Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Stjórnin kostar verðbólgu Okkar slæma stjórn veldur því, að verðbólgan fer aftur að vaxa. Margir reyna að spá fyrir um verðbólguna. Nú síðast er það efnahagstímaritið Vísbending. Betur má treysta þessari spá en flestum öðrum, sem fram hafa komið. Því veldur til dæmis, að hér er um óháða spá að ræða. Stofnanir ríkisins hafa tilhneigingu til að spá nokkuð í þá átt, sem ríkisstjórn vill hverju sinni. Það gildir auðvit- að ekki um þessa spá. Vísbending telur, að verðbólgan verði komin á skrið í lok yfirstandandi árs. Verðbólgan verði svo komin yfir 20 prósent á næsta ári. Hvað veldur þessu? Ekki er það orsökin, að launþegar fái svo miklar kauphækkanir. Halhnn á ríkissjóði og peningaþenslan eru taldar valda mestu um hina auknu verðbólgu. Óhklegt er tal- ið, að stöðugleiki haldist lengi. Fiskur hefur hækkað í verði. Dræm sala er á spariskírteinum. Halh upp á mihj- arða er á ríkissjóði ár eftir ár og fer vafalaust vaxandi, þegar kosningar nálgast og gæðingar flokkanna fá meira en eha. Á næsta ári munu líklega hefjast framkvæmdir við nýtt álver og virkjanir. Þótt ekki sé gert ráð fyrir miklum kauphækkunum, má búast við, að hægt og bít- andi ágerist launaskrið, hækkanir umfram samninga. Verðbólgan er talin verða mjög lítil fyrst í stað. En síð- an muni hún fara yfir tíu prósent og verði orðin 25 pró- sent sumarið 1991. Kaupmáttur launa kynni vegna launaskriðsins að vaxa nokkuð á næsta ári. Með síð- ustu kjarasamningum tókst að koma verðbólgunni nið- ur. En slæm stjórn veldur verðbólgu. Verðbólgan verð- ur ekki lengi í lágmarki, nema til komi aðhald í tekju- stefnu ríkisins og peningamálum. Slíkt skortir núver- andi ríkisstjórn algerlega. Samkvæmt Vísbendingu færi verðbólgan síðan stöð- ugt vaxandi, þegar kemur að haustinu 1991. Þessi spá sýnir okkur það, sem lengi hefur verið álit margra, að núverandi ríkisstjórn reynist okkur dýrkeypt. Stefna hennar muni draga slóða á eftir sér, sem muni endast löngu eftir að þessi ríkisstjórn kann að fara frá. Næsta ríkisstjóm getur htlu við komið um nokkurt skeið. Forsendur verðbólguspárinnar, sem hér er getið, em hógværar. Gert er ráð fyrir, að gengi krónunnar verði fast fram á haustið 1991. Eftir það komi 2-3 prósepta gengislækkun. Launaskrið verði 3 prósent th næstu áramóta og 6 prósent th loka ágúst 1991. Loks verði 8 prósenta kauphækkun frá ágústlokum næsta árs til áramóta þá. Margir hafa lengi haldið fram, að efnahagsstefnan væri röng. Þar er ekki við aðUa vinnumarkaðarins að sakast. Við búum enn að þeim tímamótasamningum, sem gerðir voru síðasta vetur. Og verðbólguspáin, sem hér hefur verið nefnd, er sízt of gróf. í raun má færa hkur að því, að verðbólgan verði miklu meiri en þar segir. Verðhækkanir em þegar umfram svoköhuðu rauðu strikin. Aðhald ríkisins skortir í þeim efnum. Við erum að komast úr kreppunni, en ríkisstjómin virðist ekki hafa nein ráð th að sporna við því, að við taki þensla og verðbólga. Margt er rætt en ekkert gerist, vafalaust vegna skorts á samstöðu stjórnarflokkanna. Gott er að fá þá verðbólguspá, sem hér hefur verið getið. Hún ætti að duga til að vara okkur við - að minnsta kosti landsmenn, þótt