Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 7
7 LAUGARDAGUR 7. JÚLl 1990. dv Fréttir Ásmundur Stefánsson um húsnæðislánakerfið: Skilið eftir fjárvana - betri aðstaða fyrir lágtekjufólk í almenná kerfinu „Með þessu er þetta nefndarálit að færa til bókar það sem þegar er búið að gera,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, um tillögu nefndar um að fella niður almenna húsnæðislánakerfiö og vextir á veittum lánum verði hækkaðir úr 3,5% í 5%. „Ríkið hefur fellt niður fjárveit- ingar til kerfisins. Áður en samið var um almenna kerfið 1986 var veitt verulegt fé úr ríkissjóði til húsnæöiskerfisins. Sérfræðingar komust aö því að kerfið þyrfti einn milljarð á ári til þess að það gengi upp sem þó var minna en það sem ríkissjóður hafði varið til þessa málaflokks árin á undan. Ríkið hefur í skjóli skuldabréfa- kaupa lífeyrissjóðanna fellt ríkis- framlagið niður. Menn vissu allan tímann að húsnæðiskerfið mundi kosta minnst einn milljarð á ári svo að aileiðingarnar voru fyrirsjáan- legar. Þá hefur fé verið ílutt úr al- menna kerfinu til húsbréfakerfis- ins og þannig hefur almenna kerfið verið skilið eftir fjárvana. Ég hef verulegar áhyggjur af Vaxtahækkunum sem gert er ráð fyrir í tillögunum. Það munu marg- ir finna fyrir þeim hækkunum. Allra mestar áhyggjur hef ég þó af félagslega kerfinu. Það er mun betri aðstaða fyrir lágtekjufólk í almenna kerfmu en húsbréfakerf- inu. Verði almenna kerfið fellt nið- ur fjölgar þeim sem ekki geta leyst sín mál annars staðar en í félags- lega kerfmu. Því vex þörfin fyrir félagslegar íbúðir. Þá bætist við aö félagslega kerf- inu er ætlað að sækja fé á almenn- an lánamarkað á þeim kjörum sem þar bjóðast. Ég óttast því hvort tveggja, að félagslega kerfið fái ekki að afla þess fjár, sem það þarf, og jafnframt að það verði spenna og vaxtahækkun." -pj Þessir hressu strákar lögðu í gær af stað í hjólreiðaferð yfir hálendið. Þeir ætla að fara norður fyrir Skjaldbreið og til Kerlingarfjalla. Þaðan halda þeir áfram yfir Kjöl upp í Skagafjörð. Þeir reikna með að koma aftur á miðvikudag. Strákarnir eru 15 ára og heita Hlynur Atlason og Karl Eiriks- son. Við óskum þeim góðrar ferðar. DV-mynd JAK Þórarinn V. Þórarinsson: Ekki hægt að halda uppi þessum vaxtamun „Þessi niðurstaða kemur hvorki mér né öðrum á óvart,“ sagði Þórar- inn V. Þórarinson um tillögu nefndar að leggja niður almenna húsnæðis- lánakerfið frá 1986 og vextir á veitt- um lánum verði hækkaðir úr 3,5 pró- sentum í 5 prósent til aö koma í veg fyrir 7 milljarða framlag frá ríkis- sjóöi. „Gamla kerfið var í vanda því það er ekki hægt að halda uppi þeim vaxtamun sem í því fólst. Það að ætla sér að brúa þennan mun með framlögum úr ríkissjóði er náttúru- lega ekki hægt. Þessi ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórnir hafa ekki haft kjark til þess að leiðrétta þennan mun. Ég er sammála þeirri meginniður- stöðu nefndarinnar að það sé ekki hægt að halda þessum vaxtamun svona lengi uppi. En þegar það hefur verið gert nógu lengi er náttúrulega hægt að standa upp á stól og segja að þetta kerfi sé gjaldþrota eins og nú er gert.“ -PÍ Myndavélum stoliðá Seltjarnarnesi Brotist var inn í bíl, sem stóð við golfvöllinn á Seltjarnamesi, og stohð úr honum myndavélatösku af gerð- inni Temba. í töskunni var Canon EF myndavél og Canon linsur, 400, 200, 85, 35 og 15 millímetra. Þeir sem geta gefið upplýsingar láti rannsóknarlögregluna vita í síma 44000. -Sme r L t •• í ferðalagið TJALDASÝNING UM HELGINA Júlítilboð 4 manna tjald með fleygahimni (bómull) kr. 14.060,- stgr. 4 manna bómullartjald með nælonhimni kr.-12.345,- stgr. Tjald-, felli- og tjaldvagnasýning um helgina. Allt í ferðalagið, m.a. tjöld, dýn- ur, skór, regnföt o.fl. o.fl. Vorum að fá ódýr sóltjöld. Opið allar helgar í sumar SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7, SÍMI 621780 ■ i i. ■ i ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ 1 ■ ■ i li I I II ■ ■ M I ■ ■ IT'l' M*T7 Þú færð myndirnar á 60 mínútum. Opnum k kl. 8.30 ■ ■ ■ ■ ■ rn i i t inimnimnmmmiini LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF Laugavegi 178 - Simi 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) iimmmniiMinnmmn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.