Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990.
Frá menntamálaráðuneytinu
Námskeið um fjarkennsluaðferðir
Framkvæmdanefnd um fjarkennslu, í samráði við
samvinnu við Bréfaskólann og Kennaraháskóla ís-
lands, endurmenntunardeild, býður upp á námskeið
um fjarkennsluaðferðir.
Námskeiðið fer fram í Kennaraháskóla íslands:
1. hluti 27.-31. ágúst 1990.
2. hluti 12.-13. október 1990.
3. hluti 16.-17. nóvember 1990.
Skrifleg umsókn berist Kennaraháskóla íslands, end-
urmenntunardeild, fyrir 5. ágúst nk. Nánari upplýs-
ingar fást á sama stað.
Samstarfsaðilarnir
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500.
Félagsstarf aldraðra, Gerðubergi
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns í félags-
starfi aldraða í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Um er að ræða 75% starf sem felst í daglegri stjórn-
un og skipulagningu félagsstarfsins.
Áskilin er góð almenn menntun.
Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu-
blöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur er til 23. júlí nk.
Nánari upplýsingar veita Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir,
yfirmaður öldrunarþjónustudeildar, í síma 678500
eða Anna Þrúður Þorkelsdóttir, yfirmaður félags-
starfs aldraðra, í síma 689670.
HRARIK ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
RAFVERKTAKAR
Á SUÐURLANDI
Leyfisveitinganefnd á Orkuveitusvæði 8, Suðurlandi,
tilkynnir: Eftirtaldir aðilar hafa leyfi til rafverktakastarf-
semi á Suðurlandi:
B-leyfi
Einar Brynjólfsson Götu Holtahreppi 851 Hellu
Einar H. Ólafsson Suðurvíkurvegi 8A 870 Vík
Einar Þ. Sigurþórsson Háamúla 861 Hvolsvelli
Eiríkur Eyvindsson Laug Laugarvatni 840 Laugarvatni
Friðrik Friðriksson Hjarðarholti 1 800 Selfossi
Guðbrandur Einarsson Lyngbergi 25 815 Þorlákshöfn
c/o Rás sf. Selvogsbraut 4 815 Þorlákshöfn
Guðjón Pálsson Heiðmörk 25 810 Hveragerði
Jens P. Jóhannsson Laugarási 1 801 Selfossi
Jón Þorbergsson Prestbakkakoti 881 Kirkjubkl.
Siggi Gislason Eyravegi 49 800 Selfossi
Sölvi Ragnarsson Austurmörk9 810 Hveragerði
Þorgils Gunnarsson Fornasandi 3 850 Hellu
Þórður Þorsteinsson Sunnuvegi 20 800 Selfossi
c/o Rafsel sf. Eyravegi 3 800 Selfossi
Þórir Þröstur Jónsson Heiðvangi 16 850 Hellu
c/o Ljósá sf. Dynskálum 26 850 Hellu
Ægir Þorgilsson Ægissíðu 4 851 Hellu
C-leyfi
Gunnar Einarsson Sigtúni 15 800 Selfossi
c/oÁrvirkinn hf. Eyravegi 29 800 Selfossi
Halldór 1. Guðmundsson Lambhaga 28 800 Selfossi
c/o Kf. Árnesinga v/Austurveg 800 Selfossi
Hermann G. Jónsson Lyngbergi 9 815 Þorlákshöfn
c/o Rafvörsf. Lyngbergi 9 815 Þorlákshöfn
Magnús Bjarnason Hvolsvegi 19A 860 Hvolsvelli
c/o Kf. Rangæinga Austurvegi 4 860 Hvolsvelli
Sigurjón Rútsson Sigtúni 8 870 Vík
c/o Klakkurhf. Smiðjuvegi 9 870 Vík
E-leyfi
ÁsgeirGuðnason Merkilandi 1 800 Selfossi
c/o M.B.F. Austurvegi 65 800 Selfossi
Heimir Konráðsson Kambahrauni 20A 810 Hveragerði
c/o Hótel Örk Breiðumörk 1C 810 Hveragerði
Hvolsvelli, 27. april 1990
F.h. leyfisveitinganefndar,
örlygur Jónasson form.
Hmhliðin
Stefán Konráðsson snýr sér nú að framkvæmdastjóm Knattspymusambands Islands.
