Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Síða 28
52 Merming Trúa íslendingar á ása og álfa? Margvíslegan fróðleik má sækja um íslendinga í nýút- komna bók Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar, The Icelanders, sem fyrirtækið Forskot gefur út og ætlar vafalaust útlendum vinum íslendinga. Sigurður hefur gott vald á enskri tungu og næmt auga fyrir því sem sögulegt getur tahst. Stíll hans er lifandi og lipur. Það er líklega fremur kostur á bókinni en galli, að hún er ekki frumsamin, heldur greinasafn frá síðustu árum. Fyrir vikið er efni fjölbreytt. Kaflar eru 23 tals- ins, um skák og mat, víkinga og fomar sögur, íslenska hestinn, eldgos, nútímabókmenntir, leikrit og árstíðir og margt fleira. Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, ritar formála. Nokkrir annmarkar Ekki er verkið þó hnökralaust. Efnisval og efnistök eru því miður stundum í anda ferðamannabæklinga. Siguröur einbeitir sér þá að því, sem er til þess fallið að vekja forvitni ferðalanga í leit að skrýtnu fólki. Sérstakur kafli er til dæmis um ásatrú á Islandi. En auðvitað er hinn íslenski „ásatrúarsöfnuður" ekkert annað en skrípaleikur. Annað dæmi er sérstakur kafli um trú íslendinga á álfa og huldufólk. Enginn heilvita maður trúir á slíkt, hverju svo sem fólk kann að svara að gamni sínu í könnunum. Þá virðist rökrétt hugsun stundum þoka fyrir innantómri mælsku. Höfundur segir til dæmis (37. bls.), aö spilling sé mikil á íslandi, enda krefjist íslenskur nútími aukinnar hagkvæmni. En spilling og hagkvæmni era andstæður fremur en hhðstæður. Því fleiri ákvarðanir sem fluttar eru út á hinn fijálsa markað, í þéttan faðm hagkvæmninnar, því minni er spilhng. Sumar fuhyrðingar Sigurðar era fuhglannalegar. Hann segir (bls. 12), aö líklega sé miklu meira kelt- neskt blóð í íslendingum en fornar heimildir gefa til- efni til að álykta. Ber hann fyrir sig blóðflokkarann- sóknir og útht íslendinga. En ahar heimildir benda til þeirrar niðurstöðu, sem sagnfræðingar eru sammála um: Hún er, að íslendingar hafi að langmestu leyti komið úr Vestur-Noregi á níundu og tíundu öld. Ástæðan th þess, að blóðflokkadreifmg er svipuð á íslandi og írlandi, er líklega sú, að hvort tveggja eru útkjálkar, þar sem svipaðir sjúkdómar heijuðu, en slíkir sjúkdómar lögðust á fólk af sumum hlóðflokkum frekar en öðrum. Sigurður er maður málgefmn. Stund- um þegir hann þó. Hann segir deili á mörgum íslend- ingum. En athyghsvert er, að hann nefnir Davíð Odds- son borgarstjóra ekki á nafn í sérstökum kafla um Reykjavíkurborg og ekki heldurí öðrum kafla um leið- togafundinn í Höfða. íslenska og enska Sigurður A. Magnússon er ekki fræðimaður, heldur Bókmenntir Hannes H. Gissurarson blaðamaður með talsverða rithöfundarhæfileika. Hon- um tekst best upp, þegar hann ræðir um atvinnutæki sitt, íslenska tungu, en um hana er langur og fróðleg- ur kafli í bókinni. Það er vissulega vandaverk að skrifa jöfnum höndum á íslensku og ensku, svo ólík sem þessi tvö mál era. Orðaskipan er frjáls í íslensku, en öh nafnorð og sagnorð taka miklum og löngum beygingum. Orðaskipan er hins vegar thtölulega skorðuð í ensku og forsetningar oft notaðar í stað beyg- inga. Báöar tungumar hafa mikinn endurnýjunar- mátt, en á geróhkan hátt. í íslensku fæðist orð af orði. Ný orð eru jafnóðum smíðuð um hugtök, sem berast til landsins. íslendingar segja ekki telefónn, heldur sími. Enska tekur hins vegar við orðum thtölulega óbreyttum. Hún er kynblendingur meðal mála, ef svo má segja, afkvæmi engilsaxnesku og frönsku með ót- eljandi orð af grískum og latneskum upprana í kaup- bæti. Tele er til dæmis úr grísku, vision úr latínu og saman mynda þau enska orðið um sjónvarp. Er önnur tungan hepphegri en hin til þess að láta í ljós hugsun? Ég verð sjálfur ekki var við mikinn mun. Þó er sá kostur á íslensku, hversu gagnsæ hún er. Orðið sjón- varp skhst á augabragði af sjálfu sér. Verið getur, aö þess vegna sé erfiðara að fela óskýra hugsun í íslensku en ensku. En óneitanlega er orðafjöldinn mikih kostur enskunnar. Völ er á óteljandi orðum th þess að ná blæmun á hlutum og