Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 39
LAÚGARDAGUR 21. JÚLÍ-1990. 51 Afmæli Elín Guðrún Sigurðardóttir Elín Guðrún Sigurðardóttir ljós- móðir, Laufásvegi 14, Stykkis- hólmi, verður sextug á morgun. Elín er fædd í Dal í Miklaholts- hreppi og ólst upp á Snæfellsnesinu og í Miklaholtshreppnum. Hún lauk ljósmæðraprófi 1950 og var skipuð ljósmóöir í Miklaholts- hreppi 1951-52 en hefur nú verið ljósmóðir í Stykkishólmshreppi frá 1955. Hún staifar nú við heilsu- gæslustöðina og St. Franciskussp- ítalann í Stykkishólmi. Elín mun hafa tekið á móti u.þ.b. átta hundr- uð bömum. Elín hefur verið formaður Kven- félagsins Hringsins í Stykkishólmi í tvö ár og formaður Vesturlands- deildar Ljósmæðrafélagsins um nokkurra ára bil. Hún var einn af stofnendum og fyrsti formaður Lionessuklúbbsins Hörpu. Hún var í stjóm heilsugæslustöðvarinnar og sjúkrahússins frá 1976 og í stjóm dvalarheimilis aldraðra í Stykkis- hólmi 1982-1990. Elín giftist 3.5.1952 Sigurði Ágústssyni, f. 23.9.1925, verkstjóra, en hann er sonur Ágústs Pálsson- ar, skipstjóra frá Höskuldsey, og konu hans, Magdalenu Níelsdóttur frá Sellátri á Breiðafirði. Börn Elínar og Sigurðar eru Magdalena, f. 9.9.1952, hjúkmnar- fræðingur í Reykjavík, en fyrri maður hennar var Árni Páll Jó- hannsson myndhstarmaður og er sonur þeirra Sigurður Páll en seinni maður Magdalenu er Alfreð S. Jóhannsson framkvæmdastjóri og eru böm þeirra Elín Theodóra, Helga María og Anna Þóra; Þór, f. 30.5.1954, vélavinnumaður í Stykk- ishólmi, kvæntur Hallfríði Einars- 90 ára 70ára Ketill Ólafsson, Nesvegi5,Höfnum. Jens P. Guðjónsson, Urriðakvísl 14, Reykjavík. Pálmi Sigurðsson, Holtsbúð 37, Garðabæ. 85ára Sigurgeir Kristjánsson, Ásgarðsvegi 47, Húsavik. 80 ára Lilja Bjarnadóttir, Mundakoti II, Eyrarbakka. KáriJónsson, Ljósalandi 20, Reykjavík. Árndís Sigurðardóttir, Miðfelli 4, Hrunamannahreppi. Þórhallur Filippusson, Víðigrund24, Sauðárkróki. Steinn Hansson, Ásvallagötu 42, Reykjavík. Halldóra Sigfúsdóttir, Skarphéöinsgötu 6, Reykjavik. 50ára 75 ára Björgvin Jörgensson, Grænumýri 15, Akureyri. Sigurfinna Eiriksdóttir, Naustahlein 19, Garðabæ. Ingveldur Þorsteinsdóttir, Vallá, Kjalameshreppi. Hún verður að heiman. Hallbjörn Þórarinsson, Hvannalundi 4, Garðabæ. Sigurður Andrésson, Miðvangi 149, Hafiiarfirði. Ester Valgarðsdóttir, Meistaravöllum 27, Reykjavik. Kristinn Jónsson, Vesturvangi 26, Hafnarfirði. Aðalheiður Guðmundsdóttir, Engihlíö 10, Ólafsvík. Sviðsljós Oftar hafa þeir Páil Olafsson, Sigurður Sveinsson og Þorgils Ottar Mathie- sen sést i öðrum búningum. Þeir skemmtu sér greinilega vel í veislunni en gestgjafinn virðist vera svangur. DV-mynd GS Siggi Sveins: Heldur sig við sportiö Allir þeir sem fylgst hafa með ís- lenska landsliðinu í handbolta á und- anfömum árum þekkja Sigurð Sveinsson stórskyttu. Nýlega keyptu hann og Ólafur H. Jónsson Sport- klúbbinn í Borgartúni. Þeir félagar hafa tekið við rekstri staðarins. Af þessu tilefni bauð Sigurður vin- um og kunningum til veislu. Þar var margt um manninn og mátti sjá mörg-þekkt andlit úr íþróttaheimin- um. dóttur, starfsmanni á St. Francisk- usspítalanum, og eru böm þeirra Sigurborg og Sigurþór; Oddný, f. 5.12.1956, húsmóðir í Bandaríkjun- um, gift Eiríki Jónssyni lækni og eru börn þeirra Arngrímur og Tómas Oddur; Dagný, f. 31.10.1959, tíúfræðingur á Hvanneyri, gift Þor- valdi Jónssyni bifvélavirkja og em börn þeirra Jón Þór, Sigurður Ágúst og Hákon Garðar; Þorgerð- ur, f. 6.8.1961, sjúkraþjálfari í Reykjavík, gift Kristjáni Má Unn- arssyni, fréttamanni á Stöð 2, og eru böm þeirra María og Kristín Eygló; Sigríður, f. 24.9.1963, banka- starfsmaöur í Reykjavík, gift Sæ- mundi Gunnarssyni húsasmið og eru börn þeirra Gunnar Daníel og Arnarlngi. Systkini Elínar: Hjörleifur, f. 9.3. 