Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST. 1990. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Til sölu Oldsmobile Delta Royal 88, árg. ’87, vél 3,8 bensín, einn með öllu, verð 1.800 þús. Óska eftir sjólfskiptum, góð- um, lítið upphœkkuðum jeppa í skipt- um. Uppl. í síma 92-14147. 70 Camaro RS 454. Einstakur á Is- landi, óhemjumikið af sérstökum bún- aði, ekinn aðeins 36 þús. mílur. Til sýnis og sölu í kvöld kl. 18-20 á Skemmuvegi 22, Kópavogi, sími 91-73287. Toyota Tercel, órg. ’85, til sölu, blár á litinn, nýyfirfarinn, góð sumar- og vetrardekk. Uppl. í síma 10772 e.kl. 18. M. Benz 410D ’89, ekinn 28 þús. km, hvítur, hóþekja og háar hurðir, 5 gíra, vökvastýri, sem nýr. Skipti möguleg á sendibíl á verðbilinu 1300-1400 þús., með gluggum. Til sýnis og sölu á Bíla- sölu Ragnars Bjamasonar (s. 673434), Eldshöfða 18. Volvo F610 turbo til sölu, árg. ’84, ekinn 100 þús. km, mjög góður bíll sem ein- göngu hefur verið notaður í léttaflutn- inga. Til sýnis hjá Blómamiðstöðinni hf., Réttarhólsi 2, sími 671040. Ford Bronco II XL, árg. ’88, til sölu, ekinn 40 þús. km, ríkulega búinn aukahlutum. Bíll í toppstandi. Uppl. í síma 76311. Chevrolet van, árg. 79, húsbill til solu. Uppl. í símum 91-672225 og 91-77862 eftir kl. 20. Toyota 4-runner, árg. ’87, til sölu, skipti á ódýrari, 700-800 þús. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Skeifunni, Skeif- unni 11, sími 689555. Toyota extra cab, órg. ’86 til sölu. 2400 cc vél, bein innspýting, 116 hö din, 5 gíra. Hægt að opna á milli. Skipti á ódýrari, seljanlegu. Uppl. í síma 620026 eftir kl. 18.30... Chevrolet Monza 76 til sölu. Meiri- háttar sprækur sportbíll, 327 vél, upp- hækkaður að aftan, extra lágt drif o.fl. Einnig er til sölu Peugeot 309 GR ’87, fallegur fiölskyldubíll. Uppl. í sím- um 688207 og 678393. M. Benz ’83 til sölu, 4ra tonna bíll, með lokuðum kassa og góðri 1,5 tonna vörulyftu. Bíllinn er í góðu lagi og skoðaður fyrir árið ’90. Uppl. í símum 985-32850, vs. 91-680995 og hs. 91-79846. ■ Ymislegt - GRÖMN - Aldrei aftur i megrun. Kynningarfyrirlestur á veitingastaðn- um „Á næstu grösum", Laugavegi 20, mónudaginn 20. ágúst kl. 21. Aðgang- ur ókeypis og öllum opinn! Námskeið verður síðan haldið kvöldin 28.-30. ágúst og laugard. 1. sept. Skráning fer fram á fyrirlestrinum. Tekið er ó móti beiðnum um námskeið á landsbyggðinni í síma 91-625717 og 91-13829 (Axel). Jeppakeppni björgunarsveitarinnar Stakkur verður haldin 25. ágúst í landi Hrauns í Grindavík. Keppendur skrái sig í síma 92-15050 á daginn og 92-14376 e. kl. 19 fyrir 19. ágúst. t MINNINGARKORT Sími: 694100 KORTHAFAR Já, allir korthafar fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða stuáauglýsingar út í hönd.með beinhörðbm peningurn. , Ij&eina senri þSgj-. að hringja. Smáauglýsingin verðlír færð á kortið þitt. Það er gamla sagan: g Þú hringir, "jj við birtum bg I það ber árangur! . kl. 9.00-22.00 I kl. 9.00-14.00 ' kl. 18.00-22.0i Sunrmda^ Athugið: Auglýsing I berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. Meiming dv Opingátt eða innilokun? íslendingar standa í næstu framtíð frammi fyrir verkefni, sem á eflaust eftir að skipta þeim í stríðandi fylkingar, í innilokun- armenn annars vegar og opin- gáttarsinna hins vegar: Eiga þeir að sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu? Á síðustu árum hafa viðhorf í alþjóðamálum ger- breyst. Evrópubandalagið virðist vera að breytast úr fríverslunar- svæði í einhvers konar bandaríki með sameiginlegan gjaldmiðil og her og eina utanríkisstefnu, ef til vill í líkingu við það, sem Banda- ríkin áttu að vera í öndverðu. Ráðstjónarríkin eru aö hverfa með her sinn frá Austur-Evrópu og kunna sjálf að hðast í sundur. Austur-Evrópuríkin reyna nú hvert af öðru að koma upp mark Bókmenntir Hannes H. Gissurars. aðskerfi, þótt misjafnlega gangi. Þau eru flest eða öll líkleg til þess að knýja dyra í hinni nýju og 'sameinuðu Evrópu. Meginniðurstaða dr. Gunnars Helga Kristinssonar, kennara í stjórnmálafræði í Félagsvísinda- deild Háskóla íslands, er sú í nýju riti Öryggismálanefndar, að Is- lendingar veröi nú aö horfast í augu við nýjan veruleika. Þeir þurfi miklu meira á öðrum þjóð- um að halda en aðrar þjóðir á þeim. (Þetta var raunar hka mat íslenskra höfðingja í lok Sturl- imgaaldar. Líklegt er, að versn- andi viðskiptakjör og ótti viö ein- angrun hafi knúið