Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUK 21, JÚLÍ 1990. 21 Vísnaþáttur Enn frá Hofdala-Jónasi Um margt eru Islendingar sér-. stæöir. Kannski sést það greinileg- ast á bókagerð okkar og útgáfu. Með flestum öðrum þjóðum eru einstaklingar dauðir þegar kastað hefur verið yfir þá moldunum en hjá okkur getur það átt fyrir sum- um að liggja að öðlast, auk þessa sjálfsagða áhyggjulausa eilífa lífs, þegar allar óskir rætast og hinir jarðbundnustu geta flogið um á englavængjum hvert sem er, að hljóta þjóðarfrægð fyrir nokkrar vísur sem þeir ortu að gamni sínu. Þegar viö berum þetta saman við frægð ýmissa þjóðhöfðingja og merkismanna eða örlagavalda milljóna - hve fljótt er oft að fenna yfir nöfn þeirra - hljótum við að undrast þetta. Það er sannarlega ekki alltaf verið aö kosta miklu upp á suma stórhöfðingja meðal stór- þjóða þegar þeir eru alhr. En við hér í fámenninu munum eftir kotungsfólki sem hefur gefið okkur nokkrar vísur, sem okkur þykir þess virði að hafa yfir, við hversdagsleg tækifæri sem og á stórhátíðum. Eina eða tvær línur í þykkum sögudoðröntum láta sum- ar stórþjóðir duga í minningu slíkra þegna. Er þetta ekki athygl- isvert? Þetta er vegna þess að hand- hægasta gjöfin á Islandi er einmitt bók eða bækur þar sem sögur, vís- ur og sagnir eftir alþýðufólk okkar er varðveitt. Ein af slíkum bókum er kennd við Hofdala Jónas, bónda- karl sem dó gamall á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki haustið 1965 þegar hann hafði nýlokið við að rita minningar sínar og vísur sem hægt var að gera að jólagjafabók á aldar- afmæi hans sem einmitt varð 1979. En handhægasta gjöfin á stórhátíð- um á íslandi er einmitt slík bók, 454 blaðsíður, eins og biblía að umfangi og þyngd. Skagfirðingar eru svo heppnir að eiga marga lærða merldsmenn, sem myndað hafa Sögufélag, og góða að, sem koma út þeim bókum sem saman eru teknar. Ég nefni aðeins tvo að þessu sinni, Hannes Pétursson skáld og Kristmund Bjamason. Vegna missagna hjá mér í nýlega birtum vísnaþætti kemur þessi fyrr en ella. Eg er ókunnugur í Skagafirði og hef ekki gögn nú við hendina þótt ég hafi viðbótarvísur. Bið að afsaka mis- tök. Hofdala Jónas hafði vinnuað- setur skammt frá heimili sínu við Héraðsvötn en ekki uppi í fjöllum, eins og mig minnti, var aldrei held- ur vistmaður á elliheimili. Dó, eins og áður er sagt, 1965, áttatíu og sex ára. Átján sumur kveðst Jónas hafa gegnt embætti sínu við Grundar- stokksbrú í Skagafiröi og mörgum manninum kynnst sem þar átti leið um. Sumir höfðu tilbúna visu til að varpa til hans og áttu þá von á svari. Þar kom hinn kunni fjalla- garpur Guðmundur Jónasson. Hann sagði: Hjartanlega heilsar mér heiður Skagafjörður. Heita rétti hendi þér heilla brúarvörður. / Við mætingar og framúrakstur á mjóu (einbreiðu) slitlagi þarf önnur hlið bílanna að vera utan slitlagsins. ALLTAF ÞARF AÐ DRAGA ÚR FERÐ! \ Jónas svaraði: Hrumum fótum feigðarskara feta ég nær leiðarenda. Bróðurkveðju fjallafara fullhuganum vÚ ég senda Stephan G., skagfirska skáldið góða í Vesturheimi, mun hafa