fyrirbærum. Boðleg bók Útlit ritsins er ekki nægilega stílhreint og smekklegt að mínum dómi, þótt sitt sýnist hveijum vafalaust um það. En þessi bók er fuhboðleg gjöf handa útlending- um. Að vísu er óráðlegt að gefa hana venjulegum Bandaríkjamönnum, því Sigurður getur ekki stiht sig um að hnýta í einn vinsælasta stjórnmálamann Banda- ríkjanna fyrr og síðar, Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í kaflanum um leiðtogafundinn í Höfða. Hann minnist líka nokkrum sinnum óvinsam- lega á bandaríska vamarliðið á Miönesheiði. Sem bet- ur fer gætir hinna skrýtnu stjómmálaskoðana Sigurð- ar þó htt í bókinni. « Sigurður A. Magnússon: The lcelanders. Forskot, Reykjavík 1990. Fréttir Andlát Aukin Flateyri: við ferðafólk Reynir Traustasan, DV, nateyii: „Við þurfum að vinna markvisst að því hér á Flateyri að fá hingað ferðafólk með því að bæta þá aðstöðu sem fyrir er á staðnum og með kynn- ingarátaki,“ segir Guöbjartur Jóns- son sem á og rekur veitingastaðinn Vagninn á Flateyri. Guðbjartur lætur ekki sitja við orð- in tóm. Hann hefur að undanfömu verið að auka ferðamannaþjónustu í tengslum við rekstur sinn. Býður hann th dæmis upp á bátsferðir í sjó- stangveiði, minigolf og bhljard, auk gistiþjónustu og veitinga. „Það hefur verið skortur á ferða- fólki hér en ég von á að okkur takist á ahra næstu árum að laða það th okkar. Það er mikhl hugur í heima- mönnum og ég á von á stórátaki í þessum málum,“ sagði athafnamað- urinn Guðbjartur Jónsson. Jardarfarir Útför Andreu Jónsdóttur, Leirhöfn, verður gerð frá Snartarstaðakirkju laugardaginn 28. júh kl. 14. Margrét Steingrímsdóttir, Hring- braut 90, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 26. júh kl. 15. Guðrún Halldóra Ingimundardóttir frá Auðnum, Vatnsleysuströnd, and- aðist á Hjúkranarheimihnu Sólvangi laugardaginn 21. júh. Jarðarfórin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju föstu- daginn 27. júh kl. 15. Bjarnína Jónsdóttir, Borgamesi, verður jarösungin frá Borgames- kirkju fimmtudaginn 26. júlí kl. 14. Georg Ólafsson verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 26. júh kl. 13.30. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Austur- gerði 10, Reykjavík, lést á Hrafnistu 13. júh. Guðbjörg fæddist á Seyðis- flrði 2. nóvember 1898, foreldrar hennar vora hjónin Arnbjörg Jóns- dóttir og Guðmundur Erlendsson. Guðbjörg giftist Jóni Ámasyni skip- sjóra og eignuðust þau sex börn. Út- for Guöbjargar verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag, 25. júlí, kl. 13.30. Ásta' Sigurðardóttir frá Oddgeirs- hólum, Vestmannaeyjum, andaðist í Hraunbúðum 23. júh sl. Sjöfn Ólafsdóttir, Hólagötu 2, Vest- mannaeyjum, lést í Landspítalanum aðfaranótt 24. júlí. Ingólfur Hannesson, Sunnubraut 48, Kópavogi, andaðist á hjúkrunar- heimihnu Sunnuhlíð aöfaranótt 24. júh. Kristin M. Kristinsdóttir er látin. Kristín fæddist í Reykjavík 9. maí 1905, dóttir Kristins Þorkelssonar og Maríu Guðríðar Jónsdóttur. Kristín María gekk í Verslunarskólann og lauk þaðan prófi. Kristín starfaði í Landsbankanum og var hún þar til starfsloka, einnig var hún um tíma formaður Sambands íslenskra bankamanna. Kristín María giftist Stefáni Ó. Bjömssyni stýrimanni og eignuðust þau þrjú börn. Útfór Krist- ínar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. Útfor Jarþrúðar Sigurrósar Guð- mundsdóttur frá Flateyri, Jökla- grunni 1, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu þann 16. júlí, fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 26. júh kl. 10.30. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði Tilkyimingar Ættarmót Niðjar Guðmundar Einarssonar og Margrétar Benediktsdóttur frá Saurum í Skagahreppi, A-Hún, halda ættarmót í Bændaskólanum á Hvanneyri helgina 18.-19. ágúst. Dagskráin hefst kl. 14. Þeir sem áhuga hafa á að gista inni panti her- bergi sem allra fyrst. