Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Side 20
J S 20 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990. Kvikmyndir Enemies, A Love Story þykir meðal bestu kvikmynda Pauls Mazursky: Beið eftir kvikmyndarétti á sögu nóbelsskáldsins í rúm tuttugu ár Paul Mazursky. Það er sama hvar litíð er í tíma- rit um kvikmyndir, allir sem fást við skriftir um kvikmyndir virðast hafa falhð fyrir nýjustu kvikmynd Pauls Mazursky, Enemies, A Love Story, sem gerð er eftir skáldsögu nóbelsskáldsins Isaacs Bashevis Singer. „A einhvem dularfullan hátt varð sagan mér afar kær um leið og ég las hana í fyrsta skiptið, 1973,“ segir Paul Mazursky. „Ég reyndi strax að fá kvikmyndarétt- inn en aðrir höfðu orðið á undan mér og það var ekki fyrr en 1986 að ég gat tryggt mér réttínn. Þetta er dásamleg saga um andstæður og mghng sem er í sannleika sagt eins og spegilmynd af lífinu sjálfu. í sögunni eru miklar ástríður, hamingja, leiði og örvænting. Hvað er hægt að biðja um meira?“ Paul Mazursky hefur starfað sem leikstjóri, leikari, framleiðandi og handritshöfundur í tæp þijátíu ár og efitír hann hggja þrettán myndir sem hann hefur leikstýrt, má þar nefna Bob & Carol & Ted & AUce, Blume in Love, Harry og Tonto, An Unmarried Woman og Down and Out in Beverly HUls. Hann hefur skrifað handritið eða haft hönd í bagga með samningu hand- Hér sést Paul Mazursky leikstýra Margaret Sophie Stein, Ron Silver og Anjelicu Huston í Enemies, A Love Story. rits að öllum sínum myndum. Það má segja um kvikmyndir Mazurskys aö ávaUt sé húmor í þeim ásamt mannlegum tílfmning- um og von. Hann skýrir sjálfur mottó sitt þannig: „Ef þú ert lifandi og að ein- hvetjum hluta meðvitaður um hvað er að gerast í kringum þig þá sérðu bijálaðan heim. Ibúar hans geta aðeins Ufað í honum með því að gera sér grein fyrir hvað ánægja er. Þess vegna reyni ég að láta endi í mínum kvikmyndum vera já- kvæðan." Tragikómedía um fjórarpersónur Enemies, A Love Story er tragi- kómedía og fjaUar um þijár konur og einn mann. Þau eru öU gyðingar sem lifðu af síðari heimsstyijöld- ina. Nú búa þau í New York og lenda í ýmsum ógöngum, fyndnum og hræðilegum. Maðurinn er Her- mann, sem Ron Silver leikur. Hann býr á Coney Island ásamt eigin- konu sinni, Yadwiga. Hann á í eld- heitu ástarsambandi viö Masha sem býr í Bronx. Líf hans verður Kvikmyndir Hilmar Karlsson enn flóknara þegar fyrsta eigin- kona hans, Tamara, sem hann hélt að hefði látíst í útrýmingarbúðum nasista, birtíst. Hún er sem sagt sprelUifandi og býr á Manhattan og gerir að sjálfsögðu kaU tíl hús- bónda síns. í sögunni er látíð að því liggja að Hermann hafi aldrei verið trúr eig- inmaður en að vera með þijár í takinu reynist meira að segja hon- um of mikið álag. Eins og köngulló, sem fost er í eigin vef, spinnur hann lygasögur tíl að slá uppgjörinu á frest, sögur sem aðeins vekja þján- ingar hjá konunum þremur. Hermann sjálfur verður svo ruglaður af öUu saman að þegar hann fer í lest veit hann ekki hvort hann er á leiðinni til Coney Island, Bronx eða Manhattan. Ron SUver, sem leikur Hermann, er þekktur leikari á Broadway og hefur unnið til Tony-verölauna. Hann hefur ekki leikið mikið í kvikmyndum og er hlutverk hans Að leika í kvikmynd er ekki mikið mál fyrir Paul Mazursky. Hann byrjaði feril sinn sem leikari fyrir þrjátiu árum og leikur í annarra manna myndum alltaf við og við. í Enemies, A Love Story leikur hann lítið hlutverk, illmenni sem nefnist Tortshiner. í Enemies, A Love Story stærsta hlutverk hans til þessa. Konurnar þijár eru leiknar af AnjeUcu Hust- on, Lenu Olin og Margaret Sophie Stein. j Lék í fyrstu kvikmynd Kubricks Paul Mazursky fæddist í Brooklyn 25. aprU 1930. Faöir hans var verka- maður. Hann minnist samt best afa síns sem rak sælgætisverslun og las Turgenev í bakherbergi búðar- innar. Mazursky byijaði snemma að koma fram í skólaleikritum og eftir að hann lauk almennu námi hélt hann til New York. Hann fékk sitt fyrsta