Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990. Breytt um mataræði { síðasta pistli sögðum við frá honum vini okkar sem létti sig um átta kíló á einum mánuði og fékk samt nóg að borða. Frásögnin hefur vakið athygli fólks sem stríðir við og ofát og offitu. Margir lesendur DV höfðu samband við mig og báðu um að birta alla meðferðina í pistl- unum hér í blaðinu. Það skal gert í þessum pisth og þeim næsta í eins konar telexformi en ítarleg út- færsla er í bókinni Það er allt hægt vinur eftir undirritaðan og Al- menna bókafélagiö gaf út fyrir jól- in. En því aðeins getum við lagt af stað að okkur sé hjartans alvara aö breyta um mataræði og taka á honum stóra okkar til að ná því markmiði. Við verðum fyrst að spyija okkur sjálf í einlægni og svara því játandi úr innstu hólfum hjartans. Við verðum líka að fylgja meðferðinni út í æsar því annars er hún bæði dauð og ómerk. Fyrsta skrefið að segja makanum okkar og öðrum í fjölskyldunni frá ætluninni að létta okkur og biðjum þau að kynna sér líka meðferðina og styðja við bakið á okkur alla leið. Gott ráð er að tala við heimil- islækninn og spyrja hann hvort okkur sé ekki óhætt að draga úr mat og auka hreyfingu og fá tillög- ur hans um vítamín. Þá erum við tilbúin. Meðferðin er í þrem þátt- um: 1. Andlega hliðin Við verðum að játa okkur sigruð og máttvana frammi fyrir matnum. Maturinn hefur hingað til verið meistari okkar en nú ætlum við að skipta um húsbónda fyrir fullt og fast og fá öll ráð yfir líkamanum. Til þess verðum við að trúa á ein- hvem æðri mátt fyrir utan okkar eigin persónu sem er öflugra en við sjálf. Kristið fólk þarf ekki að leita lengi að æðra mætti en aðrir trúa á það sem þeir vilja: Alla og Búdda eða Óðin og Þór. Stokka og steina eða önnur sólkerfi. Ást og um- hyggju eða OA samtökin. En trú okkar veröur að vera það einlæg að við séum reiðubúin til að biðja okkar æðri mátt um að hjálpa okkur til að losna undan matnum. Þannig getum við skipt um meistara og öðm visi ekki. Gömlu alkamir sem stofnuðu AA samtökin byijuðu snemma að nota æðruleysisbænina til að öðlast frið og hugarró. En bænin er tahn kom- in frá heilögum Frans frá Assisi og hljóðar svo: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt. Kjark tíl að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milh. Þá er okkur nauðsynlegt að sækja fundi hjá OA samtökunum en ef þau hafa ekki fundi á staðnum þá gera AA fundir nánast sama gagn. Þurfum að hitta reglulega fólk sem stefnir að sama marki til að bera saman bækur okkar og öðlast reynslu úr öðrum áttum því sam- kenndin er mikhvæg á leið th ár- angurs. 2. Aukin hreyfíng Mannslíkaminn shtnar meira af hreyfingarleysi en hreyfingu. Þess vegna er okkur óhætt að hreyfa okkur meira en við gerum flest. Hér er lagt th að ganga þijá khó- metra á hverjum degi og byrja í dag. Lengsta gangan hefst á fyrsta skrefinu og því tökum við eitt skref í einu uns takmarkinu er náð. Það kemur öhu kerfinu á hreyfingu og smám saman lagast ýmis atriði sem voru gengin úr skorðum. Þunglyndi víkur og matarlöngun Allt grænmeti er hollt. dvínar. Það verður léttara yfir umhverfinu og öh störf leika í hendi. En áður en við höldum af stað þurfum við að velja okkur hhfðar- fót eftir veðri og góða gönguskó og sokka th að hlífa fótunum. Annars veröur gangan ekki þægileg og við fáum blöðrur. Kennum göngunni um þær og hættum við svo búið að ganga. Við þurfum hka að velja okkur góða gönguleið sem er hættulaus fyrir okkur og ekki fyrir annarri umferð. Best er að ganga á eftir máltíðum því þá brennir hk- aminn 18% meira en á öðrum tím- um en spyrjiö mig ekki af hveiju. Þriggja khómetra ganga brennir 200 kaloríum á dag en það gerir heh tíu kíló á ári svo það er til nokkurs að vinna. Góða ferð. 3. Breyttmataræði og matarvenjur Við höldum okkur fast við þann algenga og góða íslenska mat sem við höfum vanist og munum borða áfram eftir að kjörþyngd er náö. Treystum ekki á einhæft sérfræði eða fábrotinn kúramat heldur ahan venjulegan mat. Og það gerir gæfu- muninn. Við borðum mat sem er aðeins 900 kaloríur á dag samtals. 