Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Side 18
18
Veiðivon
Silungsveiðin varð fyrir valinu, það
var kominn kvóti á laxinn
• Veiðimenn með fullt af bleikjum úr Hvolsá og Staðarhólsá I Dölum.
• '
• Ekki þarf maður að vera hár i loftinu til komast í kynni við laxinn og á
myndinni athugar Þórður Pálsson góða veiði úr Elliðaánum.
DV-myndir G.Bender og fleiri
„Þetta gekk ekki, ég fékk lítið í lax-
veiðinni, konan var orðin vond og
silungsveiðin er miklu ódýrari en
laxveiðin," sagði veiðimaðurinn í
samtali við DV í vikunni og bætti
við: „Við ákváðum að breyta um,
veiða meira með alla fjölskylduna í
silungnum og það er ekki hægt að
lýsa ánægjunni í hópnum.“
Saga þessa veiðimanns er ekkert
einsdæmi, þeir hcifa margir stoppað
í laxveiðinni og breytt um. Veiðitúr
eftir veiðitúr í laxveiðinni og ekkert
fæst, það gengur alls ekki.
Það er hægt að komast í góðan sil-
ung í mörgum tveggja, þriggja stanga
veiðiám, elda sjálfir og veiða þegar
menn vilja. Það er töluvert gefandi
fyrir það. Árangurinn er kannski
10—15 vænar bleikjur á íluguna.
Eldislaxinn vafði sig
um löpp veiðimannsins
Eldilaxinn er mættur í veiðiárnar og
þykir mörgum veiðimönnum það
miður. Fyrir nokkrum dögum var
veiðimaður að veiða á Breiðunni í
Elliðaánum og hafði fengið nokkra
fallega laxa ofar í ánni. En hann
renndi og sá lax, um þrjú pund, en
hann tók alls ekki. Um leið og maðk-
urinn kom að honum færði hann sig
og synti nokkrum sinnum að fæti
veiðimannsins. Fiskurinn vafði sig
utan um löpp veiðimannsins. En að
lokum fékkst hann til að taka maðk-
inn og þá kom það í ljós að þetta var
eldislax sem rétt náði þremur pund-
um.
Allir útaótína maðk
Það hefur verið erfitt að fá maðk síð-
ustu daga og um síðustu helgi, þegar
þurrkur hafði verið í margar vikur
var fjöldinn við tínslu ótrúlegur.
Undirritaður var að tína víða þar
sem hann hafði leyfi og var á labbi
eftir Eiríksgötunni. Á bakvið Blóð-
bankann voru fjórir maðkatínarar
og í næstu görðum allstaðar einhver
að tína maðk. í einu garðinum var
fjölskylda, fimm saman að tína.
Kannski þetta sé orðin aðalbúbótin
hjá sumum fjölskyldum?
'■ -G.Bender
• Pétur Pétursson rennir fyrir bleikjur í Gufudalsá og veiddust fjórar.
LAUGARDAGUR U. JÚLÍ 1990.
Skallinn
, Þessi saga er trá þeim tíma er
Ómar Ragnarsson sá um íþrótta-
þátt sjónvarpsins.
Kona nokkur var reið út í
manriinn simi vegna þess hversu
lítiö hann sinnti henni á laugar-
dögum en þá horfði hann gjarnan
á íþróttirnar.
„Segðu mér,“ sagði konan,
„hvað er þaö sem Ómar Ragnars-
son hefur fram j'flr mig?“
Og án þess að líta upp frá sjón-
varpinu svaraði maöurinn:
„Skalla."
Rúgbrauðið
Helgi Sæmundsson var eitt sinn
spurður hvaða hlut hann myndi
taka með sér á eyðieyju ef hann
gæti aðeins valið einn.
„Ég myndi taka með mér rug-
brauðsvaraði Helgi.
„Og af hverju rúgbrauð?“ var
þá spurt.
„Jú, fyrst myndi ég skera ann-
an endann af því, síðan hinn og
upp frá því gæti ég borðað enda-
laust rúgbrauð."
Heppnin
Ungur drengur spurði afa sinn
að því hvers vegna landkönnuð-
urinn Leifur Eiríksson heíði haft
viðurnefnið heppni. Sá gamh
svaraði:
„Ætli hann hafl ekki verið
ókvæntur."
Týran
Hjón úr Hafnarfiröi komu eitt
sinn í raftækjaverslun í Reykja-
vík í þeim tilgangi að kaupa sér
lampa. Komu þau þar strax auga
á iampa er þeim líkaði og spurði
maðurinn afgreiðslukonuna
hvort hann lýsti vel.
„Hálfa leið til himins,“ svaraði
afgreiðslustúlkan þá.
Þá heyrðist i eiginkonunni:
„Við vorum nú hara að hugsa
um smá týru á náttboröið."
Saltið
„Hvaða gagn gerir saltið í sjón-
um?“ spurði kennai’hm eitt sinn
ungan nemanda.
„Það saltar flskinn,“ svaraði
nemandinn.
„Saltar fiskinn,“ át kennarinn
reiðilega upp eftir honum.
„Já, saltfiskinn,“ svaraði barn-
ið í hinu mesta sakleysi.
Finnur þú fímm breytingai? 63
Það er sama hvaö þú reynir. Það fær enginn að fara hér inn án háls- Nafn:..............
bindis ...
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfángi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1) Hitateppi fyrir bak og
hnakka, kr. 3.900,-
2) Svissneska heilsupannan,
kr. 2.990,-
Vinningarnir koma frá Póst-
versluninni Príma, Hafnar-
firði.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 63
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir sext-
ugustu og fyrstu getraun
reyndust vera:
1. Jóna Pétursdóttir,
Safamýri 54,
108 Reykjavík.
2. Valgerður Sigurðard.,
Dalalandi 14, 108 Reykjavík.
Vinningamir verða
sendir heim.