Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990.
15
Er Gorbatsjov krati?
Hversu mikill kommúnisti er
Gorbatsjov Sovétleiðtogi?
Samkvæmt gömlum skýringum
mundi hann líklega teljast sósíal-
demókrati. Munurinn á kommún-
istum og sósíaldemókrötum var
einmitt talinn sá, að sósíaldemó-
kratar aðhylltust lýðræðislegan
sósíalisma. Kommúnistar vildu al-
ræði öreiganna, sem sé einn flokk,
sem færi með völdin. Hér á landi
eimdi lengi af þessu, til dæmis köll-
uðu kratar í Háskólanum flokk
sinn Flokk lýðræðissinnaðra sós-
íalista. Ef við lítum nú á gerðir
Gorbatsjovs sjáum við ekki annaö
en að hann aðhyllist lýðræðislegan
sósíalisma. Ef hann þá aðhyllist
sósíahsma. Gorbatsjov vill fjöl-
flokkakerfi - annað verður 'ekki
séö. Hann hefur leyft þingmönnum
aö ganga úr kommúnistaflokknum.
Þeir þingmennn ræða nú flokks-
stofnun, stofnun flokks, sem væri
frjálslyndari en Kommúnistaflokk-
urinn. Allt bendir til þess, að brátt
verði fjölflokkakerfi í Sovétríkjun-
um. Það sem meira er, brátt gæti
lokið völdum kommúnista í Sovét-
ríkjunum.
Heimsvaldafíkn
Á sínum tima töluðu Marx og
Engels um alræði öreiganna. Þeir
sem verið höfðu öreigar skyldu
taka öll völd. Því fylgdi vald eins
flokks. Því fylgdi einræði eins
flokks. Þessar kenningar voru síð-
an gleyptar af Lenín, Stalín og eftir-
mönnum þeirra. Kommúnistar
stefndu alls staðar að einræði
þeirra flokks. Kommúnistar hugð-
ust leggja undir sig heimsbyggðina.
í öllum löndum var viðkvæðið hið
sama. En þetta breyttist.
Kommúnistaflokkar tóku að taka
þátt í ríkisstjómum. Víða fóru
kommúnistaflokkar að viöur-
kenna, aö aðrir flokkar mættu vera
til. Nú fyrir nokkrum áratugum
varð til þaö, sem kallað var Evr-
ópukommúnismi.
Evrópu-
kommúnisminn
Sovétmenn snerust í þá daga hart
gegn Evrópukommúnismanum.
Enda var eitt meginmarkmið Evr-
ópukommúnista að hrista af sér ok
Kremlverja. Löndin skyldu verða
óháð Sovétríkjunum. Kommún-
istaflokkarnir skyldu starfa óháðir
yfirráðum Kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna. Á Stalínstímanum
hefði þetta verið óhugsandi. Þá
stefndu kommúnistar að heims-
byltingu. Þeir skyldu leggja undir
sig heiminn og koma hvarvetna á
alræði. Þetta breyttist smám sam-
an. Krústsjov fletti ofan af glæpum
Stalíns. Uppreisnir voru gerðar í
Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu
gegn valdboði Sovétmanna. Þær
voru kæfðar í blóði. En hvað hefur
gerzt nú? Þessi ríki hafa beinlínis
snúið sér til frjálshyggjunnar, án
þess að Sovétríkin gripu í taumana.
Þetta hefur verið verk Gorbatsjovs.
Sé Gorbatsjov ekki talinn krati,
má hiklaust telja hann í liði Evr-
ópukommúnista.
Oki Sovét-
manna lýkur
Hann hefur leyft, að mestöll
Austur-Evrópa hafi komizt undan
valdi kommúnista.
Oki Sovétríkjanna er þar yfirleitt
lokið. Gorbatsjov hefur leyft, að
gömlu kommúnistaflokkarnir
kenni sig nú frekar viö lýðræðis-
sósíalisma en kommúnisma. Við
skulum hafa í huga, aö Sovétríkin
hefðu getað stöðvað þessa þróun.
Það hefðu fyrirrennarar Gor-
batsjovs hiklaust gert. Þeir hefðu
beitt ægivaldi sovézka hersins.
En Gorbatsjov hefur ekki gert
það. Hann hefur horft á hvert ríkið
af ööru segja skilið við kommún-
ismann. Jafnframt eru ríki í Sovét-
ríkjunum farin að reyna að slíta
sambandinu við Moskvu. Við vit-
um ekki, hvað Gorbatsjov gerir í
þeim efnum. En vel má vera, að
innan fárra ára hafi Sovétríkin
liðazt sundur.
Því er frá sjónarmiði kommún-
ista margt til í því, sem harðlínu-
menn segja um Gorbatsjov.
En Gorbatsjov hefur jafnan haft
sigur yfir harðlínumönnum. Líkur
Laugardaqspistill
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
benda til þess, að svo verði áfram.
Það gerðist á nýafstöðnu flokks-
þingi. Gorbatsjov kemur fram sem
millimaður. Hann stendur mitt á
milli harðlínumannanna og hinna
frjálslyndu. Fulltrúar kommún-
istaflokksins treysta sér ekki til að
hafna Gorbatsjov vegna þessa. Því
fer Gorbatsjov jafnan með sigur.
Hann sigrar, þótt undir hans stjórn
hafi fjöldi ríkja flúið kommúnism-
ann. Hann sigrar, þótt hann mæli
með auknu einkaframtaki. Hann
sigrar, þótt hann samþykki, aö
sameinað Þýzkaland skuli vera í
Atlantshafsbandalaginu, Nato.
