Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990.
Fréttir
Hver er Mr. Asgeirsson í myndinni um Boston-morðingann?
Leikur
tilað
á trompetmn
hvíla hugann
- bróðursonur forseta íslands var verjandi Boston-flöldamorðingjans
„Mér hefur alltaf fundist að þeir
hefðu átt að láta Tony Curtis leika
mig,“ sagði Jón Ásgeirsson, lög-
maður í Boston í Bandaríkjunum,
þegar DV hringdi í hann vegna les-
endabréfs sem birtist í blaðinu í
gær þar sem óskað var upplýsinga
um hver sá Mr. Asgeirsson eigin-
lega væri sem birtist í myndinni
Boston-morðinginn (The Boston
Strangler) sem Stöð 2 hefur verið
að endursýna að undanfórnu. í
myndinni er Mr. Asgeirsson veij-
andi Boston-morðingjans sem
Tony Curtis leikur. Auk þess fara
Henry Fonda, George Kennedy og
James Brohn með hlutverk í
myndinni þó enginn þeirra leiki
Mr. Asgeirsson. Myndin er byggð
á sannsögulegum atburðum og
greinir frá fjöldamorðum í Boston
snemma á sjöunda áratugnum.
En hver er þessi Mr. Asgeirsson?
Þegar hann var um þrítugt var
hann fenginn til að verja Boston-
morðingjann og vakti mikla at-
hygli fyrir að ná samkomulagi við
saksóknara sem í raun hindraði að
hægt væri að höfða mál á hendur
Boston-morðingjanum vegna
morða á þrettán konum sem hann
þó játaði.
Bróðursonur Ásgeirs for-
seta
Mr. Asgeirsson heitir í raun Jón
Ásgeirsson og er íslendingur í báö-
ar ættir þó hann segist vera Banda:
ríkjamaður. Hann er sonur hjón-
anna Áma Ásgeirssonar, sem nú
er látinn, og Kristínar Ásgeirsson
(fædd Jónsdóttir) sem býr nú í
Reykjavík. Ámi fluttist ungur til
Boston þar sem hann stundaði sjó-
mennsku og kynntist þar Kristínu,
konu sinni, sem einnig hafði flust
utan. Ámi var bróðir Ásgeirs Ás-
geirssonar, forseta íslands, og Jón
er því bróðursonur fyrrum forseta
íslands.
Meðal þekktra samtíðarmanna,
sem eru skyldir Jóni, má nefna Úlf
Ragnarsson lækni sem er bróður-
sonur hans, Völu, ekkju Guimars
Thoroddsens forsætisráðherra, en
Vala og Jón em bræðraböm, og
Þórhallur Ásgeirsson, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri, og Jón em
bræörasynir.
Systkini Jóns eru Sólveig, kona
Jóns Hjörleifs Jónssonar, sem er
prestur aðventista í Reykjavík, og
Árni sem er tannlæknir í Banda-
ríkjunum.
Jón er fæddur í Bandaríkjunum
og hefur búið þar allan sinn aldur.
Hann er nú um sextugt en hann
var ekki nema rétt liðlega þrítugur
þegar hann var fenginn til að veija
Boston-moröingjann. Boston-
morðin vöktu á sínum tíma mikinn
óhug og umtal og þetta mál er enn
í dag eitt kunnasta sakamál Banda-
ríkjanna.
Morðinginn aldrei
dæmdur tfyrir morð
Jón segir að flölskylda Boston-
morðingjans hafi fengið sig til að
veija hann. Hann var þá ekki sak-
aður um morðin þrettán heldur
innbrot. Jón segist hafa fengið
manninn leystan úr haldi gegn
greiðslu tryggingarflár þar sem
enginn gerði sér grein fyrir því á
þeim tíma hvaða glæpi maðurinn
hafði í raun framið.
