Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990. Útlönd Enn þrengir að sovéska kommúnistaflokknum: Þúsundir mótmæla Enn þrengdi aö sovéska kommún- istaflokknum um helgina þegar Gor- batsjov Sovétforseti batt enda á ein- okun flokksins á ljósvakamiðlum í landinu. Þá fylktu fimmtíu þúsund andstæöingar flokksins liði á götum Moskvu og kröfðust fjölflokkastjóm- ar í landinu. Gorbatsjov lýsti því yfir um helgina að enginn stjómmálaflokkur gæti einokað ljósvakamiölana. Sam- kvæmt yfirlýsingu forsetans, sem tafarlaust fékk lagalegt gildi, geta sjálfstæðir flokkar sett á laggirnar eigin ljósvakamiðla. En hann gerði engu að síður ljóst að ríkisstjórnin myndi ekki láta af stjóm sinni á rík- isfjölmiðlum. Sjónvarp er ákaflega valdamikill fjölmiðill í Sovétríkjun- um en talið er að eitt hundrað millj- ónir manna fylgist með helstu kvöld- fréttunum í sjónvarpi. Með þessu tók forsetinn í raun valdið yfir fjölmiðlum af flokknum og er það enn eitt skrefið í áætlun hans að færa valdið frá flokknum til stjórnarinnar. Þá er þetta enn eitt áfallið fyrir flokkinn sem hefur mátt þola margt síðustu daga. Fyrir helgi klofnaði hann í fyrsta skipti í ára- tugi. Þá sagði hópur umbótasinna, Bandalag lýðræðissinna, sig úr hon- um til að stofna sjálfstæðan stjórn- málaflokk. Margir þekktir umbóta- sinnar, s.s. Boris Jeltsín, hafa og skil- að flokksskírteinum sínum. Bandalag lýðræðissinna átti þátt í að skipuleggja mótmæh gærdagsins í Moskvu þegar tugþúsundir manna gengu fylktu hði um götumar. Fólkið krafðist þess að endi yrði bundinn á stjórn kommúnistaflokksins og margir sögðust vilja samsteypu- stjórn í stað þeirrar ríkisstjórnar sem nú sæti við völd. Róttækir umbótasinnar segja að þrátt fyrir sigur Gorbatsjovs og stuðningsmanna hans á nýafstöðnu þingi sé andstaða harðlínumanna við mnbætur forsetans enn mikil. Að- eins samsteypustjórn margra flokka getur tryggt lýðræði og umbætur í landinu, segja þeir. Reuter Fimmtíu þúsund Sovétmenn gengu fylktu liöi um götur Moskvu í gær til að krefjast fjölflokkastjórnar í landinu. Löqreqla hélt siq í hæfileqri fjarlæqð en qirti þó af Rauða torgið og Kreml. Símamynd Reuter Sögulegur fundur Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, og Hafez al-Assad, forseti Sýr- lands, hittust að máli í Egyptalandi um helgina og er það í fýrsta sinn sem Sýrlandsforseti kemur til Egyptalands í hátt í fjórtán ár. Ríkin tvö hafa deilt hart síðustu ár eða frá því Egyptar sættust við ísraela árið 1979. Sadat, forveri Mubaraks, sleit tengslin við Sýrland seint á árinu 1977 eftir að sýrlensk stjórnvöld gagnrýndu friðarumleitanir hans. Tveimur árum síðar sömdu Egyptar um frið við ísraela en Assad hefur löngum verið andvígur sáttum við ísrael. Leiðtogamir funduðu í þrjár klukkustundir í gær en ekki er vitað hvað þeim fór á mihi. Egypskir emb- ættismenn segja að ástandið í Líban- on, sviptingar á stjórnmálasviðinu í heiminum sem og uppreisn Palest- ínumanna á herteknu svæðunum í ísrael, hafi verið meðal þess sem fyr- ir forsetunum lá að ræða. Stjómarerindrekar telja að leið- togafundur Arabaríkja í Kaíró í haust sem og samskipti þessara tveggja ríkja verði og ofarlega á baugi á fundi þeirra. Reuter r ® STEREO BÍLTÆKIM/KASSETTU Gerð 514 Gerð 534 20 wött. Sumartilboð kr. 5.950 Rétt verð 7.200 20 wött. 12 stöðva minni. Sjáifvirkur leitari. (PLL - synthesizer - tuner) Sumartilboð kr. 11.950 Rétt verð kr. 14.350 Gerð 559 50 wött. 12 stöðva minni. Sjálfvirkur leitari. (PLL - synthesizer - tuner) - Dolby - Spólun í báðar áttir - Tenging fyrir CD spilara - Fader o.m.fl SumartUboð 17.950 s m Rétt verð 21.900 W ? ffll WUMáVIiIJ ISETNING AF FAGMÖNNUM VÖNDUÐ VERSLUN FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 Albanir fyrir utan flóttamannabúðir í Vestur-Þýskalandi. Símamynd Reuter Hryllingssögur frá Albaníu Vildan Kobeci, einn hinna þrjú þúsund albönsku flóttamanna sem komu til Vestur-Þýskalands um helg- ina, gat ekki glaðst með löndum sín- um yflr nýfengnu frelsi. Hann var harmi sleginn. Er Kobeci var að fara frá vestur- þýska sendiráðinu í Tírana í Albaníu með tveggja ára son sinn á hand- leggnum kom lögreglumaður, mágur eiginkonu hans, til fjölskyldunnar og bað um leyfi til að fá að halda á barninu og kyssa það í kveðjuskyni. Lögreglumaðurinn hljóp hins vegar í burt með drenginn og kallaði: „Ef þið viljið fá hann aftur verðið þið að vera um kyrrt.“ „Konan mín varð eftir,“ sagði Kobeci með aðstoð túlks við fréttamenn. Að því er Kobeci og félagar hans sögðu er atburður þessi einkennandi fyrir aðferðir stjórnvalda í Albaníu. Einn Albananna kvaðst hafa setið inni í nær aldarfjórðung fyrir til- raunir til að fara úr landi. Hann var sakaður um áróður gegn yfirvöldum. Þrátt fyrir áhyggjur af ættingjum sem eftir urðu voru flóttamennirnir, sem leitað höfðu skjóls í vestur-þýska sendiráðinu í Tírana, fúsir til að segja frá ástandinu í heimalandi sínu. En þar sem Albanía er nær al- gjörlega einangrað land hefur ekki verið hægt að fá frásagnir þeirra staðfestar af hlutlausum aðilum. Frásagnir flóttamannanna af fátækt almennings og kúgun yfirvalda með njósnara á sínum snærum alls staðar voru þó sannfærandi. Um sex þúsund albanskir flótta- menn leituðu skjóls í erlendum sendiráðum í Tírana fyrir nær tveimur vikum. Flestir þeirra voru fluttir til Ítalíu, Vestur-Þýskalands og Frakklands á fostudaginn. Reuter Flóttamennirnir frá Albaníu greina frá fátækt borgaranna og kúgun yfirvalda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.