Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. 15 Verðlaunafé ríkisútvarpsins Útvarpsstjóri ríkisútvarpsins sá fyrir nokkru sérstaka ástæðu til að hreykja sér af því að 70% þeirra sem lögum samkvæmt eiga að greiða afnotagjöld til ríkisút- varpsins hefðu gert það á réttum tíma! Viðhorf hans var glögglega að þetta væri hin mesta viðurkenning fyrir stofnunina og dæmi um að „aðfór“ einhverra að henni hefði mistekist. Skömmu síðar var emb- ættismaðurinn aftur á ferð og áréttaði að skylduáskrift að ríkis- sjónvarpinu væri ekki nauðung heldur nauðsyn. Endurgreiðsla útvarps- stjóra? I ljósi þeirra ummæla útvarps- stjóra að greiðsla 70% viðtækjaeig- enda á afnotagjöldunum væri sér- stakt hrós fyrir ríkisútvarpið hljóta menn framvegis að vega það og meta sérstaklega hvort ríkisút- varpið eigi það skihð að afnota- gjöldin endi hjá útvarpsstjóra. Má ekki túlka orð útvarpsstjórans svo að hann muni endurgreiða afnota- gjaldið hverjum þeim sem ekki kýs að neyta þeirrar vöru sem ríkisút- varpið hefur upp á að bjóða? Það stendur að vísu skýrt og skorinort í lögum að afnotagjöldin skuh greiða og útvarpsstjóri hefur manna mest yndi af að tönglast á því. En það stendur hvergi að þau megi ekki endurgreiða og það er auðvitað það sem útvarpsstjóri var að meina þegar hann hreykti sér af innheimtunni. Hann er sjálfsöruggur maður og er þess fullviss að engum dettur í hug að krefjast endurgreiðslu. Hann er meira að segja tilbúinn að láta á það reyna fyrstur útvarps- stjóra. Þannig að ef að til er sá furðulegi KjaUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ maður sem getur verið án ríkisút- varpsins og þess mikla og þjóðmik- ilvæga menningarhlutverks sem það gegnir lögum samkvæmt þá er bara að tala við Markús. Hann borgar til baka. Hann hefur sagt það sjálfur að verðlaunafé ríkisút- varpsins sé komið til af ánægju landsmanna einni og sé einhver fúll þá er bara að rölta upp í must- erið í Efstaleiti, spila nokkrar golf- holur á lóðinni, fara í starfskynn- ingu í auðum og ónotuðum hljóð- verum, horfa á sjálfvirka matar- gjafann í fiskabúrinu, hlusta á hjal- ið í gosbrunninum og fá aurana endurgreidda. Og að lokum ef að einhver skyldi koma öfugum megin að húsinu þá ganga tveir strætisvagnar (sexan og sjöan) hringinn. Nauðsyn eða nauðung Svo að vikið sé að seinni speki embættismannsins þá er ágætt að grípa til íslenskrar orðabókar Menningarsjóðs og fletta upp orð- inu nauðung. Þar stendur að nauð- ung sé að þvinga (neyða) e-n til e-s. Nú eru þess óteljandi dæmi að menn séu bókstaflega neyddir til að greiða afnotagjaldið og þá er greiðslan orðinn nauðung og af- notagjaldið ónotagjald, þ.e. gjald fyrir ónot sem menn ekki kæra sig um. Nú víkur að nauðsyn þess að hafa ríkisútvarp. Sumir tína til menningarskyldur þess. En nú hef- ur enginn mér vitanlega komið með þá skilgreiningu á menningu sem allir geta sætt sig við. í annan stað grunar mig (en ef til vill veit einhver betur) að það hafi verið til menning á íslandi áður en ríkisút- varpið tók til starfa og það býsna blómleg. Séu menn sammála um að þessir grunur minn sé á rökum reistur þá hljóta menn að velta fyr- ir sér hvað í ósköpunum gerðist þegar ríkisútvarpið tók til starfa. Getur verið að þjóðin sitji í dái og bíði eftir að íslensk menning fossi af vörum Stefáns Jóns og úr mið- degissögunni? Hver vogar sér að halda því fram að þjóðin sé slíkt safn örverpa að hún yrði menningu rúin ef ekki væru nátttröll á sveimi uppi í Efstaleiti? Ef til vill þeir sem geta makað krókinn í skjóli menn- ingar en ekki mikið fleiri. Það þarf að veita þessum heilaþvotti (á kostnað skattgreiðenda) um menn- ingu sem koma á úr þar til gerðum stofnunum kröftugt viðnám. Menning verður aðeins til meðal fólksins sjálfs og af hvötum þess en hún verður aldrei framleidd sérstaklega. Hvorki af ríkisútvarp- inu né öðrum. Er RÚV öryggisatriði? Einnig hefur það heyrst