þá til að gera Gamla sáttmála, sem var eftir atvikum skynsamlegur.) Ég er sammála Gunnari Helga. Sann- leikurinn er sá, að aðstaðá okkar th samninga við aðrar þjóðir hef- ur versnað. Kalda stríðinu er lok- ið. Þótt landið hafi ekki misst hernaðarghdi sitt, skiptir það lík- lega ekki eins miklu máh og áð- ur. Og aðrar þjóðir geta verið án fisksins okkar, þótt við getum ahs ekki veriö án vöru þeirra og þjónustu. Smáþjóðir þurfa bandamenn Frjálslyndir ménn geta að vísu ekki verið neinir sérstakir aðdá- endur Evrópubandalagsins. Er það ekki þunglamalegt skrif- finnskubákn? Tohabandalög eru óþörf af þeirri einfóldu ástæðu, að tollar skaða aðahega það land, sem setur þá á. Einhliða afnám tolla er því jafnskynsamlegt og tvíhhða afnám þeirra. Og mér líst enn verr á einhvers konar yfir- ríki en tollabandalag. Við þurfum margt annað frekar en tvöfalt stjórnkerfi, eitt í Reykjavík, ann- að í Brussel. Á hitt er að hta, að smáþjóöir geta ekki treyst á mátt sinn og megin. Þær þurfa banda- menn. Þær verða aö eiga aðild að vamar- og viðskiptabandalög- um, þar sem þær hafa atkvæðis- rétt og margvísleg áhrif. Enginn hirti um Eystrasaltsríkin, sem Stalín hertók. Öllum var sama um Kúrda og Armena. Verði Kú- væt einhvem tímann aftur sjálf- stætt ríki, þá getur það þakkað það Bandaríkjamönnum, ekki sjálfu sér. Gunnar Helgi leiðir margvísleg rök að því, að aðild að Evrópu- bandalaginu sé nú fýsilegri kost- ur en áöur. Þjóðir bandalagsins em mikilvægustu viðskiptavinir okkar, og markaður þess liggur best við landinu. Bandaríkja- menn hafa enn fremur sjálfir eignast gjöful fiskimið við út- færsluna í 200 mílur. Óhklegt er, aö Kremlverjar eða Bandaríkja- menn muni lengur versla við okkur af stjórnmálaástæðum. Þá nýtur iðnaður okkar ekki lengur umtalsverðrar tollverndar, svo að ekki þarf að hugsa um hann í þessu sambandi. íslendingar hafa verið aðilar að samnorrænum vinnumarkaði í mörg ár, án þess að neitt sérstakt hafi gerst. Svo má lengi telja. Gunnar Helgi bendir hins vegar á, að virðis- aukaskattur er hér miklu hærri en í grannlöndunum og vafalaust mikil andstaða við það að veita öðrum veiðiheimildir eða aðhd að íslenskum útgerðarfyrirtækj- um. í stíl Ólafs Grímssonar Rit Gunnars Helga er greinar- gott yfirlit yfir helstu sjónarmið í samskiptum íslendinga og Evr- ópubandalagsins. Á því er þó einn galh. Það er ekki vel skrifað. Gunnar Helgi hefur svipaöan stíl og Ólafur Grímsson, og er þar leiðum að líkjast. Þessi stíll ein- kennist af nafnoröahröngli að enskum hætti og taumlausri notkun orða eins og kerfi, staða, grundvöllur, uppbygging, or- sakaþáttur og samsph í stað ágæts og eðlhegs alþýðumáls ís- lensks. Erlend áhrif eru augljós og orðaforði takmarkaður. Eitt dæmi er á 47. bls.: „Að því gefnu að hvorki tvíhliða viðræður né EFTA leiðin leiddu til fullnægj- andu niðUrstöðu fyrir sjávarút- vegshagsmuni íslendinga má leiða að því líkur að umsókn um aðhd að EB gæti leitt th betri lífs- kjara en hinar leiðirnar.” Merk- ing þessarar málsgreinar er ekki fullljós og málfar þrótthtið, auk þess sem tekist hefur að koma orðinu leið þar fyrir fimm sinn- um. Gunnar Helgi notar víða orðið millistríðsár. Það er rökleysa. Ekkert milhstríð var háö árin mhli stríða. Þá er orðið ákvarð- anataka algengt í máli hans. Það er smekkleysa og oftast eða alltaf óþarft. Orðið ákvörðun nægir. Gunnar Helgi sækir fullmargar líkingar úr efnisheiminum um hugsanir manna, en það er eitt einkenni þeirra, sem hafa ekki næma tilfinningu fyrir réttu tungutaki. Hann talar til dæmis (51. bls.) um útbreiðslu lýðræðis- hugmynda og valddreifingar og (49. bls.) um stefnumótun. Betra er að segja, að lýðræðishugmynd- ir berist um eða öðlist fylgi og að stefna sé mörkuð. Einnig segir Gunnar Helgi (51. bls.): „í gegnum þær stofnanir... “ Þetta er enska, ekki íslenska. Nokkurra danskra áhrifa gætir. Hann segir th dæm- is (49. bls.) „í gegnum tiðina“. Því nefni ég þessi mörgu smáat- riði sérstaklega, að ég er hlynntur vinsamlegum samskiptum við grannþjóðir okkar, en andvígur því, að við fómum fyrir það tungu okkar, menningu og sögu- legri vitund. Við þurfum ekki að glata sjálfum okkur, þótt við rétt- um öörum þjóðum höndina á frjálsum markaði. Gunnar Helgl Kristinsson: Evrópustefnan. Aðlögun íslands að þróun Evrópubandalagsins. Úryggismálanefnd, Reykjavik 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.