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku í síma 95-35710, Jóna; 91-30347, Margrét; 92-27350, Imba; 98-22031 Adda. Fjölmennum. Reiðnámskeið fyrir fatlaða í siunar, hkt og síðastliðið srnnar, verða haldin reiðnámskeið sem miðuð eru við getu og þarfir fatlaðra og annarra sem á séstakri aðstoð þurfa að halda og eru þau styrkt úr sameiginleuin sjóði Landssam- takanna Þroskaþjálpar og Öryrkja- bandalags íslands. Námskeiðin eru við Reykjalund í Mosfellsbæ þar sem góð aðstaða og allur aðbúnaður er fyrir hendi. Á námskeiðunum er farið í reið- túra og undirstöðuatriði reiðmenns- kunnar kynnt. Fyrstu dagana kynnast þátttakendur hreyfmgum hestsins, við- brögðum hans og grundvallar stjómun. í seinni hlutanum er svo farið nánar í hinar ýmsu hliðar hestamennsku. Einnig em gerðar verklegar og bóklegar æfing- ar. Síðasti dagur hvers námskeiðs er svo tekinn í langan reiðtúr og er þá haft nesti með. Umsjónarmenn námskeiðanna, þær Anna Sigurveig Magnúsdóttir og Hjördís Bjartmars, hafa starfað við reiðþjálfun fatlaðra undanfarin sumur en þeim til aðstoðar er Berglind Ámadóttir. Fjöldi á hvert námskeið er breytilgur eftir getu einstaklinga. Skráning fer fram í síma 667126 e.kl. 17 daglega. Sýningar SPRON Álfabakka 14 í SPRON stendur yfir sýning á verkum eftir Katrínu Ágústsdóttur. Myndefnið sækir Katrin aðallega í húsaþyrpingar, t.d. í Reykjavik, og íslenskt landslag. Á sýningunni er myndefniö nokkuð úr Breiðholtshverfmu og umhverfi þess, svo og nokkrar landslagsmyndir. Sýningin, sem er sölusýning, mun standa yfir til 31. ágúst nk. og er opin frá fóstudegi til mánudags frá kl. 9.15-16. Reykholt Samsýning borgfiskra hstamanna stend- ur nú yfir í Reykholti. Þátttakendur í sýningunni era ahs 19 hstamenn sem starfa í héraðinu eða tengjast Borgaríirði á einhvem annan hátt. Sýningin stendur til 6. ágúst og verður opin daglega frá kl. 13 til 18. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði sími 52502 Opið aha daga nema mánudaga kl. 14-18 Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Tapað fundið Kvenhjól tapaðist. Stórt, dökkrautt kvenhjól tapaðist í Hól- tmiun í Breiðholti. Finnandi vinsamleg- ast hafið samband í síma 77067. Fjölmiðlar Vagnstjórinn vigir minigolfiö. DV-mynd Reynir Léleg spretta vegna þurrka rigni áður. Grásleppuveiöi var með minnsta móti að þessu sinni og einnig var viðarreki frekar litUl. Bændur era þó búnir að saga talsvert af stauram og er verðið frá 130 upp í 190 krónur fyrir sagaðan staur. Regina Hioiaienaen, DV, Gjögiú Sláttur byijaði þjá Sigursteini Svein- bjömssyni í Litlu-Ávík hér í Árnes- hreppi 21. júlí. Spretta er léleg vegna mikilla þurrka í allt sumar. Bændur í hreppnum fara óðum að slá af full- um krafti en vona þó að eitthvað Þaö var hér einu sinni að einung- is fjörutlu mínútur eða þar um bil vora helgaðar því fyrirbæri er nefn- ist popp í Ríkisútvarpinu. Ef ég man rétt vora þeir þættir einungis á þriðjudagskvöldum. Meö lögunum voru lesnar „æðislegar ástarkveðj- ur" semoftvorasvo margar að umsjónarmaður náði ekki að spila hvert lag til enda (sem síðan olii mikilli óánægju hlustenda). I>að kom alla vega ekki til greina aö lengja þennan poppþátt. Popparar vora homrekur í hinni „klassísku ogkammerraúsísku" dagskrárgerð i. Nú má ekki skilja það svo ivai þar sem skrifari er rétt skriðinn yfir 30áramarkið. Gæði þessa vikulegu þátta þóttu óumdeilanleg enda ekki af miklu af taka nema ef vera skyldi kanaút- varpið. Til að gera langa sögu stutta var útvarpsrekstur síðan gefinn frjáls. í dag heyrast lög unga fólks- insekkibaraí klukkutimaádag, | enda slíkt fy rirkomulag yfirmáta fáránlegt, heldur allan sólarhring- inn og á fleiri en einni stöð. Gæði þeirrar dagskrárgerðar era hins vegar orðin mjög umdeild enda er magn ekki trygging fyrir gæðum. Lögin sem slík era ekki aöfinnslu- verð, ekki þannig, en dagskrárgerð í höndum misjafnlega „sjálfupptek- inna" smartgæja ogpíaeroftast nær svo latis við allan metnað og fagmennsku að manni fallasthend-; ur.Er virkilega engin virðing borin fyrir hlustendum þessara rása? Era hlustendur bara eitthvert heiialaust stanslausri tónlist og bjöguðu hálf- vitahjali um klukkuna, lengd vakta og kannski veður inni á milli laga? Dettur þessu ágæta fólki virkilega ekkert annað í hug?Þaö hefur úr heilimi sólarhring aö moða. Haukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.