Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990.
Fréttir
Tölur um flölda flugslysa 1969-1988:.
öruggara að fIJúga
Flugleiðir í hópi öruggustu flugfélaga
Það er orðið mjög öruggt að ferðast
með flugvélum og veröur æ örugg-
ara. Það sýna tölur yflr flugslys í
áætlunarflugi á árunum 1969-1988
sem birtust nýlega í flugferðatímarit-
inu Condé Nast Traveller Magazine
og breska dagblaðið The Sunday
Times skýrir frá. The Sunday Times
hafði áður safnað upplýsingum um
fjölda flugslysa á tímabilinu 1950-
1974 þannig að nú eru til tölulegar
upplýsingar um flugslys á 40 ára
tímabili.
Niðurstöðumar eru þær að það
hefur aldrei verið öruggara að fljúga
en í dag. Upp úr 1960 fækkaði flug-
slysum verulega og æ síðan hefur
þeim fækkað. Hefur það haldist í
hendur við örar framfarir í tækni og
hönnun flugvéla, betra viðhald og
færari flugstjórnarmenn.
Tölurnar sýna ekki aðeins fram á
að flugslysum hafi fækkað heldur
greinilegan mismun mifli flugfélaga
með tilliti til fjölda flugslysa og tölu
látinna.
31 flugfélag án slysa
Flugvélar frá þrjátíu og einu flugfé-
lagi hafa alitaf flogið áætlunarflug
slysalaust þau tuttugu ár sem könn-
unirt nær til. Þar á meðal eru Flug-
leiðir.
Af þessum flugfélögum hafa 28
aldrei lent í flugslysi, hvorki í áætl-
unar- né leiguflugi. Þar af eru fimm
bandarísk flugfélög.
Bandaríska flugfélagið Southwest
getur státað af mesta flugöryggi þar
sem það hefur farið flest áætlunar-
flug án slysa á tímabilinu, eða
1.876.448 flugferöir. Þá kemur ástr-
alska flugfélagið Ansett of Australia,
hollenska flugfélagiö KLM, Finnair
og Canadian Airlines.
Flugleiðir em í 22. sæti með 233.551
áætlunarflug á tímabilinu 1969-1988.
Aeroflot verst
Þegar kemur að flugfélögum þar
sem flugslys eru flest er sovéska flug-
félagið Aeroflot langefst á lista með
40 flugslys eða 18,62 slys á hveija
milljón áætlunarflugferða. Þá kemur
China Airlines með 11,73 slys, Egypt
Air með 11,16 slys og Air India með
10,14 slys á hverjar milljón áætlunar-
flugferðir.
Ef litið er á fjölda látinna á tímabil-
inu hafa flestir látist hjá Air India,
eða 21,48 af hverri milljón farþega.
Þá kemur tyrkneska flugfélagið
Turkish meö 14,18 látna og Iran Air
með 8,18 látna af hverri milljón far-
þega.
Með í tölum þessum eru flugrán,
skemmdarverk og sprengingar. Við
greiningu á aldri og flugtíma flugvél-
anna kom ekkert fram sem benti til
sambands milli þeirra þátta og fjölda
flugslysa en meðalaldur véla í slys-
um var níu ár og meðalflugferða-
fjöldi 14.538.
í Atlantshafsfluginu hefur ekkert
flugslys orðið á þessu 20 ára tímabili
ef frá er talið slysiö þegar indversk
farþegaþota var sprengd viö Bret-
landseyjar 1985. í heild virðast
bandarísk flugfélög standa sig ívið
betur en evrópsk.
Suður-Ameríka hættulegust
Ef horft er frá einstökum flugfélög-
um og þjóðerni þeirra áttu fleiri flug-
slys, þar sem farþegar létust, sér staö
í Suður-Ameríku en annars staðar á
jarðkringlunni. Frá 1969-1988 urðu
117 flugslys í og yfir Suður-Ameríku
sem samsvarar 23 prósentum allra
flugslysa á tímabilinu. í Asíu og á
Kyrrahafssvæðinu varð 21 prósent
slysanna og 19 prósent í Bandaríkj-
unum og Kanada.
Skýringar á því hversu mörg flug-
slys urðu í Suður-Ameríku eru nokk-
uö á huldu en þættir eins og flugum-
ferðarstjórn, fjöll og veöurfar voru
nefndir sem mögulegar orsakir.
