldsögur;
1. Wtlbur Smith;
A TIME TO DIE.
2. Kazuo Imhlguro:
THE REMAINS OF THE DAY.
3. Dlek Francls:
STRAIGHT.
4. Torry Pratchelt:
PYRAMIDS.
5. John le Carré:
THE RUSSIA HOUSE.
6. P. D. Jamea:
DEVICES AND DESIRES.
7. Charlotle Blngham:
THE BUSINESS.
8. Wtlllam Horwood:
DUNCTON FOUND.
9. John Irvlng:
A PRAYER FOR OWEN MEANY.
10. Julie Ðurchlll:
AMBITION.
Rit aimenns eðlis:
1. Roaamary Conley:
COMPLETE HIP & THIGH DIET.
2. PROMS '90.
3. Bruce Chatwln:
WHAT AM I DOING HERE.
4. M. Vaughan 8 M. Hardlman-Jonea:
FRUITY PASSIONS.
5. Roaemary Conloy:
INCH-LOSS PLAN.
6. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
7. Joaaph Corvo:
ZONE THERAPY.
8. C. Davld Heymann:
A WOMAN NAMEO JACKIE.
9. Hugo Young:
ONE OF US.
10. Joteph Wambaugh:
THE BLOODiNG.
(Byggl á Th* Sunday Tlmee)
Bandaríkin
Metsölukiljur:
1. Amy Tan:
THE JOY LUCK CLUB.
2. John Saul:
CREATURE.
3. Johanna Llndsey:
WARRIOR’S WOMAN.
4. John Irvlng:
A PRAYER FOR OWEN MEANY.
5. Dale Brown:
DAY OF THE CHEETAH.
6. Larry Bond:
REO PHOENIX.
7. Jude Deveraux:
A KNIGHT IN SHINING ARMOR.
8. Fern Mlchaels:
SINS OF THE FLESH.
9. Dean R. Koontz:
THE SERVANTS OF TWILIGHT.
10. Sandra Brown:
MIRROR IMAGE.
11. Rosamunde Pilcher:
THE SHELL SEEKERS.
12. Allce Walker:
THE TEMPLE OF MY FAMILIAR.
13. Dlana Ouano:
DOCTOR’S ORDERS.
14. Rosamunde pllcher:
THE BLUE BEDROOM.
18. Sue Gratton:
„F“ IS FOR FUGmVE.
Rit almenns eðlls:
1. Robert Fulghum:
ALL I REALLY NEED TO KNOW I
LEARNED IN KINDERGARTEN.
2. C. Davld Heymarm:
A WOMAN NAMED JACKIE.
3. Truddl Chase:
WHEN RABBIT HOWLS.
4. Stephen Hawklng:
A ÐRIEF HISTORY OP TIME.
5. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELED.
6. Bill Cosby:
LOVE ANO MARRIAGE.
7. MEET THE NEW KIDS ON THE
BLOCK.
8. Joyce Egglnton:
FROM CRADLE TO GRAVE.
9. Sammy Davis Jr. & J. & Ð. Boyar:
WHY ME7
10. Oavid Halberslam:
SUMMER OF '49.
11. Steve Vogel:
REASONABLE DOUBT.
(Byggt á'Ne* York Tlmes Book Rovlew)
Danmörk
Melsölukiljur:
1. Márta Tikkanen:
STORFANGEN.
2. Mette Winge:
SKRIVERJOMFRUEN.
3. Elsa Morante:
HISTORIEN.
4. Gabrlel Garzia Marguez:
KÆRUGHEP I KOLERAENS ÁR.
5. Leil Davidsen:
OEN RUSSISKE SANGERINDE.
6. lsabel Allende:
ANDERNES HUS.
7. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN.
8. Linda Lay Schuler:
KVINDEN DER HUSKER.
0. Christy Brown:
MIN VENSTRE FOD.
10. Jean M. Auel:
HESTENES DAL.
(Byggt á PolHiken Sendag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
»>» n i, ií i s {<|||<: i a s s i <: s
Ovio
HÍkOIDES
Ljóðabréf
um ástina
Rómverska ljóðskáldið Ovíd,
sem lést árið 17, fjallaði fyrst og
fremst um mannlegar tilfinning-
ar í verkum sínum og þá alveg
sérstaklega um ástina. Það á líka
við um ljóðabréfin, Heroides, sem
hér eru birt í nýrri enskri þýð-
ingu.
I ljóðabréfum þessum yrkir
Ovíd einkum fyrir munn kvenna,
oftast kunnra persóna úr grísk-
rómverskum goðsögnum sem
segja frá ást sinni og þrám sem
þær í mörgum tilvikun fá ekki
fullnægt. Þannig yrkir Penelopa
til Odysseifs, Phædra til Hippo-
lytusar, Dido til Æneasar, Hermi-
one til Orestesar, Medea til Ja-
sons og Sappho til Phaons, svo
nokkur dæmi séu tekin. Sex síð-
ustu bréfin eru að því leyti frá-
brugðin að þar yrkja ástvinir
hvor til annars. Þeirra á meðal
eru París og Helena og Leander
og Hero.
Þessari útgáfu ljóðabréfanna
fylgir skilmerkilegur inngangur
og yfirlit með helstu staðreynd-
um um sögupersónurnar sem
Ovíd yrkir um.
HEROIDES.
Höfundur: Ovid.
Penguin Books, 1990.
Óvenjuleg
brúðarmeyja
Philip er ungur hversdagslegur
maður sem hefur andúð á oíbeldi
hvers konar. Við brúðkaup syst-
ur sinnar hittir hann í fyrsta sinn
Sentu, eina af brúðarmeyjunum.
Það verður ást við fyrstu sín af
beggja hálfu, ekki síst Sentu sem
segir hann tvíburasál sína sem
hún hafi alltaf beðið eftir.
En Philip kemst fljótlega að því
að Senta er að mörgu leyti
óvenjuleg. Og honum bregður
ilhlega þegar hún krefst þess að
þau sanni ást sína hvort fyrir
öðru með því að fremja sitt morð-
ið hvort.
Þetta er hörkuspennandi saga
eftir kunnan enskan spennu-
sagnahöfund, Ruth Rendell, sem
lýsir vel sterkum ástríðum sögu-
persónanna.
Baksviðs eru fréttir íjölmiöla
af ungri stúlku sem hefur horfið
og grunur leikur á að hafi verið
myrt.
Því má reyndar bæta við að
höfundurinn gerir Sentu íslenska
í aðra ættina, þ.e. móöurætt.
Nafnið sem hún gefur henni er
þó norskt en ekki íslenskt.
THE BRIDESMAID.
Höfundur: Ruth Rendell.
Arrow Books, 1990.