Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1990, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990.
13
I
I
Vísnaþáttur
Hofdala-Jónas
Jónas Jónasson frá Hofdölum
Skagflrski bóndinn og mæði-
veikivörðurinn Jónas Jónasson,
1879-1965, var þjóðkunnur á sinni
tíð fyrir haglega gerðar vísur. Síð-
ustu ár sín dvaldist hann á elli-
heimilinu á Sauðárkróki. Hann
hafði tekið saman minningar sínar
og skráð þær vísna sinna sem hann
kærði sig um að væru varðveittar.
Hér, og kannski síðar, birtíst sýnis-
horn en ekki úrval.
Alkunna er það að íslendingar
hafa lengi kveðið vísur. Og það
löngu áður en sá ættbálkur settist
að á þessu risavaxna og víðfeðma
útskeri sem nú ber sitt heiti með
nokkrum rétti. Listhneigð er allri
mannskepnu ásköpuð; hluti af vits-
munalífi hugsandi manns. En mis-
skipt er gáfunum. Það verður
hverjum að hst sem hann leikur,
ef hann er rétt skapaður, en það
er ekki þar með sagt að æfingin
skiptí öhu máli. Þess munu dæmi
að maður og kona yrki aðeins eina
góða vísu á langri ævi en allt annað
sem þau reyna að gera verði miðl-
ungsmoð og þó misgott. Og það eru
ekki alltaf gáfuðustu einstakhng-
amir í hveiju samfélagi sem best
gera. Og það sem einum finnst gott
þykir öðrum lítið til koma.
Þá er og annað sem ber og að
hafa i huga: að sumir yrkja allaf-
káralega. Sumum finnst þar aUt
vera sama bulUð og kaUa leirhnoð,
aðrir sjá sérkennileik og vissa teg-
und listfengis í því þar sem öðrum
virðist hvergi vera glóra. Þessa eru
dæmi í öUum Ustgreinum. Slíkt er
ekki í sjálfu sér til eftirbreytni því
þótt frumleiki sé gáfumerki getur
þarna ráðið tilviljun; ekki hnitmið-
að hugsunarverk að baki. Mun á
þessu tvennu verður skynsamt fólk
að geta séð.
Stundum verða stökkbreytingar
í Ustum en oftar þróast Ustgrein-
amar. Og Usthneigðir einstakling-
ar læra hveijir af öðrum. Ólíkar
þjóðmenningargreinar, sem lengi
hafa verið aðskildar, fara aUt í einu
að mætast og kynnast. Það er þá
sem nýjungar verða í Ustum og
valda byltíngum og aldahvörfum.
Jónas var lengi brúarvörður í ssim-
bandi við mæðiveikivarnimar. Það
starf áttí vel við hann því staður
hans var uppi í Skagafjarðarfjöll-
um þar sem mest umferðin var á
nóttu og degi. Hann gat því kastað
orði að flestum eða öUum sem um
þessar slóðir fóm. Oft varpaði
hann fram vísu og fékk goldið í
sömu mynt:
Bregst ei þjóð á BrúarvöUum
bragaglóð, sem aldrei dvín.
En skagfirskt blóð er í þeim öU-
um,
sem elska fljóð og drekka vín.
Vísan er eftir Jónas. Líka þessi:
Þegar vínið vermir blóð,
vex mér kvæðadugur.
Eitt er verst að öU mín ljóð
em dægurflugur.
Aldrei mun hafa verið muUð imdir
Hofdala-Jónas en hann var léttur í
lund og gamansamur. Þegar hann
var kominn á elUheimiUð á Sauðár-
króki ortí hann:
Vísnaþáttur
Listir iðka löngum þijár:
lesa, prjóna, skrifa.
Finnst mér, þó að fjölgi ár,
furðu gott að lifa.
•
Eina kalda nótt þegar Jónas svaf á
verði sínum, sem og hann hafði
rétt tíl, var hann vakinn, eins og
hann mátti aUtaf búast við. Þar var
kominn kunningi hans sem Hann-
es hét Kristjánsson. Hann hafði
með sér rommpela og bauð góðar
ónæðisbætur. Hann fékk að kom-
ast leiðar sinnar og þessa vísu að
auki:
Þó að Norðri kUpi kinn
kuldafingrum sínum,
hlýjum anda Hannes minn
hélt að vitum mínum.
Og gangastúlkur og vökukonur
fengu þetta:
Aldrei fórstu út með mér,
eltir bara hina.
Engin von ég unni þér
eftír brigðmælgina.
Þegar svefnsins þörf er brýn,
þreyttur raula ég svona:
Komdu draumadísin mín,
Dísa vökukona.
Ásu hef ég sjaldan séð,
en sólarbros frá henni streyma
og ylur, sem mitt gleður geð,
svo glampa slær á dánarheima.
Þegar eituráhrif dvína,
andvakan þá tekur við.
AUtaf þrái ég Ingu mína,
einkum þó um miðnættið.
Þessar visur eru frá síðustu árum
Jónasar. En nú í lokin skulum við
birta gamlar vísur. Þetta er mín
fyrsta og síðasta ákvæðavísa, segir
Jónas:
Þokan gráa, farðu frá.
Fjandinn má þér ríða
ofan í bláa brunagjá,
beisli á þig smíða.
Um þingskörunginn Benedikt
Sveinsson, fóður Einars skálds,
orti hann:
Hart var skapið, hyggjan þung,
hann kunni ekki að lensa.
Haukfrán voru og eilíf ung
augu gamla Bensa.
Jónas hafði Upra og góða rithönd
og notaði Einar Þórðarson frá
Skeljabrekku sér það þegar hann
kom tíl Reykjavíkur á eUidögum
og hafði ekki mörgu öðru að sinna.
Vísurnar voru á lausum blöðum
og sneplum en Einar vildi fá þær í
bók. Þar sá Jónas margar stökur
sem hann varð að gangast við.
Einni þeirra neitaði hann þó að
gangast við og ortí þá:
Margan djöful dreg ég hér,
dauðra og kvikra glettur.
En ekki máttu eigna mér
annarra manna slettur.
Þegar Stephani G., Vesturheims-
skáldinu, var boðið til íslands sum-
arið 1917 bar fundum Jónasar og
hans saman. Fór vel á með þeim.
Jónas hafði lesið Andvökur og ortí:
Dagur kær er farinn fjær.
Frosti slær og bítur.
Myrkrið færist nær og nær,
næturblærinn þýtur.
Sveitin blundar sagða stund,
svefninn mettar alla.
Einn ég skunda skjótt á fund
skáldsins Klettafjalla.
Jónas var því vel undir það búinn
að kynnast skáldinu persónulega.
Það mun hafa orðið honum ævi-
löng fagnaðarminning.
Meira síðar eftir Jónas.
Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi
ÁMSTÉRDÁM
ER HUDID
AD EVRÓPU
Raunar má segja að hún sé hliðið að allri heimsbyggðinni. Þaðan er greið leið
með bílaleigubílum (þeim ódýrustu í Evrópu) og/eða lestum suður um alla
álfuna. Þaðan flýgur líka KLM til yfir 130 borga í 80 löndum. Á mörgum
þessara flugleiða getur Arnarflug boðið sérstaklega hagstæð fargjöld.
Hliðið er opið. Gjörið svo vel og gangið inn.