Umbætur í farþegarými
Talsmenn flugöryggis hafa undan-
farin ár þrýst á umbætur í farþega-
rými flugvéla sem aukið gætu lífslík-
ur þeirra er lenda í flugslysum.
Þannig eru til dæmis uppi hugmynd-
ir um sterkari sæti úr efnum sem
ekki brenna og sérstök færanleg ör-
yggissæti fyrir börn. Umbætur í
þessa veru geta bjargað mannslífum
þar sem rannsóknir á flugslysum í
áætlunarflugi í Bandaríkjunum frá
1969-1988 sýndu að 41 prósent far-
þeganna lifðu af.
-hlh
Mjólkurbikarkeppnin 1 knattspymu:
Keflvíkingum varð
að ðsk sinni
- leika gegn KR á heimavelli - Valur og Víkingur að Hlíðarenda
I gær var dregið um það hvaða lið
munu mætast í undanúrslitum
Mjólkurbikarkeppninnar í knatt-
spymu. Þaö var fulltrúi Mjólkur-
dagsnefndar, Ólafur E. Ólafsson, sem
dró nöfn liðanna upp úr mjólkur-
brúsanum. Keflvíkingar, sem leika í
2. deild, drógust fyrst upp úr brúsan-
um og fengu heimaleik gegn KR-
ingum og Valur leikur gegn Víkingi
á heimavelli.
„Þetta var það sem við vorum bún-
ir að óska okkur, að fá heimaleik
gegn KR. Það verður gaman að fá
eitt af toppliðunum í heimsókn og
ekki skemmir það fyrir að í liði KR
leika fjórir fyrrum leikmenn ÍBK.
Þetta ætti að geta orðið spennandi
leikur, þó svo að KR-ingar séu fyrir-
fram álitnir sterkari. Það hefur sýnt
sig að allt getur gerst í knattspyrnu,
ég tala nú ekki um í bikarleikjum,"
sagði Rúnar Lúðvíksson, formaður
knattspymudeildar ÍBK, í samtali
viðDV.
„Við KR-ingar eram þokkalega
ánægðir með þessa niðurstöðu. Það
má ekki vanmeta lið ÍBK og lið þeirra
hefur sýnt aö það er sterkt á heima-
velli og mikið baráttulið," sagði Lúð-
vík Georgsson, stjórnarmaður í KR,
í samtali við DV.
Valsmenn höfðu heppnina með sér
og drógust á undan og leika því á
heimavelli gegn Víkingi en áður
haíði liðið leikið gegn Fram og
Breiðabliki, einnig á heimavelli sín-
um að Hlíðarenda.
„Mér líst ágætlega á þennan drátt
en þetta hefðu allt orðið erfiöir leik-
ir, hvaða liði sem viö hefðum lent á,
en mikilvægast var að fá heimaleik
og við höfðum heppnina með okkur.
Um möguleika okkar á að leika til
úrslita verð ég að segja að þeir era
þó nokkuð góðir ef menn koma rétt
stemmdir til leiks,“ sagði Ingi Bjöm
Albertsson, þjálfari toppliðs Vals í
1. deild, í samtali við DV.
„Ég tel þetta hafa verið sísta kost-
inn og heíði frekar kosið aö leika
gegn Keflvíkingum á heimavelh. All-
ir bikarleikir era erfiðir, hvaða liði
sem leikið er á móti, en við munum
mæta á-Valsvöllinn til að vinna, enda
hef ég ekki lagt það í vana minn að
tapa leikjum að Hlíöarenda. Við Ingi
Björn höfðum samiö fyrir bikar-
dráttinn að hittast í úrslitum en það
verður aö bíða betri tíma,“ sagði
Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, í
samtali við DV.
• Báðir leikimir fara fram mið-
vikudaginn 1. ágúst kl. 20 en úrslita-
leikurinn verður háöur á Laugar-
dalsvellinum sunnudaginn 26. ágúst.
-GH
Tiger í Taiwan býður
lægst í smíði Herjólfs
- Slippstöðln á Akureyri í fimmtánda sæti
Slippstöðin á Akueyri lenti í
fimmtánda sæti þegar tilboð í smíði
nýs Heijólfs, 70 metra feiju fyrir
Vestmannaeyinga, vora opnuð í gær-
morgun. Lægsta tilboöið var frá
skipasmíðastöðinni Tiger marine Co.
