Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. 39 LífsstíU Hótel í stað fiskeldis Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson komu fyrst til Djúpuvíkur á Ströndum áriö 1984 til að vinna viö aö loka gömlu verksmiðjuhúsunum. Þau dreymdi um að koma upp fisk- eldi á staðnum. Hugmyndin breyttist (sem betur fer, segja þau núna) og í staö fiskeldis settu þau á stofn hótel. „Hér var töluverður gangur af ferðafólki en aðstöðuna vantaði al- veg,“ segir Eva hótelstjóri. Þegar hugmyndin hafði kviknað var ekki tvínónað við hlutina og fyrstu helg- ina í júlí 1985 voru herbergi hótelsins opnuð fyrir gestum. Meðan byggðin blómstraði og síld- in gekk var húsið heimili kátra sölt- unarstúlkna og hét Kvennabragginn. Svo fór síldin og stúlkumar tíndust í burtu, fengu sér aðra vinnu og hús- ið stóð tómt eftir. Löngu seinna komu Eva og Ás- bjöm til sögunnar. Nú hefur húsið lifnaö við að nýju og er orðið Hótel Djúpavík Ein búsett á Djúpuvík Strandasýslan er fámenn og aðeins um 18 heimili fyrir norðan Djúpuvík, það er á Gjögri, í Trékyllisvík og sveitunum þar um kring. SOdarverksmiðjan á Djúpuvík hætti um 1950 þegar síldin hvarf að fullu. Árið 1983 fluttu svo síðustu Djúpvíkingamir burtu og var staður- inn mannlaus í einn vetur áður en Eva, Ásbjörn og börn þeirra þijú komu. Núna em þau eina fólkið sem býr á Djúpuvík allan ársins hring en á sumrin búa þar hins vegar um 20 manns. Ekki einmana Á veturna er oft erfitt um samgöng- ur. Þau hjónin eiga bát sem er notað- ur til ferðalaga á vetuma en þá lok- ast allir vegir. Raunar má segja að á vetuma fari báturinn í nokkurs kon- ar áætlunarferðir frá Djúpuvík til Gjögurs þar sem yngri börnin ganga í skóla. En er ekki einmanalegt hjá þeim á veturna? „Þetta er algengasta spurn- ingin sem við fáum,“ segir Eva og hlær við. „Einmanaleiki er bara hug- arfar. Það er alveg eins hægt að vera einmana í borgum eins og héma. Við fáum auðvitað marga gesti hingað og svo kemur vinafólk í heimsókn. Þegar við bjuggum í Reykjavík komu kannski gestir í heimsókn, sátu í úlpunum, drukku 10 dropa af kaffi og voru svo farnir. Núna koma vinimir sjaldnar en stoppa þá líka lengur," segir Eva Sigurbjörnsdóttir. Heimilislegt hótel Hótelhúsið á Djúpuvík er byggt í kringum 1938 og fékk að halda yfir- bragði sínu þegar það var endurgert. Það er gamaldags og einstaklega heimilislegt. Átta tveggja manna herbergi em leigð út. Þau em öll búin vöskum, Hótel Djúpavík var áður kvennabraggi síldarsöltunarstúlkna. speglum og skápum. Góð snyrtiað- staða og sturtur eru frammi á gang- inum. Að sögn Evu gengur rekstur hótels- ins alveg ljómandi vel. í júní var til dæmis 100% aukning frá fyrra ári. Megnið af gestunum er íslendingar en hlutur útlendinga er sífellt að aukast. Hótehð býður upp á veitingar allan daginn og hefur léttvínsleyfi með mat. Eva sér sjálf um elda- mennskuna en fær hjálp ráðskonu yfir mesta annatímann. Seiðandi draugabær Út frá Djúpuvík er hægt að komast í ótal stuttar og skemmtilegar ferðir. Eva og Ásbjörn aðstoða fólk við skipulagningu skoðunarferða um nágrennið og annast leiðsögn í styttri ferðum. Skemmtileg sundlaug er í Krossnesi, aðeins norðar í hreppn- um, og einnig er hægt aö komast með Ásbimi á sjóinn og prófa handfæra- veiðar. Dagar á Djúpuvík eru ógleyman- Auöar augntóftir og hrunin verksmiðjuhús blasa nú við Gömlu húsin og hrundu bryggjurnar eru heillandi á á Djúpuvik. sinn sérstaka hátt. Andrúmsloftið er dularfullt og seiö- andi. legir. Allir sem þangað koma verða draugabæ. Það er skrítin tilfinning leggja hlustir við hljóðskrafi gamalla fyriráhrifumafhinudularfullaand- að skoða hinar hálfhmndu. og tíma. rúmslofti sem ríkir í þessum seiðandi drungalegu verksmiðjubyggingar og -BÓl Hótel Djúpavík: Vin í vestri Hvemig iitist þér á að fara í helg- arferö tii Lundúna eða dveija á Edduhóteli að eigin vafi? Ef þú átt góða mynd af einhverju viðfangs- efiú, sem tengist ferðalögum og úti- vist, þá er þetta ekki óraunhæfur möguleiki. ogutivist Árið 1990 er ferðaraálaár Evrópu. Þau lönd, sem em aðUar að EB og EFTA, vinna í sameiningu að ýms- um verkefnum i tilefni ársins. Meðai annars hefur verið ákveðiö að að halda ijósmyndasamkeppni í öhum aöiidariöndunum og láta svo sigurmyndir hvers lands keppa innbyrðis um bestu myndina sem tengist ferðalögum og útivist. DV mun í samvinnu viö feröa- málaár Evrópu 1990 standa að ljós- myndasamkeppninni hérna helma. Þátttakendur geta sent inn rayndir í öllum stærðum ogjaíht Jitskyggn- ur sem pappírsmyndir, svart-hvít- ar eða í tit. Eina skilyrðið er að rayndefnið tengist á einhvern hátt ferðalögum og útivist. Glæsilegir vinningar Senda skal myndimar til DV fyr- ir 1. september og merkja þær: Ljósmyndasamkeppni, DV, Þver- holti 11,105 Reykjavík. Meðmynd- unum skal fyigja lokað umslag með nafni, heimilisfangi og símanúmeri þátttakanda. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir 10 bestu myndirnar. 1. LundúnaferðfyrirtvomeðFiug- leiöum. Innifalin er hótelgisting með morgunverði í þijár nætur. 2. Farseðlar að eigin vaii fyrir tvo til áætlunarstaöa Flugieiða innan- iands. 3. Dvöl á Edduhóteii Ferðaskrif- stofu íslands að elgin vali fyrlr tvo. Gisting og morgunmatur í fimm nætur. 4. Hringmiði fyrir tvo kringum landið með sérleyfisbíium BSÍ. 5. Helgarferð fyrir tvo í Þórsmörk raeð Ferðaskrifstofu BSÍ og Aust- urleiö. 6. -10. Bókaverðlaun. Þá er bara að dusta rykið af gömlu myndavélinni, vera dugieg- ur viö að smella af í sumarfriinu og vera meö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.