Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Side 28
40
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990.
Helgarpopp
Týndi sonurinn
- Nick Cave henti sprautunni og blómstrar sem aldrei fyrr
í útliti minnir hann á sjálfan
myrkrahöfðingjann. Hann er fjöl-
hæfari en andskotinn en afrakstur-
inn er þó engin myrkraverk. Skáld-
saga, kvikmyndahandrit, kvik-
myndaleikur, hljómplötur með
Birthday Party og fimm sólóplötur.
Þó ásjónan sé skrattaleg hefur Nick
Cave að geyma listamann af guðs
náð.
Gömlum félögum
safnað saman
Eftir að Birthday Party lagði upp
laupa árið 1983 ákvað Nick Cave
að feta sólóbrautina. Hans fyrsta
verk var að smala mönnum í
hljómsveit sem síðar var kölluð
The Bad Seeds. Fyrir valinu urðu
gamlir kunningjar Cave’s, þeir
Barry Adamson fyrrum meðhmur
í Manchester sveitinni Magazine,
Blixa Bargeld úr Einstrzende Neu-
bauten og Mick Harvey sem verið
hafði í Crime and the City Solution
og Birthday Party. Þessir heiðurs-
menn með Nick Cave í fylkingar-
brjósti sendu frá sér breiðskífurnar
From Here to Eternity árið 1984 og
The Fistborn is Dead árið 1985.
Síðarnefnda platan vitnar um
aðdáun Nick Cave á Elvis Presley
en titill plötunnar er skírskotun til
fæðingar rokkkóngsins. Elvis
Presley var tvíburi og fæddist bróð-
ir hans andvana. Lagið Tupelo, sem
er eitt almagnaðasta lag plötunnar,
er að hluta til byggt á lagi blúsar-
ans John Lee Hooker’s Talking
Blue’s sem segir frá náttúruham-
förum sem dynja á því htla sam-
félagi fólks sem byggði bæinn Tup-
elo í Mississippi. Nick Cave tengir
þetta þema hins vegar persónu El-
vis Presley’s, fæðingu hans og
dauða.
Á þennan hátt má segja að Elvis
Presley hafi gengiö sem rauður
þráður í gegnum plötuna The Fist-
born is Dead sem þótti frekar tor-
melt og seintekin.
Eftirlæti Nick Cave
Árið 1986 sendu Cave og The Bad
Seeds frá sér plötuna Kicking aga-
inst the Pricks sem var frábrugðin
hinum fyrri aö því leyti að ekkert
laganna tólf var eftir Nick Cave
sjálfann. Á plötunni fór Ástrahnn
Umsjón
Snorri Már Skúlason
sömu leið og David Bowie hafði
farið á Pin Ups og John Lennon á
Rock & Roll plötunni, þ.e.a.s. tekið
til gömul lög sem höfðu haft mót-
andi áhrif á hann sem tónlistar-
mann og útsett þau upp á nýtt. Á
meðal laga plötunnar eru All To-
morrow’s Partie’s, The Singer, Hey
Joe og Something Gotten Hold of
My Heart.
Kicking Against the Pricks stóð
vel fyrir sínu og var ánægjulegt
fyrir aðdáendur Nick Cave að
kynnast persónulegum tónlistar-
smekk kappans og þeim hugmynd-
um sem hann hafði um útsetningar
laganna, en þær voru í mörgum
tilfellum mjög sérstæðar.
Fjölhæfur
listamaður
Tvö ár liðu í næstu plötu en þrátt
fyrir það er ekki hægt að segja að
Cave hafi setið með hendur í
skauti. í millitíðinni sendi hann frá
sér bókina King Ink sem var sam-
ansafn af smásögum og teikning-
um, hann lauk við gerð skáldsög-
unnar And the Ass Saw the Angel
og kom fram í verðlaunamynd
Wim Wender’s, Himmel ber Berhn.