ríkisstjórnin vUji kannski ekkert skilja. Við getum sízt búizt við aðhaldi á kosningaári. Haukur Helgason Leiðtoga- fundur um ham- skipti NATO Leiðtogafundur ríkja Norður- Atl- antshafsbandalagsins í London í vikunni hafði tvíþættan tilgang. Annars vegar að sýna Sovétmönn- um fram á það með ákvörðunum um breytingar á hemaðaráætlun, víghúnaði og viðbúnaði að aðild sameinaðs Þýskalands að NATO verði ekki ógnun við öryggi Sovét- ríkjanna. Hins vegar að sannfæra eigin þjóðir um að NATO hafi enn hlutverki að gegna í Evrópu vest- anverðri þótt kaida stríöinu ljúki, Varsjárbandalagið missi alla hem- aðarþýðingu og Sovéther hverfi inn fyrir sovésku landamærin. Flokksþing í Moskvu undanfarið hafa leitt berlega í ljós það sem hver maður átti að geta sagt sér sjálfur, ákvörðun Gorbatsjovs og stjómar hans að létta sovéska ok- inu af löndum í Mið- og Austur- Evrópu fer fyrir brjóstið á mörgum Stór-Rússanum. Að minnsta kosti sumir foringjar hersins og leyni- þjónustunnar KGB sakna gömlu kúgunarúrræðanna. Þessar stofn- anir era öflugar innan flokksins. Því er brýn póhtísk nauðsyn fyrir fomstu NATO að sýna nú í verki að hún sé marktækur aðili að því að binda enda á kalda stríðið með því að sanna að hún sé skjót að draga eðlilegar ályktanir af breyttri afstöðu og hemaðarstöðu hugsanlegs andstæðings. Þetta er ritað í upphafi leiðtoga- fundarins en ef að líkum lætur verður niðurstaða hans ekki ýkja frábrugðin tiliögum sem George Bush Bandaríkjaforseti sendi stjómum annarra bandalagsríkja í fyrri viku. Þær em aftur svar Bandaríkjasljómar við uppástung- um stjóma Evrópuríkja, einkum Vestur-Þýskalands, Ítalíu, Holl- ands og Belgíu. Hernaðarhhð tilagnanna snýst einkum um kjamavopn, bæði fækkun þeirra og breytta stöðu í hemaðaráætlun NATÓ. Gert er ráð fyrir að allar 1.400 bandarískar fah- byssukúlur með kjamasprengjum verði fluttar brott frá Evrópu. Þessi ráðstöfun hggur í hlutarins eðh því kúlumar draga ekki nema 30 kíló- metra og kæmu því niður í Austur- Þýskalandi sem brátt á að teljast til NATO nái áform bandalagsins fram að ganga. Þá er lagt til að Sovétstjóminni verði boðnar viðræður um útrým- ingu skammdrægra kjamaeld- flauga í framhaldi af væntanlegu samkomulagi um niðurskurð hefð- bundins vopnabúnaðar. Til skamms tíma héldu Bush forseti og Thatcher forsætisráðherra því Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson fram að óhjákvæmilegt væri að endumýja 700 kjamasprengi- hleðslur í Lance eldflaugar sem verða úreltar á næsta áratug. Horf- ur á samkomulagi um niðurskurð hefðbundins vopnabúnaðar vænk- uðust nýlega þegar samkomulag varð um fækkun skriðdreka og brynvagna sem gerir ráð fyrir að Sovétmenn þurfl að eyðileggja margfalt meira af þessum vopnum en Vesturveldin. Ekki er samkvæmt tihögum þess- um fallið frá að NATO áskilji sér rétt til að beita kjamavopnum að fyrra bragði en dregið mjög úr þeirri hótun með því að slá föstu að kjamavopn teljist alger þrauta- lending bih aðrar vamir. Þá er boðin yfirlýsing um að ekki verði gripið til vopna að fyrra bragði gegn ríkjum Vársjárbandalagsins, nokkurs konar griðasáttmáh. í samræmi við þetta er lagt til að fallist sé á aform yfirherstjómar NATO að gerbreyta