að ríkis- útvarpið sé nauðsyn af öryggisá- stæðum. Þetta eru fremur vafasöm rök. Starfsmenn þess hafa sýnt að þeir geta lagt niður vinnu eins og aðrir. Auk þess er það metnaðarmál íjölmiðla að vera sem fyrstir með fréttir og eru fréttir sem varða ör- yggi eða yfirvofandi hættu þar alls ekki undanskildar nema síður sé. Byggðasjónarmið Að lokum fylgja til gamans veiga- lítil rök um að enginn sæi sér hag í því að útvarpa eins víða og ríkis- útvarpið gerir nú. Um þetta er reyndar ekkert hægt að fullyrða, en Stöð 2 er nú þegar komin mjög nálægt ríkisútvarpinu hvað þetta varðar. Ég hef nú heldur aldrei heyrt neitt um að það séu sjálfsögð mann- réttindi að ná útvarpssendingum. Ekki frekar en að menn geti farið til útlanda einu sinni á ári, keypt öll dagblöðin eða farið í kvik- myndahús. Þetta er ekki það sem ríkið á að tryggja. Þetta er nokkuð sem menn verða að ákveða sjálfir og vega og meta hvort þeir vilja veita sér. Glúmur Jón Björnsson „Hann hefur sagt það sjálfur að verðlaunafé ríkisútvarsins sé komið til af ánægju landsmanna ... “ - Hverjir krefjast engurgreiðslu frá RÚV? „í annan stað grunar mig (en ef til vill veit einhver betur) að það hafi verið til menning á íslandi áður en ríkisútvarp- ið tók til starfa og það býsna blómleg.“ Tryggingaþegar eru launþegar Það dylst engum sem um árabil hefur kynnst kjörum trygginga- þega að ótalmargt hefur áunnist, að svo sannarlega erum við þó allt- af á réttri leið á veginum fram til betra og birturíkara mannlífs. Hins vegar viljum við oft gleyma því hversu miklu erfiðari lífsbar- áttan er í eðli sínu hjá ærið mörg- um sem eiga tryggingabætur einar að launalegu athvarfi sínu, hversu miklu minni möguleika trygginga- þegar eiga til öflunar þeirra auka- tekna, þeirrar viðbótar til fram- færslu, sem sköpum skiptir hjá fólki almennt í landi okkar. Við viljum einnig oft gleyma hin- um margvíslega viðbótarkostnaði, sem tryggingaþegar búa við og bættur er að hluta af hálfu sam- félagsins, en hvergi nærri sem nauðsyn bæri til. Beðið um skýringar Það er mikið rætt um fram- færslubyrði og í því sambandi þyk- ir mér oft sem farið sé frjálslega með þær nauðþurftatölur, sem vísitölufjölskyldunni eru reiknað- ar. Máski kemur þetta skýrast fram hjá námsmönnum okkar, þessu ágæta unga fólki sem á að erfa landið - eða er það auðinn í dag. Þar hafa kveinstafir og kvörtun- arhróp út af námslánaupphæðum keyrt úr hófi nú að undanfórnu og þar hafa framfærslutölur til við- miðunar verið slíkar að trygginga- þegarnir mínir hafa eðlilega talað um makalaust metnaðarleysi ör- yrkjasamtakanna í allri kröfugerð samanborið við þessar svimaháu tölur ungu „uppanna“, sem þeir hafa þó grátið beiskum blankheita- tárum yfir. Ég hefi jafnoft bent á að hér væri um lánaviðmiðun að ræða og lán væri til endurgreiöslu síðar meir o.s.frv. KjaUariim Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ En tryggingaþegarnir mínir hafa eðlilega sagt sem svo: Fyrst þetta unga, blanka, bálreiða fólk fær svona framfærslugrunn fúslega viðurkenndan af ríkisvaldinu, hvers vegna þá ekki við, sem eigum okkar lífsgrundvöll allan undir bótaupphæðum okkar? Af hveiju fáum við ekki bóta- greiðslur í einhverju samræmi við framfærslu okkar eins og þessu unga fólki finnst svo sjálfsagt gagn- vart sinni framfærslu? Hafið þið ekki beðið þetta sama ríkisvald að reikna út framfærslu- grundvöll okkar og kanna hvaða bótarétt við eigum samkvæmt því eins og námsmennirnir fá sín lán út á háa grunninn sinn? Getið þið ekki bent blessuðu rík- isvaldinu á það að það er útjgalda- aðihnn í báðum tilfellum (því námslán greiðast langt í frá að fullu) og beðið um skýringar á þess- ari makalausu mismunun, sem þetta sama ríkisvald sýnir svo áþreifanlega með þessum hætti? Það er von að spurt sé og án þess ég sé svo sem að gera meira veður út af námsmönnum, sem vissulega eiga allt gott skilið, þá er ofur eðli- legt, að