Auk ahs þessa tók hann upp plöt-
una Tender Pray ásamt hljómsveit
sinni en afraksturinn var opin-
beraður á haustmánuðum ársins
1988.
Tender Pray skartaði að margra
mati því besta sem komiö hafði úr
hugarfylgsni Nick Cave. Lög eins
og Mercy Seat, Deanna og Sunda-
y’s Slave sýna Cave hráan og kald-
an en um leið yndislega melódísk-
an. Platan sem hafði frekar dökkt
yfirbragð fékk undantekningahtið
frábærar viötökur og m.a. valdi
Melody Maker The Mercy Seat
besta lag ársins 1988.
Frá því meistarastykkið Tender
Pray kom út hafa menn beðið
spenntir eftir næstu plötu og bolla-
leggingar hafa verið uppi um hvert
Cave myndi stefna í tónhstinni.
Eiturlyfin sem höfðu leikið hann
grátt (var m.a. lítt viðræðuhæfur
af þeim sökum er hann heimsótti
ísland í október 1986) eru horfm
úr lífi hans. Alténd eins og er.
Margir aðdáendur hræddust
áhrif edrúmennskunar á tónlistina
enda reynsluheimur og fantasíur
eiturlyfjaneytandans talin gefa
tónlist og textum það sérstæða yfir-
bragö sem hefur heillað við Nick
Cave.
Nýplata, nýr sigur
Útgáfa nýju plötunnar The Good
Son nú í vor sýnir að áðurnefndar
áhyggjur voru ekki annað en villu-
trú. The Good Son sýnir Nick Cave
fyrst og fremst sem vaxandi laga-
smið og ef fer fram sem horfir er
ljóst að kappinn á sín bestu lög eft-
ir ósamin. Nick Cave hefur tekist
að beina sjónum frá myrkrinu (þó
ekki alveg) án þess þó að fá ofbirtu
í augun. Afleiðingin er léttari og
melódískari tónhst sem umfram
allt er aðlaðandi. Ekki er um nein-
ar stökkbreytingar að ræða sem
betur fer.
The Good Son hefur rólegt yfir-
bragð og handbragðið ber vitni
yfirvegun og natni. Strengjaútsetn-
ingar gefa lögunum tilætlaða dýpt
án þess að rokkarinn Nick Cave
þurfl að líða fyrir. í stuttu máli er
hér á ferö heilsteyptasta plata Ástr-
alans til þessa. Hún býður upp á
stanslausa 45 mínútna veislu þar
sem illmögulegt er að gera upp á
milli krásanna. Upphafslagið Foi
Na Cruz er þó slík þungavigtarsmíð
að vafasamt er að Cave hafi samiö
fallegra lag. Önnur lög sem standa
upp úr jafnri plötu eru The Weep-
ing Song, The Hammer Song og
Lament.
Nú þegar árið 1990 er rétt rúm-
lega hálfnað á undirritaður bágt
með að benda á betri skífu en þá
er hér hefur verið til umfjöllunar.
Nick Cave og hljómsveitin The Bad
Seeds virðist vaxa með hverri afurð
og á The Good Son vinna félagam-
ir stóran sigur.
Sterkar lagasmíðar, myndrænir
textar og fjölbreyttar útsetningar
mynda heillandi hljómkviðu sem
bæði er hlýrri og mannlegri en
svartnættið sem Nick Cave hefur
svo oft gert að yrkisefni. Breyting
sem er til heilla.
Risaeðlan
hlaðin lofi
erlendis
Þaö er kunnara en frá þurfi að
segja að Risaeðlan sendi sína fyrstu
breiðskífu, Fame and Fossils, á
markað í byrjun sumars. Þessa dag-
ana rekur erlenda plötudóma á fjör-
ur landans og er fróðlegt að sjá
hvemig Risaeðlan fellur tjöllum og
Könum í geð.
