Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Síða 23
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990. 35 um svo viðamikla lýtaaðgerð. „Það tekur langan tíma að aðlagast svona löguðu. Ég held þó að það sé nokkuð einstaklingsbundið," segir hún. Að- spurð um hvort sjálfstraustið hafi batnað segir Sigrún ákveðið að svo sé ekki: „Sumir segja að ég sé orðin alvar- legri. Ég held að það sé nokkuð til í því.“ - Hefur þú orðið vör við viðmóts- breytingu frá ókunnugu fólki eftir aðgerðina - þeim sem þú mætir á götu eða hefur takmörkuð samskipti við? „Jú, ég held að fólk hafi áður veitt því athygli hvað ég var með fram- stæðar tennur. Allavega var gert grín að mér sem krakka. í dag hverf ég hins vegar í fjöldann. Það sem kemur mér þó mest á óvart er hvað sjálfsöryggið er lítið breytt. Ég hef rekið mig á að sjálfstraustið kemur andlitinu lítið við. Sjálfsöryggi eykst ekki af sjálfu sér með lýtaaðgerð. En maður lærir sitthvað af þessu. Vel kann þó að vera að fólk með útstæð eyru fái sjálfstraust við að láta laga þau - að slík minnimáttarkennd hverfí fljótlega. En þá getur líka ver- ið að eitthvert annað vandamál komi í staðinn. Sálinni breytir enginn í einu vetfangi," segir Sigrún. Gat bitið í samloku Sigrún segir að lýtalæknisaðgerð- in, sem var gerð á henni, hafi ekki verið framkvæmd í fegrunarskyni. „Konur láta oft minnka brjóst sín vegna þess að þær hafa haft bakverk eða önnur óþægindi. Annars fmnst mér alveg sjálfsagt aö fólk láti gera á sér aðgerðir - sama hvort það er eingöngu til fegrunar eða í öðrum tilgangi. í mínu tilfelli var verið að laga bitið hjá mér. Neðri kjálkinn var færður og sá efri var of langt niðri. Ég brosti því mikið upp fyrir tenn- umar. Aivarleikinn, sem þeir nán- ustu em að tala um í dag, stafar sennilega af því að nú er ég oftar með munninn lokaðan. Þetta eru við- brigði fyrir þá sem þekkja mig. Tilgangurinn með minni aðgerð var því að laga galla og skekkjur. Það var mikið misræmi á kjálkunum og það gerði mér erfitt fyrir með að bíta í mat. Tennurnar í efri og neðri gómi náðu aldrei saman. Ég hlakkaði því mikið tíl að geta hitið almennilega í gegnum samloku og skilja stórt tann- far eftir í brauðinu - og að geta lokað munninum vel. Þetta tvennt var mesta tilhlökkunarefnið fyrir að- gerðina. Það var meiri háttar þegar ég gat loksins gert þessa hluti.“ Enginn kostnaður Lýtalæknisaðgerðin hafði engan beinán kostnað í for með sér fyrir Sigrúnu. Heilbrigðiskerfið borgaði lýtaaðgerðinar. Tannréttingarnar greiddi hún að hálfu leytí. Sigrún segir að vangaveltur hafi verið uppi um að lýtalæknar, sem lagfæra lík- amshluta, hugsi mest um að lagfæra skekkjur en hugsi minna um útlits- þáttinn. Það skrýtnasta eftir aðgerðina var þegar ég hitti gamla skólafélaga - þeir þekktu mig ekki. Ég þurfti þá að fara til þeirra og hreinlega kynna mig. Stundum var þetta fólk sem hafði heilsað mér nokkrum mánuðum áður, segir Sigrún Finnsdóttir sem fór í viðamikla lýtalæknisaðgerö fyrir tæpum tveimur árum. Hún segist ekki hafa orðið önnur manneskja á einni nóttu. Það tók hana langan tima að aðlagast sjálfri sér og hinu gjörbi eytta andliti. DV-mynd JAK „Ég tel þetta vera rangt. Þegar ég var að skoða teikningar hjá Sigurjóni á undirbúningstímabilinu fór ekki á milli mála að hann gerði alltaf ráð fyrir því að annað en kjálkamir af- lagaðist ekki. Ég hitti í fyrra Frakka sem hefur kynnt sér lýtalækningar. Hann trúði því varla að þetta hefði verið gert við mig í einni og sömu aögerðinni. Honum fannst þetta mjög vel heppnað. Þegar frá líður finnst mér ég í raun- inni lítið breytt. En það getur vel verið að ég hafi tekið töluverðum breytingum á síðustu árum. Ég held bara að ég geri mér takmarkaða grein fyrir því. Þetta hefur allt geng- ið sinn vanagang og hlutimir hafa breyst hægt og rólega,“ segir Sig- rún. Létt lund en mikið skap Sigrún segist hafa fengið létta lund í vöggugjöf - en á bak við leynist mikið skap. - Hver er niðurstaða þín af hugleið- ingum mn samspil innri manns og útlits? „Innri maðurinn hefur mikið að segja fyrir útlitíð; það skiptir miklu máli. Hinn innri maður hefur langt- mest að segja. Mér finnst ótrúlegt hve miklu er verið að troða upp á fólk í dag - ýmsu sem miðar að því að bæta útiitið. Ég hef ekki látið blekkjast af skruminu en auðvitað hefur það haft einhver áhrif. Ég spái raunar lítið í hvað aðrir hugsa um mig. Fólk talar undarlega um ýmsa hluti og veltir sér upp úr þeim. En þegar ég lít til baka finnst'mér sjálf- sagt að fólk láti gera á sér lagfæring- ar- eða fegrunaraðgerðir. Eftir það sem ég hef gengið í gegnum er ég alls ekki óánægð," sagði Sigrún Finnsdóttir. -ÓTT/hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.