Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1990, Page 33
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 1990.
45
Skák
Jón L. Árnason
Af stórmeisturunum ellefu, sem kom-
ust áfram á millisvæðamótinu í Manila,
hafa aðeins Short, Sax, Hiibner og
Kortsnoj teflt áður í áskorendaeinvígjum.
Ivantsjúk, Gelfand, Anand, Judasin og
Dreev eru nýgræðingar.
Kortsnoj komst fyrst í áskorenda-
keppnina 1962 og hefur verið fastagestur
síðan en hann er nú 59 ára garnall. Til
gamans er þess að geta að sigur Friðriks
Olafssonar gegn Stein í lokaumferðinni í
Stokkhólmi 1962 fleytti Kortsnoj áfram.
Hér er staða frá mótinu í Stokkhólmi.
Kortsnoj í aðalhlutverki með hvítt og á
leik gegn Schweber:
8 16
7 W S 7 ö lii
A W ▲
5 4l ÉL
4 A
3 a a
2
1 <á?
ABCDEFGH
36. Be8! Ddl+ 37. Kh2 Dd6+ 38. Khl
Dxc7 Örvænting, því að eftir 38. - Ddl +
39. Rgl Db3 40. Bxf7+ Hxf7 41. Hxf7 Dxf7
42. Dxb6 vinnur hvitur á jaðarpeðinu. 39.
Dxc7 Hxe8 40. Dxb6 Rc4 41. Db5 Rd6 42.
Db4 og svartur gaf.
Bridge
ísak Sigurðsson
Slemmutæknin virðist hafa verið góð
hjá flestum pörum á NM í Færeyjum þar
sem 8 pör af 12 náðu 6 hjartaslemmunni
á spil AV á aðeins 24 hápunkta. Samlegan
er þó góð og því ætti það ekki að vera svo
erfitt að ná slemmunni. Spiliö kom fyrir
í annarri umferð á NM, en þá áttu ís-
lensku sveitimar leik gegn Svíum. Bæði
pörin í opna flokknum, þ.e.a.s. Guðlaug-
ur-Öm og Morath-Bjerregárd, náðu
slemmunni. Hins vegar græddu íslensku
konumar 17 impa þar sem Anna Þóra
og Hjördis náðu sex en Brorsson og Jær-
up villtust alla leið í 7 hjörtu. Fylgjumst
með leið Moraths og Bjerregárds í
slemmuna. Suður gefur, allir á hættu:
♦ K1043
V 10
♦ K75
+ KD1043
♦ ÁD75
V D654
♦ 43
+ Á87
¥ ÁKG987
♦ Á10982
+ 6
* G982
V 32
♦ DG6
+ G952
Austur Suöur Vestur Norður
Morath Þorl. Bjerreg. Guðm.P.
- pass 1+ dobl
1» pass 2» pass
3* pass 4? pass
4* pass 5+ dobl
pass pass redobl pass
5* pass 6¥ P/h
Opnunin eitt lauf var annaðhvort veik
jafnskipt hönd eða sterk hönd með 17 +
punkta. Eitt hjarta var krafa og tvö hjörtu
lýstu litlu jafnskiptu hendinni. Þrír tíglar
gat verið hvort sem er sögn sem lýsti
áhuga á geimi eða slemmu. Redobl lofaði
fyrsta stöðvara í laufi og hitt vom fyrir-
stöðusagnir, utan lokasamningurinn,
sem reyndist léttur til vinnings.
Gleymdu bara Lalla... hann þolir ekki aö sjá alla
svona glaða.
LaJIi og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkviliö 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísafjörður: Slökkvilið simi 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek-
amia í Reykjavik 13. júlí -19. júli er í
Borgarapóteki og Reykjavíkurapóteki.
Það apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl.
9 að morgni virka daga en til kl. 22 á
sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu em gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið fostudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðmm tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar em gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11166, Hafnar-
fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri,
sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavik: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartíim
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15-16.30
Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvitabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 Og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífllsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspitalans Vifllsstaða-
deild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15-17.
Vísir fyrir 50 árum
16. júlí
Skýringar Mjólkursamsölunnar á
rjómamælingum algjörlega ófull-
nægjandi segja húsmæður
Spakmæli
Vér höfum alltaf nógan tíma, ef vér
aðeins viljum nota hann rétt.
Goethe.
Söfnin
Asmundarsafn við Sigtún. Opiö dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið alla daga nema mánudaga 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið alla daga nema
mánud. kl. 10-18 og um helgar. Dillons-
hús opið á sama tíma.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. -kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-fostud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miövikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn tslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 11-17.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard. og sunnud.
kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 14.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn tslands er opið alla daga
nema mánudaga 14-18.
J. Hinriksson, Maritime Museum,
Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél-
smiöjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17
þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið alla daga
nema mánudaga 11-16.
Bilaiúr
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur of>
Seltjamarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 24414.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 51336. v
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa-
vogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel-
tjamames, sími 621180,
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfiöröur, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á K
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Tilkyriningar
AA-samtökin. Eigir þú viö áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Líflinan. Ef þú hefur áhyggjur eða
vandamál þá er til lausn. Hringdu í síma
67-61-11. Líflínan allan sólarhringinn.
Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15,
Rvík., sími 23266.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 17. júli.
Vatnsberinn (20. jan.-16. febr.):
Gerðu ráð fyrir meira kynslóðabili en endranær. Spenna og
óþolinmæði einkenna daginn. Ástfangið fólk nýtur sín í dag.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Þú hefur mjög fijótt hugmyndaflug í dag. Hugsaðu leið til
að koma þér á framfæri og fylgdu henni eftir.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Þú ert mjög ákafur og hefur tilhneigingu til að ana áfram
án þess að hugsa. Vandamálið er bara að þeir sem þekkja
þig ekki botna ekkert í þér.
Nautið (20. apríl-20. mai):
Hugaðu að fiármálum þínum og gættu sérstaklega að inn-
komunni. Varastu að eyða um efni fram. Upplýsingaskortur
gerir þig dálítið spenntan.
Tviburarnir (21. maí-21. júni):
Leggðu þig niður við að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi,
sérstaklega bömum eða gamalmennum. Varastu að flækja
þig í vandamálum annarra.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Taktu þér frí frá hefðbundnum verkefnum. Taktu þér eitt-
hvað nýtt og skapandi fyrir hendur. Fólk tekur vel í hug-
myndir þínar. Happatölur eru 2, 14 og 36.
rí
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Það getur reynst erfitt að taka aftur til viö mál sem lögð
hafa verið til hliðar. íhugaðu vel stöðu þína í deilumáli.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Taktu vandamálin fóstum tökum. Sérstaklega ef um fiármál
eða eignir er að ræða. Félagsmálin ganga mjög vel hjá þér
í dag.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þú gætir þurft aö vera nærgætinn og þolinmóður hlustandi
í dag. Varastu samt að flækja þig í vandamál annarra. Happa-
tölur eru 1, 17 og 29.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Eitthvað óvænt kemur þér skemmtilega á óvart í dag. Leggðu
áherslu á heimilismálin. Þar er af nógu að taka.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Þú ert undir dálitilli pressu frá þínum nánustu með ákvörö-
un sem þú þarft að taka. Fylgdu innsæi þínu og bíddu eftir
nægum upplýsingum.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Bjartsýni gæti blindað þig dálítið. Eitthvað fer ekki eins og
þú ætlaðir. Einbeittu þér að fiölskyldu þinni og hagsýnum
verkefnum.