Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Arnarflug og ráðherrann
Forsvarsmenn Arnarflugs og Ólafur Ragnar Gríms-
son f]ármálaráðherra eru komnir í hár saman. Réttara
er kannski að segja að deilur þessara aðila eru komnar
upp á yfirborðið þar sem ráðherrann heldur sérstakan
blaðamannafund til að bera af sér sakargiftir og fráfar-
andi stjórnarformaður Arnarflugs skorar á forsætisráð-
herra að taka mál flugfélagsins úr höndum fjármálaráð-
herra vegna valdníðslu í þess garð.
Rekstrar- og fjárhagserfiðleikar Arnarflugs eru ekki
nýir af nálinni. Félagið hefur róið lífróður um langan
tíma í gegnum margvísleg boðaföll og brimgarða áfalla
og átaka. Tilvera Arnarflugs hefur hangið á bláþræði
og líftaugin er oft á tíðum sú ein að innan og utan félags-
ins hafa menn viljað frjálsa samkeppni í samgöngumál-
um íslendinga. í orði kveðnu hafa stjórnvöld hér á
landi, bæði ríkisstjórnir og Alþingi, stutt þá flugmála-
stefnu að gera tveim flugfélögum kleift að starfa við
eðlileg skilyrði. En það sem sagt er í orði hefur ekki
verið efnt á borði og meðan Arnarflug fær ekki fleiri
flugleiðir mun félagið að öllum líkindum berjast áfram
í bökkum.
Þetta er grundvallarvandamálið. Hitt er svo rétt að
núverandi ríkisstjórn hefur haft uppi nokkra viðleitni
til að sýna málefnum Arnarflugs skilning og það var
meðal annars af þeim ástæðum sem ríkisstjórnin sam-
þykkti í mars á síðasta ári að gefa eftir eða breyta í víkj-
andi lán 150 millj. kr. skuld við ríkissjóð. Verður ekki
annað séð en að samþykkt ríkisstjórnarinnar hafi verið
gerð án nokkurra skilyrða en jafnframt bent á að fram-
vegis verði flugfélagið sjálft að taka ábyrgð á sínum
rekstri.
Þessari samþykkt ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið
hrundið í framkvæmd. Núverandi fjármálaráðherra
hefur setið á málinu og ber fyrir sig að Arnarflug hafi
ekki lagt fram nægjanlega greinargóðar skýrslur um
Úárhagslega endurskipulagningu félagsins. Þessi fyrir-
vari ráðherrans er óneitanlega einkennilegur fyrirslátt-
ur í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að fram-
vegis séu fjármál Arnarflugs óviðkomandi ríkisstjórn-
inni. Ráðherrann hefur með öðrum orðum látið undir
höfuð leggjast að framfylgja ákvörðun sem bæði var
fortakslaus og án fyrirvara.
Þá er það ennfremur furðuleg afstaða hjá ráðherran-
um að reikna 150 milljónirnar til skuldar og framreikna
þá upphæð með vöxtum og dráttarvöxtum í þá sextán
mánuði sem hðnir eru síðan ríkisstjórnin ákvað að gefa
þessa skuld eftir. Ráðherranum verður ekki gerður upp
illvilji í garð Arnarflugs en sannlega má halda því fram
að Ólafur Ragnar hafi ekki beitt valdi sínu og ráðherra-
dómi til að létta undir með flugfélaginu. Eða hverjum
er Ólafur Ragnar að þjóna þegar hann seldi „þjóðar-
þotuna“ svokölluðu undan Arnarflugi gegn staðgreiðslu
sem enn hefur ekki borist? Hverjum er Ólafur Ragnar
að þjóna þegar hann neitar að framfylgja samþykktum
ríkisstjórnarinnar um skuldaskilin? Getur það verið að
Úármálaráðherra sé í persónulegu stríði við forsvars-
menn Arnarflugs? Getur það verið að ráðherrann hafi
einkastefnu í flugmálum sem mótist af pólitískri andúð
hans á frjálsri samkeppni?
