Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Side 14
14 MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Tíðindi að austan Þaö verður að teljast til stórtíðinda á heimspólitík- inni að Boris Yeltsin hefur tilkynnt úrsögn sína úr Kommúnistaflokki Sovétríkjanna. Á sama tíma hafa nokkrir félagar úr Lýðræðislegum vettvangi, sem sæti áttu á flokksþinginu í Moskvu, tilkynnt úrsögn sína og að þeir hyggist stofna nýjan stjórnmálaflokk. Þetta er mikið áfall fyrir Mikhail Gorbatsjov og jafn- framt sögulegur atburður í ljósi þeirrar staðreyndar að Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna hefur klofnað. Boris Yeltsin er enginn aukvisi. Hann er forseti Rússlands, langstærsta ríkisins innan Sovétríkjanna, og hann hefur verið leiðandi maður í því andófi og uppgjöri sem fram hefur farið innan Sovétríkjanna undanfarið misseri. Brotthvarf hans úr flokknum opnar flóðgátt fyrir aðra að fylgja í fótspor hans. Hingað til hefur andófið farið fram innan raða flokks- ins. Málsmetandi menn hafa tahð sig sterkasta og áhrifa- mesta með því að berjast innan flokksins enda hefur Kommúnistaflokkurinn haft tögl og hagldir í landinu og aðrir mátt sín lítils sem hafa beitt sér utan hans. Jafnvel Shakarov, sá hugrakki maður, lét kjósa sig á þing fyrir hönd flokksins enda þótt öll barátta hans gengi út á gagnrýni á kommúnista og valdastöðu þeirra. Með þvi að taka sæti á þingi fyrir hönd flokksins heyrð- ist rödd hans á réttum stöðum. Sömu sögu er að segja af Boris Yeltsin. Hann hefur staðið uppi í hárinu á íhaldsmönnunum og Gorbatsjov sem áhrifamaður í flokknum. Yeltsin hefur hins vegar orð á sér fyrir að vera tækifærissinni, hann er maður fólksins og gerir og segir það sem er vinsælast hverju sinni. Hann finnur undirstraumana. Ákvörðun Yeltsin um að segja sig úr flokknum er merki þess að fólkið sé að harlægjast flokkinn og hann vill fylgja straumnum. Úrsögnin er ekki fífldirfska heldur útreiknuð og mark- viss aðgerð af hans hálfu. Sá klofningur sem nú er kominn upp í Kommúnista- flokki Sovétríkjanna er vísbending um að sams konar atburðarás sé í uppsighngu og átt hefur sér stað í Aust- ur-Evrópu. Kommúnistar eru á undanhaldi og flokks- þingið í síðustu viku bar þess merki. Þegar óróinn er orðinn jafnáberandi í innsta hring, meðal hinna kjörnu fuhtrúa, þá má ímynda sér hvaða áhts flokkurinn nýtur úti á meðal þjóðarinnar. Hann er tákn fortíðarinnar, ímynd óstjómarinnar. Flokkurinn er aflið og valdið, sem óánægjan beinist að. Þegar flótti brestur á, þegar kjörn- ir fuhtrúar á flokksþingi segja sig úr lögum við flokk- inn, þá er stutt í endalokin. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir ári ef flokks- meðlimir hefðu dirfst að mótmæla ahsherjarvaldi flokksins og tilkynna úrsögn upp í opið geðið á foryst- unni. En nú gerast shkir atburðir og Gorbatsjov hefur á orði að brottför Yeltsin sé eðhleg! Atburðimir á flokksþingi Kommúnistaflokksins og tilkynningin um stofnun nýs stjórnmálaflokks em vissulega eðlileg þróun í heimi þar sem einræðið er hð- ið undir lok. Frelsisaldan hefur borist til Sovétríkjanna og hún verður ekki stöðvuð. Sovétríkin em smám sam- an að breytast og hðast í sundur. Gorbatsjov stjómar ekki þeirri