New Musical Express hefur um-
fjöllun um Fame and Fossils á því
að fullyrða að Risaeðlan sé besta
hljómsveitin í landnámi Ingólfs. Síð-
ar í greininni segir að hvað tónlist
og texta áhræri bjóði tónlist Risaeðl-
unar upp á meira andríki og áræði
en aðrar hljómsveitir nái að sýna á
löngum ferli. Platan fær 8 í einkunn.
Melody Maker segir tónlist eðlunn-
ar léttklikkaða og þ.a.l. mjög sér-
stæða. Textarnir séu úttroðnir af
undarlegum svörtum húmor sem á
stundum nálgist hreinan súrreal-
isma. í niðurlagi segir að Risaeðlan
muni sækja Bretland heim í sept-
ember og beinir blaðið þeim vinsam-
legu tilmælum til lesenda sinna að
láta hljómsveitina ekki framhjá sér
fara, ella missi þeir af sérstæðri lífs-
reynslu, skemmtilegri og fallegri í
senn.
í blaðinu Sprogg er Risaeðlunni hkt
við Sykurmolanna, eðlunni er talið
til tekna að tónlist hljómsveitarinnar
sé fjölbreyttari en sú er komi úr
smiöju molanna. Skríbent Sprogg
finnst textasmíð Risaeðlunnar á
stundum klaufaleg en þó sé hin
barnslega einfeldni sem þeir endur-
spegla aödáunarverð og auki gildi
þeirra. Sprogg klikkir út með því að
hvetja lesendur sína til að koma
höndum yfir gripinn', platan sé hreint
frábær og af þeim toga að hún líkist
engri annarri í plötusafninu.
Hótar flótta
til íslands
Bandaríska blaðið CMJ hefur já-
kvæðan plötudóm um Fame and
Fossils á því að kaha Risaeðluna
nýjustu „nuthouse party“ hljóm-
sveitina frá íslandi.
Annað bandarískt blað segir Fame
and Fossils hreina skemmti-skífu þar
sem flytjendurnir sýni aðdáunar-
verðan tónhstarþroska. Platan end-
urspeglar vel þann kraft og þor sem
býr í æskunni. Niðurlagið er í svip-
uðum dúr og í Melody Maker. Les-
endur eru hvattir til að fjárfesta í
gleði og gælum Risaeðlunnar, auk
þess sem mælt er með tónleikum
hljómsveitarinnar. Blaðamaður hót-
ar því í lokin að ef hann komist ekki
á söngskemmtun með Risaeðlunni í
sumar, muni hann flýja til íslands.
Af þessu má sjá að Risaeðlunni
hefur verið tekið opnum örmum er-
lendis þó offorsið sé ekkert í líkingu
við það, þegar popppressan bar Syk-
urmolana á höndum sér á sínum
tíma.
Risaeðlan hefur þegar hleypt heim-
draganum í þeim tilgangi að fylgja
plötunni eftir og 7. júlí sl. hófst
þriggja vikna hljómleikaferð hljóm-
sveitarinnar um austurströnd
Bandaríkjanna þar sem m.a. verður
leikið í Washington, New York og
Boston. Risaeðlan mun halda 15 tón-
leika í ferðinni þar af 4 með hljóm-
sveitinni Miracle Legion.
Risaeðlan.
GLEÐI
Komandivikamunhafaýmislegt sveitin hélt tónleika hér á landi
upp á að bjóða fyrir tónlistarfýkla snemma árs 1989 viö góðan orðstír.
höfuðstaðarins því aö fimmtudags- Breski næturklúbburinn The Bra-
kvöldið 19. júlí hefst "Listahátíð ínClubsemvarhéráferðinnií vor
næturlífeins". Það er Pakkhús í tengslum við tónleika Happy
Postulannasemstendurfyrir gleð- Monday’s ku ætla að endurtaka
inni og verður m.a. boðið upp á íslandsferðina og með i För verður
tónleika með Band of Holy Joy og glás af bresku fjölmiðlafólki.
Beat International en fyrrnefnda