1919, d. 23.7.1989, vegaverkstjóri í Ólafsvík, kvæntur Kristínu Hans- dóttur; Kristján Erlendur, f. 7.9. 1920, d. 2.1.1987, b. í Hrísdal, kvænt- ur Maríu Louise Edvardsdóttur kennara; Sigfús, f. 19.2.1922, fyrrv. kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Ester. Einarsdóttur hár- greiðslumeistara; Kristjana Elísa- bet, f. 27.3.1924, gift Vigfúsi Þráni Bjarnasyni, b. í Hlíðarholti í Stað- arsveit; Áslaug, f. 30.8.1926, gift Sveinbirni Bjarnasyni, fyrrv. lög- regluvarðstjóra í Reykjavík; Valdi- mar, f. 5.9.1928, lögregluflokks- stjóri í Reykjavík, kvæntur Bryn- hildi Daisy Eggertsdóttur; Olga, f. 9.8.1932, fyrrv. veitingakona í Hreðavatnsskála, gift Leópold Jó- hannessyni; Magdalena Margrét, f. 26.9.1934, skrifstofumaðurá ísafirði, gift Oddi Péturssyni verk- stjóra; Anna, f. 9.2.1938, gift Þor- steini Þórðarsyni, b. á Brekku í Norðurárdal, ogÁsdís, f. 22.2.1941, hótelstarfsmaður, gift Sigmundi Sigurgeirssyni húsasmið. Foreldrar Elínar voru Sigurður Kristjánsson, f. 5. október 1888, d. 18. september 1969, b. í Hrísdal í Miklaholtshreppi, og kona hans,. Margrét Hjörleifsdóttir, f. 26. sept- ember 1899, d. 9. ágúst 1985. Sigurð- ur var bróðir Guðbjarts, b. og hreppstjóra á Hjarðarfelli, föður Gunnars, framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, og Stefáns, föður Alexanders, fyrrv. ráðherra. Siguröur var son- ur Kristjáns Guðmundssonar, b. í Straumfjarðartungu, og seinni konu hans, Elínar Árnadóttur. Kristján var sonur Guðmundar, b. í Gröf í Miklaholtshreppi, Þórðar- sonar, b. á Hjarðarfelli, Jónssonar, ættföður Hjarðarfellsættarinnar. Móðir Guömundar var Þóra Þórð- Elin Guðrún Sigurðardóttir. ardóttir, b. í Borgarholti, Þórðar- sonar og konu hans, Oddfríðar Halldórsdóttur Árnasonar Þor- varðssonar, bróður Ragnhildar, langömmu Guðnýjar, ömmu Hall- dórs Laxness. Elín var dóttir Árna, b. í Stafholti í Stafholtstungum, Magnússonar, b. á Hofstöðum í Stafholtstungum, Oddssonar. Móð- ir Elínar var Anna Halldórsdóttir, b. á Kaðalstöðum í Stafholtstung- um, Jónssonar og konu hans, Elín- ar Sigurðardóttur. Elín verður að heiman á afmæhs- daginn. gVMART1^B0Ð VEGNA HAGSTÆÐRA INNKAUPA GETUM VIÐ BOÐIÐ UM 40.000,- KR. VERÐLÆKKUN Ravenna ljós eik, 160x200 cm, með náttborðum og dýnum (spring- eða latexdýnur). Verð kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,- Áður kr. 138.555,- stgr. og lánaverð 148.550,- Dæmi um greiðslumáta: 1) Visa/Euro raðgreiðslur í 11 mánuði 2) Útborgun 30.000,-, eftirstöðvar á skuldabréfi ca 10.870,- hvern mánuð. í 8 mánuði, ca kr. 10.615,- hvern mánuð. Einnig er hægt að fá rúmið með vatnsdýnu og bætast þá kr. 30.000,- við verðið. Grensásvegi 3 • sími 681144 Umboðsmenn: Austurland: Hólmar hf., Reyðarfirði. Norðurland: Vörubær, Akurcyri. Vestfirðir: Húsgagnaloftið, ísafirði. <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.