Spennandi og
erfitt verkefni
- segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íþróttahátíðar ÍSÍ
„Við erurn tr\jög ánægð meðþátt-
töku landsmanna í íþróttahátíð ÍSÍ.
Ýmislegt mátti betur fara en ég lít
svo á að við höfum lært heilmikið
og sú reynsla veröi notuð við fram-
kvæmd næstu hátíðar,“ segir Stef-
án Konráðsson sem var frarn-
kvæmdastjóri hátíöarinnar.
Stefán var ráðinn í þetta yfir-
gripsmikla verkefni fyrir einu og
hálfu ári og stóð undirbúningur
sleitulaust aö opnunarhátíð. Að
sögn Stefáns voru þátttakendur
milli 20 og 30 þúsund víðs vegar af
iandinu.
„íþróttahreyfingin sýndi al-
menningi og stjórnvöldum hversu
megnug hún er og er ekki vafi á
að hún er í sókn. Eftir tíu ár verða
þátttakendur væntanlega fleiri
enda fjölgar iðkendum íþróttajafnt
og þétt og æ fleiri gera sér grein
fyrir mikOvægi heilsuræktar," seg-
ir Stefán.
Vinnan við íþróttahátíðina var
skammtímaverkefni en fljólega
mun Stefán snúa sér að starfi fram-
kvæmdastjóra Knattsspyrnusam-
bands ísiands, Þegar haxm var
spuröur hvort ekki hefði verið erf-
itt að gera upp á milli ÍSÍ og heims-
meistaramótsins síðustu daga
svaraöi hann því neitandi.
„Ég hef mestan áhuga á undanúr-
slitunum og lokaúrslitum en það
verður að viðurkennast að ég á
margar fótboltaklukkustundir tii á
myndbandsspólum sem ég skoða í
rólegheitum seinna," segir Stefán
og sýnir á sér hina hliðina.
Fulit nafn: Stefán Snær Konráös-
sson.
Fæðingardagur og ár: 20. desember
1958.
Maki: Vaigerður Gunnarsdóttir.
Börn: Erla Tinna, 6 ára, og Gunnur
Hulda, 2 ára.
Bifreið:Honda Accord árg.’86.
Starf: Fyrrv. framkvæmdastjóri
Íþróttahátíðar ÍSÍ en væntanlegur
framkvæmdastjóri KSÍ.
Laun: Sæmileg.
Áhugamól: Fyrst og fremst íþróttir.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Ég hef fengið mest
þrjár réttar.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að vera með ljölskyldunni
ogöðrugóðufólki.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að sitja aðgerðalaus.
Uppáhaldsmatur: Kjúklingur með
öilu aö hætti konu minnar.
Uppáhaldsdrykkur: Mjólk er góð.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur i dag? Dálítið erfitt
að svara þessari en persónulega
finnst mér Arnór Guðjohnsen
skaraframúr.
Uppáhaldstimarit: Ég les lítiö af
tímaritum og vil því ekki gefa neitt
svar við þessari.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Þær eru
svo margar. íslenskar konur eru
mjög glæsilegar og bera af.
Ertu hlynntur eða andvigur rikis-
stjóminni? Ég er hlynntur henni
aöhluta.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Það væri mjög gaman aö
hitta Diego Maradona og taka í
höndinaáhonum
Uppáhaldsleikari: Valdimar Flyg-
enring.
Uppáhaldsleikkona: MargrétHelga
Jóhannsdóttir er í uppáhaldi. Ég
sá hana á dögunum í Sigrúnu Ást-
rós og hún var frábær.
Uppáhaldssöngvari: Kristján Jó-
hannsson.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Steingrímur Hermannsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Ástrikur.
Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Eg hugsa
að ég sé hlynntur veru þess hér.
Hver útvarpsrásanna fmnst þér
best? Ég hlusta mikið á rás 2 og
Bylgjuna og geri ekki upp á miUi.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Art-
húr Björgvin Bollason.
Uppáhaidsskemmtistaður: Égfer
voða lítið á skemmtistaði.
Uppáhaldsfélag í iþróttum: Ég teng-
ist svo mörgum íþróttum og
íþróttagreinum og þar með mörg-
umfélögum.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtiðinni? Gera betur.
Hvað ætlar þú að gera i sumarfrí-
inu?Ég fæ eina viku milli stríða og
fer með fiölskyldunni til Lúxem-
borgar.
-JJ