Þegar grnnur kviknaði síðar um
að hér gæti verið um Boston-
Hér eru Jón Ásgeirsson og (jölskylda á sveitasetri sínu í Vermont: Beverly, Jón, Ragnar, Kristján og Nína,
Eldri dóttirin, Karen, var á íslandi þegar myndin var tekin.
nv Lesendur
Morðinginn og Mr. Asgeirsson El(ill Jón«.son nkrifar: hægara sagt en gert, þar sem hinn Bostonmoröin voru á sinum tíma Eg var aö horfa á sjónvarpsKvik- grunaöivartviklonnnpersónasem og gerð kvikmynd eftir, langar mig mynd í gaerkvöldi, Bostonmorö- niundi ekkl Iflálparlaust hvað hann aö slá þeírri spumingu fram hvort ingjann, aem sýndur var á Stöö 2. haíöi aöhafct. einhver fótur sé fyrir að maður aem ÞesaJ mynd cr gerö eflir sannsogu- Þetta er þó ekki tilefni þess aö ég haföi föðumafniö Asgeirsson (Ás- legum atburöi, morööldu sem gekk akrifa þessar línur, heldur hitt, aö geirseon upp á íslensku) hafl 1 raun
Þetta lesendabréf birtist í DV í gær. Þar spyr Egill Jónsson hver Mr.
Asgeirsson sé en hann kom fyrir I kvikmynd um Boston-morðingjann
sem Stöð 2 sýndi fyrr í vikunni.
morðingjann að ræða bauð Jón
ákæruvaldinu að gera samkomu-
lag um aö því væri heimilt að yfir-
heyra manninn án nokkurra tak-
markana, gegn því að ekkert af því
sem fram kæmi í þessum yfir-
heyrslum yrði notaö gegn honum
fyrir dómstólum. Ákæruvaldið
taldi það mikla nauðsyn á aö reyna
aö stöðva þessa morðöldu að það
gekk að þessu óvenjulega sam-
komulagi.
í þessum yfirheyrslum játaði
Boston-morðinginn að hafa brotist
inn á heimili tólf kvenna og myrt
þær á hræðilegan hátt. Vegna
þessa samkomulags við ákæru-
valdið var aldrei höfðað morðmál
á hendur manninum. Hann var því
ekki dæmdur í fangelsi fyrir morð-
in heldur fyrir innbrot.
„Sálfræöingar höfðu sagt sak-
sóknara Massachusetts að Boston-
morðinginn myndi sjálfsagt aldrei
finnast ef hann gæfi sig ekki fram
sjálfur. Ef hann gerði það væri
hann líklega læknaður. Þetta gekk
nokkurn veginn eftir. í hvert sinn
sem hann drap einhverja konu
gerði hann það í hatursástandi
gagnvart öllum konum. Byggðist
það á samskiptum hans við móður
sína, systur og eiginkonu. í flöl-
skyldu hans voru miklir erfiðleikar
og grimmd. Það hafði án efa sín
áhrif á manninn og það sem síðar
gerðist," sagði Jón.
Morðinginn var
myrtur af samfanga sínum
Jón sagðist telja að kvikmyndin
um morðin og rannsókn þeirra
gæfi nokkuð raunsanna mynd af
því sem gerðist. Hann minnti þó á
að vissir annmarkar fælust í því
að kvikmyndir mættu ekki vera of
langar og að uppbygging þeirra
yrði að vera þannig að einhver
nennti að horfa á þær. Ef leikstjór-
inn hefði ætlað að segja alla söguna
hefði hann sjálfsagt setið uppi með
kvikmynd sem tæki þijá mánuði í
Tony Curtis í hlutverki sínu sem
Boston-morðinginn. Að baki hans
er Henry Fonda sem lék saksókn-
arann.
sýningu.
Örlög Boston-morðingjans urðu
þau að hann var myrtur í fangelsi
nokkrum árum eftir að hann var
settur inn.
„Ástæðan mun hafa verið sú að
einhverjir samfangar hans töldu
að hann væri að reyna að hasla sér
völl í fíknilyflasölu innan fangelsis-
ins. Þeir töldu að hann væri þar
með að taka frá þeim viðskipti og
hann var myrtur. Það er ákveðin
neðanjarðarmenning í fangelsum
hér. íslendingar geta þakkað fyrir
að þetta vandamál er smátt í snið-
um á íslandi," sagði Jón.