Meðan Arnarflug á allt sitt undir flugmálastefnu
stjórnvalda og er háð úthlutun flugleiða og fyrirgreiðslu
ríkisvaldsins verður að gera þá kröfu til ríkisstjórnar-
innar að heiðarlega sé staðið að málum. Að orðum fylgi
efndir. Ellert B. Schram
Agreiningur
íhaldsmanna um
EB brýst fram
Margaret Thatcher verður hrös-
ulli á pólitíska svellinu með hveiju
misseri sem líður. Og sífellt er það
afstaðan tíl Evrópusamstarfsins
sem setur hana flata. Westland-
máhð, þegar hún brá fæti fyrir
þyrlusmíðasamstarf þvert yfir
Ermarsund, gerði úr Michael Hess-
eltine, ráðherranum sem hún
hrakti þá úr stjórn sinni, stöðuga
ógnun við forustu hennar fyrir
íhaldsflokknum. í vetur losaði hún
sig við Nigel Lawson fjármálaráð-
herra og svipti Geoffrey Howe
nauðugan embætti utanríkisráð-
herra. Tveir virtustu ráðherrar í
ríkisstjóm jámfrúarinnar urðu að
gjalda þess aö styðja aðild Bret-
lands að gengissamfloti Evrópu-
bandaiagslanda hið fyrsta.
Um síðustu helgi varð svo
Thatcher að sjá á bak nánasta
skoðanabróður sínum og vini í röð-
um ráðherra. Nicholas Ridley, ráð-
herra viðskipta og iðnaðar, var
ekki lengur vært í ríkisstjóm Bret-
lands eftir að hann hafði í blaðavið-
tali úthúðað Þjóðverjum, Frökk-
um, írum og Evrópubandalaginu í
heild, meðal annars líkt stjómar-
nefnd þess í Bmssel við Adolf Hitl-
er og hans nóta. Viðkvæði manna
var að þama heíði Ridley sagt það
sem Thatcher hugsaöi.
Til að kóróna þetta hrakfall
Thatcher birtu svo sunnudagsút-
gáfa Independent í London og Der
Spiegel í Hamborg samtímis texta
leyniskjals úr innsta hring breska
forsætisráðherrans. í ljós kom að
Thatcher hafði í mars í vetur kvatt
til fimm sagnfræðinga frá Bret-
landi og Bandaríkjunum og setið
yfir þeim daglangt á sveitasetri
embættisins, Chequers, við að sál-
greina Þjóðverja.
Leyniskjaldið, sem nú er orðið
uppskátt, er útdráttur úr vanga-
veltunum í Chequers. Hann samdi
Charles Powell, einkaritari Thatc-
her í utanríkis- og efnahagsmálum.
Dreifing plaggsins Var takmörkuð
viö svo þröngan hring að breski
sendiherrann í Bonn komst þar
ekki að.
í blöðunum frá hendi Powells
kennir margra grasa. Þar eru til
að mynda aðskiljanlegir þjóðarlest-
ir, eignaðir Þjóðverjum, tíundaðir
í stafrófsröð. Andann í niðurstöð-
unum má svo marka af þvi að þar
er lögð áhersla á aö „tengja Sovét-
ríkin stofnanalega viðræðum um
öryggi til frambúðar í Evrópu...
ekki síst vegna þess að til lengri
tíma htið... verða Sovétríkin eina
veldið í Evrópu sem fært er um að
vega upp á móti Þýskalandi".
Þá þykir sýnt „að þeim mun
meira sem Þýskaland vill láta til
sín taka þeim mun auðveldara ætti
að verða að koma á bandalögum
gegn Þýskalandi í tilteknum mál-
um innan EB“. Þarna er á ferðinni
sama hugsunin og hjá Ridley í við-
talinu við Spectator þegar hann
segir að aldrei hafi verið nauðsyn-
legra en nú, „þegar Þýskaland ger-
ist svo oflátungslegt“, að Bretland
gegni hefðbundnu hlutverki við að
jafna metin milli meginlandsríkja
og halda þannig jafnvægi.
Þrátt fyrir þetta samræmi í
grundvallarsjónarmiöum varð
Thatcher að láta Ridley róa, þó
bersýnilega sámauðug. Ástæðan
er að hún er enn einu sinni lent
milli steins og sleggju í afstöðunni
til málefna EB. Annars vegar eru
hefðbundnir, breskir fordómar
hennar og sálufélaga hennar í garð
meginlandsþjóða sem segja að vel
megi hafa við þær tollabandalag en
skuldbindandi aðild að sameigin-
legum stofnunum sé af hinu illa.
