Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. Sumarið 1989 var mesta gróða- sumar í sögu kvikmyndanna í Bandaríkjunum. Nokkrar myndir náðu aö fara yfir 100 milljónir doll- ara í tekjur og það var feitur biti sem fór í kassa stóru kvikmynda- fyrirtækjanna. Þaö þarf því engan að undra að stóru kvikmyndafyrir- tækin leggja áherslu á að koma sín- um dýrustu kvikmyndum á mark- aðinn í sumar og er greinilegt að þessi árstími er að taka við af jólun- um sem áður fyrr var sá tími þegar toppmyndimar birtust ílestar. Blöð og tímarit spá gjaman um hvaða myndir verða vinsælastar og sýnist sitt hverjum en tölumar í lok sumarsins tala sínu máli og þótt ekki fari aðsókn eftir því hvað myndin er dýr er þó staðreyndin sú að dýmstu myndimar fá í heild mesta aðsókn þótt alitaf sé ein og ein af ódýrari geröinni sem kemur á óvart. Kemur þaö aðallega til að eftir því sem myndin er dýrari er lagt meira í að kynna myndina og aug- lýsa hana og er algengt aö dýmstu kvikmyndimar séu sýndar í yfir tvö þúsund kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum strax fyrsta sýn- ingardaginn. Ævintýramyndir Það er sem fyrr ævintýramyndirn- ar sem taldar em hafa mest að- dráttarafl fyrir almenning. í þeim flokki er Total Recall sem leikstýrt er af Paul Verhoven og hefur Arn- old Schwarzenegger í aðalhlut- verki. Leikur hann byggingar- verkamann sem fær martröð á þann veg að hann hafi áður búið á Mars. Þegar hann leitar lækninga gagnvart martröð þessari fer lækn- ingin úrskeiðis og martröðin verð- ur að raunveruleika. Ekkert hefur verið til sparað til að gera Total Recall sem rosalegasta en framleið- endur treysta þó helst á það að- dráttarafl sem Schwarzenegger hefur. Back To the Future III ætti að verða ömgg um vinsældir miðaö við gengi fyrri myndanna. Nú hverfur Marty McFly til villta vest- ursins í tímavélinni sinni sem er í líki DeLorean sportbíls og lendir þar í hefðbundnum vestraævintýr- um. Lengi hefur verið beðið eftir RoboCop 2 en nú er þeirri bið lokiö og þótt gamalreyndur leikstjóri, Irving Kerschner, sem ekki hefur leikstýrt í ein fimm ár, hafi hlaupið í skarðið á síðustu stundu er mynd- inni spáð góðu gengi. Það er Peter Weller sem leikur „stálmanninn“ sem fyrr en nú er hann ekki einn á ferð. Eiturlyfjasöluaðilar hafa komið sér upp einum slíkum sem settur er hinum eina sanna RoboCop tíl höfuðs. Önnur framhaldsmynd, sem á eftir að gera það gott, er Gremlins 2. Litlu fallegu krílin, sem geta breyst í hinn versta ófógnuð ef lá- tið er of vel að þeim, hreiðra um sig í skrifstofubyggingu á Man- hattan. Það er Joe Dante sem leik- stýrir og það verður ekki af honum skafið að hann hefur auga fyrir góðum hryllingi. Síöasta ævintýramyndin, sem talin er munu gera það gott, er Arachnopobia sem leikstýrt er af Frank Marshall, einum helsta að- stoðarmanni Steven Spielberg í gegnum árin. Jeff Daniels og John Goodman leika þar tvo ævintýra- menn sem koma heim úr frum- skógum í dimmustu Afríku óaf- vitandi um mikinn ófognuð sem fylgir þeim. Arnold Schwarzenegger hefur mikið aðdráttarafl fyrir almenning og á það treysta framleiðendur framtíðarmyndarlnnar Total Recall en hann leikur aðalhlutverkið i þeirri mynd. Sú kvikmynd sem spámenn segja að verði vinsælasta kvikmynd sumarsins er Days of Thunder með Tom Cruise i aðalhlutverki. Hann er hér á myndinni ásamt meðleikurum sínum, Robert Duvall og Randy Quaid. Kvikmyndir Hilmar Karlsson irtækinu. Þar endurtaka þeir rull- ur sínar, Eddie Murphy og Nick Nolte. Nolte er í þetta skipti á eftir eiturlyfjasala sem kallast Iceman. Sá sem þekkir ismanninn best er Eddie Murphy sem eina ferðina enn er í fangelsi. Það verður að sjálfsögðu að sleppa honum út svo hann geti hjálpað vini sínum að góma þrjótinn. Leikstjóri er Walter Hill en hann hefur ekki átt miklu láni að fagna að undanfórnu eða allt síðan hann leikstýrði 48 Hrs. Mel Gibson er meðal vinsælustu leikara vestanhafs og veröur hann í tveimur myndum sem báðum er spáð velgengni í sumar. Önnur er sakamálamyndin Air America. Gerist myndin óbeint í Víetnam stríöinu og leikur Gibson flugmann sem er einnig starfsmaöur CIA. Flýgur hann hjá flugfélagi í Asíu og stundar um leið njósnir. Presumned Innocent er saka- málamynd af allt öðrum toga en fyrrnefndar myndir. Hún er gerð eftir hinni rómuðu skáldsögu Scott Turow sem komið hefur út á ís- lensku undir nafninu Uns sekt er sönnuð. Fjallar myndin um sak- sóknara sem ákærður er fyrir morð á konu semvann með honum og hann hélt við. í bókinni er fylgst af raunsæi með örvæntingarfullum