Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. 5 Fréttir Málarekstur í Hafskipsmálinu kostar 1 heild á annað hundrað miiljónir: Tugmilljóna kostnaður lendir á ríkissjóði Eftir niöurstööu Sakadóms Reykja- víkur viröist hafa komið í ljós að lít- ill sem enginn fótur var fyrir refsi- þætti Hafskipsmálsins. Rannsókn á refsiverðum gjörðum eða aðgerða- leysi Hafskips- og Útvegsbanka- manna reyndist ónýt. Nær ógjöm- ingur er að meta hvað þetta mál hef- ur kostað ríkissjóð. Að því unnu fjöl- margir rannsóknarlögreglumenn, starfsmenn ríkissaksóknara, dómar- ar, sérstakur ríkissaksóknari og að- stoðarmenn hans auk hinna ákærðu og verjenda þeirra. Það gefur vissa hugmynd um kostnaðinn að verjendunum voru ákveðin 17,6 milljóna króna máls- varnarlaun í sakadómi. Af þeirri fjárhæð þarf ríkissjóður að borga 17 milljónir og 355 þúsund krónur. Um síðustu áramót var kostnaður við skrifstofu sérstaks saksóknara, Jónatans Þórmundssonar, orðinn rétt rúmlega 9 milljónir króna. Ætla má að um 3 milljónir hafi bæst við þá upphæð síðan. Ríkið situr uppi með megnið af þessum 12 milljónum en þeir sem voru sekir fundnir í sakadómi greiða 300 þúsund krónur upp í þennan kostnað. Til viðbótar þessu voru þrír dómar- ar sakadóms og ritari þeirra í fullu starfi viö málið í hálft ár, fjölmargir rannsóknarlögreglumenn unnu að rannsókn málsins, embætti ríkissak- sóknara hafði málið til meðferðar, leitað var til sérfræðinga í endur- skoðun, Hæstiréttur tók það nokkr- um sinnum til umijöllunar og ýmis kostnaður annar hlóðst upp. Það er því ljóst að kostnaður ríkis- sjóðs vegna refsiþáttar Hafskips- málsins hleypur á tugum milljóna. Kostnaður hinna ákærðu, sem sumir gerðu ekkert annað í langan tíma en vera sakborningar í málinu, er og umtalsverður en það er jafn- erfitt að áætla hann og kostnað ríkis- sjóðs. Hinn angi málsins, gjaldþrotamál- ið, kostaði líka sitt. Kostnaður við skipti búsins, sem féll á kröfuhafa, reyndist vera um 50 milljónir á nú- virði. Auk þess var stofnað til margra dómsmála í tengslum við skiptin til að útkljá deilumál. Málarekstur gjaldþrotamálsins hefur því kostað hátt í 100 milljónir. Heildarkostnaður af HafSkipsmál- inu, refsiþættinum og gjaldþrota- skiptunum, verður því varla áætlað- ur minni en á annað hundrað millj- ónir. . -gse Vió bjóðum þér að kynnast ferðabíl fjölskyldunnar í ár - FAVORIT Nú getur þú ferðast um landið okkar eða önnur lönd á þægilegan máta með nóg rými fyrir alla. Þú þarft ekki einu sinni að tjalda, þar sem auðveldlega má sofa í bílnum, en viljir þú það er dráttarkúlan upplögð fyrir tjaldvagninn. Fallegur, framhjóladrifinn, fjölskyldubíll, með frábæra aksturseiginleika. Sparneytinn og á einstöku verði. Já, og þegar þú kaupir FAVORIT verða fjármálin smámál, þar sem FAVORIT kostar aðeins frá kr. 469.000. NM í bridge: J íslensku konurn- | ar efstar á ný ísak Öm Sgurðsscm, DV, Færeyjum; íslenska kvennasveitin náði aftur forustu á Norðurlandamótinu í bridge í gærdag þegar sveitin vann stórsigur á Finnum, 24-6, í 8. um- ferðinni. Á sama tíma vann danska sveitin þá norsku sem var í efsta sæti fyrir umferðina, 19-11, en mest kom á óvart að Færeyingar unnu sinn fyrsta sigur í kvennaflokki á NM frá upphafi - færeysku konurnar unnu þær sænsku, 16-14. Staðan eftir 8 umferðir í kvenna- flokknum var þannig. ísland 150, Noregur 148, Danmörk 147, Svíþjóð 121, Finnland 90 og Færeyjar 45. í gærkvöldi spilaði Island við Dan- mörku en úrslit voru ekki kunn þeg- ar DV fór í prentun. í lokaumferð- inni í dag spilar ísland við Færeyjar. í 8. umferð í gær vann ísland einn- ig stórsigur á Finnlandi í opna flokknum, 25-2, og hefur möguleika á að ná öðru sæti. íslendingar spil- uðu við Dani í gærkvöldi og spila við Færeyinga í dag. Staðan í opna flokknum. Svíþjóð 164 stig, Danmörk 137, Noregur 132, ísland 125, Finn- land 95 og Færeyjar 50. í umferðinni unnu Svíar Færeyinga, 25-2, og Dan- ir Norðmenn, 19-11. -hsím Tjaldvagninn er frá TÍTAN Auðveldlega má sofa í bílnum FAVORIT með dráttarkúlu Vél: 1289 cc 63 din hö 5 manna 5 gíra 5 dyra Vél og Ijöúrun hönnuó í , samvinnu vió Porsche. ítalskt útlit. Til 17. júlí bjóðum við viðurkennd dráttarbeisli frá Víkurvögnum hf. með öllum FAVORIT bílum fyrir aðeins kr. 7.500. Þú nýtur ferðarinnar á FAVORIT og ferð áhyggjulaus í fríið. JÖFUR Nýbýlavegi 2, sími 42600 ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.