Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 38
. .50
Afmæli
LAUGAKDAGUR 21. JÚLÍ 1990.
Pálmi Sigurðsson
Pálmi Sigurðsson skipstjóri,
Holtsbúð 67, Garðabæ, er sjötugur í
dag. Pálmi er fæddur í Skjaldbreið
í Vestmannaeyjum og ólst upp í
Vestmannaeyjum. Hann var sjó-
maður þar 1936-1939 og var í sigling-
um á mb. Helgu VE til Englands
1939-1942. Pálmi tók meirafiski-
mannapróf frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík 1943 og var stýri-
maður á ýmsum skipum er sigldu
til Englands allt til 1945. Hann var
á bv. Elliðaey 1947, lengst sem stýri-
maður, til 1953, þá skipstjóri á bv.
Bjamarey í tvö ár. Pálmi var frá
1956 með ýmsa báta og eigin útgerð
til 1964 og fór þá að vinna við neta-
gerð í Vestamannaeyjum. Hann
flutti í Garðabæ 1974 og tók sveins-
próf í netagerð í Vestmannaeyjum
og vann við netagerð til 1981 er hann
hóf starf hjá Glerborg 1 Hafnarfirði.
Pálmi hefur leyst af skipstjóra frá
1964 og sigldi ýmsum skipum til
Englands og Þýskalands til 1987.
Pálmi kvæntist 16. desember 1942
Stefaníu Marinósdóttur, f. 25. júní
1924. Foreldrar Stefaníu eru Marinó
Jónsson, f. 20. maí 1900, pípulagn-
ingameistari í Vestmannaeyjum, og
kona hans, Guðbjörg Guðnadóttir,
f. 8. nóvember 1902. Böm Pálma og
Stefaníu eru Guðbjörg, f. 23. des-
ember 1941, gift Ólafi Ragnarssyni,
skipstjóra í Rvík; Sigmar, f. 23. mars
1943, atvinnurekandi í Vestmanna-
eyjum, kvæntur Kristrúnu Axels-
dóttur bankastarfsmanni; Páll, f. 17.
ágúst 1945, verkstjóri í Vestmanna-
eyjum, kvæntur Guðrúnu Guðjóns-
dóttur, og Hafþór, f. 21. febrúar 1954,
d. 10. september 1977, sjómaður.
Systkini Páls eru Júlíus, skipstjóri
í Vestmannaeyjum; Friðjón, fyrrv.
skrifstofustjóri Alþingis, kvæntist
Áslaugu Siggeirsdóttur; Kristinn,
slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyj-
um, og Sigríður, gift Kristmanni
Magnússyni, trésmíðameistara í
Vestmannaeyjum.
Foreldrar Pálma voru Sigurður
Ingimundarson, útgerðarmaður í
Skjaldbreið í Vestmannaeyjum, og
kona hans, Hólmfríður Jónsdóttir.
Sigurður var sonur Ingimundar, b.
í Miðey í Landeyjum, Ingimundar-
sonar, b. í Miðey, Kolbeinssonar,
bróður Jóns, langafa Sigurbjargar,
langömmu Sigurðar Hreiðars, rit-
stjóra Úrvals. Móðir Sigurðar var
Þuríður Ámadóttir, dóttir Árna, b.
í Fíflholts-Norðurhjáleigu í Land-
eyjum, Ólafssonar og konu hans,
Guðrúnar Björnsdóttur.
Móðurbróðir Pálma var Jón, lang-
afi Ingimars Ingimarssonar, þing-
fréttaritara á RÚV. Annar móður-
bróðir Pálma var Tómas, faðir
Hauks jarðfræðings og afi Björns
Ólafssonar verkfræðings. Móður-
systir Pálma var Valgerður, amma
Sigrúnar Sigurðardóttur, frétta-
manns RÚV, og langamma Sigur-
laugar Jónasdóttur dagskárgerðar-
manns. Önnur móðursystir Pálma
var Margrét, amma prófessoranna
Sigmundar og Þórðar Eydal Magn-
ússona. Hólmfríður var dóttir Jóns,
b. í Skammadal í Mýrdal, Tómas-
sonar, bróþur Þórðar, afa Þórðar
Tómassonar, fræðimanns í Skógum,
og langafa Ólafs Laufdals og Stefáns
Harðar Grímssonar skálds. Systir
Jóns var Sigríður, langamma Jóns
Þórs Þórhallssonar, forstjóra
Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík-
urborgar, ogErlends Einarssonar,
fyrrv. forstjóra SÍS.
