Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990. 39 Lífestm Strendur Danmerkur eru taldar þær hreinustu i allri Evrópu. ágætt tívolí með um 80 leiktækjum, þar á meðal tvo rússíbana, annar þeirra er svokallað boomerang, sá eini sinnar gerðar í Skandinavíu og teygir sig 38 metra upp í loftið, draugalest, rafmagnsbíla, svo er hægt að ferðast gegnum hin ýmsu tímaskeið í panoramlyftunni og ýmislegt fleira er þar hægt að hafa fyrir stafni. Ferðir Auk þess eru í tívolígarðinum 15 veitingahús þar sem hægt er að velja á milli skyndibitastaða, veitinga- staða sem selja heíðbundinn dansk- an mat og dýrra veitingastaða sem bjóða upp á franska matargerðarlist. í Álaborg er og afar skemmtilegur dýragarður með um 1000 dýrum. Svo eru þar göngugötur, söfn og skemmtilegar krár. Borgarbúar segja sjálflr að það séu hvergi í öllum heiminum jafnmargar krár á hvern íbúa og í Álaborg. Jomfru Anne gade er skemmtileg lítil göngugata þar sem ekkert er að finna nema veitingastaði og krár, gata sem enginn má láta fram hjá sér fara því að þar slær hjarta borgar- innar á vinalegri nótunum. Lítil þorp Á norðurströndinni er urmull lí- tilla sveitaþorpa sem eru vel þess virði að heimsækja og stutt á milli staða. Það er heldur ekki svo langt að bregða sér yfir til Árósa og þaðan í Legoland. Það er ekki nema tveggja til þriggja stunda akstur frá Blokhus. Legoland hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og það má mæla með því aö fólk láti ekki hjá líða að sækja garðinn heim, jafnvel þótt heimsókn þangað sé ótæpilega dýr og auðvelt að eyða þar háum fjárhæðum. Skammt frá Legoland í Givskud er svo Ljónagarðurinn, einn skemmti- legasti dýragarður Danmerkur. Það er hægt að aka í gegnum garðinn, byija í asnagirðingunni og halda svo áfram uns komið er að girðingunni sem hýsir ljónin. En það er eins gott að vera stilltur og hafa alla glugga vel lokaða því að ljónin hafa átt það til að glefsa í fólk þar sem það situr í hílunum. Auk þess eru í garðinum nashyrn- ingar, gíraffar, aritilópur, fílar og fleiri dýr. Þegar ökuferðinni er lokið er svo upplagt að taka sér göngutúr og skoða dönsk húsdýr sem einnig eru til sýnis í garðinum. Dýrtland Danmörk er ekki ódýrt ferða- mannaland um þessar mundir. Það er til að mynda fremur dýrt að fara í flesta skemmtigarðana. Ein heim- sókn kostar á bilinu 3000 til 5000 krónur fyrir íjögurra manna fjöl- skyldu en eyðslan getur farið mikið eftir því hversu mörg leiktæki eru prófuð. Það er heldur ekki ódýrt að fara út að horða, þriggja rétta máltíð með forrétti, aðalrétti og eftirrétti kostar á biflnu 2000-5000 krónur fyrir manninn án drykkjarfanga. Á krán- um er hins vegar hægt að fá ágætis- máltíðir fyrir 500-1500 krónur, skyndibitamáltíðirnar eru svo ódýr- astar, eins og alls staðar annars stað- ar, kosta frá 300-600 krónur. Hins vegar er ódýrt að fara út í búð og kaupa í matinn, það kostar ekki nema brot af því sem það kostar hér á landi. Fatnaður er á svipuðu verði og hér heima ef ekki er keypt á útsölum eða tilboðum. Á Norður-Jótlandi er urmull sum- arhúsa og íbúðarhótela. Verðið á þessum stöðum er mjög mismun- andi, fer eftir staðsetningu og íburði á hveijum stað. Vikan í sumarhúsi eða á íbúðahóteli kostar allt frá 23.000 krónum og upp í 40.000 krónur. En að meðaltafl greiðir fjögurra manna fjölskylda um 30.000 krónur fyrir vik- una. Það er hægt að hafa samband við upplýsingaskrifstofur ferðamanna og fá þar uppgefin nákvæmari verð á sumarhúsum á Norður-Jótlandi: Aalborg Turistbureau, Österá 8, DK, 9000 Aalborg s. 98 12 60 22 Blokhus Turistbureau Aalborgvej 17, DK 9492 s. 98 24 85 11 -J.Mar Tjaldstæði: Hvíldarstaðir - ekki skemmtístaðir íslendingar ferðast sífellt meira um eigið land, og er ástæða til að fagna því. Það er mikilsvert að sjá sig um í heiminum en engu minna er um vert að þekkja sitt eigið land og njóta þess, segir í tilkynningu frá Ferðamálaráði íslands. Margir ferðalangar kjósa að gista á tjaldstæðum, enda fer slíkum svæðum fjölgandi og aðbúnaður þar batnandi. í nýjum bæklingi Félags eigenda sumardvalarsvæða eru haldgóðar upplýsingar um 96 tjalsvæði, þar sem sum hver hafa að vísu ekki upp á önnur þægindi að bjóða en rennandi vatn og sal- erni en býsna mörg eru búin flest- um þeim þægindum sem hægt er að vænta á slíkum stöðum. Tjald- gisting er oft eini kosturinn í óbyggðum en annars staðar góður kostur fjTÍr þá sem vilja spara og um leið njóta tengsla við náttúr- una. Eitt vandamál er þó verulegt áhyggjuefni og það er sá regin- misskilningur sumra íslendinga að tjaldsvæði séu skemmtistaðir en ekki hvílustaðir. Slíkir menn ræna aðra nætursvefni með drykkjulát- um og háreysti og eru öllum til ama því tjalddúkur lokar engan hávaða úti. Oft er um að ræða stóra hópa sem efna til Bakkusarblóta á tjald- svæðum undir yfirskyni náttúru- skoðunar og sýna öðrum algjört tillitsleysi með hátterni sínu. Er- lendir ferðamenn eiga erfitt með að skilja þessa tegund „náttúru- dýrkunar" og fá ekki beinlínis ánægjulega mynd af landanum við þá reynslu að eyða nótt á tjald- svæði við þessar aðstæður. Hávaðamengun er engu minna vandamál en mengun úrgangs og að því leyti verri að hún raskar þeirri næturró sem tjaldgestir eiga rétt á. Ferðamálaráð skorar á um- sjónarmenn tjaldsvæða að fylgja fast eftir reglum um kyrrð að næt- urlagi og gera gestum sínum það ljóst að tjaldsvæði eru ekki skemmtistaðir heldur hvíldar- og griðastaðir. Eitt vandamál er þó verulegt áhyggjuefni og það er sá reginmisskilningur sumra Islendinga að tjaldsvæði séu skemmtistaðir en ekki hvílustaðir. Slíkir menn ræna aðra nætursvefni með drykkjulátum og háreysti og eru öllum til ama þyi tjalddúkur lokar engan hávaða úti. Orvis STANGVEIÐIMENN hegar þiö Kaupið ORVIS veiðivörurnar styrkið þið laxakvóta kaupin okkar. Með veiðikveðju ORVIS veiðivörumar fást á eftirfarandi stöðum: 4iÖiv< Langholtsvegi 111 S. 687090 unuF Glæsibæ S. 82922 DéiÖMÍd Nóatúni 17 S. 84085 4T ím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.