atburðarás. Ekki heldur Yeltsin og raunar enginn einn stjórnmálamaður. Vilji þjóðarinnar, hið ósýnilega afl fjöldans, knýr á og skapar söguna í Sovét- ríkjunum jafnt sem annars staðar. Ehert B. Schram Sterkir straumar eru nú víöa aö verki erlendis sem vinna aö bættu lýðræðislegu umhverfi. Straumar sem vinna gegn valdníðslu og hags- munatengslum. Straumar sem kristallast í trúnni á valddreifingu og á málefnalega, opinskáa og hreinskilna umræðu. Straumar sem gefa fólki von um réttlátara og gjöfulia samfélag. En eiga þessir straumar eitthvert erindi við okkur hér uppi á ís- landi? Er ekki allt slétt og fellt í okkar samfélagi? Að mínu mati er víða pottur brotinn í okkar lýðræð- islega umhverfi og er því afar brýnt að horfast í augu við veruleikann og leita uppi veikleika í sfjómkerf- inu sem íþyngja samfélaginu. Að þessu sinni ætla ég aö gera að umtalsefni mögulega hags- munaárekstra í peningamálastjóm landsins en sú stjómun er ein vandasamasta stjómsýslan í landinu. En þannig háttar málum að einn seðlabankastjóranna er jafnframt stjómarformaður Lands- virkjunar sem er eitt öflugasta og fjárfrekasta fyrirtæki landsins á erlent fjármagn og hefur tekið tugi milljarða króna að láni erlendis. Að mínu mati em þetta mjög óeðlilegar aðstæður sem skapa möguleika á hagsmunaárekstri og trúnaðarbresti gagnvart þeirri mikilvægu stjórnsýslu sem pen- ingamálastjórn er. Stjórnarformaður Landsvirkjunar, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, ásamt forstjóra Landsvirkjunar, Halldóri Jónatanssyni. - „Framundan gætu verið stórfelldar erlendar lántökur af hálfu Landsvirkjunar ef samn- ingar við álfyrirtækin reynast þjóðhagslega hagkvæmir," segir greinar- höfundur Hagsmunaárekstrar seðlabankastjóra Seðlabankalögin Samkvæmt 3. gr. Seðlabankalag- anna er hlutverk Seðlabankans m.a. .. að vinna að því að pen- ingamagn í umferð og framboð lánsfjár sé hæfilegt miðað við það að verðlag haldist stöðugt... “ í framhaldi af þessu má því spyrja; hvemig getur seðlabanka- stjóri sem stjómarformaður Landsvirkjunar annast stórfelldar erlendar lántökur fyrir hönd Landsvirkjunar án þess að huga samtímis að einhverjum peninga- málaaðgerðum hér innanlands til að draga út áhrifum þessara lán- taka, t.d. meö hækkun bindiskyldu bankanna til að draga úr útlána- getu þeirra á móti - eða með öörum orðum að draga úr hættu á of miklu peningaframboði? í febrúarhefti Hagtalna Seðla- bankans er að finna eftirfarandi meiningu: „Breyting grunnfjár endurspeglar peningaframboð Seðlabankans, en það stafar m.a. af gjaldeyriskaupum hans umfram gjaldeyrissölu." Þetta þýðir með öðmm orðum að ef innlendar fram- kvæmdir era fjármagnaðar í ríkum mæh með erlendu lánsfjármagni aukast gjaldeyriskaup Seðlabank- ans og þar með innlend peninga- prentun, sem ýtir undir verðbólgu. í Morgunblaðinu 9. mars síðast- Uðin birtist eftirfarandi frétt: „Landsvirkjun var með í undir- búningi lánsfjárútboðs á markaði í London á vegum Skandinavian Bank, að upphæð 55 miUjónir Bandaríkjadala, um 3,3 miUjarðar króna.... seðlabankastjóri og for- maður Landsvirkjunar er staddur í London vegna þessa máls.