200 kal- oríur í árbít og 250 kaloríur i hádeg- ismat en 350 kaloríur í kvöldverð. Síðan notum viö aht að 100 kaloríur í meðlæti á borð við mjólkurtár í kaffið og svoleiðis. Aht samkvæmt matseðlunum. Við förum strax yfir matseðlana og uppskriftirnar með kokkinum á heimhinu og tölum saman um með- ferðina. Því okkur er alvara. Við breytum ekki mataræðinu í nokkra daga heldur fyrir lífstíð. Við erum ekki aö grenna okkur th að tolla í Umsjón: Ásgeir Hannes Eiríksson tískunni á sólarströndu heldur th að halda lífi. það er heha málið. Mánudagur Morgunverður: Morgunkom að vali 135 kal. Safi 25kal. Hálft glas undan renna 40 kal. 200 kal. Hádegi: Kjúklingasalat 100 kal. Bökuðkartafla 50 kai. % glas undanrenna 50 kal. Ávöxturaðvali 50 kal. 250 kal. Kvöldmatur: Fiskuraðvalil75g 240 kal. Meðalstór salatskál 50 kal. Hálfur bolh grænmeti 20 kal. Ávöxturaðvali 50 kal. 360 kal. Þriðjudagur Morgunverður: Jógúrtaðvah 150 kal. Safi 50 kal. 200 kal. Hádegi: Rækjusalat 100 kal. Meðalstór salatskál 50 kal. Eitt glas undanrenna 70 kal. Hálfur ávöxtur 30 kal. 250 kal. Kvöldmatur: Kjöt að vah 240 kal. Einn bolli grænmeti 40 kal. Hálf bökuö kartafla 30 kal. Ávöxtur að vali 50 kal. 360 kal. Miðvikudagur Morgunverður: Morgunkorn að vali 135 kal. Safi 25 kal. Hálft glas undanrenna 40 kal. 200 kal. Hádegi: Omeletta að vali 150 kal. Meðalstór salatskál 50 kal. % glas undanrenna 50 kal. 250 kal. Kvöldmatur: Fiskur að vah 175 g 240 kal. Bökuð kartafla 50 kal. Meðalstór salatskál 50 kal. Hálfur ávöxtur 25 kal. 365 kal. Fimmtudagur: Morgunverður: Jógúrt að vah 150 kal. Safi 50 kal. 200 kal. Hádegi: Stór salatskál 100 kal. Bökuð kartafla 50 kal. Eitt glas undanrenna 70 kal. Hálfur ávöxtur 30 kal. 250 kal. Kvöldmatur: Nautahakk á kvöldin 285 kal. Bökuö kartafla 50 kal. Hálfur ávöxtur 25 kal. 360 kal. Föstudagur Morgunverður: Morgunkorn að vah 135 kal. Safi 25 kal. Hálft glas undanrenna 40 kal. 200 kal. Hádegi: Nautahakk í hádegi 100 kal. Bökuð kartafla 50 kal. Meðalstór salatskál 50 kal. % glas undanrenna 50 kal. 250 kal. Kvöld: Kjúklingur að vah 300 kal. Líth salatskál 25 kal. Hálf bökuð kartafla 25 kal. Hálfur ávöxtur 25 kal. 375 kal. Laugardagur Morgunverður: Jógúrt að vah 150 kal. Safi 50 kal. 200 kal. Hájegi: Kartöflusalat 100 kal. Meðalstór salatskál 50 kal. Ávöxtur að vah 50 kal. % glas undanrenna 50 kal. 250 kal. Kvöld: Fiskur að vali 175 g 250 kal. Líth salatskál 25 kal. Einn bolli grænmeti 50 kal. Ávöxtur að vali 50 kal. 375 kal. Sunnudagur Morgunverður: Morgunkorn 135 kal. Safi 25 kal. Hálft glas undanrenna 40 kal. 200 kal. Hádegi: Omeletta að vali 150 kal. % glas undanrenna 50 kal. Ávöxtur að vali 50 kal. 250 kal. Kvöldverður: Nautasteik 110 grömm 300 kal. Bökuð kartafla 50 kal. Meðalstór salatskál 50 kal. 400 kal. Á sunnudögum er allt í lagi að sofa út og slá saman árbít og hádegis- verði: Morgun-dagverður: Morgunkomaðvali 135 kal. Safi 50 kal. Eitt glas undanrenna 70 kal. Omeletta að vali 150 kal. Líth salatskál 25 kal. 430 kal. • Það er góð venja að ganga th kirkju á sunnudegi og öölast eftir- sótt jafnvægi og frið. • Munum að sækja OA fundi reglulega. í næsta pisth birtast frekari skýringar á matseðhnum. mynd: „En því aöeins getum við lagt af stað að okkur sé hjartans alvara að breyta um mataræði og taka á honum stóra okkar th aö ná því markmiöi,“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.