Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Side 10
10 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990. Hef aldrei haft - segir Ásta Thorarensen sem lét áratugagamlan draum rætast og sigldi um heimshöfin Ásta Thorarensen hefur siglt sem skipskokkur um öll heimshöfin. Útþráin er alltaf til staðar og sjórinn togar í. DV mynd JAK Ásta með stýrimanninum á Berglindi, Sigurbirni Ólafssyni, en hann réð hana „Sjórinn togar í mig og ég bíö bara eftir þvi að komast í afleysingar fljót- lega. Ég hef ekkert komist á þessu ári og er orðin æði óþreyjufull,“ seg- ir Ásta Thorarensen skipskokkur sem hefur siglt um öll heimsins höf á síöustu árum. Ásta var komin hátt á sextugsaldur þegar hún lagðist í siglingar og lét áratugagamlan draum rætast. Margir þekkja hana sem Ástu í Kafíivagninum, sérstak- lega sjómenn og leigubílstjórar, frá þeim árum að hún rak þann stað ásamt Guðrúnu Ingólfsdóttur. „Ég byrjaði að vinna með Guörúnu árið 1959 og nokkru síðar gekk ég inn í fyrirtækið með henni. Það samstarf stóð í tuttugu ár en þá seldum við. Reyndar hafði ég leigt minn hluta út um tíma eftir að ég byijaði í sigl- ingunum," segir Ásta. Kaffivagninn var ætíð sá staður sem var opnaður fyrst á morgnana og inn streymdu leigubílstjórar, verkamenn og sjó- menn til að ylja sér á kaffisopa og bakkelsi í morgunsárið. Því má nærri geta að eigendurnir hafa þurft að leggja hart að sér og vakna snemma morguns. „Já, blessuð vertu. í mörg ár fór ég á fætur klukk- an hálfþijú á nóttunni til að und- irbúa morgunmat og opna tímanlega. Meðan Suðurlandssíldin gafst unn- um við meira og minna allan sólar- hringinn því bátar voru að koma og fara. Lögreglan skipti sér lítið af því, en það var ekki vinsælt af samkeppn- isaðilum okkar hvað við vorum ár- risular og æth ég sé ekki sú kona í Reykjavík sem flestar kærur hefur fengið á sig,“ segir Ásta kímin og hefur greinilega gaman af. Boddí af bíl Fyrsti Kaffivagninn var boddí af bíl en síðar var byggt lítið hús sem var í notkun í 10 til 20 ár. Oft var þétt setinn bekkurinn í Kaffivagnin- um í gamla daga þegar staðurinn var ekki stærri en svo að hann rúmaði afgreiðsluborðið og einn bekk eftir endilöngu. Seinna færðu þær út kvíarnar og byggðu Kaffivagninn í þeirri mynd sem hann er núna. En þrátt fyrir að þægindi hafi verið lítil á fyrstu árunum voru fastagestimir margir. „Það var ekkert sérstaklega þægi- legt að sitja á þessum bekk en þeir létu sig hafa það. Þama komu inn menn sem höfðu alveg frábæra frá- sagnargáfu og höfðu lent í ýmsu sem vert var að hlusta á, bæði satt og logið. Þetta var eins og ein stór fjöl- skylda og það var engu líkara en sumir finndu á sér ef eitthvað þurfti að gera okkur til aðstoðar. Ég man eftir mörgum sérstæðum gestum, aðallega sjómönnum en líka af öðr- um stéttum, en því miður eru þeir margir dánir núna. Það var aldrei vesen í kringum sjómennina en stundum urðum við fyrir óþægind- um vegna fólks sem var aö skemmta sér fram undir morgun en það var aldrei mjög mikið." Ásta var ekki ókunnug sjó og sjó- mönnum því sumurin 1946 og 1947 var hún kokkur á síldarbátum frá Þórshöfn á Langanesi og svo aftur fyrstur til sjóferða um heimshöfin. árið 1952 á Svaninum frá Reykjavík. ;,Ekki voru þetta bein uppgrip því síldin gafst ekki lengur en tryggingin var þó hærri en venjulegt kven- mannskaup í landi,“ segir hún. Ásta var ekkja eftir fyrri mann sinn, Hörð Ólason smið, og með fjög- ur ung böm á framfæri þegar hún byijaði að vinna í Kaffivagninum. Hún segir að vinnutíminn hafi samt sem áður hentað sér mjög vel og margir hafi verið boönir og búnir að hjálpa til. Hún bjó nálægt vinnu- staðnum og einn fastagesturinn hafði það verk með höndum að vekja krakkana í skóla eða vinnu á morgn- ana. Fyrsta utanlandsferðin Seinni manni sínum, Guðna Sig- urðssyni skipstjóra, kynntist Ásta við afgreiðslu í Kaffivagninum. „Ég hafði heyrt af honum og þekkti vel til frænda hans. Svo mætti hann í kaffi og nú upphófst rómantík í Kaffi- vagninum," segir Ásta hlæjandi. Þau giftu sig og með honum fór Ásta í sína fyrstu utanlandsferð og hana ekki stutta, alla leið til Indlands. Þar bjuggu þau í þijú ár en Guðni vann fyrir Matvælastofnun Sameinuðu Þjóðannna, FAO, við kennslu í fisk- veiðum. Þau bjuggu bæði í Bombay og Kalkútta meðan á dvölinni stóð. „Indland hafði verið mitt drauma- land frá því ég var stelpa í skóla. Landið reyndist alveg himneskt og ég hefði getað hugsað mér að vera alla ævi á Indlandi. Ég veit ekki hvort ég er andlega skyld Indveijum en þetta er elskulegasta fólk sem ég hef kynnst og bráðskemmtilegt," segir Ásta. Þau komu til baka árið 1971 og síðan hefur Ásta farið í tvær heim- sóknir til Indlands og er alltaf jafn- heilluð. „Meira að segja lyktin er heillandi,“ segir hún. Þegar Indlandsdvölinni lauk stóð til aö halda til Norður-Jemen í þeim tilgangi að kenna fiskveiðar þar en Guðni veiktist skyndilega og lést eft- ir skamma sjúkdómslegu. Ásta fór þá aftur á sinn gamla stað í Kaffi- vagninum en útþráin var enn til staðar. Ráðin á skip Sjómennirnir héldu áfram að koma við í Kaffivagninum og Ásta orðaði oft að sig langaöi að komast á skip. Tækifærið kom svo upp í hendurnar á henni 1976 þegar hringt var frá ís- lenska kaupskipafélaginu sem gerði út frá Kanada skipið Berglindi. Berghnd var á fastri rútu frá Mon-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.