Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Hafnbann Meðan spennan vex við Persaflóa berast fréttir af, að íslenzkir aðilar séu að gamna sér við að græða á togaraútgerð í Burma, þar sem ríkir eitt versta stjórnar- far álfunnar. Eins og í írak ríkir þar þvílíkt hernaðarein- ræði, að hermenn skjóta fólk til bana á almannafæri. í leiðurum DV hefur á undanförnum árum nokkrum sinnum verið vakin athygli á, hversu viljugir vestrænir aðilar hafa verið að styðja við bakið á harðstjóranum Saddam Hussein í írak, þótt stjórnarfar hans hafi verið heldur verra en til dæmis erkiklerkanna í íran. Hinn herskái Saddam Hussein hefur 1 áratug verið byggður upp með bandarískum peningum og evrópsk- um vopnum. í takmarkalítilli bjartsýni lánuðu Vestur- lönd honum rúmlega 30 milljarða dollara, meðal annars til að halda uppi árásarstríði gegn nágrönnum í íran. Nú hafa aðstæður breytzt á Vesturlöndum. Harðstjór- ar af ýmsu tagi geta miklu síður en áður sníkt fé og vopn af auðugum ríkjum með því að spila á hagsmuna- ágreining austurs og vesturs. Kalda stríðinu er lokið og Vesturlönd þurfa ekki að kaupa stuðning harðstjóra. Endalok kalda stríðsins í Evrópu eru í þann veginn að kippa fótunum undan harðstjórum um allan hinn þriðja heim, allt frá Moi í Kenýa til Castro á Kúbu. Þessi endalok komu í tæka tíð fyrir nýjustu tilraun Saddams Hussein til útþenslu á kostnað nágrannaríkja. Hinn evrópsk-ameríski heimur er nokkurn veginn samstilltur, allt frá Washington til Moskvu. Alls staðar eru menn sammála um viðskiptabann á írak og þau svæði, sem það hefur hernumið. í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna hefur þessi samstaða borið ávöxt. Menn greinir aðeins á um, hvort rétt sé að fylgja banninu eftir með aðgerðum, sem jaðra við hafnbann. Frakkland hefur oft áður verið á mildum og ódýrum sérleiðum og er það einnig núna, með þátttöku Sovét- ríkjanna. Þessi ríki hafa lýst efasemdum um hafnbann. Ef ætlunin er á annað borð að stöðva Saddam Huss- ein, dugir ekki að setja upp franska silkihanzka. Til dæmis er fráleitt, að slóttugur Hussein Jórdaníukon- ungur geti í orði stutt viðskiptabann, en látið nota land sitt til að flytja vörur milli Akabaflóa og íraks. Vesturlönd þurfa að loka Persaflóa og Akabaflóa og stöðva með valdi þau skip, sem líkur eru á, að muni rjúfa viðskiptabannið. Vesturlönd þurfa líka að vera viðbúin, að Saddam Hussein víkki stríðið með því að senda her inn í vinaríki sitt, land Jórdaníukonungs. Vesturlandabúar verða að átta sig á, að Saddam Huss- ein verður ekki friðaður frekar en Adolf Hitler var frið- aður á sínum tíma. Slíkir harðstjórar verða ekki talaðir til með orðaleikjum um mun á viðskiptabanni og hafn- banni. Verkin verða sjálf að tala. Það þýðir hafnbann. Vesturlandabúar verða að muna, að Saddam Hussein hefur safnað sér efnavopnum og beitt þeim óspart, ekki aðeins gegn írönum, heldur einnig gegn íbúum eigin lands. Hann er alveg siðlaus, í vestrænum skilningi þess orðs, þótt ýmsir íslamar hafi á honum dálæti. Með aðstoð vestrænna fyrirtækja er Saddam Hussein kominn langleiðina í kjarnorkuvopn. Talað hefur verið um, að hann eigi þrjú eða fjögur ár eftir, ef viðskipta- bannið tefur hann ekki. Óhjákvæmilegt verður að stöðva hann fyrir þann tíma, helzt núna strax. Að loknu köldu stríði geta Vesturlönd nú farið að verja öryggi sitt gegn vestrænum kaupahéðnum og harðstjórum þriðja heimsins, svo sem í Burma eða írak. Jónas Kristjánsson Komist Sjálfstæðisflokkurinn einn til valda, mun áreiðanlega margt breytast til batnaðar, segir greinarhöf. m.a. Einn flokk til ábyrgðar Ný könnun sem Skáís hefur gert á fylgi stjórnmálaflokkanna bendir til þess að tæplega 52% kjósenda styðji um þessar mundir Sjálfstæð- isflokkinn. Er það svipuð niður- staða og í skoðanakönnun sem DV gerði fyrir nokkrum dögum. Þetta vekur enn til umhugsunar um þaö efni, sem ég ræddi í síðasta pistU mínum, hvort Sjálfstæðis- flokkurinn eigi fyrir næstu kosn- ingar að stefna markvisst að því að ná meirihluta á Alþingi. Mér viröist í fljótu bragði aö rök- in fyrir því aö efla einn flokk til ábyrgðar á landstjórninni séu eink- um tvíþætt. Annars vegar skapar það nauðsynlega fes'tu í þjóðfélag- inu. Hins vegar veitir það stjóm- málaflokkunum mikið aðhald. Fyr- ir því eru svo sérstök rök að Sjálf- stæðisflokkinn, öörum flokkum fremur, eigi að styðja til að ná meirihluta á Alþingi. Hyggjum nánar