Sakamál eru
oftast ógeðfelld
- Var ekki óvenjulegt að svo ungur
maður sem þú varst þá skyldi vera
ráðinn verjandi í eins viðamiklu
máli og þessu?
„í Bandaríkjunum skiptir aldur
nánast engu máli. Ég hafði þá þegar
tekið að mér vöm í mörgum erf-
iðum málum. Það var því ekkert
óvenjulegt við það að ég var þá
aðeins um þrítugt. Auk þess komu
fleiri lögmenn við sögu í þessu
máli.“
- Átti þáttur þinn í þessu máh eftir
aö hafa áhrif á frama þinn sem lög-
manns?
„Þar sem máhð vakti gífurlega
athygli varð nafn mitt nokkuð
þekkt. Það held ég að gerist nánast
alltaf í tengslum við mál af þessu
tagi. Ég stunda enn lögmannsstörf
en ég held að þetta mál hafi ekki
haft nein stórkostleg áhrif á líf
mitt,“ sagði Jón.
Jón er vel kunnur lögmaður í
Boston og hefur sérhæft sig í mála-
rekstri fyrir dómstólum. Hann hef-
ur tekið að sér alls kyns mál og þar
með talin mörg sakamál. Meðal
þeirra eru nokkur sem hafa vakið
mikla athygli þó að ekki sé það í
sama mæh og Boston-morðin á sín-
um tíma. Jón varði th dæmis mann
sem ákærður var fyrir að nauðga
systur fylkisstjóra Massachusetts.
Hann er ekki ýkja fús th að ræða
mikið um þau sakamál sem hann
hefur unnið að.
„Sakamál eru oftast ógeðfelld.
Móðir mín hefur th dæmis aldrei
verið ánægð með að ég skuli veija
glæpamenn. En þú veist hvernig
mæður eru,“ sagði Jón.
Spilar á trompet
til að hvíla hugann
Eins og áður sagði starfar Jón í
Boston. Hann býr ásamt konu
sinni, Beverly, í Reading, skammt
utan borgarinnar. Þau eiga flögur
börn. Eldri dóttirin, Karen, er bú-
sett á íslandi en hún kynntist
manni sínum, Birni Sturlaugssyni,
þegar hún kom hingað að læra ís-
lensku. Hún býr nú í Keflavík og
er tónhstarkennari þar en var í
heimsókn hjá foreldrum sínum í
gær. Hin börnin þijú búa öll í
Bandaríkjunum: Kristján, sem
stundar laganám, Nína, sem er í
Harvard-háskóla, og Ragnar sem
er að ljúka framhaldsskóla.
Jón og Beverly koma reglulega í
heimsókn til íslands. Hann spurði
blaðamann DV í gær hvort maður-
inn, sem stóð ahtaf á horninu við
Reykjavíkurapótek og kallaði út í
loftið „Dagblaðið-Vísir" á dálítið
kostulegan hátt, væri þar enn.
Honum þótti miður að heyra að
Óh blaðasah væri sestur í helgan
stein.
Þegar DV spjallaði við Jón í gær
var öh flölskyldan að undirbúa tón-
leika með Woburn City Band en
það er lúðrasveit áhugamanna sem
Jón hefur stjórnað í um fimmtán
ár.
Árið 1977 kom Jón til íslands og
stjórnaði Lúðrasveit Reykjavíkur á
55 ára afmælistónleikum hennar.
Hann kom þá með eigin útsetning-
ar sem reyndar voru það viðamikl-
ar að stækka þurfti hljómsveitina
nokkuð.
„Ég spha oft á trompetinn minn.
Það er mikil hvhd í þvi fyrir lög-
mann. Það léttir af mér álaginu
sem fylgir starfinu. Ég vinn núna
að alvarlegu nauðgunarmáh og því
fylgir vinna dag og nótt. Það er því
nauðsynlegt að geta hvílt hugann
því ef lögmaöur hefur ekki fuh-
komna einbeitingu getur það haft
hrikalegar afleiðingar fyrir þann
sem hann er að veija," sagði Jón.
-gse