Móðir Hólmfríðar var Hólmfríður
Jónsdóttir, b. í Skammadal í Mýr-
dal, Guðmundssonar og konu hans,
Margrétar Einarsdóttur, b. í Giljum,
Pálmi Sigurðsson.
Jónssonar. Móðir Margrétár var
Hólmfríður Vigfúsdóttir, systir
Kristínar, langömmu Þórðar, föður
Þórbergs rithöfundar. Bróðir Hólm-
fríðar var Kristján, langafi Bene-
dikts, föður Gunnars rithöfundar.
Hólmfríður var dóttir Vigfúsar,
prests á Kálfafellsstað, Benedikts-
sonar, bróður Hólmfríðar,
langömmu Jensínu, móður Ásgeirs
Ásgeirssonar forseta. Pálmi verður
aðheimanídag.
---------------------- Sigurbjörg Pálsdóttir,
Laufskálum 1, Stafholtstungna-
_____________________ hreppi.
Pálína Guðmundsdóttir,
Lönguhlíð3,Reykjavík. -------—-----------------------
Ingvi Guðmundsson,
Brekkugötu 15, Ólafsfiröi.
Benedikt Þorvaldsson,
Krummahólum 6, Reykjavík.
MaríaHelgadóttir,
Grænukinn 18, Hafnarfirði.
Hafdís J. Bridde,
Víðihlíð2,Reykjavík.
Hannes Guðmundsson,
Efri-Sandvík, Grímseyjarhreppi.
70 ár a
Bj arni Loftsson,
Seljahlíö 3F, Akureyri.
Sólrún Jensdóttir,
Hellulandi 10, Reykjavik.
Friðrik A. Jónsson,
Flatahrauni 16B, Hafnarfirði.
Guðný Kristín
Guðnadóttir
Kristján Jóhannesson
Kristján Jóhannesson útibús-
stjóri við Sparisjóð Kópavogs að
Engihjalla, til heimihs að Helg-
ubraut 10, Kópavogi, varð fertugur
ígær.
Kristján fæddist á Akureyri og
ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann
lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri 1967,
stundaði nám við framhaldsdeild
gagnfræðaskólanna, fyrri veturinn
á Akureyri og þann seinni í Reykja-
vík, en þar lauk hann námi vorið
1971.
Kristján starfaði við Útvegsbank-
ann í Reykjavík og á Akureyri
1971-81, var útibússijóri við Sam-
vinnubankann á Grundarfirði
1981-86, bæjarsjóri í Hveragerði
1986-88 og hefur verið útibússtjóri
við Sparisjóð Kópavogs frá 1988.
Kristján kvæntist 1978 Hafdísi
Hannesdóttur, f. 8.9.1957, húsmóð-
ur, en foreldrar hennar eru Hannes
Jónsson, lagerstjóri hjá lyfjaverslun
Stefáns Thorarensen, og kona hans,
Hrefna Magnúsdóttir.
Kristján og Hafdís eiga þrjár dæt-
ur. Þær eru Inga Hrefna, f. 17.9.1978,
Lilja, f. 7.1.1981 og María Björg, f.
3.12.1987.
Kristján á þrjú systkini. Þau eru:
Stefán, f. 27.10.1952, trésmíðameist-
ari á Akureyri, og á hann eina dótt-
'ur; Kristín, f. 18.12.1953, húsmóðir
í Mývatnssveit, gift Helga Gunnars-
syni kaupmanni og eiga þau tvö
böm; Hanna Björg, f. 27.2.1958, hús-
móöir og verkakona á Akureyri, gift
Hirti Herbertssyni verslunarmanni
og eiga þau íjögur börn.
Foreldrar Kristjáns eru Jóhannes
Kristjánsson, f. 23.10.1917, bifreiðar-
stjóri á Akureyri, og kona hans,
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 11.11.1918,
húsmóðir og verkakona.
