Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1990. Útlönd Útlendingar reyna að komast frá Líberíu Um fimmtíu útlendingar slógust í fór með vestur-þýskum sendiráðs- mönnum þegar þeir mynduðu bíla- lest sem yfirgaf Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gær. Lestin fór þó ekki langt því aö uppreisnarforinginn Charles Taylor stöðvaði för hennar. Um 60 menn frá Guineu höfðu von- ast til að fá að fljóta með en förinni var heitið til Fílabeinsstrandarinnar. Vestur-þýska sendiráðin er I austur- hluta Monróvíu, þar sem bardagar hafa verið einna harðastir síðustu daga, og töldu sendiráðsmenn ekki seinna vænna að forða sér. Liðsmenn Charles Taylor eru sagö- ir hafa stöðvað lestina vegna þess að þar voru með menn frá nágranna- ríkjunum en þau hafa reynt að stuðla aö friði í landinu með því að senda alþjóðlegar gæslusveitir á vettvang. Það vill Taylor ekki, enda sér hann fram á að hafa fullan sigur í barátt- unni við Samuel Doe forseta. Allir sem yfirgefa 'höfuðborgina verða að fá vegabréf sem Þjóðfrelsis- fylking Taylors gefur út, enda er engin leið að yfirgefa Líberíu á landi án þess að fara yfir yfirráðasvæði hans. Sjö ríki í Vestur-Afríku eru nú að draga saman lið í gæslusveitir. Þeim er ætlað að stöðva átökin og sjá til þess að frjálsar kosningar verði haldnar í landinu við fyrsta tæki- færi. Taylor hefur svarið að ráðast gegn þessum sveitum af fullri hörku ef þær kom inn fyrir landamærin. Taylor hefur látið erlend sendiráð í friði að mestu þar tii í gær að hann hótaði vestur-þýska sendiherranum öllu illu ef hann ræki ekki um 5000 flóttamenn út af lóð sendiráðsins. Eftir það ákvað sendiherrann að reyna að komast úr landi. Reuter Vestur-þýski sendiherrann fór fyrir bílalest sem reyndi að komast frá Líberíu í gær. Lestin var stöðvuð áður en hún komst úr landi. Símamynd Reuter ÓLAFSFJÖRÐUR Nýr umboðsmaður okkar frá 13. ágúst er Elfa Hann- esdóttir, Bylgjubyggð 5, sími 96-62105. ÞORLÁKSHÖFN Nýr umboðsmaður okkar frá 15. ágúst er Unnur Jónsdóttir, Oddabraut 17, sími 98-33779. Almennur lögtaksúrskurður ,,Hér með úrskurðast að lögtök mega fara fram til tryggingar eftir- töldum vangoldnum opinberum gjöldum, álögðum 1990, á ein- staklinga og lögaðila á Eskifirði og í Suður-Múlasýslu að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar. Gjöldin eru þessi: tekjuskattur, eignaskattur, útsvar, aðstöðugjöld, sérstakur eignaskattur, vanskilafé staðgreiðslu, eindagað fram til júlíloka 1990, vangreiddur virðisaukaskattur fyrir tímabilið maí og júní 1990, með eindaga 5. ágúst 1990, vinnueftirlitsgjald, slysa- tryggingagjald atvinnurekenda skv. 20. gr., kirkjugarðsgjald, at- vinnuleysistryggingagjald, sérstakur skattur á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði, iðnlána- og iðnaðarmálagjald, launaskattur, slysa- tryggingagjald vegna heimilisstarfa, gjald I framkvæmdasjóð aldr- aðra, aðflutningsgjöld, skráningargjöld skipshafna, skipaskoðun- argjald, lestagjald og vitagjald, bifreiðaskattur, þungaskattur sam- kvæmt ökumælum og fast gjald, skoðunargjald bifreiða og slysa- tryggingagjald ökumanna 1990, viðbótar- og aukaálagningar söluskatts og sekta vegna fyrri tímabila, skipulagsgjald af nýbygg- ingum. Þá nær úrskurðurinn til viðbótar- og aukaálagningar fram- angreindra opinberra gjalda vegna fyrri tímabila. Lögtök fara fram án frekari fyrirvara en að ofan greinir, á kostnað viðkomandi gerðarþola en á ábyrgð Gjaldheimtu Austurlands." Eskifirði 16. ágúst 1990. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu, bæjarfógetinn á Eskifirði, Sigurður Eiríksson. Lögreglan fjarlægði lík þeirra föllnu og virtist ekki hirða um hvort menn voru lifs eða liðnir þegar þeim var hent upp á vörubíla. Hörð ættflokkaátök blökkumanna í Suður-Afríku: Unglingar börðu mann til óbóta og kveiktu íhonum Mikil grimmd og harka var í inn- byrðisátökum blökkumanna í hérað- inu umhverfis Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær. Haft er eftir vitn- um að unglingar hafi brennt mann til bana eftir að hafa barið hann fyrst til óbóta. Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í bióði sínu þegar bensíni var hellt yfir hann og kveikt í. Fréttamaður frá Reuters fréttastof- unni kom á staðinn skömmu síðar og þá var maðurinn enn á lífi en hann lést skömmu síðar. Þegar lög- reglan kom á staðinn vafði hún teppi um manninn og henti honum upp á vörubíl. Enn er óljóst hve margir létu lífið í átökunum milli fylgismanna Af- ríska þjóðarráðsins og manna af ætt- bálki zúlúmanna. Þó er vitað að þeir skipta tugum og samkvæmt síðustu Undir kvöld hafði lögreglunni tekist að stilla til friðar en þá lá fjöldi manna í valnum. tölum var vitað um 38 menn látna og hundruð höfðu særst. Þessa viku hafa um 130 blökkumenn látið lífið í ættflokkaerj unum. Lögreglan og herinn beittu ýtrustu hörku við að stöðva átökin sem þó blossuðu stöðugt upp á nýjum og nýjum stöðum. Undir kvöld lægði þó enda hafði þá gripið um sig almennur ótti við lögreglu- og hermenn. Átökin hafa magnast stig af stigi frá því á sunnudag. í bæjum í ná- grenni Jóhannesarborgar eru far- andverkamenn af zúlúættum fjöl- mennir og hefur þeim lent saman við menn af ættbálki xhosa sem búa fyr- ir á svæðinu. Rauði krossinn hefur ákveðið að koma upp búðum á svæðinu fyrir þá sem hafa misst heimili sín. í morgun var allt með kyrrum kjör- um en ástand á svæðinu er þó ótryggt. Reuter Ný staöa í Pakistan: Sonur Zia-ul-Haq sækir fram til valda Tveimur árum eftir lát pakist- anska herstjórans Zia-ul-Haq hefur sonur hans, Ejaz-ul-Haq, ákveðið að snúa sér að stjórnmálum og berjast gegn Benazir Bhutto. Því er líklegt að nöfn þessara ætta eigi eftir að heyrast oft í fréttum á kom- andi árum. Fyrr í vikunni var haldið sérstak- lega upp á að tvö ár voru liðin frá dauða Zia og mátti þá sjá myndir af honum á götum úti í höfuö- borginni Islamabad og nærliggj- andi borgum. Zia lét lífið í flugslysi sem enn er deilt um hvort hafi ver- ið hryöjuverk eða ekki. Ejaz sonur hans er nú 38 ára gam- all. Markmið hans er að sameina öfl á hægri væng stjórnmálanna í Pakistan og ná aftur þeim pólitísku áhrifum sem faðir hans hafði. Hann stefnir að framboði í kosn- ingunum í október en Benazir verður þar væntanlega einnig með- al frambjóðenda. „Ef Benazir býður sig fram þá verða þessar kosningar persónuleg barátta milli hennar og mín,“ sagði Ejaz í samtali við Rauters frétta- stofuna. Stjórnmálaskýrendur segja að Ejaz sé með öllu óreyndur í stjórn- málum og hann verði ekki í bráð í það minnsta annað en handbendi áhrifamanna sem áður stóðu fast að baki Zia föður hans. Þá vantar mann sem þeir geta still upp sem frambjóðanda og telja nú Ejaz skásta kostinn. Ejaz er þegar farinn að ferðast um Pakistan til að kynna sig og minningarhátíðin um föður hans fékk fljótlega á sig svip kosninga- fundar. Hann hefur nú verið leidd- ur til áhrifa í stjórnmálaflokki föð- ur síns og lætur æ meira á sér bera. Reuter Verð lækkar í Perú Viku eftir gífurlegar verðhækkan- ir í Perú vegna spamaðaraðgerða Fujimoris forseta hefur verð lækkað skyndilega aftur. í síðustu viku fjór- faldaðist til dæmis verð á ýmsum nauðsynjamatvælum og verð á bens- íni þrjátíufaldaðist. Almenningur mótmælti harðlega og í fátækra- hverfum höfuðborgarinnar Lima létu mótmælendur greipar sópa um verslar. En nú hefur verð á ýmsum matvælum lækkað um helming. Kaupmenn sáu fram á að þeir gætu ekki selt varninginn. Vinstri sinnaðir skæruliðar, sem reyna að vinna stuðning almennings vegna óánægjunnar með sparnaðar- aðgerðirnar, kveiktu á þriðjudags- kvöld í fimm strætisvögnum og í ostagerð í Lima. Skipuðu skærulið- arnir farþegunum að fara úr strætis- vögnunum um leið og þeir hrópuðu slagorð gegn stjórninni. Á mánudagskvöld ollu skæruliðar sprengingu viö forsetabústaðinn. Að minnsta kosti sex manns hafa látið lífið í sprengjutilræðum og skothríð skæruliöa í Perú í þessari viku. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.