Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990.
3
dv Fréttir
Einnota rússar
hjá hermönnunum
Hermenn á Keflavíkurflugvelli eru
ekki fémiklir. Það hefur hins vegar
færst mikið í vöxt að keyptir séu
ódýrir austantjaldsbílar sem skildir
eru eftir við brottfor hermannanna.
Nú þykir fínast að kaupa sér rúss-
neska Lödu sem þeir geta fengið á
rúmar tvö hundruð þúsund. Her-
mennirnir þurfa ekki að greiða virð-
isaukaskatt, tofla og önnur gjöld.
Þegar þeir fara aftur selja þeir svo
Sölu varnarliðseigna bílana fyrir
slikk.
Einnig er það algengt að áður en
þeir fara héðan kaupi þeir sér dýra
bíla og flytji þá með sér heim aftur.
Það er litið á það sem hlunnindi her-
manna í ameríska hernum og nýta
þeir sér það óspart. -pj
Hafnarfjörður:
Yfir 70 krónur
fyrir þorskinn
- fyrsta sala aflahrotunnar
„Ránin seldi 208,5 tonn fyrir 14,7
milljónir. Fyrir þorskinn fengust
72,86 krónur. Meðalverð aflans var
sjötíu krónur og fimmtíu aurar. Ég
held að bæði kaupendur og seljandi
geti vel við unað,“ sagði Grétar Frið-
riksson, framkvæmdastjóri Fisk-
markaðarins í Hafnarflrði.
Rán HF 4 er fyrsta veiðiskipið sem
kemur með flsk úr aflahrotunni á
Vestfjarðamiðum á markaðinn í
Hafnarfirði. Grétar sagði að von væri
á miklu magni af þorski næstu daga.
Ránin er í eigu Stálskipa í Hafnar-
flrði. Skipið hét áður Sigurey og var
gert út frá Patreksfirði.
NYTT!
FRA
COMBI
CAMP
ms
TII ANhf
TÍTANhf
LÁGMÚLA 7
SÍMI 84077
Nú geta allir
eignast tjaldvagn
Combi Camp Night Rider er fjölhæfasti
tjaldvagninn i ferðalagið, sumar, vetur,
vor og haust.
Hann er nettur, léttur (vegur aðeins
150 kg) og handhægur.
Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda.
Vagninn erfallega straumlínulagaður og
allur einangraður með polyurethan.
Hverjum vagni fylgir svefntjald, dýnur,
farangursgrind, geymsluhólf undir
svefnrými og á beisli.
Úrval aukahluta fáanlegt: Skíði,
thermo-svefntjald, pokahengi,
10m2 hliðartjald o.fl. o.fl.
KYNNINGARVERÐ
kr, 198,925 stgr.
COMBICAMP, TRAUSTUR OO GÓÐUR FÉIAGI í FFRÐALAGIÐ.
/
-sme
Nýr glæsilegur Volvo
Volvo 460 er glæsileg viðbót við framhjóladrifnu 400 línuna sem
markaði tímamót hjá Volvo. Volvo 460 er bíll sem sameinar öryggi,
frábæra aksturseiginleika og fágað útlit.
Volvo 460 er ríkulega búinn:
Öflug 106 hestafla vél með beinni innspýtingu, 5 gíra beinskipting eða
4 gíra sjálfskipting, framhjóladrif, álfelgur, vökvastýri/veltistýri,
lúxusinnrétting, upphituð framsæti, rafstýrðar rúður og speglar,
samlæsing á huröum/skottloki, litað gler o.fl.
Volvo á einstöku verði
Verðið á Volvo 460 er einstaklega gott, eða frá 1.344.000 kr. stgr.
kominn á götuna.
Brimborg hf.
FAXAFENI 8 • S.68 58 70