“ Um augljósa árekstra er að ræða í starfrækslu þessara embætta og er því afar mikUvægt að Seðla- bankinn sé algerlega óháður þessu fjárfreka fyrirtæki sem og öðrum fyrirtækjum í landinu og geti óbundið og óhikaö tekið nauðsyn- legar ákvarðanir með hUösjón af ákvörðunum atvinnulífsins tU að ná markmiðum sínum. Enda kemur eftirfarandi máls- grein fram í 28. gr. Seðlabankalag- anna: „Bankastjóram og aðstoðar- bankastjórum er óheimUt að sitja í stjóm stofnana og atvinnufyrir- tækja utan bankans eða taka þátt í atvinnurekstri að öðra leyti nema slíkt sé boðið í lögum eöa um sé að ræða stofnun eða atvinnufyrir- tæki sem bankinn á aðUd að.“ seðlabankastjóri geti ekki rækt embættisskyldur sínar sem skyldi og geti ekki veitt það nauðsynlega aðhald sem peningamálstjórnun landsins krefst á slíkum tímum. Ég vU undirstrika að þessi um- fjöllun er á engan hátt persónuleg. Hún er aðeins um eitt valdamesta embætti þessara þjóðar sem að mínu mati tengist atvinnulífmu á óeðlUegan hátt eins ofan greinir. Ég hef þá sannfæringu að málefna- leg, opinská og hreinskiUn umræða og skoðanaskipti séu bestu vopnin tU að viðhalda og efla lýðræðislega starfshætti. Við erum fámenn, því eru kvað- imar stærri á hvem og einn um að halda uppi skoðanaskiptum í þeirri viðleitni að eUa og styrkja lýðræðið. Þessi umfjöUun hefur einnig komið tU þar sem ég tel að „Hvernig getur seðlabankastjóri sem stjórnarformaður Landsvirkjunar annast stórfelldar lántökur fyrir hönd Landsvirkjunar án þess að huga sam- tímis að einhverjum peningamálaað- gerðum hér innanlands til að draga úr áhrifum þessara lántaka... ?“ KjaUariim Jóhann Rúnar Björgvinson þjóðhagfræðingur Hagstjórn Framundan gætu veriö stórfeUd- ar erlendar lántökur af hálfu Landsvirkjunar ef samningar við álfyrirtækin reynast þjóðhagslega hagkvæmir. Seðlabankastjóri, sem vissulega á að vera óháður öllum atvinnurekstri í landinu, hefur stórt hlutverk í þessu samhengi, því samkvæmt hlutverki bankans á hann að draga úr áhrifum þess- ara lántaka til að halda aftur af peningaframboðinu svo verðlag haldist stöðugt. Mikilvægt er því að hann sé óháð- ur, óbundinn og sjálfstæður og hugsi fyrst og síðast um markmið bankans, og geti tekið réttar ákvaröanir í slíku samhengi með hiiðsjón af ákvörðunum atvinnu- lífsins. MUúl hætta er á að við þessar sérkennilegu aðstæður sem hér hefur verið lýst geti skapast trún- aðarbrestur ef hugsanlegum hags- munatengslum er ekki eytt. - Að við þurfum að laga og bæta í okkar garöi eins og aðrir og að hafa vak- andi auga fyrir lýðræðislegu um- hverfi. Mannlegir eiginleikar ein- skorðast ekki við landamæri þjóða. Að lokum þetta: Peningamála- stjórnun er ein vandasamasta stjómsýsla landsins og er því mjög brýnt að allar leikreglur hennar séu virkar og virtar. Nýir tímar kalla einnig á ný vinnubrögö. - Við skulum ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum því víða má laga og bæta eins og áöur segir. Raunverulegt lýðræði hér á landi er tiltölulega ungt og þarf að vera í stöðugri endurskoðun svo stöðn- un og hagsmunatengsl hefti ekki framþróunina og möguleikana til aukinnar hagsældar. Við skulum því hvetja til þess að hinir lýðræð- islegu straumar fái einnig að leika um okkar samfélag. Jóhann Rúnar Björgvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.