Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Síða 21
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990.
ðl'
„Upphafið að þessari starfsemi
má rekja til lesendabréfs í DV en
þar kom fram fyrirspurn um megr-
unarklúbbinn Línuna sem reyndar
hafði verið lagður niður. Ég hafði
um nokkurt skeið haldið úti óform-
legum megrunarklúbbi fyrir vini
og kunningja og ákvað að víkka út
starfsemina enda þörfin fyrir
hendi," segir Guðbjörg Theodórs-
dóttir sem rekur megrunarklúbb-
inn Hjálp úr álögum á heimili sínu
í Geitlandi í Reykjavík. Skjólstæð-
ingar Guðbjargar hafa nú skilað
af sér einu tonni af umframþunga
síðan í janúar.
Það er mjög misjafnt hvað hver
og einn hefur misst mikið en ekki
er óalgengt að tuttugu til þijátíu
kíló hafi fokið án þess að nokkur
sakni þeirra. Kúrinn sem Guðbjörg
notar hefur hún að mestu leyti sett
saman sjálf. Fyrsta dag vikunnar
er einungis drukkið vatn en síðan
eykst fæðumagnið dag frá degi og
um helgar má boröa töluvert. Auð-
vitað má ekki borða hvað sem er
því aðaláherslan er lögð á græn-
meti, tómatsafa, magurt kjöt, fisk
og ávexti.
„Þessi umskipti frá mat yfir í
fóstu keyra brennsluna áfram og
■ ■
Gréta og Guðbjörg skoða vigtarkortið hennar Grétu sem sýnir að hún hefur skilað af sér 25 kílóum frá því
íjanúar. DV-myndJAK.
leið og besta ráöið við leiðindunum
var að fá sér gott að borða. Þegar
maður er kominn í slíkan vítahring
er fátt annað til ráða en að taka
hlutina föstum tökum í stað þess
að hjakka í sama farinu öllum til
ama og leiðinda.“
Stuðningur
mikils virði
En til þess að standa sig í svona
átaki þarf að fá stuðning vina og
vandamanna og hann skorti ekki á
heimili Grétu því eiginmaður og
börn studdu vel við bakiö á henni.
„Ég hefði ekki komist í gegnum
þetta án þeirra. En ég fékk stuðning
frá fleirum því vinnufélagar mínir
á Hagstofunni og viöskiptamenn
hvöttu mig áfram.“
Eiginmaður hennar bauð henni
út að borða þegar hver fimm kíló
voru á bak og burt til að verðlauna
hana.
Nú þegar Gréta hefur náð þeirri
þyngd sem hún ætlaði sér brosir
lífið við henni. „Ég hef gaman af
því að kaupa mér ný föt sem var
kvöl áður fyrr. Ég hafði ekki farið
í fataverslanir um lengri tíma og
Eitt tonn
af aukakílóum horfið
- og enginn saknar þess
blekkja magasekkinn töluvert,"
segir Guðbjörg. „Ég bið þó fólk allt-
af um að hafa samráð við lækni
sinn, sérstaklega ef það hefur átt
viö einhveija sjúkdóma að stríða.
Enn sem komið er hefur enginn
læknir bannaö sjúklingi sínum að
fara í kúrinn.“
Fjölskylduvandamál
Offita er algeng og taldi Guðbjörg
að um 75% þjóðarinnar berðust við
aukakílóin. „Það er algengt að fleiri
en einn fjölskyldumeðlimur sé of
feitur og hingað hafa leitað til mín
fjölskyldur," segir Guðbjörg og tek-
ur dæmi af þriggja manna fjöl-
skyldu sem saman léttist um 18,8
kíló á 3 vikum. Guðbjörg er líka í
símasambandi viö nokkra einstakl-
inga og hjón úti á landi sem hringja
til hennar vikulega, gefa upp þyngd
sína og fá hvatningu til að halda
áfram.
Ekki einkamál
Eins og gefur að skilja er mjög
misjafnt hvað fólki gengur vel að
losa sig við aukakílóin. Einn skjól-
stæðinga Guðbjargar er Gréta
Guðráðsdóttir en hún hefur lést um
25 kíló síðan í janúar.
„Ég var 85 kíló þegar ég byijaði
og var að shgast undan þessu svo
og aðrir fjölskyldumeðlimir. Dóttir
mín las um Hjálp í álögum á les-
endasíðu DV og hvatti mig til að
koma hingað. í fyrstu var ég afar
tortrygginn í garð Guðbjargar og
hennar aðferðar en lét slag standa.
Ég held því fram að hún hafi heila-
þvegið mig á nokkrum kvöldum og
þess vegna gekk þetta vel,“ segir
Gréta hlæjandi og lítur kankvís-
lega á Guðbjörgu. Reyndar hafa
víst fleiri sömu sögu að segja um
áhrif Guðbjargar á þankagang sinn
og telju hana gædda einhveijum
sérstökum hæfileikum til að láta
fólk gleyma erfiðinu við megrun-
ina. Sjálf hefur Guðbjörg átt við
offituvandamál að stríða og veit því
vel hvað um er að ræða.
„Það má ekki gleyma þeirri sér-
stöku stemmningu sem ríkir hér á
fundunum. Við gleðjumst með
þeim sem missa eitthvaö milli
vikna, alveg sama þó aðeins fari
nokkur hundruö grömm því margt
smátt gerir eitt stórt," segir
Gréta.
Kílóasöfnun
í nokkur ár
Ákveöin ástæða varð til þess að
Gréta hóf kílóasöfnun sína. Fyrir
sex árum fékk hún heilablóðfall og
var lengi að ná sér. Henni var ráð-
lagt að borð hollan og góðan mat
til aö flýta fyrir batanum. „En ég
vildi bara góða matinn en ekki
þann holla. Mér fannst engu máh
skipta þó ég safnaði nokkrum kíló-
um og taldi þaö bara hraustleika-
merki. Auk þess vhdi ég vera góð
við sjálfa mig þar sem ég haföi átt
erfitt í veikindunum og notaði það
sem afsökun," segir Gréta. „Þegar
í óefni var komið og ég oröin 85
kíló fóru aörar hhðarverkanir að
gera vart við sig. Nú var ég feit og
keypti mín föt frá útlöndum í gegn-
um pöntunarhsta. Reyndin var sú
að þau pössuðu aldrei þegar þau
komu því ég bætti stöðugt á mig.“
Nú hugsa margir sem standa í
sporum Grétu að þetta sé einstakt
afrek en Guðbjörg leggur áherslu á
að öllum takist að grennast. „Allir
verða að trúa því að þeir geti áork-
»að öllu svo framarlega sem þeir
trúa á mátt sinn og megin,“ segir
Guðbjörg. „Það er líka nauðsynlegt
að tala við fólk sem á við sama
vandamál að stríða því enginn skil-
ur það betur en sá sem reynsluna
hefur. Vikulegir fundir með hvatn-
ingu og samkennd hjálpa fólki að
yfirstíga þennan hjall sem offitan
er.“
-JJ