Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 7
LAUGARDÁGUR 21. JÚLÍ 1990.
.....-
7
m
Ágætt að
búa í Svíþjóð
^^mmmmmmmmmmmmmmammmmmtmmmmmmmmmmm
Nafn: Jón Karlsson
Slaða: Læknir og dósent
víð Háskólann í Gautaborg.
Aldur: 37 ár
í vor var Jón Karlsson skipaður
dósent við læknadeild Háskólans
í Gautaborg. Jón er sérfræðíngur
í bæklunarskurðlæknlngum.
„Dósentstöðunni fylgir meiri
ábyrgð og handleiösia á þeim sem
eru við nám. Jaíhframt því aö
kenna er ég séríræðingur í bækl-
unarskurðlækningum við Östra
sjúkrahúsið í Gautaborg,“ sagði
Jón.
Sveitabarn
Jón er fæddur í Reykjavík en
ólst upp í Noröurárdal í Borgar-
firði. „Ég bjó á bæ er heitir
Klettstía til 12 ára aldurs en þá
flutti ég til Borgamess.“ Leið
Jóns lá svo til náms í Reykjavík.
Hann stundaði nám við Mennta-
skólann við Hamrahlíð og lauk
stúdentsprófi þaöan 1972. Eftir
það lá leiðin í læknadeild Háskóia
Islands. Embættisprófi í læknis-
fi-æði lauk hann svo árið 1978.
„Eftir læknispróf starfaði ég
sem læknir á Egilsstöðum og
Borgarspítalanum. Ég var á
slysadeildinni undir handleiðslu
Hauks Kristjánssonar og það
kom eiginlega af sjálfu sér að ég
sérhæfði mig í bæklunarskurð-
lækningum."
Jón hélt til Gautáborgar 1981 til
framhaldsnáms. Sérfræðinámi
lauk hann um áramótin 1985/86.
„Segja má að £etta hafi verið heil-
mikið nám. Eg stundaöi visinda-
störf jafnframt námi og skrifaði
doktorsritgerðina sem ég svo
varöi i fyrra. Á námsárunum hér
hef ég skrifað um hundraö vís-
indagreinar sem bæði hafa birst
í íslenskum og erlendum lækna-
íímaritum.“
Margír íslendingar
„Hér í Gautaborg eru um 700
íslendingar. Flestir eru við al-
menn störf en töluveröur hópur
er hér í námi. Æth þaö séu ekki
tíu til fimmtán læknar sem eru í
framhaldsnámi hér.
íslendingamir halda talsvert
hópinn. Hér eru starfandi tvö ís-
lendingafélög sera standa fyrir
skemmtunum, svo sem þorra-
blóti og jólaskemmtunum. Auk
þess sjá þau um að útvega íslend-
ingum ódýrar ferðir heim til ís-
lands.
Við komum heim til íslands á
hveiju árí, einu sinni eða tvisvar.
En það er ekki alltaf i frí. Nú í
sumar, er við komum, var ég að
vinna á slysavaröstofunni á
Borgarspítalanum.
Það er ágætt að búa hér í Sví-
þjóð. Samfélagið er líkt íslensku
samfélagi á allan hátt. Lifsstand-
ardinn er svipaður, launin eru
ívið hærri en skattar eru líka
hærri. Það er ekki áberandi auð-
veldara að búa í Sviðþjóð en á
íslandi. Bömunum líkar líka vel
hér í Sviþjóð,“ sagði hinn nýskip-
aði dósent að lokum.
Jón er kvæntur Þorbjörgu
Pálmadóttur.
Fréttir
Slæmir vegir í Árnessýslu
Þvottabretti, holóttir vegir, grófir
og harðir vegir, tómar ófæmr eru
algengar lýsingar ferðamenna sem
þurfa af einhverjum ástæðum að
ferðast um malarvegi Ámessýslu
þessa dagana.
Sérstaklega hefur verið kvartað
yfir leiðinni á milli Hveragerðis og
Þorlákshafnar, vegum í nágrenni
Laugarvatns og Gjábakkavegi.
„Utibú Vegagerðar ríkisins á Sel-
fossi á tvo veghefla, auk þess sem það
hefur einn hefil á leigu. Þegar umferð
er mikil, eins og jafnan á þessum
árstíma, komumst við hreinlega ekki
yfir að halda vegunum í sæmilegu
horfi. Það em allir heflarnir stöðugt
á ferðinni en það dugar ekki til,“
segir Sigurfinnur Sigurðsson, skrif-
stofustjóri hjá Vegagerðinni.
„Gjábakkavegur var heflaður í vik-
unni svo ástand hans hefur batnað.
Auk þess er fyrirhugað í haust að
bera ofan í hann og lagfæra hann
eins og kostur er. í vikunni var og
hafist handa við að undirbúa veginn
milli Hveragerðis og Þorlákshafnar
undir malbik en áætlað er að allri
vinnu við hann verði lokið í septemb-
er.
Þurrkar hafa gert okkur erfitt fyrir
í sumar því í slíkri veðráttu rýkur
úr vegunum og þeir verða harðir og
grófir. Við gerum eins og við getum
til að bæta ástand veganna en við
höfum hvorki fjármagn, tæki né
mannafla til aö gera meira,“ segir
Sigurfmnur. '
-J.Mar
Þú getur stólað
á sparisjóðina
Frelsi og sjálfstæði - lipurð og sveigjanleiki eru
fjögur lýsandi orð yfir starfsemi og þjónustu
sparisjóðanna í landinu. Hver og einn þeirra
starfar sem frjáls og óháð eining í þágu ein-
staklingsins og byggðarlagsins, trúr þeirri
stefnu að stuðla að eflingu mannlífs og at-
vinnuvega á sínu starfssvæði.
í m
Sþarisjóðirnir, allir sem einn, leggja áherslu á
þersónulega þjónustu þar sem liþurð og sveigj-
anleiki ráða ferðinni enda eru hagsmunir
byggðarlagsins hagsmunir sþarisjóðsins. Þann-
ig kemur hver króna geymd í sþarisjóðnum við-
komandi byggðarlagi til góða.
SPARISJÓÐIRNIR
fyrir þig og þ'ma