að þessu. Festa og stöðugleiki Fullyrða má að stjómartímabil núverandi vinstri stjórnar hefur einkennst af óvenju miklum flokkadráttum og hrossakaupum, lausung, upphlaupum og ómark- vissum og vanhugsuðum ákvörð- unum. Ein höfuðástæðan fyrir þessu er sú að vinstri flokkarnir eru í raun- inni ekki sammála um neitt nema halda völdum. Þá greinir á, bæði innbyrðis og sín á milli, um mörg mikilvægustu úrlausnarefni ís- lenskra stjórnmála á líðandi stund. Þar ber hæst ósamkomulag þeirra um þátttöku okkar í framvindu Evrópusamstarfsins. í því efni má heita aö látiö sé reka á reiðanum enda þótt öllum megi vera ljóst að slík vinnubrögð eru afar skaðleg hagsmunum þjóðarinnar. Annað sem einkennir núverandi stjómartímabil er öryggisleysi al- mennings og fyrirtækja. Hvorki einstaklingar né atvinnufyrirtæki geta gert áætlanir fram í tímann vegna þess að ekki er hægt að treysta fyrirheitum og yfirlýsing- um stjórnvalda. Vinnubrögðin í sambandi við húsnæöis- og vaxta- bætumar eru eitt dæmi um þetta, kjarasamningurinn við BHMR annað og fjölmörg fleiri dæmi má tína til. Þetta verður að breytast. í kom- andi kosningum verður án vafa krafa kjósenda að festa og stöðug- leiki komist á að nýju í íslensku þjóðlífi. Skynsamlegasta leiðin í því skyni er að efla einn flokk til ábyrgðar á landstjóminni. Kjallarinn Guðmundur Magnússon sagnfræðingur Ábyrgð á eigin verkum Alkunna er hve stjómmálaflokk- amir hafa átt auðvelt með að skjóta sér undan ábyrgð þegar um hana er spurt. Þeir hafa getað lofað einu og öðru fyrir kosningar án þess að ætla sér að standa viö þaö. Þeir skáka þá í því skjóli að hægt sé að kenna öðrum um. í stjórnmálum er um að ræða endalausar mála- miðlanir og í margra flokka stjórn- um, eins og þeirri sem nú situr, er hægur leikur á varpa ábyrgð á því sem miður fer eða ekki er efnt á herðar annarra. Þetta hefur leitt til þess að kosn- ingaloforð hafa fengið á sig óorð. Menn hafa sagt, og þaö oftar en ekki meö réttu, að þau séu mark- laus. Sjálfstæðismönnum í borgar- stjórn Reykjavíkur hefur þó á und- anförnum árum tekist að sýna að kosningaloforð þurfa ekki að vera tómur fyrirsláttur. Þeir hafa sett fram skýr og afmörkuð loforð fyrir kosningar og efnt þau, hvert og eitt, á kjörtímabilinu. Þetta hafa þeir að sjálfsögðu getað vegna þess að þeir sitja einir viö stjórnvölinn. Reynslan úr borgarstjóm sýnir að til þess aö unnt sé að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar á verkum sínum, verölauna þá eða refsa þeim, þarf að gefa þeim ótví- rætt tækifæri til að standa við fyr- irheit sín. Nái Sjálfstæðisflokkur- inn meirihluta á Alþingi og efni ekki kosningaloforö sín sjá menn það í hendi sér að það yrði honum dýrkeypt. Flokkurinn fengi tæpast annað tækifæri í bráð. Af hverju Sjálfstæðis- flokkurinn? Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem á mögu- leika á því að ná meirihluta á Al- þingi. En verðskuldar hann stuön- ing til þess? Það gerir hann tví- mælalaust. Að sönnu má meö góö- um og gildum rökum fmna að ýmsu í stefnu og starfi flokksins. En frjálslynd umbótastefna Sjálfstæð- isflokksins hefur aldrei átt brýnna erindi við þjóðina en nú. Það veröur vitaskuld engin eðlis- breyting á íslensku þjóðfélagi kom- ist Sjálfstæöisflokkurinn einn til valda. En margt mun áreiðanlega breytast til batnaðar. Komið verður á hér sams konar frjálsræði í atvinnu- og efnahagslífi og nágrannaþjóðir okkar búa viö. Umsvif ríkisins verða takmörkuð (ráðuneytum fækkað, ríkisfyrir- tæki seld og dregið úr miðstýringu og opinberum afskiptum í atvinnu- líflnu). Geðþóttavaldi stjórnmála- manna verða settar skorður (með takmörkun á útgáfu bráðabirgða- laga og heimildum til aukaíjárveit- inga úr ríkissjóði). Landbúnaður verður markvisst aðlagaður mark- aðsaðstæðum. Stórátak verður gert í landrækt og mengunarvörnum. Skólakerfið verður eflt og endur- skipulagt. Nýjar leiðir verða farnar til að efla listir og menntir enda er framtíð sjálfstæðrar þjóðmenning- ar okkar undir því komin að við leggjum rækt við menningarlífið. I kosningunum í apríl á næsta ári gefst okkur einstakt tækifæri til að efla hagsæld og menningu á ís- landi. Það tækifæri má ekki láta ónotað. Guðmundur Magnússon „Nái Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta á Alþingi og efni ekki kosningaloforð sín sjá menn það 1 hendi sér að það yrði honum dýrkeypt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.