Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. Spumingin Hverjir verða íslands- meistarar í knattspyrnu? Sigurður Sigurðsson stýrimaður: Ég vona aö þaö veröi Framarar enda er ég sjálfur gamall Framari. Hrafnkell Hlöðversson verkamaður: Ég hef ekki hugmynd um það. Ég fylgist ekkert meö knattspymu. Snæbjörn Sigurðsson bóndi: Ég veit þaö ekki. Ég fylgist voöa lítið meö þessu en heföi viljað að KA ynni mótið. Svanfríður Aradóttir húsmóðir: Ég veit þaö ekki. Ég hef ekkert vit á fót- bolta. Ég segi bara KR. Ólafur Hjaltason fulltrúi: Nú vefst mér tunga um tönn. Ætli þaö verði ekki bara KR aö þessu sinni. Kolbrún Sigurðardóttir snyrtisér- fræðingur: Framarar. Lesendur______________________________________________________dv Boeing á einum hreyfli til Keflavíkur: Hve öruggar eru tveggja hreyfla vélar í langflugi? Boeing-flugvélar af tegundunum 757 (flugvélar Flugleiða eru a> þeirri gerð) og 767 sem er breiðþotugerðin. Magnús Gunnarsson skrifar: Það hefur staðið nokkur deila um ágæti þeirra tveggja hreyfla far- þegaflugvéla sem teknar hafa verið í notkun t.d. á flugleiö yfir Atlants- hafiö. Hvaö sem líður áliti sérfræð- inga um flugdrægni, hreyflategund og almennt öryggi sem þessar flug- vélar eiga aö vera búnar, era margir flugfarþegar ekki alls kostar ánægðir að neyðast til ferðast með þessum nýju flugvélum. - Farþegar frá ís- landi til Vesturheims eiga t.d ekki völ öðrum farkosti en þessum nýju tveggja hreyfla vélum. Það er þess vegna engin furða þótt fólk fylgist gaumgæfúega með hveiju atviki sem úrskeiðis fer hjá tveggja hreyfla flugvélum sem annast far- þegaflug yfir hafið. - í Morgunblað- inu sl. sunnudag birtist frétt um að Boeingþota frá þekktu bandarísku flugfélagi hefði þurft að snúa við af leið sinni og lenda á Keflavíkurflug- velli á einum hreyfli með tæpega 100 farþega innanborös. - Ekkert annað blað (eða fjölmiðill, held ég, svo und- arlegt sem þaö er) birti frétt um málið. Þetta var þó stórfrétt í sjálfu sér og kemur íslenskum flugfar- þegum talsvert við. í fréttinnikom þó ekki mikið fram, t.d. ekki annað en að véhn hefði ver- ið af gerðinni Boeing 767 og frá flugfé- laginu Delta í Bandaríkjunum. Ekk- ert var sagt um eðli bilunarinnar og hvort véhn hefði farið aftur stuttu síðar eða hvort farþegar hefðu þurft að bíða annarrar flugvélar eða þeir beðið á meðan á viðgerð stóð. Þessi atburöur vekur óneitanlega upp ýmsar spurningar hjá íslenskum flugfarþegum, t.d. hvort þessi til- tekna vél sé sams konar og þær er Flugleiðir nota á leiðinni til Amer- íku, hvaða ráðstafanir séu gerðar til að ná varaflugvelh ef hreyfill bilar á miðri leið til Ameríku og hvort full- hlaðin vél þessarar tegundar geti auðveldlega flogiö tímunum saman að næsta varaflugvelli, t.d. ef lokaö er í Keflavík nokkru eftir flugtak þaðan. Ég held að hér sé á ferðinni mál sem ekki hefur verið nægilega kynnt í fjölmiðlum og ekki þarf aö efa að áhugi íslenskra flugfarþega er mikill á tæmandi upplýsingum um þetta efni. Eftir þeim upplýsingum sem les- endasíða DV fékk hjá flugumsjón á Keflavíkurflugvelh, var umrædd Bo- eingþota af gerðinni 767 (sennilega 400 gerðin en um það vissi flugum- sjón ekki og heldur ekki vakthafandi aðih í flugturni Keflavíkurflugvall- ar). Þotan var af svokallaðri breið- þotugerð hvað snertir innréttingu á farþegarými og mun stærri en þær vélar sem Flugleiðir nota og eru af gerðinni Boeing 757-200. - Umrædd flugvél lenti laugardagsmorguninn 11. ágúst og fór ekki þaöan aftur fyrr en tveimur dögum síðar eftir að mót- orskipti höfðu verið framkvæmd. Afrek fatlaðra í Hollandi Áhugamaður skrifar: Venjulega er dagskrá sjónvarps- stöðvanna mun síðri á sumrin en 1 a veturna. Undantekning frá þeirri reglu var þáttur sem sýndur var á Stöð 2 á dögunum og fjallaði um fatlaða íþróttamenn. Með þessu bréfi vil ég bara koma þakklæti til Stöðvarmanna fyrir þessa ágætu mynd. Myndin sýndi svo ekki v§rð um villst að keppni fatlaðra er grfðarlega hörð og að krakkamir okkar unnu ógleyman- leg afrek þarna í Hollandi. Með fyrirfram þökk fyrir birt- ingu. Verður afrakstur hundaskítsins notaður til þess að fóðra hross i vetur? DV-mynd RaSi Hundaveiki og hrossakjöt Hestavinur skrifar: Síðastliðið vor birtust fréttir í blöð- um um veiki í hundum, en smitun hennar var sögð tilkomin vegna úti- vistar hundanna á Geirsnefi við Ell- iðavog. - Sá staöur er að vonum út- bíaður í hundaskít því þar mega hundaeigendur láta hundana ganga lausa og lítt sem ekkert hirða þeir um að hreinsa eftir hunda sína þama. Nú væri þetta ekki í frásögur fær- andi nema vegna þess að einhverjir hestamenn hafa nú slegið Geirsnefið og hirt afrakstur hundaskítsins til þess að fóðra vini sína á í vetur. Satt að segja ofbýður mér að hesta- menn skuli fóöra gæðinga sína á hundaskítskrydduðu heyi. Spurn- ingin sem hins vegar brennur á mér sem þeim hestavini sem ég er - aö þykja afar gott að eta hrossakjöt; Ætli óhætt sé að neyta kjöts af þeim hrossum sem eru fóðruð á hunda- skítnum? Búum við ekki í lýðræðisþjóðfélagi? Gunnar Þórarinsson skrifar: Þótt ég hafi gerst brotlegur við sjálfan mig og hafi gert margar og ítrekaðar tilraunir eftir alvarlegt bíl- slys til þess að fá létta vinnu, m.a. hjá Reykjavíkurborg, er mér tjáð að enga vinnu sé að fá. Eg vildi nú spyrja: Er kannski ráðningarskrifstofan eins og Félags- málastofnun borgarinnar, þegar spurt er um húsnæði? Svarið er oftar en ekki það sama: því miður, ekki til herbergi eða íbúð. - Jú, annars, kannski fyrir einstakt prúðmenni sem gengur vel um og hefur heilsu til að mála eða skúra gólfin eftir sig. Ég þekki ekki alla Reykvikinga, þótt ég sé hér fæddur og upp alinn í þessum fallega bæ og eigi þess vegna fullan rétt á því að hlustað sé á mig. Það er af sém áður var þegar ég fékk húsaskjól hjá bænum þar sem núna er hinn viröulegi Seðlabanki íslands. - Ég skýt þessu nú svona inn hér til gamans fyrir þá sem nenna aö lesa þetta. En hvað atvinnu fyrir fólk - sem orðið hefur fyrir slysi og er í þann veginn að ná heilsu - og þó stundum ekki - varðar er það afskaplega þreytandi þegar talað er við fólk sem segir sem svo: Ég skal athuga málið, hringdu seinna - eftir tvo daga, eða eftir einn eða tvo mánuði. Tökum Múlalund, vinnustað fyrir öryrkja, sem dæmi. Jú, þú getur fengið vinnu í svo sem einn mánuð og fengið meðmæh og síðan- ættu meðmælin að duga þér til að fá vinnu við þitt hæfi. Og hvað svo? Bráðabirgðalögin og undirskrift forseta: Óskiljanleg framkvæmd Elsa skrifar: Mér finnst lesendabréfið í DV hinn 9. ágúst sl. frá Kristjáni Kristjánssyni vera orð í tíma töluð og tek undir allt sem þar er sagt. En þar er hann að ræða setningu bráðabirgðalagnna og texta þann sem þeim fylgir frá forseta íslands og er undanfari þess- ara bráðabirgðalaga. Ég er þess fullviss að fólk hefur almennt ekki áttað sig á hvers konar klúður þessi lög eru, og ekki síður sá gjömingur sem forsetaembættið er látið framkvæma með aðfararorð- unum á undan lögunum. Þar er því beinlínis haldið fram að launatilboð frá vinnuveitendum sé frumorsökin fyrir setningu bráðabirgðalaganna, en ekki samningaviðræður BHMR og viðsemjendanna, ríkisins. Ég veit ekki hvers konar öfl eru að þróast hér í þjóðfélaginu, sem láta sér í léttu rúmi liggja að blekkja eða gera a.m.k. tilraun til að blekkja for- setaembættið eins og hér virðist ver- ið að gera. - Eða hvað á fólk að halda, þegar svona er staðið að verki? Auðvitað era bráðabirgðalögin ekkert annað.en óhæfuverk sem er unnið vísvitandi til að klekkja á laun- þegum í landinu - ekki bara á BHMR-fólkinu - heldur öllum laun- þegum á íslenskum vinnumarkaði. Líklegast þykir mér að stjórnvöld séu að gera tilraun á launþegum með til- liti til framtíðaraðstæðna hér á landi, þegar við höfum verið fest í sameig- inlegri ríkjasamsteypu Evrópu. - ís- lensk stjórnvöld þurfi að sanna hvers þau séu megnug að hemja launþega á vinnumarkaði og sýna að hægt sé að stöðva hvers konar framgang og uppákomur sem rekja má til baráttu fyrir bættum kjörum eða beinum launakröfum. Ég vona sannarlega að einhverjir innan launþegahreyfinganna hafi þann kjark að leggja til atlögu við þessi öfl í stjórnkerfinu og sem virð- ast líka eiga sér bandamenn í röðum forsvarsmanna launþegahreyfing- anna. - Nýjustu fréttir af mótmælum einstakra manna innan launþega- samtakanna gefa manni von um ein- hveija hreyfingu í þá átt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.