Hins vegar eru horfumar í kom-
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
andi þingkosningum sem Thatcher
vill eiga kost á að efna til þegar á
næsta ári.
Sýnt er að sigurmöguleikar
íhaldsflokksins ráðast mjög af því
hversu tekst að fást viö efnahags-
erfiðleika sem koma fra?n í hárri
verðbólgu og metháum vöxtum
sem af henxú nljótast. Evrópu-
bandalagssinnar meðal íhalds-
manna halda því fram að ráðið við
þessum vanda sé að hraða aðild
Bretlands að gengissamflotinu í
EB. Þá sé unnt að halda gengi
pundsins uppi þótt ráöist verði í
vaxtalækkun. Þeir John Major
fjármálaráðherra, Douglas Hurd
utanríkisráðherra og Sir Geoffrey
Howe aðstoðarforsætisráöherra
halda þessari skoðun fram og talið
er víst að meirihluti ríkisstjórnar-
innar sé á þeirra bandi. Þá skiptir
miklu að á sömu sveif leggjast
máttarstólpar íhaldsflokksins
meðal fjármálamanna. Sjá þeir
fram á að standi Bretland utan
sameiginlegrar stefnumótunar í
fjármálum og efnahagsmálum eftir
1992 muni miðstöð alþjóðlegra fjár-
magnsumsvifa í Evrópu óhjá-
kvæmilega færast frá City of Lon-
don til Frankfurt.
Ljóst er af framkomu Thatcher
upp á síðkastið, einkum á leið-
togafundi EB í Dyflinni nýverið, að
hún tekur vaxandi tillit til afstöðu
Majors og hans manna. Kosning-
ahagsmunirnir virðast ætla að
verða einkasjónarmiðum hennar
yfirsterkari.
Fréttaskýrendur halda því fram
aö hér sé að finna ástæðuna til
þess að Ridley ákvað að hella sér
opinberlega yfir EB og Þjóðverja
sérstaklega. Hann hafi gert sér
grein fyrir að forsætisráðherrann
sé að búa sig undir að söðla um,
að minnsta kosti að því marki að
til breskrar aðildar að gengissam-
floti EB komi með haustinu. Því
hafi hann ákveðiö aö gera hvefl svo
um munaði.
Afleiðingamar eru þegar orðnar
margvíslegar. Hurd utanríkisráð-
herra verður að fitja upp á nýtt við
að skapa bresku stjóminni trú-
verðugleika gagnvart starfinu í EB.
Fullyrt er í Brussel að eftir það sem
gerst hefur sé dauð málamiðlunar-
tillaga Majors Ijármálaráðherra
um sameiginlegan gjaldmiðil EB.
Hún var á þá leið aö í stað eins
sameiginlegs gjaldmiðiis yrði
reikningseining bandalagsins,
ÉCU, gerð að sérstökum gjaldmiðli
með skráningu í samfloti ásamt
óbreyttum myntum einstakra að-
ildarríkja.
Mestu varða þó í bráð viðbrögðin
innan íhaldsflokksins. í skoðana-
skiptum um Ridley og hleypidóma-
safn hans hefur komið glöggar í ljós
en áður að flokkurinn er klofinn í
afstöðu til frekara samstarfs innan
EB. Sigurhorfur hans í komandi
þingkosningum geta oltið á hvernig
þau mál skipast á næstu mánuðum.
Staða Thatcher-armsins í flokkn-
um hefur veikst til stórra muna í
málum sem varða EB við það sem
nú hefur gerst. Að sama skapi
eykst tilhneiging forustu Verka-
mannaflokksins til aö ganga enn
lengra í nýmótaðri afstöðu til fylgis
við aukið Evrópusamstarf.
Og enn kemur í ljós að EB og
málefni þess eru auk alls annars
kjörinn eldingarvari til að draga
fram í dagsljósið fordóma og þjóð-
rembukreddur svo unnt sé að fást
við slíkt á opinberum vettvangi
nútímalegri viðhorfa.
Magnús Torfi Ólafsson
Nicholas Ridley gægist fyrir húshorn á fyrirsát fjölmiðlafólks á heimili
sínu, Nuanton í Gloucester, eftir brotthvarfið úr ráðherraembætti.
Simamynd Reuter