hugsunum saksóknarans sem er saklaus en allt bendir til aö sé sek- ur. Það er Harrison Ford sem leik- ur saksóknarann og er þetta ábyggilega mest krefjandi hlutverk sem hann hefur fengið hingað til. Leikstjóri er Alan J. Pakula. Gamanmyndir Þótt ekki sé líklegt að gaman- myndir skipi efstu sæti vinsælda- hstans eftir sumarið er nokkrum gamanmyndir spáð vinsældum. Ber þar fyrst að nefna Bird on Wire þar sem Mel Gibson og Goldie Hawn leika aðalhlutverkin. Goldie leikur konu eina sem kemur á bensínstöð og sér þar vera að af- greiða bensín gamlan kærasta sem ekki er tahnn meðal lifandi fólks. Kemur í ljós að vegna starfs síns varð hann að fara í felur. Lýsir myndin á gamansaman hátt flótta þeirra skötuhjúa frá illmennum sem eru á hæla Gibsons. Leikstjóri er John Badham. Gamanleikararnir Steve Martin og Rick Moranis leika aðalhlut- verkin í My Blue Heaven. Martin leikur náunga sem á erfitt með að feta hinn þrönga veg réttvísinnar. Moranis leikur FBI-mann sem reynir að leiðbeina honum. Bill Murray verður þakkað ef Quick Change verður vinsæl. Það er ekki nóg með að hann leiki aðal- hlutverkið, óheppinn bankaræn- ingja, sem tekst að ræna banka á farsælan hátt en lendir heldur bet- ur í erfiðleikum á leiö sinni út á flugvöll, heldur leikstýrir hann myndinni og framleiðir. Aðrar líklegar tilvinsælda Sumar kvikmyndir er erfitt að flokka eins og til dæmis Days of Thunder sem spámenn kvik- myndatímaritsins Premier setja í fyrsta sætið yfir vinsælustu kvik- myndimar. Þar endumýja kunn- ingsskap sinn Tom Cruise og Tony Scott, stjarna og leikstjóri kvik- myndarinnar Top Gun. Cruise er talinn vinsælasti leikari í heimin- um í dag og því þarf ekki miklar spádómsgáfur th að setja hann í fyrsta sætið. Fjallar myndin um kappakstur og aftur kappakstur á sama hátt og Top Gun fjallaði um flug og aftur flug. Flatliners er forvitnileg kvik- mynd sem ætti að koma sterk út í bardaganum um áhorfendur. Fjah- ar myndin um unga læknastúdenta sem drepa sjálfa sig, þó ekki lengur en svo að hægt er að lífga þá við aftur. Gera þeir þetta til að geta sagt öðrum frá því hvernig er að deyja. í aðalhlutverkum eru Kiefer Sutherland, Kevin Bacon og Julia Roberts en engin leikkona hefur farið jafnhratt upp á stjömuhim- ininn og hún á undanfómum miss- erum. Aðeins að hún skuh vera í myndinni tryggir henni vinsældir. Leikstjóri er Joel Schumacher. Flight of an Intruder fjallar einn- ig um flugmenn í Víetnam eins og Air America. Whlem Dafoe og Brad Johnson leika orrustuflugmenn sem em ákærðir fyrir ofdirfsku. Þeir fá tækifæri til yfirbótar með því að bjóða sig fram th farar í hættulegan leiðangur yfir landa- mæri óvinarins. Leikstjóri er John Mihus. Það er alveg öruggt að vinsælustu kvikmyndir sumarsins leynast í þessari upptalninu eins og það er jafnömggt að einhveijar myndirn- ar eiga ekki eftir að skila hagnaði. Svo má ekki gleyma þeim kvik- myndum „sem koma á óvart'‘. Ör- uggt er að nokkrar forvitnilegar myndir em væntanlegar sem eiga eftir að slá meira auglýstum kvik- myndum viö. HK Nick Nolte leikur lögguna og Eddie Murphy smákrimmann í Another 48 Hrs. I Gremlins 2 fara litlu krilin á stjá í Manhattan og heimsækja meðal annars hryllingsmyndaleikarann Grandpa Fred sem Robert Prosky leikur. Flight of the Intruder gerist í Víetnam. Á myndinni eru Danny Glover og Brad Johnson að koma sér i burtu frá brennandi flugvél. Sakamálamyndir Dick Tracy verður að teljast sú sakamálamynd sem beðið hefur verið með hvað mestri eftirvænt- ingu. Hún var nýlega fmmsýnd og hefur aðsókn veriö mjög góð en ekki samt neitt á við þá aðsókn sem Batman fékk í fyrra en Warren Beatty, sem leikstýrir myndinni og leikur aðalhlutverkið, hafði vonast th að vinsældimar yrðu að svip- aðri stærðargráðu. Die Hard 2 ætti aö verða mikill hasarleikur ef mark er takandi á upplýsingum um myndina. Ekki er hægt að segja að mikið fari fyrir frumlegheitunum í handriti. Bruce Whlis endurtekur hlutverk sitt. Nú er það ekki hann sem er á ferðalagi heldur er hann að taka á móti eigin- konu sinni á flugvellinum í Was- hington þegar hryöjuverkamenn ræna stöðvarbygginguna. Leik- stjóri myndarinnar er Finninn Rennny Harlin og verður gaman að sjá hvort hann nær jafngóðum tökum á hraðanum sem einkenndi fyrri myndina og leikstjóri þeirrár myndar, John McTieman, geröi. Another 48 Hrs verður aö teljast sterkur leikur hjá Paramount fyr- Kvikmyndir__________________________dv Verður sumarið í ár sama gróðasumarið og í fyrra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.