þegar grátur og gnístran tanna glymur við frá þessu unga fólki - hrausta og vel gerða við góðar aðstæður almennt - þá' blöskri þeim nokkuð sem til við- bótar við vanheilsu og oft erfíða fötlun búa við jafnslök kjör og mik- ill hluti minna viðmælenda býr. Mismunur og ólíkt mat Tryggingaþegar benda mér mjög oft á það, hver ástæðan muni vera fyrir tregðu ríkisvaldsins í því að bæta verulega hag þeirra sem minnst bera úr býtum, lyfta lífs- kjaragrunni þeirra svo sem þarf. Þeir segja hreint út: Ástæðan er sú sama og er hjá láglaunafólkinu í landinu sem alltaf verður eftir þeg- ar tekist er á um kaup og kjör. Við erum einfaldlega svo mörg að það kostar svo mikið að gera okkur lífs- baráttuna verulega léttari alveg eins og vinnuveitandinn getur bætt tugþúsundunum ofan á toppana hjá sér, en grætur í bágindum sín- um yfir þúsundkallinum sem fara á til fjöldans í t.d. frystihúsinu eða verksmiðjunni hjá honum. Og núna þessa dagana í þessum orðum rituðum er ég einmitt minntur á BHMR fólkið blessað, sem fær bara dómstóla til að rétta sér upp í hertdur þá leiðréttingu, sem öðrum tekst ekki að fá meö miklu lakari kjör og aumari að- stæður og vel að merkja alveg burt- séð frá því þó hringekja kjararýrn- unar hjá öðrum blasi beinlínis við eins og einn níræður öryrki orðaði það hér áðan. En ekki orð um það viðkvæma mál meir. í beinu framhaldi af þessari orð- ræðu minni um mismun og ólíkt mat á ýmsum sviðum hjá því opin- bera er svo best að koma að efni sem mörgum tryggingaþegum er mikill þyrnir í augum og ekki að ástæðulausu. Yfirgnæfandi hluti þeirra, sem ríkið greiðir laun - og bætur eru auðvitað Uka laun þess fólks sem þær fær - fær sín laun greidd út fyrirfram 1. hvers mánaðar s.s. al- kunna er. Þetta þykja sjálfsagðir hlutir og tíðkast auðvitað miklu víðar en hjá ríkinu. Tryggingaþeginn fær hins vegar sín laun 10. hvers mánaðar og þeim sem á þau laun að sínu eina lifibrauði til greiðslu alls sem á fellur - þeim eru þessir níu dagar oft býsna dýrir og yfir mig flæða ógrynni dæma þar um sem ég dreg ekki í efa að séu í aðalatriðum sönn. Níu dýrir dagar •Nú eru lög slík um þessar bætur að þær þarf svo sem ekki að greiða fyrr en efitr á en fyrst menn hafa nú teygt sig til 10. hvers mánaðar ætti nú sannast sagna að vera unnt aö láta tryggingaþega njóta sama réttar og aðrir launþegar ríkisins fá sem sjálfsagðan hlut nú orðið. (í gegnum samninga í upphafi eflaust). Og þá spyrja menn sem nenna að lesa þessar línur eflaust hins sama og tryggingaþegarnir: Hafið þið hjá Öryrkjabandalaginu ekkert gert í málinu? Horfið þið bara þegjandi á eða tautið í barm ykkar og aðhafist svo ekkert? En máliö er nú bara ekki það, eins og margur gæti haldið, fyrst ekkert gerist. Formaður Öryrkjabandalagsins hefur ítrekað komið þessu á fram- færi af fullum þunga og fengið góð orð en annað ekki og góð orð enga gjöra stoð í léttum pyngjum trygg- ingaþeganna. Hins vegar verður greinilega að knýja á mál þessi af meiri þunga og oftar og enn betur, ef árangur á einhver að verða. Einn liður í því, veikburða og vesæll þó, er þessi litli pistill sem raunar hefur farið nokkuð um víðan völl. Ég held hins vegar að fátt gæti glatt huga tryggingaþega meira og kostað minna en einmitt sú breyt- ing að færa greiðslurnar fram um þessa níu dýru daga eins og kona ein orðaði það svo ágætlega við mig á dögunum. Því er enn einu sinni beint til þeirra sem málum ráða að trygg- ingaþegum verði veittur sami rétt- ur og flestum öðrum, að sem fyrst megi það verða gleðileg staðreynd að útborgunardagur tryggingabóta verði 1. hvers mánaðar. Þetta er nefnilega fyrst og síðast spurning um viðhorf og hugarfar. Helgi Seljan ,',Yfirgnæfandi hluti þeirra sem ríkið greiðir laun - og bætur eru auðvitað líka laun þess fólks sem þær fær - fær sín laun greidd út fyrirfram 1. hvers mánaðar svo sem alkunna er.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.