verið sá maður og skáld sem Jónas dáði mest í æsku og alla ævi. Þess vegna var tilhlökkunin mikil þegar hann var væntanlegur í heimsókn 1917. Við Andvökulestur Jónasar urðu til ýmsar vísur: Dagur kær er farinn fjær. Frosti slær og bítur. Myrkrið færist nær og nær. Næturblærinn þýtur. En áður en St.G.St. kom til ís- lands dreymdi Jónas að hann væri kominn í heimsókn til skáldsins í Ameríku. Hann sagði svo frá: „Ég gekk heim að húsi hans í Kanada. Hann kom sjálfur til dyra og ég sagði honum að erindi mitt til Vest- Vísnaþáttur urheims væri það eitt aö sjá hann. Augnablik leit hann í augu mér og mælti fram þessa vísu: Fæstum verður förin greið fyrir lífsins boða. Þú hefur farið langa leiö lítiö til að skoða. Skagfirðingar héldu St.G St. hóf á Sauðárkróki við komuna til heimahaganna. Hófinu var stýrt skörulega. Þarna var Jónas frá Hofdölum gestur. Best þótti honum kvæði Friðriks Hansens kennara og Péturs Jónssonar frá Eyhildar- holti. Jónas skaut þessari vísu að sessunaut sínum: Alltaf lít ég meir og meir myrkri slá á veginn. Skáldið mæta skírðu úr leir Skagfirðingagreyin. Til Jónasar Kristjánssonar lækn- is á Sauðárkróki. Þú fékkst íslenskt þrek í arf. Þökk fyrir margra ára starf viö að lægja kólgur kífs, krukka í verstu féndur lífs Mörg er okkar meinsemdin, mannlífsstofninn holgrafinn. Hnefaðu skarpa hnífinn þinn, höggðu og leggðu, nafni minn. Þessa þarf ekki að skýra: Lífs á bárum byltast fley, bylur skárar voginn. Lófum sárum létta ei löngu áratogin Og Er ég geng um vísnavé, verður mér um brjóstið hlýtt. Hér er misjafnt flækingsfé, flekkótt sumt, en annað hvítt. Ljúkum þætti með þessari stöku Jónasar: Þegar lokuð sýndust sund, svali fór um geðið. Aðeins til að létta lund ljóðin hef ég kveðið. Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi ÞRÆLPÖKKUÐ OG SKEMMTILEG laugardag og sunnudag kl. 14-17 Hjá okkur eru stöðugar breyting- ar. Þessa helgi sýnum við m.a.: NISSAN Patrol á verói sem fœr keppinautana tii þess aó... NISSAN Terrano/Pathfinder, femra dyra sem fengiö hefur frábœrar móttökur og t.d. í Ameríku „4x4 Car of the Year" NI5SAIM King Cab 4x4. Nú geta flestir átt torfœnjtœki sem treystandi er. NISSAN Sunny 4x4. Rúmgóóur fólksbíll meó 12 ventla vél og öllum hugsanlegum þœgindaauka þá m. sítengdu fjórhjóladrifi, því fullkomnasta. NI55AIM Sunny meó 1600,12 ventla vél og mjúkri, þœgi- legri fjóórun. Þaó er allt innifalió. Þú velur dyrafjöldann og hvort held- ur þú vilt beinskiþtan eóa sjálfskiptan. Vió gœtum þess aó allt hitt, sem gerir góóan bíl betri, sé meó. IMISSAIM Micra. Eini bíllinn sem er alltaf mátulega stór, pass- ar í öll stœói, rúmar samt auóveldlega fjölskylduna og vini og gott betur. IMISSAIM Prairie. 7 manna fjórhjóladrifinn. Hönnunin stendur óneitanlega upp úr og nýtingarmöguleikar eru nánast óendanlegir, enda vekur hann athygli hvar sem hann fer. IMISSAIM Sunny Van, 1,3, sem fœrir þér viróisaukann beint í vasann. Ingvar Helgason h£ Sævarhöföa 2 sími 91-674000 IMISSAIM Patrol GR NISSAN Sunny

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.