Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990.
Veiðivon___________________________________________________pv
Framtíðin?
Þjóðar
Lón sem fiski
er sleppt í
„í lónið höfum við sleppt sjóbirt-
ingi, urriða og bleikju, stærstu fisk-
arnir eru 4 pund,“ sagði Steinar Ingi-
mundarson í vikunni en fyrir fáum
dögum var opnaö fyrir veiðimönnum
Stóra-Lón í Straumfirði á Mýrum.
„Við höfum sleppt 500 löxum og
seljum hálfan daginn á 1500 kr. en
heilan á 3000 kr.,“ sagði Pétur
Bjarnason á Reykjanesi er við spurð-
um um Sveinhúsavatnið. Og hann
bætti við: „Það er ekki takmarkað
hvað má veiða marga fiska, þetta er
bara tilraun hjá okkur.“
Það virðist vera í tísku að húa til
lón og sleppa fiski í. Fyrst var það
Hvammsvík í Kjós, síðan við fiskeldi
Grindavíkur, svo kom Leirutjöm á
Akureyri, Sveinhúsavatn í Vatns-
firði og svo þetta, Stóra-Lón í
Straumfirði.
Þetta er kannski framtíðin í stanga-
veiði á íslandi, veiðimenn þurfa alls
ekki að elta þessa fiska upp um fjöll
og firnindi lengur heldur eru fisk-
amir bara settir í vatn eða lón. Færi
þá ekki glansinn af þessu í eitt skipti
fyrir öll ef menn vissu alltaf hvað
margir fiskar væm á hverju svæði
og hve vænir þeir væru?
Hin frábæra iaxveiði í Rangánum
heldur áfram og eru spekingarnir
farnir að spá henni um eitt þúsund
löxum. Um helgina er stórstraumur
og fleiri laxar gætu komið í ána. Á
stóru myndinni sést Tryggvi Jóns-
son glíma við lax og á þeirri minni
eru 14 laxar komnir á þurrt. Rang-
árnar hafa gefið um 300 laxa.
DV-mynd AP
En veiðimönnum finnst þetta
spennandi og þess vegna flölmenna
þeir til veiða á þessa staði.
„Það má veiða 5 fiska fyrir 1500
kr.,“ sagði Steinar í lokin.
-G.Bender
Fallegar bleikjur sem hafa tekið flug-
una. DV-myndir SSI
Veiðimaður hefur sett í silung
Stóra-Lóni í Straumfirði og skömmu
seinna var fiskurinn kominn á land.
Málningin
Veisla var eitt sinn haldin í
höfuðborginni. Mcðal veislugesta
voru margar frúr, allvel málaöar.
Er leið á veisluna fundu menn
brunalykt mikla. Einhver veislu-
gesta spurði þá hvort kviknað
væri í en einn eldri maður svar-
aði:
„Ætli einhver vel máluð frú
hafi bara ekki tyllt sér of nálægt
ofhinum.1'
Gott
tímakaup
Maður að nafni Sveinbjörn var
að flytja. Hann fékk sendibíl-
stjóra af einni stöðinni til að
hjálpa sér við flutningana. Svein-
björn átti margar bækur og hjálp-
aði sendibílstjórinn honum við
að bera þær upp á nýja samastað-
; inn,; Er Sveinbjöm ; hafði fariö
nokkrar feröir út í sendibilinn og
upp í íbúð aftur með vaming án
þess að verða var við sendibil-
stjórann gægðist hann inn í stof-
una á nýju íbúðinni og sá þá hvar
bílstjórinn var að raða bókunum
upp í hillu. Kaliaði Sveinbjörn þá
reiðilega til hans:
„Þú vilt kannski lesa þær í
tímavinnu iika, góðí.“
Hannes var eitt sinn spurður
að þvi hvað honum þætti merki-
legast við Akureyri. Hann svar-
aöi:
„Að það skuii ekki standa KEA
á kirkjunni.
Kennari í 9. bekk kom einn
morguninn inn í bekk sinn og
ávarpaði nemendur sína meö
þessum orðum:
„Hvað segja lömbin mín þá i
Þá heyrðist frá aftasta borði:
„Sjálfsagt Möööööö."
Finnur þú fimm breytingar? 64
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum liðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1) Hitateppi fyrir bak og
hnakka, kr. 3.900,-
2) Svissneska heilsupannan,
kr. 2.990,-
Vinningamir koma frá Póst-
versluninni Príma, Hafnar-
firði.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 64
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir sextu-
gustu og aðra getraun
reyndust vera:
1. Sigríður Guðmunds-
dóttir,
Skriðustekk 22,
109 Reykjavík.
2. Svanhvít Sigurðardóttir,
Mávahrauni 16,
220 Hafnarfjörður.
Vinningarnir verða
sendir heim.