Völd Gorbatsjovs eru mikil sem
stendur. En þeim kann að ljúka
innan fárra ára - og þá væntanlega
þannig, að hinir ftjálslyndu taki
völdin. Harðlínumenn vita, aö þeir
gætu ekki haldið völdum lengi.
Þjóðir Sovétríkjanna mundu ein-
faldlega steypa stjórn harðlínu-
manna. En líklega er réttast að líta
á stjórn Gorbatsjovs sem millibils-
stjóm. Síðar kemur aö því, að
fijálslyndir menn, jafnvel frjáls-
hyggjumenn, taki völdin í Sovét-
ríkjunum - verði Sovétríkin þá á
annað borð við lýði.
Hin nýja stétt
Margt hefur breytzt frá því að
settar voru fram kenningar um al-
ræði öreiganna.
Júgóslavinn Djilas kom fram með
rök fyrir því, að í kommúnistaríkj-
unum hefði risið ný stétt. Sú stétt
var í engu betri en stéttavöld höfðu
áður verið. Þvert á móti var hin
nýja stétt verri. Við vitum öll, að
þetta hefur verið tilfelhð í komm-
únistaríkjunum. Þar hefur komið
til valda drottnandi yfirstétt. Kapít-
alisminn er þannig miklu betri. í
kommúnistaríkjunum er kúgun
fárra yfirstéttamanna. Þetta vita
landsmenn þar. í því liggur skýr-
ingin á, hversu fljót þessi ríki hafa
verið að losa sig við kommúnista,
og það þó að kommúnistaflokkar
breyti um nafn og fólki hafi yfir-
leitt verið haldið í fréttaleysi um
umheiminn. Við sjáum, að jafnvel
í hinni afskekktu Mongólíu láta
lýðræðissinnar til sín taka. Orsök-
in er, hversu augljós landsmönnum
er drottnun yfirstéttarinnar. Og
víðast hvar verða kommúnista-
stjórnirnar aö láta undan síga.
Þetta er að miklu leyti verk Sovét-
leiðtogans Gorbatsjovs, sem leyfir
þetta. Við getum því verið þakklát
Gorbatsjov fyrir það, sem hann
hefur gert, þótt sumt orki tvímælis.
En fleira hefur breytzt.
Kratarbreytast
Þegar við spyijum, hvort Gor-
batsjov geti tahzt krati, verðum við
að skoða, að kenningar flestra
krata hafa breytzt. Sósíaldemó-
kratar eru víðast hvar farnir að
aðhyllast frjálshyggju í vaxandi
mæli, þótt enn eimi eftir af dýrkun
þeirra á ríkisforsjá - til dæmis hér
á landi. Sósíaldemókratar hafa víða
verið við stjórn. Þeir hafa tilhneig-
ingu til oftrúar á svonefnt velferð-
arkerfi. En í stórum dráttum eru
sósíaldemókratar ekki þeir vinstri
flokkar, sem var. Gorbatsjov pass-
ar því ekki inn í það mynstur.
Hrimið mikla
Orsök hruns kommúnismans er
auðvitað efnahagsleg.
í kommúnistaríkjunum hefur
verið og er efnahagskreppa.
Kommúnisminn hefur hrunið inn-
an frá. Það er ein meginorsök þess,
hvernig Gorbatsjov getur talað við
sitt fólk. Jafnvel harðlínumenn
koma ekki fram þeim rökum, að
gamU kommúnisminn skuU vera
við lýði. Fólk líður skort, skort sem
er kommúnismanum að kenna. Því
getur Sovétleiðtoginn slakað til í
því skyni að fá stuðning frá auð-
valdsríkjunum. Sovétríkin þarfn-
ast'mikfls fjár að vestan. Og Vest-
urlönd setja gjaman skilyrði, svo
sem um aukin mannréttindi.
Svo getur farið, að hernaðar-
bandalögin verði viöskiptabanda-
lög. Harðlínumenn hafa horft upp
á Gorbatsjov gefa efiir gagnvart
Bandaríkjunum. Þvi er nú frið-
samlegra í henni veröld. Við von-
um, að kalda stríðinu sé lokið, og
við sjáum,.að Vesturlönd hafa sigr-
að. Þetta eru mikfl tíðindi, þau
mestu frá lokum seinni heimsstyrj-
aldarinnar.
Og við væntum enn frekari tíð-
inda frá Sovétríkjunum.
Fréttir um miklar breytingar í
kommúnistaríkjunum eru dagleg-
ar.
Og þær fréttir munu halda áfram.
Þar stefnir í aukið viðskiptafrelsi.
Því er enn sorglegra, hversu seint
gengur hér á landi.
Valdamenn í Alþýðubandalaginu
virðast ætla að halda úti hálf-
kommúniskum flokki. Þeir sitja í
ríkisstjórn og draga með sér mið-
flokka. Þar gUdir enn hugmyndin
um mikla ríkisforsjá. Ríkið er alls
staðar með puttana.
Og þetta gerist á sama tíma og
stöðugt berast fregnir frá öðrum
ríkjum um vaxandi frelsi.
Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn
hér er gegnsýrður af hugmyndum
um alvalda ríkisforsjá.
Því er tími til kominn, að við
lærum af öðrum þjóðum.
Það skyldi aldrei verða, að Sovét-
ríkin yrðu meira frjálshyggjuland
en ísland.
En hver veit?
Þróunin bendir til þess að það
gæti hæglega orðið.
Haukur Helgason