Ltd í Taiwan. Tiger bauð rúman 1
milljarð en Slippstöðin á Akureyri
bauð tæplega 1,8 milljarða króna.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúm-
an 1,1 milljarö.
Tilboðin vora opnuö á skrifstofu
verkfræöifyrirtækisins Skipatækni
hf. klukkan tíu í gærmorgun. Sautján
tilboð bárast, langflest frá erlendum
skipasmíðastöðvum.
Fimm lægstu tilboðin vora þessi:
Tiger.Taiwan............1.055 mkr.
Eastern, Bandar.........1.114 mkr.
Tito.Júgósl.............1.130 mkr.
Flekkefjord, Nor.........1.174 mkr.
Ferguson, Engl...........1.183 mkr.
Tilboðin hækkuðu síðan eitt af öðra
og var tilboö Slippstöðvarinnar á
Akureyri nákvæmlega 1.790 milljón-
um króna, í flmmtánda sæti. Aðeins
tvö tilboð voru hærri en Slippstöðv-
arinnar. Þau vora frá skipasmíða-
stöðíFinnlandiogáSpáni. -JGH
4,4 milljarða lán
til Landsvirkjunar
Lánssamningur milli Lands-
virkjunar og Sumitomo Bank Lim-
ited í London og sautján annarra
lánastofnana var undirritaður í
London í gær. Upphæð lánsins
nemur 75 milljónum Bandaríkja-
dala eða 4,4 milljörðum íslenskra
króna. Lánstíminn er sjö ár og lán-
ið aíborgunarlaust fyrstu þrjú árin.
í fréttatilkynningu frá Lands-
virkjun segir að lánsupphæðin hafi
upphaflega átt.að vera 55 milljónir
dala en vegna góðrar móttöku, sem
lánsfjárútboðiö fékk á lánamarkað-
inum, hafi lánið verið hækkað í 75
milljónir dala.
55 milljónir dala verða notaöar
til að fjármagna framkvæmdir
Landsvirkjunar í ár, aöallega við
Blönduvirkjun. 20 milljónir verða
síðan notaðar til að greiða sam-
svarandi hluta af óhagstæðara láni
Landsvirkjunar frá 1986.
-hlh
Lögreglustöðin í Stykkishólmi:
Flutt inn um helgina
Flutt verður í nýju lögreglustöðina
á Stykkishólmi um helgina. Eins og
DV skýrði frá í gær er tilkoma húss-
ins nokkuð sérstök. Vinur og fyrram
samstarfsaðili dómsmálaráðherra
byggði og flutti húsiö í heilu lagi frá
Selfossi til Stykkishólms. Á meðan
voru tvö verkefnalítil fyrirtæki á
Stykkishólmi sem ekki fengu að
bjóöa í verkið.
Á hinni myndinni má sjá gamla
lögreglukofann sem nú er orðinn
sýningargripur fyrir ferðamenn.
-PÍ
DV-mynd Valdimar Hreiðarsson
Bæjarins bestu:
Klukkan 15 varð að 13
Leiðinleg ásláttarvilla varð í grein-
inni um skyndikannanir DV á pylsu-
sölu Bæjarins bestu í gær. Klukkan
15 varð að klukkan 13.
Standa átti: Seinni talning DV fór
fram klukkan 14.50 til 15.05. í stað
þess varö 15.05 að 13.05.
í næstu málsgrein á eftir kom talan
þrettán aftur við sögu. Standa átti:
Áfram var talið frá klukkan 15.05 til
15.20.
Til áréttingar skal því tekið fram
að fyrri könnun DV var í hádeginu
frá klukkan 12.25 til 12.40. Síðan var
aftur mætt á staðinn eftir um tvær
og hálfa klukkustund og talið frá
klukkan 14.50 til 15.05 og án hlés
áfram frá klukkan 15.05 til 15.20.
Þessi þrjú tímabil á deginum voru
síðan forsendan fyrir þeirri áætlun
sem gerð var um aðsókn að pylsu-
vagninum yfir allan daginn. -JGH