Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990. 21 Uppáhaldsmatur á sunnudegi DV-myndJAK Kínverskur matur „Ég elda aðallega soðna eða steikta ýsu með soðnum kartöflum en Eyþór er aðalmatreiöslumaöur- inn á þessu heimili,“ sagði Ellen Kristjánsdóttir söngkona þegar helgarblaðið falaðist eftir uppskrift hjá henni. „Hann fór á námskeið i kínverskri matreiðslu hiá Síam ásamt félögum sinum í Mezzoforte og því ætla ég að ganga í smiöju hjá honum og gefa þá uppskrift sem viö höfum mest dálaeti á. Fyrir utan kínverska matinn er eldamennska hér afar einföld, flskur og aftur fiskur, Ég bý stundum til græn- metisfæði handa sjálfri mér en sá matur fellur ekki í góöan jarðveg híá öðru heimilisfólki.“ Aöalmatreiðslumaður heimllis- ins, Eyþór, er alla daga upptekinn við vinnslu plötu ásamt öörum Mezzofortefélögum en sú plata er ætluð á Ameríkumarkað. Ellen syngur djass með eigin hþómsveit, sem kallast „Flokkur mannsins hennar", en í henni eru Eyþór Gunnarsson, aðrir félagar Mezzoforte og Sigurður Flosason saxófónleikari. „Flokkur mannsins hennar" var sérlegur fulltrúi íslands á norræn- um útvarpsdjassdögum nýverið. Um síðustu helgi spilaði flokkurinn á djasshátíð á Egilsstöðum og stefn- an er sett á Færeyjar í ágúst. Auk þess hafa þau leikið í einkasam- kvæmum og ýmsum veitingastöð- um í Reykjavík. „Fyrir utan spilamennskuna á kvöldin er ég að semja í rólegheit- um heima hjá mér og eyði góðviðr- isdögunum með dætrum okkar, Elísabetu og Sigríði," sagði Ellen Kristjánsdóttir og snaraði fram kínversku uppskriftinni. Kjúklingur Chop-Suei Ellen tók fram að allar kjötteg- undir eru nothæfar í þennan rétt og grænmeti er eftir vali hvers og eins. Uppskriftin er miðuð við eina persónu en hana má margfalda eft- ir þörfum. Matreiðslan er einfóld og fljótleg en skurðurinn á græn- metinu er tímafrekastur. 150 g kjúklingakjöt (eöa annaö kjöt) skorið í þunnar sneiðar eða ræm- ur. Hart grænmeti - til dæmis hvítkál, kinakál, broccoli, baunaspírur, gulrætur, paprika, blómkál, skoriö í smátt. 4-5 msk. olía 1 tsk. salt ’/i tsk. hvitur pipar 1 tsk. þriðja kryddið Vx tsk. sykur 1 msk. sojasósa (þykk) Z* rauð paprika, skorin í ræmur Hitið ohuna vel á venjulegri pönnu eöa Wok pönnu. Snöggsteik- ið kjötið í ca Vi - 1 mínútu eftir þykkt sneiðanna. Setjið ailt krydd síðan saman við ásamt l msk. af vatni. Grænmetiö sett út í, hrært vei saman og látið malla í V, min- útu. Borið fram með soðnum hris- gijónum. -JJ FYLLINGAREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast vel- Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöföa 13 - sími 681833 Reykhólahreppur Starf sveitarstjóra Reykhólahrepps er laust til umsóknar Umsóknarfrestur er til 23. júlí. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist oddvita Reykhólahrepps, Hellisbraut 32, Reykhólum. Oddviti Reykhólahrepps TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTA KDDAK... Nuddkrem Sótkrem Svitalyktareyðir Áhrifaríkar - fjölbreyttar snyrtivörur fyrir karlmenn III-" íslensk Íííll Ameríska Tunguháls 11 • sími 82700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.