Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 11
LÁÚGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. 11 Helgarpopp SúEllen með sína fyrstu stóru plötu SúEllen frá Neskaupstað. Tónlistaráhugi þar er með eindæmum. Hljómsveitir austan af fjöröum láta sjaldan í sér heyra á suðvestur- hominu. SúEllen frá Neskaupstaö hefur hefur þó nokkrum sinnum komið við. Hún hefur einmitt verið í Reykjavík síðustu vikur og leikur þar einar tvær helgar í viðbót. „Að því loknu ætlum við að fara vítt og breitt um landið og spila,“ segir Guðmundur R. Gíslason söngvari. „Það höfum við gert flest Umsjón: Ásgeir Tómasson sumur eftir að hijómsveitin var stofnuð. Á veturna höfum við hins vegar aðallega haldið okkur á Austurlandi." SúEllen hefur starfað í sjö ár. Tveir eru eftir af upphaflegu liðs- skipaninni; Guðmundur og Steinar Gunnarsson bassaleikari. Aðrir í hljómsveitinni eru Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Jóhann G. Árnason, sem leikur á trommur, og Bjarni H. Kristjánsson gítarleik- ari. í síðasta mánuði kom út fyrsta stóra platan með SúEllen, í örmum nætur. Á henni eru tíu frumsamin lög. Við erum með mikið af fullæfð- um, frumsömdum lögum. Hins vegar spilum vdð lítið af þeim á böllum. Helst að þau fái að hljóma þegar við höldum hljómleika," seg- ir Guðmundur. í örmum nætur er þó ekki frumraunin því að sumarið 1987 kom út fjögurra laga plata með hljómsveitinni. Þá átti hún lög á plötunum Bandalög og Frostlög. Guðmundur segir sig og félaga sína ekki fama að leggja drög að næstu plötu. „Það skortir þó ekki efnið,“ segir hann, „og sífeút bætast vdð ný og ný lög. Þá höfum vdð. einnig núna nýlega látið gera myndbönd við tvö laganna á í örmum nætur. Annað þeirra er þegar farið í spilun hjá sjónvarpsstöðvunum og hitt fer að sjást eftir nokkrar vikur." Að sögn Guðmundar R. Gíslasonar er feiki- mikill tónlistaráhugi í Neskaup- stað og margar hljómsveitir starf- andi. Ekki telur hann áhugann nándar nærri eins mikinn á öðrum fjörðum eystra. „Það er komin löng hefð fyrir starfsemi hljómsveita í Neskaup- stað,“ segir hann. „Hljóðfæraeign er mikil og þegar einhver kaupir ný tæki fara þau gömlu yfirleitt ekki úr bænum. Þá ýtir það undir áhugann að mönnum er gert auð- velt að æfa sig. Ég hef ekki einu sinni tölu á fjölda hljómsveitanna sem starfa í Neskaupstað um þess- ar mundir.“ -ÁT- Fær sam- keppni frá Select Breska músíkblaðiö Q hefur slegið í gegn hér á landi sem og víðar um heim. Qkemur út mán- aöarlega í um 150 þúsund eintaka upplagi. Meðbyr blaðsins hefur nú gert það að verkum að komin er upp samkeppni. Nýja blaöið heitir Select. Fjöldi tónlistarblaöa kemur út í Bretlandi i viku hverri. Mörg þeirra birta hreint bull, lýsingar svokallaðra blaðamanna á eigin hugarórum. Blaðamönnum á Q þykir hafa tekist óvenju vel að halda eigin persónu utan greina sinna og viðtala þótt stöku sinn- um gleymi þeir sér. Markhópur blaðsins virðist og vera kominn nokkuð af táningsaldri. Stefna aðstandenda Select er að halda uppi jafh vönduðum vinnu- brögðum og glæsilegu útliti og á síðum Q Hins vegar eiga greinar blaðsins og viðtöl aö höfða til yngra fólks en alla jafna gluggar í Q. Markhópurinn