Jóhannes er sonur Kristjáns, skip-
stjóra á Akureyri, Tryggvasonar.
Móðir Jóhannesar var Albína Sig-
ríður, systir Stefáns í Skjaldarvík.
Albína var dóttir Jóns Hannesar á
Auðnum í Öxnadal Jóhannessonar,
frá Torfufelli í Eyjafirði, bróður Sig-
urðar, fóður Magnúsar, kaupmanns
á Grund í Eyjafirði. Jóhannes var
sonur Jóhannesar, b. á Torfufelli,
Bjamasonar, b. í Leyningi, Fló-
ventssonar, b. í Hrísum, Bjarnason-
ar, b. í Hrísum, Flóventssonar, b. á
Stijúgsá og á Hálsi, Pálssonar, b. í
Litla-Dal, ættföður Flóventsættar-
innar, Pálssonar.
Móðir Bjama í Leyningi var Guð-
ríður Sigfúsdóttir. Móðir Jóhannes-
ar á Torfufelli var Elísabet Sveins-
dóttir, b. í Leyningi, Sigurðarsonar.
Móðir Jóhannesar yngri var Sæunn
Sigurðardóttir, b. í Kambafelli, Ól-
afssonar. Móðir Albínu var Sólrún
Oddsdóttir frá Auðnum.
Ingibjörg, móðir afmælisbarnsins,
er dóttir Jóns Ólasonar, Christian
Ólafssonar, skipstjóra í Ólafsvík,
Jónssonar, á Breiðabólstað á Skóg-
arströnd.
Guðný Kristín Guðnadóttir, hús-
móðir og verkakona, Aðalgötu 3,
Suðureyri, verður sextug á morg-
un.
Guðný Kristín fæddist í Vatnadal
í Súgandafirði, dóttir hjónanna
Kristínar Jósefsdóttur frá Lamba-
dal í Dýrafirði, og Guðna Alberts
Guðnasonar „glímukóngabana"
frá Kvíanesi í Súgandafirði.
Guðný hefur ásamt húsmóður-
störfunum unnið við sjávarsíðuna,
lengst af i Fiskiðjunni Freyju og
þar starfar hún enn.
Eiginmaður Guðnýjar er Einar
Guðnason, fyrrv. skipstjóri, sonur
hjónanna Albertínu Jóhannesdótt-
ur og Guðna Jóns Þorleifssonar frá
Botni í Súgandafirði.
Studioblóm
Þönglabakka 6, Mjódd,
noröan við Kaupstað,
sími 670760
Blómaskreytingar
viðöll
tækifæri.
Guðný Kristín Guðnadóttir.
Guðný og Einar eiga sex böm.
.Þau em: Kristín Eygló, f.23.7.1952,
sölustjóri á Akureyri, gift Árna Sig-
urðssyni og eiga þau þijú börn;
Guðni Albert, f. 31.8.1954, skip-
stjóri á Suðureyri, kvæntur Sigr-
únu Sigurgeirsdóttur og eiga þau
þijú böm; Ævar, f. 20.4.1957, um-
boösmaður á Suðureyri, en sam-
býliskona hans er Málfríður Ar-
nórsdóttir og eiga þau íjögur börn;
Elvar, f. 10.11.1959, framkvæmda-
stjóri á Höfn í Hornafirði, kvæntur
Jóhönnu Stefánsdóttur og eiga þau
þijú böm; Hafrún Huld, f. 29.8.
1967, skrifstofumaður í Reykjavík;
Lilja, f. 7.2.1972, nemi í foreldr-
ahúsum.
Guðný tekur á móti gestum á
heimili sínu, Aðalgötu 3, Suður-
eyri, frá klukkan 17-19 á sunnudag.
Sviðsljós
' Eða Iva gr ía r
Hver vildi ekki eiga þessa bíla? Þessir eðalvagnar eru sýnishorn af framleiðslu Aston Martin siðasta tuttugu
og eitt árið. Við fremsta bílinn stendur markaðsstjóri Aston Martin í Bretlandi. Til stendur að selja þetta glæsi-
lega safn sem er í eigu eins manns. Hann vill fá litlar 7,5 milljónir sterlingspunda fyrir farskjótana.