Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. 3 Fréttir ■ Landsmót hestamanna: Alþj óðahvalveiðiráðið: „Dagar ráðsins brátt taldir“ skýst upp á stjörnuhimimnn Skín við sólu Skagafjörður syngja Skagílrðingar því nú hefur sólin brotist út úr skýjunum og yljar landsmótsgestum á Vindheimamel- um. Tæplega sjö þúsund manns voru komin á Vindheimamela í gær og var búist við miklum fjölda í gærkvöldi. í gær voru kynbótahross sýnd í opnum dómi. Hrossaræktarráðu- nautar sátu við skriftir fram eftir kvöldi og í dag verða dómar birtir. Mikill spenningur er meðal áhuga- manna um hrossarækt því margar af helstu stóðhestastjömunum hafa brugðist. Kolfmnur frá Kjarnholtum heftir skotist upp á stjörnuhimin með mjög glæsilegri sýningu og keppir við Gassa frá Vorsabæ um efsta sæti í flokki sex vetra stóðhesta. Toppur frá Eyjólfsstöðum dæmist ekki til verðlauna í flokki fimm vetra stóðhesta og óvíst er með Pilt frá Sperðh því gömul meiðsl hafa tekið sig upp hjá honum og því óvist hvort hann verður sýndur meir. Hann mun sennilega ekki keppa til verðlauna. Orri frá Þúfu og Kveikur frá Mið- sitju eru taldir sigurstranglegir í fiokki fjögurra vetra stóðhesta. Hervar frá Sauðárkróki stendur efstur fyrir afkvæmi í flokki heiðurs- verðlaunastóðhesta en Þokki frá Garði stendur efstur stóðhesta með afkvæmi. Þokki kemur mikið á óvart því hann náði einungis 2. verðlaun- um sem einstaklingur en gefur þrumugóð afkvæmi. Jón Karlsson í Hala í Djúpárhreppi í Rangárvaha- sýslu getur verið ánægður með rækt- un sína í Hala. Nokkrir stóðhestanna hafa valdið vonbrigðum en hryss- urnar eru hver annarri betri. í dag halda sýningar áfram og fást úrsht smám saman. Á morgun lýkur mótinu síðdegis með úrslitum tíu efstu hestanna í A- og B-flokki gæð- inga. -EJ „Ástandið í hvalveiðiráðinu hefur vakið upp spumingu um hvort ekki sé rétt aö flnna annan vettvang fyrir þessi viðkvæmu mál,“ sagði fulltrúi Norðmanna á fundi Alþjóðahval- veiðiráðsins í Hollandi í gær. Ágreiningur mihi friöunarsinna annars vegar og veiðilanda eins og íslands, Noregs, Japans og Sovétríkj- anna varð enn djúpstæðari eftir fundi hvalveiðiráðsins í gær en þar náði tillaga íslendinga um veiðikvóta upp á 200 hrefnur ekki að vera tekin til afgreiðslu. Raddir um upplausn hvalveiðiráðsins hafa heyrst æ meir á fundinum og samkvæmt frétta- skeytum óttast ófáir fundarmenn að ráöið klofni endanlega á fundinum í Reykjavík að ári. „Ég er afar vonsvikin með þennan fund. Friðunarlöndin hafa greiniiega ákveðið fyrir fundinn að hvalveiði- banninu yrði ekki aflétt. Ef bannið heldur endalust áfram verða dagar þessa ráðs brátt taldir,“ sagöi Mis- aki, fuhtrúi Japana. -hlh Rannsóknar- skipin farin Ránnsóknarskipin Dröfn og Bjami Sæmundsson em farin í rannsóknar- leiðangra þá sem frestað var á þriðju- dag og miðvikudag vegna aðgerða BHMR. Dröfn fer í þorskrannsóknir en Bjarni í rækjurannsóknir. -pj m § stærrí °S kraftmeirí Daihatsu Charade Sedan er rúmgóður 5 manna fjölskyIdubílI með sérstaklega stóra farangursReymslu (288 lítra) sem mjög auðvelt er að hlaða. Hann er búinn nýrri kraftmikilli 4ra strokka, 16 ventla 1.3 lítra, 90 hestafla vél með beinni innspýtingu. bessi vél gerir bílinn bæði auðveldan og skemmtilegan í akstri hvort sem hann er með beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Sparneytni og haekvæmni í rekstri undirstrika svo kosti Charade Sedan sem hins fullkomna fjölskyldubíls. Ótrúlega hagstætt verð Daihatsu Charade Sedan SG 5 gíra kr.777.OOO stgr. á götuna. Sjálfskiptur kr.839.000 stgr. á götuna. Kassagerðin: Festi handlegg í prentvél Rúmlega tvítugur maður slasaðist hla á hægri handlegg þegar hann festist í prentvél í Kassagerð Reykja- víkur. Það tók um hálfa klukkustund að losa handlegginn úr vélinni. Maðurinn er mikið slasaður og gekkstundirmiklaaðgerð. -sme Komið og reynsluakið kraftmiklum Charade Sedan Brimborg hf. Faxafeni 8 • Sími 685870 Kolfinnur frá Kjarnholtum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.