verður tón- listaráhugafólk á aldrinum 1825 ára. Fyrsta tölublaðið er þegar komið út og var prentað í 75 þús- und eintökum. Bítlafrúr styrkja rúmenska munaðarleysingj a Barbara Harrison, Barbara Bach Starkey og Yoko Ono. Sú fyrsttalda átti hugmyndina að stórstjörnuplötu til styrktar rúmensku börnunum. Athyghsverð hljómplata kemur út síðar í þessum mánuði. Á henni fáum við að heyra í Traveling Wil- burys,' Guns N’ Roses, Van Morri- son, Eric Clapton og fleiri og fleiri. Platan er gefln út til styrktar rúm- enskum munaðarleysingjum og það eru eiginkonur og ekkja Bítl- anna gömlu sem standa að fram- takinu. Hugmyndina á Olivda Harrison. Hún sá í bresku blaði mynd af eyðnismituðu rúmensku barni og hafði umsvifalaust samband við Lindu McCartney, Barböru Bach Starkey og Yoko Ono. í gegnum Apple fyrirtækið gáfu þær háa fjár- hæð til styrktar munaðarleysingj- unum. En þær létu ekki þar við sitja heldur fengu fleiri til þess að leggja fram fé. Ohvda Harrison lét ekki staöar numið, heldur fór hún til Rúmeníu fyrr á þessu ári th að kynna sér ástandið af eigin raun. Eftir að hafa verið þar í nokkra daga stakk hún upp á því vdð mann sinn að gefin yrði út hljómplata til styrktar börn- unum. Hann smalaði saman félög- um sínum í Traveling Whburys og þeir hljóðrituðu lagið Nobody’s Chhd sem Lonnie Donegan söng hér á árum áður. Dave _Stewart úr Eurythmics lagöi einnig th lag og Elton John samdi og hljóðritaði lagið Medicin Man sérstaklega vegna plötunnar. Aðrir sem eiga lög á plötunni eru Edie Brickeh, Bhly Idol, Ric Oca- sek, Duane Eddy og Ringo Starr. Þá má ekki gleyma laginu Homew- ard Bound sem George Harrison og Paul Simon syngja saman. Sú upptaka er frá árinu 1977 er þeir tveir komu fram saman í sjón- varpsþættinum Saturday Night Live. Ný Dire Straits plata í undirbúningi Mark Knopfler, (orsprakki Dire Straits. Mark Knopfler er þegar farinn að huga að mannskap til að hljóð- rita næstu plötu Dire Straits, þá fyrstu síðan Brothers In Arms kom út árið 1985. Fullvdst þykir að John fllsley verði bassaleikari eins og á öllum fyrri plötum hljómsveitar- innar. Alan Clark þykir einnig eiga nokkuð öruggt sæti sem og Guy Fletcher sem tók þátt í Notting Hill- bilhes verkefninu. Knopfler lýsti því yfir í blaðavdð- tah á dögunum að hann hefði einn- ig fullan hug á að reyna að fá fetil- gítarleikara Notting HiUbilhes, Paul Franklin, th að verða með á næstu Dire Straits plötu. Bretar eru sagðir eiga tvo gjaldgenga fet- hgítarleikara (pedal steel guitar). Franklin er annar. Hinn heitir B.J. Cole og var hér á dögunum við að leika inn á plötu með Björgvdni Hahdórssyni. Allt er óvíst um hvort Dire Stra- its fer í hljómleikaferð eftir að nýja platan kemur út á næsta ári. Mark Knopfler hefur marglýst því yfir að hann sé orðinn yfir sig saddur á að leika á íþróttaleikvöngum og í risasölum. En ef verður farið býst hann aht eins við því að hljómsveit- in verði allt að tuttugu manns því að „þegar maður byrjar að skipu- leggja hljómleikagrúppuna vdll maður hafa ásláttarleikara, bak- raddasöngvara og svo framvegis," eins og Knopfler sagði á blaðavdð- tah nýlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.