hlutverk þar í leikriti utan Broadway sem hét He Who Gets Slapped. Hann bjó á þessum árum í Greenwich ViUage og lýsir lífrnu þar í einni mynda sinna, Next Stop Greenwich Vill- age, og byggir hann aðalsöguper- hann skrifaði og hveiju hann leik- stýrði og þótt ekki hafi allar mynd- ir hans hlotið náð hjá áhorfendum hefur trú framleiðenda á honum verið það mUtíl að hann hefur aldr- ei lent í vandræðum með að fá gert það sem hann langar til. Paul Mazursky fylgdi eftir Bob & Carol... með Alex in Wonderland og þar á eftír Blume in Love sem hlaut frábærar viötökur gagnrýn- enda. í þeirri mynd gerir Mazursky úttekt á hjónabandi eins og í Bob & Carol... Fjallar myndin um eigin- konu sem kemst að því að eigin- maðurinn heldur fram hjá henni og tíl að hefna sín gerir hún það sama með þeim atieiðingum að hún verður ófrísk. Þegar eiginmaður- inn fréttir þetta nauðgar hann henni. í lokin sættast þau, leið en kunnugri eigin göUum. í næstu mynd sinni, Harry and Tonto, slær Mazursky á léttari strengi. Art Camey hlaut óskars- verðlaun fyrir leik sinn í myndinni en hann leikur gamlan mann sem Ron Silver leikur mann sem giftur er tveimur konum og heldur við eina í viðbót. sónuna á sjálfum sér. Fyrsta kvikmyndahlutverk, sem Mazursky fékk, var í fyrstu kvik- mynd Stanleys Kubrick, Fear and Desire, sem gerð var 1953. Tveimur árum seinna lék hann í hinni þekktu unglingamynd The Black- board Jungle. Mazursky lék svo ekki í kvikmynd fyrr en 1966 aö hann lék í Deathwatch. í millitíð- inni skrifaði hann handrit fyrir ýmsa sjónvarpsþætti. Lengst af skrifaði hann handrit fyrir gaman- þættí Dannys Kaye sem voru mjög vinsælir á þessum áram. Áður en hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Bob & Carol & Ted & Alice, skrifaöi hann eitt kvikmyndahandrit ásamt Larry Tucker, I Love You, Alice B. Toklas. í þeirri mynd lék Peter Sell- ers hippa og óvænt varð myndin vinsæl. Columbia hafði trú á Mazursky og leyfði honum að hafa fijálsar hendur með gerð Bob & Carol... Sú mynd var opnunarmynd á New York-kvikmyndahátíðinni 1969 og má þá segja að heimurinn hafi opn- ast fyrir Mazursky. Myndin fékk óskarstílnefningar ásamt mörgum fleiri viðurkenn- ingum. AUt frá fyrstu mynd Maz- urskys hefur verið tcdað um að hann væri sá amerískra leikstjóra sem mest er evrópskur. Kemur þar til að myndir hans láta yfirleitt ekki mikið yfir sér og ávallt er gert meira úr mannlega þættínum en hjá flestum starfsbræðrum hans vestan hafs, en fyrst og fremst er ástæðan sú aö aldrei hefur verið hægt aö kaupa Mazursky. Hann hefur ávaUt ákveðið sjálfur hvað fer þvert yfir Bandaríkin ásamt kettinum sínum. Nú komu tvær gæðamyndir frá Mazursky sem héldu nafni hans á lofti, fyrst Next Stop Greenwich VUlage, sem margir telja van- metnustu kvikmynd hans, síðan An Unmarried Woman, sannkallað meistaraverk sem vaktí mikla at- hygh og kom Jtil Clayburgh upp á stjörnuhimininn. Á eftir þessum gæðamyndum komu nokkur mögur ár, Wtilie and Paul, The Tempest og Moscow on the Hudson gerðu lítið annað en rétt að láta menn muna eftir hon- um. Mazursky tók sér nú þriggja ára hvUd. Skrifaði handrit sem var lauslega byggt á franskri kvik- mynd eftir Jean Renoir og kallaði Down and Out in Beverly Hills. Meö þau Nick Nolte, Richard Dreyfuss og Bett Midler innan- borðs skapaði hann skemmtilega og frumlega kvikmynd. Hann fylgdi þessari satíru eftir með ann- arri álíka, Moon over Parador, sem fjallar um annars flokks leikara sem fær það hlutverk að leika ein- ræöisherra sem fallið hefur óvænt frá. Með Enemies, A Love Story snýr hann sér aftur að því sem hann gerir best, að sýna margar hhðar mannskepnunnar án þess að dæma einn eða neinn. Og árangurinn hef- ur ekki látið á sér standa. Ef Enemies, A Love Story er ekki besta kvikmynd Pauls Mazursky þá er hún aö minnsta kosti meðal hans þriggja bestu. Enemies, A Love Story verður sýnd á næstunni í BíóhölUnni eða Bíóborginni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.