með tíð og tíma hðssafnaði bandalagsins, einkum þar sem verið hefur markalína bandalaganna í Þýskalandi miðju. Þar hefur til þessa verið farið eftir kenningu um framsækna vöm og mikih herafh með öflugustu vopn þvi hafður sem næst markalín- unni. Þar kæmu í staðinn léttvopn- aðar varðsveitir sem síðan gætu kahað til viðbragðssveitir og þar á eför varalið ef í odda skærist. Herforingjar NATO draga ekki dul á að þetta áform um hðskipan þegar fram í sækir hljóti að verða til þess að stórlega fækki í erlend- um heijum í Vestur-Þýskalandi, einkum bandaríska, breska og kanadíska hðinu. Sumar þær sveit- ir verði í varahði heimafyrir, annar hðsafh hljóti að verða brautskráð- ur úr herþjónustu. Hér er reynt að slá þrjár flugur í einu höggi, róa Sovétmenn, lækka hemaðarútgjöld og létta af Vestur- Þjóðverjum einhveiju af óþægind- unum af yfirþyrmandi erlendri hersetu. Bandaríkjastjóm er mikið í mun að viðhalda henni að ein- hveiju marki. Lífakkeri banda- rísks NATO-hðs í Þýskalandi á að vera kjamavopn sem flugvélar bera. Þau neita Bandaríkjastjóm staðfastlega að ræða við Sovét- stjómina og Bush hefur beðið Bandaríkjaþing að veita fé til smíði nýrrar kjamaeldflaugar til að skjóta úr flugvélum á skotmörk á jörðu niðri sem gert er ráð fyrir að komið verði fyrir í bandarískum, breskum og þýskum árásarflugvél- um á meginlandi Evrópu frá og með 1995. Áætlun er uppi um að hafa þau 450 talsins. Þetta áform mæhst miðlungi vel fyrir í Vestur-Þýskalandi. Þar telja margir að nú sé að koma tíminn til að losna meö öhu við kjamavopn af þýskri grund þegar sjá þykir fyr- ir endann á sovéskri hersetu í aust- urhlutanum. Óttast menn að fyrir- sjáanleg efling bandarískra kjarna- vopna, sem draga til Sovétríkjanna frá þýskum stöðvum, verði til að flækja þann ferh og tefja framvindu hans. Heyra má gamla viðkvæðið að kalda stríðið sé innst inni aðferð risaveldanna th að skipta Evrópu í áhrifasvæði. Bandaríkjastjóm er ljóst að hún þarf að gera sitt th að koma því á framfæri að í rauninni sé NATO að taka hamskiptum, færast th muna af hemaðarsviði yfir á stjómmálasvið. Því er í tillögum Bush gert ráð fyrir að ríkjum Var- sjárbandalagsins verði boðið að útnefna sendifuhtrúa með thtekn- um réttindum th að hafa aðsetur í Bmssel og aðgang að mönnum í aðalstöðvum NATO í borginni. Sovétstjómin hefur fyrir sitt leyti lagt th að stefnt verði að því að upp komist eitt órofa öryggiskerfi sem taki th allra landa Evrópu og NATO-ríkjanna í Norður-Ameríku. Gætu þá bæði gömlu hemaðar- bandchögin horfið úr sögunni. Vísir að sliku kerfi sé þegar th þar sem er Ráðstefnan um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (Helsinki-sam- komulagið). Ríki NATO taka þess- ari hugmynd misjafnlega en líklegt er að sameiginleg niðurstaða verði hugmynd um að við það verði látið sitja að festa RÖSE í sessi þannig að th sögunnar komi föst stofnun sem fjallað geti um thtekna mála- flokka og jafnvel lausn dehumála. Thatcher, forsætisráðherra Bretlands (t.v.), og Bush Bandaríkjaforseti (t.h.) koma til leiötogafundar NATO í London á fimmtudagsmorgun. Milli þeirra er Mantred Wörner, framkvæmdastjóri bandalagsins. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.